Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 | 9
r
Framlag einstaklinganna til hins íslenska
samfélags er einmitt sjálfsgagnrýnin og þessi
fúsleiki til að bæta sig sem foreldri, elskhugi,
maki, starfsmaður og svo má lengi telja. Nú-
tímaeinstaklingar eru tilbúnir til að setja sjálf-
ið á ljósaborðið og gegnumlýsa það til að sýna
að þeir séu í takt við tilfinningalíf sitt. Kyn og
félagsleg staða einstaklingsins setur sterkan
svip á lit og form myndanna á ljósaborðinu.
Það hafa orðið breytingar bæði á skilgrein-
ingum á kvenleikanum og karlmennskunni en
um leið lifa mörg hinna gömlu sanninda um
eðli og hlutverk kynjanna góðu lífi. Það væri
fróðlegt að sjá greiningu á þeirri togstreitu í
minningargreinum.
Heimildir:
Annadís G. Rúdólfsdóttir (1997a) „Aldrei þú á aðra skyggð-
ir“: Staða sjálfsins í minningargreinum og viðtölum, Íslensk-
ar kvennarannsóknir, Ritstj. Helga Kress og Rannveig
Traustadóttir, Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum.
Annadís G. Rúdólfsdóttir (1997b). The Construction of Fem-
ininity in Iceland. Óbirt doktorsritgerð, London School of
Economics and Political Science.
Annadís G. Rúdólfsdóttir (1997c). Mótun kvenleikans á Ís-
landi. Fyrirlestur í Odda, 6. nóv. 1997.
Foucault, M. (1980). Power/Knowledge: Selected Interviews
and Other Writings 1972–1977. Hassocks, Sussex: Harvester
Press.
Foucault, M. (1981). The History of Sexuality: Volume 1.
London: Penguin.
Guðmundur Finnbogason (1932). Íslendingar: nokkur drög
að þjóðarlýsingu. Reykjavík: Menningarsjóður.
Rose, N. (1989) Governing the Soul: The Shaping of the Pri-
vate Self. London: Routledge.
Rose N. (1998) Inventing Our Selves: Psychology, Power,
and Personhood. Cambridge: Cambridge University Press.
Sigurður Nordal (1942) Íslensk menning. Reykjavík: Mál og
menning.
Þorbjörn Broddason (1998) Läsarna i tidningen í Gert Z
Nordström (ritstj.) En lokaltidning och det of fentliga samta-
let. Jönköping: Jönköping University Press (bls. 163–185).
Neðanmálsgrein:
Sjá t.d. gagnasafn Mbl http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/
grein.html?grein_id=364094 og http://www.mbl.is/mm/
gagnasafn/grein.html?grein_id=368875. Einnig ræddi ég á
sínum tíma efni rannsóknarinnar við einn höfund grein-
arinnar Einkavæðing minningargreina.
nningargreinum
Morgunblaðið/Ásdís
ingargreinar í Lesbók fyrir tveimur vikum.
Höfundur er lektor í félagssálfræði við University of the
West of England í Bristol.
Öllum nöfnum og staðarheitum hefur verið
breytt.
Við Gunnar áttum því láni að fagna, ásamt
drjúgmörgum öðrum, að giftast inn í þessa
fræknu Bakkafjölskyldu: móðirin skáldmælt,
flugmælsk og ritfær í besta lagi, faðirinn snjall
söngmaður, glímukappi á yngri árum og ímynd
sannrar karlmennsku, einarður til allra framfara
og foringi í hverju verki, börnin listhneigð og
hvert öðru glæsilegra. (Mgr. frá 1992.)
Hann unni barnabörnunum sínum af öllu
hjarta, en aldrei sá ég hann kjassa þau. Eflaust
hefur hann hugsað sem svo, að allur væri var-
inn góður, jafnvel þótt hann væri ekki á nokkurn
hátt talinn smitberi. (Mgr. frá 1972.)
Það er ævinlega gaman að hitta fyrir aldraða
menn, sem lokið hafa ósviknu dagsverki og
eiga enn á efri árum óveiklað andans fjör og
krafta, sem ungir væru, og unna öllu frelsi og
heilbrigðum framförum. Þeir bera þess gleggst-
an vott, að enn er kraftur og kjarni til í Íslend-
ingum […] Guðmundur á Snorrastöðum er frá
mínu sjónarmiði sannur og ósvikinn Íslendingur,
sem ann því mest í þjóðlífi sínu að fornu og
nýju, sem vitni ber um dáð og drengskap, en
hefir djúpa og rótgróna andstygð á því siðferð-
islosi, læpuskap og dáðleysi sem er eitur í bein-
um hverrar þjóðar. (Mgr. frá 1932.)
Hún bar þungar byrðar allt sitt líf en það sást
aldrei á henni, hún kvartaði ekki þegar á móti
blés enda var hún vön að segja að Guð legði
ekki meira á okkur en við gætum þolað. Og mik-
ið var það sem Helga gat þolað […] Hún fór
hvert sem er geislandi af gleði veitandi sam-
ferðafólki sínu birtu og yl. Allir gátu leitað til
hennar og engan lét hún frá sér fara fyrr en búið
var að létta á þeim. Helga var elskulegur hlust-
andi og hlýddi á vandamál allra þó svo að þau
væru léttvæg á við hennar eigin. (Mgr. frá
1992.)
Oft leið langur tími á milli heimsókna en Dóra
var alltaf jafn þakklát. (Mgr. frá 1992.)
Heimilið var Báru heimur, börnin hennar líf. Í
þessum heimi ríkti góðvild og kærleikur. Þar var
engum lesti vært. (Mgr. frá 1972.)
Amma var afar góð leikkona, lék hún í mörg
ár með Leikfélaginu, oft aðalhlutverkin, ég man
þá hvað ég var stolt af henni. Aldrei kom þetta
niður á heimilinu því að hún fór alltaf mjög
snemma á fætur. (Mgr. frá 1992.)
Guðrún hefur flesta þá kosti sem prýða mega
góða konu og móður. Er elskuleg og blátt áfram
í allri umgengni, stillt vel en þó glaðlynd að eðl-
isfari. Er tilfinningarík og eftirtektarsöm um allt
sem gerist í umhverfinu. Finnur sárt til með
þeim sem bágt eiga, enda óspör að rétta út
hönd til hjálpar ef svo ber undir. Gleðst ósegj-
anlega yfir öllu því sem fagurt er í fari hvers ein-
staklings. (Mgr. frá 1952.)
Sigríður var ein af þessum fágætu mann-
kostakonum, sem vinna störf sín hljóðlega og
hógværar í þjóðfélaginu. Þær fara mildum móð-
urhöndum um það líf sem í kring um þær er,
setja kærleikann í heiðurssæti og leggja rækt
við bestu þættina í því fólki sem þær umgang-
ast. Þær umbera allt og skilningi þeirra og vel-
vild eru lítil takmörk sett. (Mgr. frá 1982.)
Alltaf var hún glaðleg og þakklát fyrir það,
sem fyrir hana var gert. (Mgr. frá 1952.)
Elsku Helena mín. Þú varst alltaf sönn og
studdir mig í að vera sjálfstæð og ég sjálf. (Mgr.
frá 1999.)
Elsku Guðný mín. Það er svo erfitt að hugsa
til þess að fá ekki að koma í fangið á þér aftur
þar sem ég var alltaf meira en velkominn. Þú
varst bjargvætturin okkar þegar engin dag-
mamma var laus í sumar. Þá notaðir þú sumar-
fríið þitt í að passa mig og þegar þú varst upp-
tekin þá tók mamma þín mig að sér. Ég á eftir
að sakna þín sárt, kæra vinkona mín, en ég veit
að núna ert þú fallegur engill hjá guði. (Mgr. frá
1999.)
Ó, elsku Guðný, við viljum bara fá að faðma
þig einu sinni enn. Er það nokkuð svo stór ósk,
en það er okkar stærsta ósk. Að þú skyldir vera
tekin frá okkur þegar gleðin átti að vera svo
mikil, en hún breyttist í okkar verstu martröð.
Elsku Guðný mín, ég bara sakna þín svo, og vil
ekki þurfa að kveðja þig. (Mgr. frá 1999.)
Brot úr
minningargreinum
M
argt fróðlegt hefur verið
skráð um Hrafnkels sögu
Freysgoða. Hér verða
ekki gerðar athugasemdir
við einstaka þætti í þeim
fróðleik, heldur bent á at-
riði sem kynnu að henta til skýringar á tveim
atriðum í sögunni: staðsetningu bæjarins
Hóls og tortímingu Freyfaxa. Gert er ráð fyr-
ir að efnið veki ekki áhuga annarra en þeirra
sem eru sæmilega kunnugir efni sögunnar og
umhverfinu sem hún er látin gerast í, og al-
mennri skýringarumfjöllun um það þess
vegna sleppt.
Hvar stóð Hóll?
Sagan segir Hól hafa staðið gegnt Aðalbóli,
en þar hefur ekkert nothæft bæjarstæði verið
að finna síðustu aldirnar, sökum þess að
Hrafnkelsdalsá, í daglegu tali kölluð Hrafn-
kela, fellur þar fast upp að austurfjallinu.
Nauðsynlegt er að víkja lítillega að lands-
háttum og myndun dalbotnsins á þessum
slóðum.
Hrafnkelsdalur er dæmigerður skriðjökuls-
dalur, U-laga á þverveginn.
Þrjá til fjóra kílómetra fyr-
ir utan Aðalból er svo-
nefndur Mór eða Urðar-
teigsmór, sem ég hygg að sé jökulruðningur
frá lokum síðustu ísaldar, en sumir telja hann
tilorðinn við hrun úr austurhlið dalsins.
Þessi ruðningur, hvernig sem hann hefur
orðið til, myndar einskonar stíflu yfir þveran
dalinn. Í nokkur þúsund ár eftir lok síðustu ís-
aldar hefur trúlega legið sunnan við hana lón
eða stöðuvatn sem náði nokkra kílómetra inn
fyrir Aðalból, ef til vill alla leið inn að Tungu-
sporði, þar sem Þuríðarstaðadalsá og Glúms-
staðadalsá renna saman og mynda Hrafnkelu.
Afrennslið af lóninu norður af Mónum hefur
fyrst legið út með austurfjallinu, en seinna
með vesturfjallinu, og grynnt smám saman í
lóninu með því að grafa sig niður. Þá hefur
framburður undan jöklinum meðan hann var
að hopa úr dalnum inn á öræfin, og síðan ár-
framburður þaðan, lækjaframburður úr fjöll-
unum báðum megin, eldgos á öræfum, sand-
fok og skriðuföll smám saman fyllt lónið og
myndað flatan og næstum láréttan dalbotn.
Eftir þessari flatneskju hefur áin síðan liðast í
bugðum með löngum og lygnum hyljum og
grunnum brotum á milli, í þúsundir ára, og
flutt farveg sinn til mörgum sinnum. Sjást
þess víða merki í uppgrónum vatnsbökkum,
einkum í Laugarhúsanesinu, og jafnvel neðan
við bæinn á Aðalbóli, þar sem lengi hefur ver-
ið allhár rofabakki.
Ekki er því ósennilegt, að áin hafi á land-
námsöld runnið vestar en hún gerir nú undan
Aðalbóli, og þá verið nokkurt flatlendi austan
hennar. Þá hefði getað verið þar allgott
bæjarstæði og bærinn Hóll getað staðið þar,
gegnt Aðalbólsbænum, nákvæmlega eins og
Hrafnkels saga staðsetur hann.
Endalok Freyfaxa
Ekki er hægt að finna lýsingu Hrafnkelssögu
á staðnum þar sem Freyfaxa var fyrirkomið
neinn sennilegan blett í dalnum.
Freyfaxi er þess eðlis og slíkur örlagavald-
ur í sögunni, að áheyranda eða lesanda henn-
ar finnst endalok hans samkvæmt sögunni
eðlileg. Samt er hér ekki allt sem sýnist í
fljótu bragði.
Freyfaxi er ekki venjulegur hestur; hann er
eign Freys að hálfu, tengdur dularöflum í
heimi vætta, óvætta og goða. Sauðahvarfið á
selinu og hegðun Freyfaxa og stóðsins sem
fylgdi honum, og loks hlaup hans heim að Að-
albóli þar sem hann kallaði Hrafnkel til dyra
og stýrði honum til óhappaverks, er allt af
yfirnáttúrlegum toga.
Vættatrúin er jafngömul byggð á Íslandi.
Úlfljótslög, fyrsta stjórnarskrá og lög þjóð-
arinnar, hófust á ákvæði um „að menn skyldu
ei hafa höfuðskip í haf, en ef þeir hefðu þá
skyldi það af taka áður þeir kæmu í landsýn,
og sigla eigi að landi með gapandi höfðum eða
gínandi trjónum, svo að landvættir fældust
við“.
Tilvera vættanna er söguritaranum og þar
með Þjóstarssonum og væntanlega öllum
samtímamönnum þeirra ljós.
Þótt Freyfaxa virðist horfinn kraftur og
ætlunarverki hans lokið þegar Hrafnkell hef-
ur verið yfirbugaður er hann enn undir valdi
varasamra afla. Þorgeir goði Þjóstarsson
kveður upp úr með það að nú sé „maklegt að
sá taki við honum er hann á“. Síðan er Frey-
faxi leiddur niður að ánni neðan við bæinn og
steypt í djúpan hyl með stein bundinn um
hálsinn. Þannig er honum stefnt inn í dular-
heim vætta, óvætta og goða, gýgja, nykra og
skrímsla sem búa hvarvetna í landinu, sam-
kvæmt eldfornri trú, jafnt fossum, hyljum og
stöðuvötnum sem í fjöllum, steinum og klett-
um.
Í einu handritinu sem til er af sögunni,
e.t.v. því elsta, segir þó fleira um staðinn þar
sem Freyfaxa var steypt niður: „Þeir leiða nú
hestinn ofan eftir vellinum og fram með ánni;
fyrir neðan bæinn STANDA HAMRAR
STÓRIR og fors einn; þar var einn hylur
djúpur.“ (Leturbreytingar höf.) Í þennan hyl
var Freyfaxa steypt, segir í handritinu.
Breytingin frá þessari elstu þekktri gerð
frásagnarinnar um þennan atburð gæti verið
til komin vegna þess að staðkunnugur maður
hefði frætt afritara um að þarna væri hvorki
háa hamra né foss að finna, og því rétt að
breyta frásögninni.
Þótt staðkunnugum finnist foss-afbrigði
frásagnarinnar ennþá fráleitara en það sem
oftast er prentað og tilgreinir aðeins klett og
hyl, en ekki foss, þá gefur hún enn betri vís-
bendingu um hvaðan frásögnin um tortímingu
Freyfaxa er runnin, og er trúlega sú lýsing
sem söguritarinn skráði í upphafi
Hrafnkels saga á að hafa gerst í heiðnum
sið, 10–20 árum eftir samþykkt Úlfljótslaga,
og sá sem mælir er goði, ígildi prests í kristn-
um sið. Honum ber að sýna ríkjandi trúar-
brögðum í landinu a.m.k. lágmarksvirðingu,
af tillitssemi við almenning og hefðir sam-
félagsins.
Söguritarinn, sem ef til vill hefur verið
prestlærður, veit hversu fara skal með helga
dóma. Orðin sem hann leggur Þorgeiri goða
Þjóstarssyni í munn eru ekki yfirlætisraup
manns sem hefur allt ráð óvinar síns í hendi
sér. Honum er ljóst að ekki er hægt að fella
Freyfaxa, guðlega eign að hálfu, eins og
venjulegt afsláttarhross. Freyfaxa ber að
koma inn í dularheim goða og vætta, í nálægð
Freys, sem hefur stýrt atferli hans. Til að
koma slíkri kynjaveru úr mannheimi yfir í
dularheiminn sýnist aðeins vera ein greið leið,
að leita aðstoðar vættanna sem byggja landið
með fólkinu. Og vættirnar búa í fossum og
vötnum jafnt og í helgum fellum og fjöllum,
hólum og steinum.
Ég fæ ekki betur séð en að frásögnin um
tortímingu Freyfaxa sé afbrigði munnmæl-
anna um að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi
eftir kristnitökuna kastað goðum sínum í foss-
inn mikla í Skjálfandafljóti, er síðan dragi
nafn af þeim atburði. Hér hefur ritari Hrafn-
kelssögu, e.t.v. búsettur á Suður- eða Vest-
urlandi, leyst vanda sögunnar um endalok
Freyfaxa með því að fella afbrigði af flökku-
sögninni af Norðausturlandi inn í Hrafnkels
sögu. Þorgeir Þorskfirðingagoði er hér að
verki en ekki Þorgeir Ljósavatnsgoði, og
Freyfaxi er í sama hlutverki og goðin úr hofi
Ljósvetningagoðans.
Goðum Hrafnkels var raunar líka tortímt,
og goðahúsið brennt, samkvæmt sögunni. En
Þorgeir Þorskfirðingagoði kom ekki að þvi
verki. Þorkell bróðir hans fær það hlutverk í
sögunni að ráðast inn í goðahúsið, fletta goðin
og brenna. Atferli Þorkels er goðgá og helgi-
spjöll, rof á ríkjandi hefðum, og í algerri mót-
sögn við yfirvegaðar aðgerðir goðans bróður
hans, og óhugsandi að Þorgeir goði hefði látið
slíkt athæfi viðgangast. Einnig er það lýti á
sögunni.
Hér gæti kristileg afstaða höfundarins hafa
stjórnað penna hans, eyðing allra áþreifan-
legra ummerkja um hinn forna sið þótt sjálf-
sögð þegar sagan er rituð. Hitt er þó eins lík-
legt, að með þessari frásögn sé söguritarinn
aðeins að koma aðalatriðum flökkusagnar-
innar að fullu til skila.
Hvatvísin og böðulsgangurinn í Þorkeli
Þjóstarssyni minnir á Þorkel hák, son Þor-
geirs Ljósvetningagoða, sem er kunnur úr
sögum fyrir hvatvísi og ofstopa. Það er líka
athyglisvert að þessi tvö nöfn fylgjast að í af-
brigðum arfsagnarinnar: hinir hyggnu og
yfirveguðu goðar heita báðir Þorgeir, en náin
skyldmenni beggja, sonur annars og bróðir
hins, sem báðir heita Þorkell, láta stjórnast af
vanhugsuðum og ruddalegum ofstopa.
Tvær tilgátur
varðandi
Hrafnkels sögu
Eftir Benedikt
Sigurðsson
bennisig@simnet.is
Höfundur er áhugamaður um fornsögurnar.