Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 | 3
S
vona skiptist þetta: Öðrum megin
eru mannvitsbrekkurnar, sem
hugsa eins og Platón eða Kant,
sem skrifa eins og Beckett og
Guðbergur, andans fólkið sem
efast og brýnir hugann, skilar
okkur merkingu. Hinum megin er marflatur
völlurinn, þar hlaupa íþróttamennirnir; þeir
sem hafa enga máltilfinningu en umtalsverða
hreyfigreind, spyrnandi og skallandi; í flóð-
ljósunum birtist fullkomnun mannslíkamans,
þar birtast formin.
Form og inntak. Kannski þurfum við ekkert
fleira, við þurfum skáld og knattspyrnumann
til að skilja heiminn. Annar
rímar, hinn sólar. Annar
brennir af, hinn strokar út.
Báðir leita fullnægju. Og það
er kjaftæði að þessir menn þekkist ekki, að
öðrum megin séu brekkurnar, hinum megin
völlurinn. Margir af helstu hugsuðum 20. ald-
arinnar voru íþróttaáhugamenn, ef ekki iðk-
endur sjálfir. Knattspyrnuhetjur hafa látið
falla setningar sem jafnast á við tærustu hæk-
ur. Og svo auðvitað gamla klisjan, að knatt-
spyrnuleikur sé eins og lífið sjálft með sorgum
og sigrum, misheppnuðum sóknum, hjólhesta-
spyrnum, hatri, drengskap og umfram allt
mistækum dómara.
Í kjölfar pistils í þessu blaði fyrir hálfum
mánuði, þar sem heimtuð voru markviss
menningarskrif um fótbolta, verður hér greint
frá nokkrum nýlegum (lista)verkum þar sem
fótbolti er helsta yrkisefnið. Tilefnið er HM
sem hófst í gær.
Í bíóhúsum í Evrópu er nú í sýningum ír-
anska kvikmyndin Rangstaða (Offside) eftir
Jafar Panahi. Þetta er knáleg gamanmynd um
öllu alvarlegra mál, kynjamisrétti í Íran, en
þar er málum svo háttað að konur mega ekki
mæta á íþróttaleikvanga og horfa á fótbolta-
leiki. Myndin gerist í Teheran daginn sem
fram fer hinn ofurmikilvægi leikur Íran-
Barein, sem sker úr um hvort liðið kemst á
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006 í
Þýskalandi. Allt þjóðfélagið er á öðrum end-
anum og æstir stuðningsmenn streyma til vall-
arins, þar á meðal nokkrar ungar konur sem
reyna að komast fram hjá strangri gæslunni
dulbúnar undir derhúfum, fánum og andlits-
málningu. Þær eru hins vegar gripnar ein af
annarri og verða að gjöra svo vel að dúsa í eins
konar afrétt eða bás, eins og hver önnur hús-
dýr, bakvið stúkuna á meðan leikurinn fer
fram með tilheyrandi hávaða og æsingi.
Myndin er 90 mínútna löng, eins og fótbolta-
leikurinn. Áhorfandinn verður ekki síður pirr-
aður en stúlkurnar að sjá ekki það sem fram
fer á leikvanginum – þ.e.a.s. hafi hann yfir höf-
uð áhuga á fótbolta – en til að gera langa sögu
stutta sigra Íranar og komast þar með á HM
við gífurlegan fögnuð á götum úti.
Myndin er hins vegar fyrir marga fleiri en
knattspyrnuáhugamenn. Hún er um mann-
eskjur í veröld þar sem aðrir setja reglurnar
og minnir líka á mikilvægi samstöðunnar – að
nauðsynlegt sé að einhver veiti manni stuðn-
ing, deili hlátrinum og tárunum. Rangstaða er
borin uppi af snjöllum leik stúlknanna (og
varðanna, sem eru ekki sýndir sem illmenni,
heldur embættismenn), hluti samtalanna er
spunninn á staðnum og úr verður tregaskotinn
farsi sem afhjúpar fáránleik misréttisins.
Hann verður ekki síst ljós þegar einfaldur
náungi úr hópi varðanna lætur til leiðast og
lýsir köflum úr leiknum, þaðan sem hann
stendur vörð, en er sífellt leiðréttur af stúlk-
unum sem hafa meira vit og áhuga á knatt-
spyrnu en hann.
Rangstaða hlaut Silfurbjörninn á Kvik-
myndahátíðinni í Berlín og hefur verið tekið
fagnandi víða um lönd. Einhverjir hafa lýst
henni sem Bend It Like Beckham Mið-
Austurlanda, en það er helst til mikil einföld-
un.
Afturganga hins ógleymanlega
Hér í Lesbók hefur áður verið greint frá
gjörningi svissneska listamannsins Massimo
Furlan, en hann hefur á undanförnum miss-
erum „endurleikið“ úrslitaleik HM ’82 milli
Ítalíu og Þýskalands á ýmsum íþróttaleik-
vöngum í Mið-Evrópu. Með innlifaða lýsingu
íþróttafréttamanns í hátalarakerfinu þeysist
Furlan um mannlausan völlinn, einn og án
knattar, í peysu ítalska landsliðsins númer 23,
og skiptist á að leika alla leikmenn ítalska liðs-
ins, skot þeirra, brot og fögn. Áhorfendur í
stúku fagna og hvetja eins og í alvöru leik og
lýsingunni er jafnvel útvarpað á staðbundnum
útvarpsstöðvum. Með þessari uppákomu
framkallar Furlan geðshræringu Ítala frá
1982, en hinum sögulega úrslitaleik lauk með
3–1-sigri Ítala og mörgum enn í fersku minni.
Hann snýr einnig á hvolf hlutverkum, því í
stað þess að íþróttafréttaritari lýsi því sem
knattspyrnuliðið gerir, þá framkvæmir Furlan
nákvæmlega það sem fréttaritarinn gefur fyr-
irmæli um. Grundvöllurinn er nefnilega upp-
haflegi leikurinn, sem lýsandinn hefur í gler-
búri sínu (á myndbandi) og lýsir. Þannig vakna
skemmtilegar spurningar um frumgerð og eft-
irlíkingu, sem öll myndlist rannsakar jú með
einhverjum hætti. Furlan hefur sjálfur sagt
um gjörninginn að þar slái saman raunveru-
leikanum (íþróttafréttamanninum) og minn-
ingunni (leiknum) og sjálfur taki hann að sér
að vera í hlutverki „afturgöngunnar“. Í aftur-
göngunni, draugnum, skarast einmitt hið sýni-
lega og það sem horfið er.
Snefill af
Shakespeare
Reuters
Fótboltafár Hér má sjá nokkrar af myndum ljósmyndasýningarinnar Fascination Football, sem nú stendur yfir í Þjóðfræðisafni Hamborgar. Á myndunum eru andlitsmálaðir knattspyrnuáhorfendur, en á sýn
ingunni er reynt að rekja rætur samtímafótbolta þúsundir ára aftur í tímann. Ljósmyndun er einmitt ein þeirra listgreina sem hefur knattspyrnu að viðfangsefni. Í Museum für Fotografie í Berlín hefur og
verið opnuð sýning Reginu Schmeke, þar sem hún ber saman fótaburð í ballett og knattspyrnu. Sól og bolvindur sóknarmanna eru ekkert nema dans, spörk og stökk ballettdansara eru tilburðir í vítateig.
Eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
’Saga fagnanna:Alveg fram undir 1970 voru venjurnar næsta einfaldar,
leikmenn tókust í hendur þegar skorað var mark, í
besta falli klapp á öxl, svo var leiknum haldið áfram.
1974–81 komst í móð að kyssast að auki. Heljarstökk
var innleitt sem fagn af mexíkóska leikmanninum
Hugo Sanchez á HM ’86 og 1994 fagnaði Daninn
Brian Laudrup landsliðsmörkum með undarlegri út-
gáfu af lautarferð – sem náði engri útbreiðslu. Sögin
svonefnda, að færa stífan framhandlegginn fram og aft-
ur við síðuna eins og verið sé að saga, varð hins vegar
vinsælt fagn upp úr 1980, innblásið af tennisleikaran-
um Boris Becker. Brasilíumaðurinn Bebeto bjó til Vögg-
una, en hann fagnaði öllum mörkum sínum upp úr
1994 með því að rugga ímynduðu ungbarni, til heiðurs
syni sínum Mateus. Þá eru ónefnd fögn á borð við Dans
við hornfánann (höf.: Roger Milla, Kamerún, 1990),
Treyja yfir höfuð (til sögunnar 1994, bannað tíma-
bundið, leyft aftur 2002) og hópfögn eins og Magafleyt-
ing, Lestin og Þúsundfætlan.‘