Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 Á ég að vera með bindi í partíinu á eftir? Eða ekki? Hvað finnst ykkur? Douglas Gordon dregur fram bleikt bindi og annað hvítt en fær ekki miklar undirtektir. Kannski best að sleppa bindinu. Félagarnir Douglas Gordon og Philippe Par- reno eru mennirnir að baki kvikmyndinni um knattspyrnuhetjuna Zidane. Þeir eru nýkomn- ir af frumsýningu myndarinnar og eru í miklu stuði enda var myndinni vel tekið. Vinir þeirra á hótel- barnum hafa auðvitað tals- vert meira aðdráttarafl en blaðamaður og ljósmyndari frá Morgunblað- inu. En þeir standa við sitt og Gordon vísar okkur inn í herbergi sitt á Carlton-hótelinu, einu glæsilegasta hótelinu við strandlengjuna í Cannes sem hýst hefur marga stórstjörnuna í gegnum tíðina. Þeir eru orðnir þreyttir eftir langan dag og ótal viðtöl og slá á létta strengi, þannig að í fyrstu veit maður varla hvort þeir svari spurningum út í hött eða í fúlustu alvöru. Parreno er franskur en Gordon er skoskur. Báðir eru þekktir af verkum sínum á sviði nú- tímalista og báðir eiga m.a. verk á Pompidou- safninu í París og Guggenheim-safninu í New York. Zidane: Portrett 21. aldarinnar er fyrsta kvikmyndin sem þeir gera saman en vídeóverk Gordons eru þekkt. Eins og fyrirfram ákveðið Myndin um Zidane er afar óvenjuleg. Hún sýn- ir aðeins einn knattspyrnumann á meðan hann spilar 90 mínútna fótboltaleik; Zinédine Zidane í leik Real Madrid gegn Villareal í apríl í fyrra. Leikurinn og framgangur hans er áhorfand- anum nánast ósýnilegur og í stað þess að myndavélarnar elti boltann eins og vant er á slíkum leikjum þá beinast þær allar að Zidane. Leikmaðurinn í nærmynd, látbragð hans og viðbrögð við leiknum eru efni myndarinnar. Hljóð spilar áhrifamikið hlutverk í myndinni, tónlistin, öskur áhorfendahópsins og líka þögn- in. Í hálfleik birtast myndbrot frá ýmsum at- burðum í heiminum sem áttu sér stað á meðan á leiknum stóð. Eini textinn í allri myndinni eru örfáar setningar sem Zidane mun hafa sagt í samtölum við leikstjórana og eru þær einfald- lega settar fram sem prentaður texti. Þar eru stuttar lýsingar á upplifunum leikmannsins á vellinum, líkt og: „Stundum þegar maður mæt- ir til leiks er eins og allt sé fyrirfram ákveðið.“ Fótbolti og breikdans Kveikjuna að myndinni rekja Gordon og Par- reno til Jerúsalem þar sem þeir tóku þátt í samsýningu. „Þetta hófst allt fyrir 10 árum síð- Portrett af manni við störf Kvikmynd um franska knattspyrnusnilling- inn Zinédine Zidane, Zidane: Portrett 21. ald- arinnar, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes en Sigurjón Sighvatsson framleiðir myndina. Blaðamaður sá myndina og ræddi síðan við leikstjórana, myndlistarmennina Douglas Gordon og Philippe Parreno. Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@islandia.is Gordon og Parreno „Við fórum að spila saman fót- bolta og hugmyndin fæddist upp frá því.“ Þ að voru ekki liðnar nema tíu mínútur af síðasta æfingaleik Frakka fyrir heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu þegar brotið var á Zinedine Zidane þar sem hann lék listir sínar með boltann í vítateig Kínverja. Víti! Áhorf- endur á Géoffroy-Guichard-vellinum í St. Étienne hrópuðu taktfast í kór gælunafn hans: „Zizou! Zizou!“ Hann tók áskoruninni í síðasta leik sínum í heimalandi sínu og stillti knettinum upp á vítapunkti, tók stutt tilhlaup en rann til og skaut himinhátt yfir! Allt datt í dúnalogn og enginn virtist kippa sér upp við klaufaskap meist- arans – jafnvel þótt megn óánægja ríki með franska landsliðið sem var flautað af velli í París á dögunum. Zinedine Zidane er fyrir löngu orðinn slíkt goð í Frakklandi að ein vítaspyrna til eða frá skiptir engu máli. Staðreyndirnar tala sínu máli: tvö mörk í úrslitaleik heimsmeistara- keppninnar í París 1998 gegn Brasilíu, stór- kostlegt sigurmark í Meistarakeppni Evrópu 2003 og svo mætti lengi telja. Zidane verður þrjátíu og fjögurra ára í miðri heimsmeistarakeppninni, 23. júní, og leikir Frakklands í heimsmeistarakeppninni verða síðustu leikirnir á stórkostlegum knatt- spyrnuferli. Zidane er ekki aðeins knatt- spyrnuhetja í Frakklandi, heldur sönn fyrir- mynd – ekki aðeins allra ungmenna heldur einkum og sér í lagi innflytjenda og barna þeirra. Hann er alinn upp í Castellane, fá- tækrahverfi í norðurhluta Marseille-borgar á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Foreldrar hans eru af kyni Berba frá Alsír, hinni gömlu nýlendu Frakka. Faðir hans Smail starfaði lengst af í matvöruverslun en móðirin var heima og ól upp fimm börn en þeirra yngstur er Zinedine. Zidane er að sjálfsögðu orðinn margmillj- ónamæringur eftir langan feril sem knatt- spyrnumaður með Cannes og Bordeaux í Frakklandi, Juventus á Ítalíu og Real Madrid á Spáni. Það segir hins vegar sína sögu að þegar Zidane var spurður að því hvort hann myndi eftir fyrsta fótboltanum sem hann hefði eignast horfði hann skilningssljóum augum á útsendara blaðsins Sálfræði (Psychologies) sem beindi kastjósinu að knattspyrnuhetjunni í tilefni af HM. „Ég átti aldrei fótbolta sjálfur. Ég man hins vegar eft- ir því þegar pabbi keypti fyrstu takkaskóna. Ég var ellefu ára og hann þurfti að spara lengi til að eiga fyrir þeim.“ Sá raunveruleiki sem Zinedine Zidane er sprottinn upp úr er býsna ólíkur þeim veru- leika sem ráðandi stéttir í frönskum stjórn- málum, mennta- og fjölmiðlalífi þekkja. Þegar Zidane tryggði Frökkum heims- meistaratitilinn fyrir átta árum brutust út mikil fagnaðarlæti og margir lýstu yfir þjóð- arsátt „Blacks, Beurs, Blancs“: afkomenda hörundsdökkra frá Afríkunýlendum Frakka (Blacks), afkomenda araba (Beurs) og hvítra frumbyggja Frakklands (Blancs). Nú rétt eins og 1998 eru flestir landsliðsmanna Frakka af erlendu bergi brotnir, jafnvel fæddir erlendis eins og Patrick Vieira (Dak- ar, Senegal) og Claude Makelele (Kinshasa, Kongó). Aðeins tveir þeirra sem skipuðu byrjunarlið Frakka í leiknum gegn Kínverj- um eru „Blancs“ (Barthez og Sagnol), einn er „Beur“ (Zidane), hinir „Blacks“. Það gleymist hins vegar oft að hinir hvítu hafa oftar en ekki líka verið af erlendum uppruna, t.d. for- veri Zidane á konungsstól franskrar knatt- spyrnu, Michel Platini, Luiz Fernandez frá Spáni og Robert Pires frá Portúgal. Frakkland hefur verið suðupottur ólíkra þjóðernisbrota allt frá því Gallar blönduðust Rómverjum og hinir germönsku Frankar bættust í hópinn á fyrsta árþúsundi eftir Krist. Óvíða – ekki einu sinni í Bandaríkj- unum – hefur verið gengið harðar fram í því að skapa „þjóðríki“ enda má kalla það franska uppfinningu. Allt frá því í frönsku byltingunni hefur verið unnið skipulega að því að útrýma mállýskum – ekki síst bre- tónsku, próvensölsku og korsísku. Sá sem gekk hvað harðast fram í þessu var Napóleon Bónaparte. Hans móðurmál var hins vegar korsíska en ekki franska og móðir hans hirti aldrei um að læra frönsku! Franska skóla- kerfið hefur lengst af verið svo miðstýrt að sagt er að skólabörn um allt Frakkland fletti sömu síðunni á sömu sekúndunni. Allt fram á síðustu áratugi hafa börn verið beitt lík- amlegum refsingum fyrir að tala mállýskur á borð við bretónsku. Knattspyrna hefur aldrei skotið sömu rót- um í Frakklandi og í Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Þegar sá sem þessar línur rit- ar fór til náms í Frakklandi fyrir meir en tuttugu árum voru Frakkar ekki hátt skrif- aðir í knattspyrnu en náðu óvænt að komast í hóp hinna fjóru stóru undanúrslitaliða á HM á Spáni ’82. Þegar ég fór að fara á völlinn í Lyon ráku félagar mínir í háskólanum upp stór augu – ekki aðeins vegna þess að heima- menn voru þá í annarri deild! Það var langt fyrir neðan virðingu menntamanna að horfa á fótbolta, hvað þá spila hann, enda vorum við nánast bara útlendingar sem sóttum knatt- spyrnutíma skólans (Blacks, Beurs, Island- ais). Á pöllunum á Stade Gerland var miklu stærra hlutfall „innflytjenda“ og afkomenda þeirra en á götum úti í borginni. Sama sagan var inni á vellinum, flestir þeirra bestu voru dökkir á hörund. Knatt- spyrnan í Frakklandi hefur eins og körfubolt- inn í Bandaríkjunum gefið minnihlutahópum tækifæri á árangri í samfélaginu sem þeir hefðu trauðla fengið með öðrum hætti. Ef sjónvarpsskjárinn er spegill þjóðar er for- vitnilegt að bera saman fréttatíma í Frakk- landi og Bretlandi. Ekki einn einasti máls- metandi sjónvarpsmaður í Frakklandi átti rætur að rekja til gamalla nýlendna, allt þar til hörundsdökkur maður var ráðinn á sjón- varpsstöð eftir þrýsting stjórnvalda. Sama máli gegnir um „séð og heyrt“-stjörnur Zinedine Zidane, Marseille Zinedine Zidane er kóngur á vellinum en hver er staða hans og annarra sem leika í franska landsliðinu í knattspyrnu utan vallar í Frakklandi? Nú átta árum eftir að innflytj- endur og börn þeirra þóttust fá uppreisn æru og andlitsmynd af Zidane var varpað á sigur- bogann í París til að fagna HM-titlinum er ljóst að miklu minna hefur áunnist en bjart- sýnismenn þá töldu. Eftir Árna Snævarr snaevarr@unric.org Zizou! Zizou! „Hann tók áskoruninni í síðasta leik sínum í heimalandi sínu og stillti knettinum upp á vítapunkti, tók stutt tilhlaup en rann til og skaut himinhátt yfir!“ Myndirnar á opnunni eru úr Zidane: Portrett 21. aldarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.