Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 F immtudagurinn fimmti maí í fyrra markaði nokk- ur þáttaskil í íslenskum myndlistarheimi, því þá tók formlega til starfa CIA.IS, sem stendur fyr- ir Center for Icelandic Art eða Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar. Hið erlenda heiti stofnunarinnar er í rökréttu samhengi við meginmarkmið hennar; að vera tengiliður íslensks myndlistarsamfélags við alþjóðlegan vettvang og renna stoðum undir samstarf ís- lenskrar myndlistar og erlendra listamanna, með það að leiðarljósi að auka hróður ís- lenskrar myndlistar erlendis. Aldrei áður hafði ein íslensk stofnun haft þetta að meg- inmarkmiði sínu, en ljóst hafði þótt um nokk- urt skeið að brýn þörf var á stofnun af þessu tagi. Áhersla stofnunarinnar liggur sem sagt í að koma á sambandi milli íslenskra myndlist- armanna og útlanda, hvort sem um er að ræða aðra myndlistarmenn erlendis, sýningarstaði og sýningarstjóra, kaupendur og safnara, námskeið, vinnustofur eða annað sem íslensk- ir myndlistarmenn geta haft hag af vinnu sinnar vegna. Heitið CIA.IS vísar einnig til heimasíðu stofnunarinnar, sem er mjög veg- leg, en þar má finna allar helstu upplýsingar; jafnt fyrir íslenska aðila sem þurfa á upplýs- ingum erlendis frá að halda, sem erlenda aðila sem óska eftir að komast í tæri við íslenska myndlistarmenn eða myndlistarstofnanir. En CIA.IS er ekki einungis upplýsinga- miðstöð, þó hún gegni vissulega mikilvægu hlutverki sem slík. Margir sjá hlutverk stofnunarinnar ekki síður sem stefnumótandi; miðstýringarafl með fagþekkingu, til þess fall- ið að leysa af hendi vinnu sem áður var unnin af ráðuneytum, til dæmis með aðkomu að út- hlutun listamannalauna, rekstri safna og um- sjón með Feneyjatvíæringnum. Í raun mætti ganga svo langt að segja að hún gegndi lykilhlutverki í mótun opinberrar íslenskrar menningarstefnu, og það er einmitt það fyrsta sem ber á góma í löngu samtali okkar dr. Christians Schoens, forstöðumanns CIA.IS, sem tók við starfinu á fyrri hluta árs í fyrra, sem fer fram í fallegu gömlu húsi við Hafnarstræti í Reykjavík, þar sem kynning- armiðstöðin er til húsa. „Ég tel að tilkoma CIA.IS sé hluti af nýrri, íslenskri menningarstefnu – eitt tæki til að móta hana,“ svarar hann þegar ég ber það undir hann hvort hann sjái slíka mótun sem eitt af hlutverkum stofnunarinnar. „Ég lít á CIA.IS sem tæki til nota fyrir hvern þann sem er virkur í íslensku myndlistarlífi. Mín áhersla er því ekki eingöngu á listamennina sjálfa, heldur einnig á aðrar stofnanir – alla þá sem hafa það að markmiði að gera íslenskt mynd- listarlíf enn faglegra. Auðvitað er það að móta menningarstefnu fyrir heilt land ekki mitt mál, í fyrsta lagi er ég útlendingur, en þar fyr- ir utan veltur það fyrst og fremst á pólitískum ákvörðunum. En ég sé CIA.IS sem hluta af nýrri þróun hérlendis þar sem áhersla á myndlist er að verða meiri og meiri, og við- urkenndari sem mikilvægur þáttur í félagslífi Íslands. Og þó að stofnunin sé að vinna í margvíslegum tímabundnum verkefnum, er meginmarkmiðið að með tímanum leiði hún til sjálfbærrar starfsemi.“ Að koma á samböndum Christian Schoen er þýskur listsagnfræð- ingur, sem var valinn úr stórum hópi al- þjóðlegra umsækjenda að starfi forstöðu- manns CIA.IS skömmu fyrir jól 2004. Mörgum kom ráðning hans á óvart – ekki síst honum sjálfum að eigin sögn – þar sem hann var útlendingur með lítil sem engin tengsl hingað heim. Flestir sáu þó kosti einmitt þeirrar staðreyndar; auk þess að bera með sér ferskan andblæ og vonandi nýjar hugmyndir, hafði hann heldur engin tengsl eða vensl inn í íslenskan listheim – nokkuð sem löngum hefur fylgt smæðinni og þótt galli á íslensku mynd- listarumhverfi. Hann segist gera sér fulla grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir stöðu sinni, og segist hafa eytt fyrstu þremur mánuðunum eftir að hann kom til starfa í að tala við fólk, kynnast því sjálfu, hugmyndum þess og væntingum til CIA.IS. „Ég legg áherslu á að ég tek starf mitt mjög alvarlega, kannski enn frekar ein- mitt vegna þess að ég er útlendingur,“ segir hann. „Meginhlutverk mitt tel ég ekki vera að skapa listastefnu, heldur miklu heldur að koma á samböndum. Það sem við þurfum fyrst og fremst að huga að er hvar við getum bætt stöðuna með tilliti til stofnana, hvar má koma á samvinnu, hvað getur CIA.IS gert í þessu samhengi og þar frameftir götunum. Myndlistarmenn eiga eftir að fylgja eigin þró- un og ég lít ekki á það sem hlutverk mitt að skera úr um hvaða listamenn séu hæfir til að taka þátt í ákveðnum verkefnum.“ Í þessu ljósi segist Christian aldrei svara spurningum um hvað sé dæmigerð íslensk list eða góð íslensk list – spurningar sem hann fær reglulega. „Ég reyni heldur að vísa fólki á upplýsingar um hóp af fólki. Þeir sem eru að leita að tiltekinni íslenskri list eiga að velja og hafna sjálfir.“ Þróun í gangi Áður en CIA.IS kom til sögunnar gegndu listasöfn og gallerí einna mikilvægasta hlut- verkinu í kynningu á íslenskri myndlist. Að- spurður hvernig íslenskar myndlistarstofn- anir, söfn og gallerí, komi honum fyrir sjónir og hafi staðið sig að hans mati, segist hann hafa á tilfinningunni að í gangi sé ákveðin þró- un hjá stóru listasöfnunum tveimur í Reykja- vík, Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Ís- lands, til dæmis með ráðningu Hafþórs Yngvasonar sem forstöðumanns hins fyrr- nefnda. „Að mínu mati þurfa söfnin að vinna í fram- setningu sinni, og ég held að það sé fyrsta skrefið í að hugsa allan þennan strúktúr myndlistarlífsins upp á nýtt. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið og glaður að fá sjálfur tækifæri til að taka þátt,“ segir hann, en hann situr í ráðgjafarnefnd Listasafns Reykjavíkur. „Það kom mér reyndar á óvart þegar ég var spurður hvort ég teldi að sú málamiðlun fæli í sér hagsmunaárekstra. Því að mínu mati eru samskiptin lykillinn að árangri, og það verður aldrei gert nóg til að auka og bæta þau.“ Hann segir vissulega fleiri áhrifavalda í ís- lensku myndlistarlífi en reykvísku söfnin tvö; Listasafn Akureyrar gegni til að mynda einn- ig veigamiklu hlutverki sem menningar- stofnun á landsbyggðinni og í að koma ís- lenskri list á framfæri. „Auðvitað eru þar fyrir utan margar stofnanir, gallerí og samtök sem leika stóra rullu á ýmsum sviðum; hvort sem það er i8 sem er þátttakandi í hinum al- þjóðlega listkaupaheimi eða grasrótar- stemningin í kringum Kling og Bang í Reykja- vík eða Gallerí Box á Akureyri, eða hið glæsilega safn Safns eða hið lifandi sýning- arrými í Nýló.“ Hvað varðar íslensku galleríin segist Christian hafa á þeim tvíbenta skoðun. „Á annan bóginn er það jákvætt hversu ótrúlega auðvelt það er að fá að halda einkasýningu hérlendis, til dæmis miðað við Þýskaland. Þar ertu nánast orðin stjarna við það eitt að fá einkasýningu í heimabæ þínum! Hins vegar hef ég á tilfinningunni að sumir listamenn hérlendis séu dálítið þjakaðir vegna þess að þeir eru með of margar sýningar í gangi í einu. Sumar sýningar sem ég hef séð eru ekki nægilega mótaðar að mínu mati – mín skoðun er að myndlistarmaður sem sýnir verk sín ætti að vera með allt á tæru, og ef það er ekki hægt, þá sé betra að fresta því.“ Hann segist telja að fæð myndlistarmanna sem vert þyki að sýna geti verið ein ástæða þessa og tekur einnig undir þá skoðun að Ís- lendingum hætti til að líta á það sem dugnað að vera með mörg járn í eldinum í einu. „Ég vil ekki síst leggja áherslu á ábyrgð þeirra sem stjórna þessum stofnunum. Auk lista- mannanna sjálfra, auðvitað, verða sýning- arnar fyrst og fremst að vera góðar og vera afrakstur að minnsta kosti nokkurra mánaða, ef ekki ára vinnu. Þarna sé ég möguleika á endurbótum.“ Íslenskir moldarkofar Í samtali okkar verður Christian tíðrætt um Íslendingseðlið eins og það kemur honum fyr- ir sjónir – dugnaðinn, eljuna og frelsið – sem er svo ríkt í íslenskum myndlistarmönnum rétt eins og öðrum stéttum, og segist sjá í því marga kosti. Einnig felist viss tækifæri í því að koma frá Íslandi í sjálfu sér. „Ég hef tekið eftir því að íslenskir myndlistarmenn eru til- tölulega ófeimnir við að koma sér á framfæri erlendis, ólíkt til dæmis Þjóðverjum sem sitja miklu heldur á sér. Það er mikill plús,“ segir hann og rekur hugsanlegar ástæður þessa: „Í fyrsta lagi er það hluti af hugarfarinu; hér er það talið nauðsynlegt að kynnast útlöndum. Notið þið ekki orðið heimska til að lýsa þeim sem er vitlaus – með tilvísun í þann sem hefur alltaf verið heima? Í öðru lagi er vissulega til staðar „hinn íslenski bónus“, það jákvæða við að vera frá Íslandi. Hvers vegna og hvernig hann birtist er annar handleggur. En við þurf- um að nota hann og við gerum það, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ En þrátt fyrir tækifærin sem því fylgja að vera íslensk, hættir okkur Íslendingum stund- um til að vera óörugg með okkur sjálf og telja að við séum „enn í moldarkofunum“, eins og stundum er sagt, ekki síst þegar kemur að myndlist; bæði sköpun og tækifærum. Hvern- ig sér Christian þetta? Eigum við myndlist- armenn sem standa undir alþjóðlegum merkj- um, eða þurfa þeir alltaf að vera eyrnamerktir sem „íslenskir“? „Ég veit ekki hvort þessi spurning á rétt á sér,“ svarar hann hugsi. „Sem íslenskur myndlistarmaður hlýtur það hvaðan þú ert alltaf að skila sér í verkum þínum, og margir þeirra eru reyndar að takast á við söguna, for- tíðina og klisjuna í verkum sínum. En auðvit- að eru aðrir sem hafa skapað sér sitt eigið tungumál og jafnvel sumir hafa einbeitt sér að því að skapa einhvers konar samtal við heim- inn og fást ekkert við arfleifðina. Auðvitað gæti ég nefnt nöfn úr öllum kynslóðum mynd- listarmanna, sérstaklega marga úr hinum yngri, sem eru mjög áhugaverðir og ég hlakka til að sjá hvernig þeir þróast. En ég mun ekki gera það.“ Sem listsagnfræðingur segist Christian sér- staklega spenntur og forvitinn að sjá hvernig hlutirnir komi til með að þróast í íslenskri myndlist. Þó að margir segi að hér á landi sé enga listasögu að finna, fullyrðir hann að hún sé til, þó henni hafi ekki verið haldið mikið á lofti. „Það er mér ráðgáta hvernig þið fáist við söguna og hugsið um fortíðina. Fyrir mér spretta upp myndir í huganum úr þýskri sögu þegar ég hugsa um ákveðin tímabil, rómantík svo dæmi sé nefnt. Þið genguð í gegn um sama tímabil í sögunni, en ég er ekki viss um að þið hugsið á sama hátt um það. Þetta þykir mér mjög spennandi viðfangsefni og sýnir klárlega muninn á Íslandi og öðrum ná- grannalöndum. Samt er þetta grundvall- Sýnileiki íslenskrar menningar varðar marga Morgunblaðið/Ómar Christian Schoen Ég lít á CIA.IS sem tæki til nota fyrir hvern þann sem er virkur í íslensku myndlistarlífi.“ Christian Schoen hefur veitt CIA.IS, Center for Icelandic Art eða Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar, forstöðu allt frá því að stofnunin tók til starfa á vormánuðum í fyrra. Í samtali við blaðamann segist hann líta á CIA.IS sem tæki sem ætti að geta nýst öllum þeim sem hafa að markmiði að gera ís- lenskt menningarlíf faglegra. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.