Fréttablaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 22
14 16. mars 2009 MÁNUDAGUR Það eru líklega fleiri en ég sem hugsa reglulega um það að flytja bara burt frá Íslandi, og öllu því sem þar er. Losna undan því að heyra endalausar frétt- ir um spillinguna og ruglið sem viðgekkst síðustu árin, pirrast á því hversu fáránlega illa stödd við erum vegna þess. Það skipt- ir ekki einu sinni máli hvort maður fylgist með þessum fréttum eða ekki, hvert sem maður fer verður maður þeirra var. Hvort sem það er með því að ganga um miðbæinn með sínum galtómu og niðurníddu húsum, eða með því að fara út í búð eða á veitinga- stað og borga ofboðslega mikinn pen- ing fyrir ofboðslega lítið af vörum. Þrátt fyrir þetta finnst mér við vera merkilega brött. Það verð- ur ekki tekið af okkur að við erum hörð og fljót að laga okkur að nýjum aðstæðum. Það er líklega ástæðan fyrir því að við lifum þetta af, því við erum bara búin að venja okkur við og hugs- um ekki allt of mikið út í þetta allt saman. Þannig var ég í það minnsta þangað til ég hætti mér út fyrir landsteinana í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Förinni var heit- ið til forfeðranna í Noregi, en þangað hafði ég aldrei fyrr komið. Í Noregi er sko engin kreppa, í það minnsta ekki í samanburði við okkur, og í Osló sá ég ekki svo mikið sem eitt autt verslunarhúsnæði. Þvert á móti var allt fullt af lífi og fólkið virtist glatt. Fyrir fátækan Íslending hafði krepp- an þó sjaldan verið raunverulegri en þegar það þurfti að borga tæpar 600 íslensk- ar krónur fyrir glas af kóki og 1.200 fyrir litla samloku. Meira að segja koma í H&M búð, sem hefur nú glatt margan Íslending- inn í gegnum tíðina, var erfið og hefur lík- lega aldrei verið eins nálægt því að valda sorgartárum á hvörmum Íslendings og ein- mitt núna. Vist í kreppulausu landi NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Höfundur bókarinnar „Líf með ungl- ingum“ áritar. Jess! Naut falla! Ég end- urtek! Naut falla af himnum! Günther! Ég er búin að missa eitt kíló! Missa! Aaaa... það útskýrir allt! BRA NN kau pir Ron aldi nho Skófla Skófla Skófla Skófla Skófla Skófla Skófla Blurp Blurp Blurp Blurp Blurp DropDrop Ah! Það jafn- ast ekkert á við rótsterkt morgunkaff- ið! Þetta er nú voðalega stelpulegt hjá þér... Vá maður, þessi var stór! Þetta er með því besta sem ég hef séð! Hann mætti nú missa eitt eða tvö tonn. Nei takk. Hannes, þetta er nýtt fyrir þér. Viltu ekki læra að gera þetta rétt? Nei, ég geri þetta bara á minn hátt. Þú gleymir naglalakk- inu og krullujárninu! Ég veit allt um það að fá að gista hjá öðrum... leyfðu mér að segja þér aðeins til. 9. HVER VINNUR! KOMINN ÍELKO! 20 af bestu lögum rokksveitarinnar Queen SENDU SMS EST SSV Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! AÐALVINNINGUR ER SINGSTAR QUEEN ÁSAMT SINGSTAR HLJÓÐNEMUM! FULLT AF AUKAVINNINGUM! WWW.SENA.IS/SINGSTAR Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið. Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. A Af litlum neista… 20 mg, 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Nýttmagalyfán lyfseðils

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.