Fréttablaðið - 16.03.2009, Síða 23

Fréttablaðið - 16.03.2009, Síða 23
MÁNUDAGUR 16. mars 2009 NUDD Verð frá 1690.- Selásbraut 98 110 Árbæ S:577 3737 Mitsubishi Outlander - Kraftmikill sportjeppi Kostir Mitsubishi Outlander eru afgerandi. Hann hefur mestu veghæð í sínum flokki, stærsta farangursrýmið, öflugt fjórhjóladrif og frábæra aksturseiginleika. Komdu í HEKLU - Notaða bíla á Kletthálsi og skoðaðu næstum nýjan Mitsubishi Outlander, kraftmikinn, rúmgóðan og ríkulega búinn bíl fyrir alla fjölskylduna, tilvalinn í ferðalagið. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR KLETTHÁLSI Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga Kletthálsi sími 590 5044 www.heklanotadirbilar.is DÆMI ÚR SÖLUSKRÁ Mitsubishi Outlander Intense, árgerð 2008 ekinn 5.000 km. Sjálfskiptur, bensín. Verð: 4.280.000 kr. Fyrirsætubransinn er harður heimur en væntan- lega hefur enginn búist við viðlíka átökum og þegar áheyrnarprufur fyrir Am- erica‘s Next Top Model fóru fram í New York. Sex konur, sem dreymdi um að verða fyrirsætur, slösuðust og þrír voru handteknir þegar Tyra Banks blés til árlegra inntökuprófa fyrir þáttinn sinn vinsæla, Næsta ofur- fyrirsæta Bandaríkjanna. Vefmiðlar þar vestra og útvarps- stöðvar segja mikil átök hafa brot- ist út á meðal kvennanna þar sem þær stóðu í röð. Talið er að hátt í þúsund konur hafi mætt og vonast til að hljóta náð fyrir augum hinn- ar duttlungafullu Banks þegar bíl var ekið upp að röðinni. Farþegi í bílnum var að reykja og einhver í röðinni hrópaði eldur. Þetta olli mikilli hræðslu meðal kvennanna og allt fór í bál og brand þegar þjóf bar að garði sem gerði tilraun til að ræna veskjum þeirra sem stóðu fyrir utan. Ef til vill hefur hann búist við að þarna væru miklar smekkmanneskjur á ferð enda um tískuþátt að ræða. Tvær þeirra sem slösuðust voru fluttar á sjúkrahús en viðstaddar voru skelkaðar, enda ekki eitthvað sem þær höfðu búist við. Þetta er í þrettánda sinn sem Tyra Banks leitar að toppfyrir- sætum fyrir þáttinn. Hann hefur notið mikilla vinsælda bæði þar vestra og út um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi. Svipuð þátta- röð hefur einnig verið í gangi í Bretlandi. Keppendur í þeim þætti hafa meðal annars komið hingað til lands en íslenski tískuljósmyndar- inn Huggy sá þá um að mynda þær í Bláa lóninu. Allt varð brjálað hjá Tyru Banks VINSÆL Tveir voru fluttir á sjúkrahús og þrír handteknir þegar átök brutust út í New York þar sem stúlkur biðu eftir að komast í inntökupróf fyrir sjónvarpsþáttinn America‘s Next Top Model. Tyru Banks varð þó ekki meint af. Lily Allen missti stjórn á skapi sínu og réðst á ljósmyndara í London á fimmtudagskvöld- ið. Lily, sem er 23 ára, kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndarann eftir að hann keyrði á bíl hennar þegar hún var að koma í upptökustúdíó. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Star rakst bíll ljósmyndarans í bíl söngkonunnar sem missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og þurftu öryggisverðir hennar að draga hana í burtu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonan hellir sér yfir ljós- myndara, en árið 2007 fékk hún lögregluviðvörun eftir að hún kýldi ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í London með þeim afleiðingum að hann fékk blóðnasir. Réðst á ljós- myndara Indverska leikkonan Freida Pinto mun að öllum líkindum hreppa hlutverk Bondstúlku í næstu kvik- mynd um spæjarann. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun vakti Freida, sem er 24 ára, fyrst athygli framleiðenda mynd- anna þegar verið var að kasta í hlutverk Bondstúlku fyrir Quant- um of Solace, en þótti þá vera of ung. Tilboðunum rignir nú yfir Freidu eftir frammistöðu henn- ar í kvikmyndinni Slumdog Milli- onaire sem hlaut átta Óskarsverð- laun á dögunum. Henni hafa boðist samningar við hátískufyrirtæki og samþykkti nýverið að leika í næstu kvikmynd Woody Allen. Freida næsta Bondstúlka? EFTIRSÓTT Tilboðunum rignir yfir Freidu Pinto eftir góða frammistöðu í Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.