Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 Þessa dagana er verið að sýna Da Vinci-lykilinn um heim allan við miklar vin-sældir. Um er að ræða aðlögun á um-deildri skáldsögu Dans Browns sem naut ekki síður mikilla vin- sælda og seldist m.a. í þrjá- tíu þúsund eintökum hér- lendis. Því má segja að jafnvel þótt ekkert sé hversdagslegra en kvikmynd gerð eftir skáldsögu búi Da Vinci-lykillinn yfir ákveðinni sérstöðu þar sem aldrei þessu vant hefur stór hluti áhorfenda þegar lesið bókina. Samanburður við skáldsöguna er því stór hluti af þeirri upplifun að sjá myndina – og sitt sýnist hverjum. Vissulega hefur hinn gamli söngur um að bókin sé myndinni betri heyrst, en áhugavert nokk hafa bæði gagnrýn- endur og almennir áhorfendur litið á það sem annmarka á myndinni hversu nákvæmlega hún fylgi eftir bókinni. Þ.e.a.s. aldrei þessu vant er fylgispekt við skáldsögu talin til lasts frekar en tekna við aðlögun. Ég tel þó að fleira komi til og höfð hafi verið hálfgerð endaskipti á miðlunum tveimur. Gríðarlegar vinsældir skáldsögunnar eru í engu samræmi við hefðbundna bókaútgáfu (hvort held- ur er á fagur- eða afþreyingarbókmenntum) og kannski einungis sögurnar um Harry Potter sem hafa fengið viðlíka sölu og athygli. Ef bera á þann fjölmiðlasirkus og það auglýsingabrask sem fylgt hefur Da Vinci-lyklinum saman við aðrar menn- ingarafurðir verður að grípa til kvikmynda – Hollywood-stórmyndanna sem allir verða að sjá svo að viðræðuhæfir séu yfir kaffibollum. Enda er það svo að þessi skáldsaga er skrifuð fyrir alla (staðhættir eru útskýrðir fyrir þeim sem ekki þekkja til) – hún er glóbal en ekki lókal. Sú París sem birtist í bókinni er ekki borg íbúa hennar eða franskra bókmennta heldur túrista og Hollywood- mynda. Við þekkjum þessa borg jafnvel þótt við höfum aldrei heimsótt París. Við höfum séð hana í ótal bíómyndum hvort sem þær voru kvikmynd- aðar í sjálfri borginni eða kvikmyndaverum í Kali- forníu. Da Vinci-lykillinn reiðir sig á sömu staðal- ímyndir af París og London og Hollywood hefur gert alla sína tíð. Það er gegnsæið – hinn full- komni skortur á menningarlegum sérkennum – sem gerir skáldsögunni Da Vinci-lyklinum, líkt og stórmyndum Hollywood, kleift að höfða til allra. Sýnu áhugaverðast er þó hvernig formgerð eða strúktúr skáldsögunnar um Da Vinci-lykilinn sækir fyrirmynd sína til kvikmyndaformsins. Ímyndir hvers konar eru jú allsráðandi í frásögn- inni og er þeim lýst af mikilli nákvæmni (auk þess sem sérstök myndskreytt útgáfa var sett á mark- að). Það sem skiptir þó mestu máli í þessu sam- hengi er uppbygging frásagnarinnar, sem sækir ennfremur þematískt séð heilmargt í brunn Hollywood. Gefið hinni sérstöku og öru kafla- skiptingu bókarinnar gaum (en margir kaflanna eru ekki nema síða eða tvær að lengd): Saunière myrtur í Louvre-safninu – Langdon vaknar á Ritz-hótelinu – Silas svipar sig í mílufjarlægð – Langdon ekið á safnið – Langdon og Fache ræð- ast við á safninu – Opus Dei-biskup í flugvél yfir Atlantshafi – o.s.frv. Þetta er ekkert annað en hefðbundin senu-uppbygging kvikmynda, þar sem skipt/klippt er hratt og kerfisbundið á milli ólíkra rýma (ekki síst þegar atburðarásinni vind- ur fram á nokkrum ólíkum stöðum samtímis). Helsta stíleinkenni skáldsögu Dans Browns er klippitækni kvikmyndarinnar. Da Vinci-lykillinn er auðvitað ekki eina skáld- sagan sem sækir í brunn kvikmyndarinnar en mér er til efs að aðrar hafi gert það jafn kerf- isbundið og með viðlíka árangri. Það má því með nokkrum sanni segja að sjaldan hafi hugmyndin um að kvikmynd sé gerð eftir bók verið jafn mis- vísandi, því að það er skáldsagan um Da Vinci- lykilinn sem er gerð eftir kvikmyndinni – ekki sérstakri mynd heldur kvikmyndaforminu sjálfu. Að kvikmynda skáldsögu, eða skrifa kvikmynd ’Það er skáldsagan um Da Vinci-lykilinn sem er gerð eftirkvikmyndinni – ekki sérstakri mynd heldur kvikmyndaform- inu sjálfu.‘SjónarhornEftir Björn Norðfjörð bn@hi.is S ú var tíðin að evrópskar myndir áttu vísan aðgang að kvikmyndahúsum borgarinnar og höfðu sinn áhorfendahóp, eft- irsótta leikara og leik- stjóra. Það er að mestu liðin tíð, nú berast þær nánast eingöngu á hátíðir þar sem boðið er upp á rjómann af rjómanum. Það er ágætt út af fyrir sig, en alls ekki fullnægjandi lausn, hún finnst vonandi fyrr en síðar. Ein af stjörnum Gamla heimsins var Charlotte Rampling og á meðal heit- ustu leikstjóranna, á meðan Evrópuglugginn stóð opinn allt árið um kring, voru nokkrir fræknir Frans- menn; Francois Truffaut, Claude Chabrol og Philippe de Broca, svo nokkur nöfn séu nefnd. Nú er svo komið að hinn almenni bíógestur hefur takmarkaðan áhuga á meginlandsmyndum og þekkir t.d. lítið til vænlegustu leikstjóra Frakka í dag. Einn þeirra er Laurent Cantet, sem er liðlega fertugur að aldri og hefur getið sér gott orð fyrir myndirnar sínar sex, sem hafa ver- ið að tínast fram á sjónarsviðið undanfarinn ára- tug. Nýjasta verk Cantets er dramað Vers le sud, einstakalega áhugaverð og forvitnileg mynd sem hefur hlotið feiknagóðar viðtökur víða um heim á undanförnum mánuðum. Engin spurning er að hún mundi hressa upp á sumarflóruna í Reykja- víkurbíóunum. Með aðalhlutverkið fer engin önn- ur en hin fáséða Rampling, sem lét til allrar ógæfu leiða sig út í þá fásinnu að fara með eitt aðalhlutverkið í Basic Instinct 2, en fékk tækifæri til að sýna gamalkunnug tilþrif í Lemming, bestu mynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar í vetur. Leikkonan, sem hefur átt við vandamál að stríða í einkalífinu, er löngu sest að í Frakklandi og er að verða æ sýnilegri. Myndir Cantets hafa unnið til margvíslegra verðlauna. Vers le sud, eða Haldið í suður, er engin undantekning, hún hlaut m.a. Cesar- verðlaunin frönsku og var tilnefnd til Gullna ljónsins á síðustu kvikmyndahátíð í Feneyjum. Rampling fer með hlutverk Ellenar, príma- donnunnar í klíku miðaldra, ríkra og hvítra Evr- ópukvenna í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, síðla á áttunda áratugnum. Þær kunna vel að meta þjónustu strandpiltanna stæltu og lifa lífinu í munaði og unaði í verndaðri ferðamannaparadís rétt utan við borgina. Bebé Doc, eða Jean-Claude Duvalier, hefur tekið við einræðisherranafnbót- inni og ógnarstjórninni af karli föður sínum og stjórnar landinu með fulltingi einkahers síns, hinna illræmdu Tonton Macoutes, sem allir óttast sökum grimmdar þeirra og ómennsku. Þeir voru sniðnir að fyrirmynd Svartstakka Mussolinis, hengdu fórnarlömb sín á almannafæri og óðu um stræti og torg vopnaðir ægilegum, flugbeittum sveðjum með dökk sólgleraugu á smettinu. En Ellen og vinkonur hennar eyða sumrinu í sínu sólbakaða áhyggju- og iðjuleysi, láta sig dreyma um svellandi ástríður og borga fyrir þær í beinhörðum dollurum. Að ofangreindu mætti ætla að Vers le sud snerist um lýsingar á fyrirlitlegum fullnæging- arkaupum hinna ríku af fátæklingunum, en sam- úð Cantets er margslungnari. Hann hefur látið þau orð falla að hann taki ekki afstöðu með Haítí- búunum. „Þess í stað reyni ég að lýsa samsekt þarfanna og sölumennskunnar í þessum kynlífsviðskiptum. Tökum Legba (Ménothy César) sem dæmi,“ seg- ir hann, en Legba er 18 ára, uppáhalds næt- urriddari Ellenar. „Utan túristasvæðisins er komið fram við hann eins og skepnu. Á ferða- mannanýlendunni er viðmótið gjörsamlega and- stætt, hann er dýrkaður af konunum sem hlusta á hann og líta á hann eins og karlmann og þrá hann. Framkoma þeirra færir Legba heim sann- inn um að hann er mannleg vera og það er miklu meira virði en tíu dala seðillinn sem þær gauka að honum af og til.“ Cantet kýs að láta myndirnar tala sínu máli. „Frá mínum bæjardyrum séð er hin pólitíska hlið Vers le sud ætíð sýnileg, jafnvel í bersögli líkam- anna. Ellen með Legba er svo mögnuð ímynd að öll heimsins átakamörk blasa við. En það verður þú að finna út sjálfur.“ Vers le sud er byggð er á þremur sögum eftir Dany Laferrière, haít- ískan rithöfund sem býr í Kanada, og markar kaflaskipti hjá Cantet. Þessi athyglisverði kvikmyndagerðarmaður hefur aflað sér orðspors sem sá leik- stjóri Frakka af yngri kynslóðinni sem er félagslega meðvitaðastur. Nokkrar fyrri mynda hans eru sálfræðilegir rannsóknarleiðangrar inn í karlaver- öld verkalýðsins og á nútímalegri fyr- irtækjavinnustaði. Ef fyrri myndir hans lyftu blæjunni af heimi láglaunamanna gægist Vers le sud bak við tjöld annarra sviða, sem lítið hefur verið fjallað um í kvikmynd- um – inn á hið viðkvæma svið kynferðislegrar ör- væntingar miðaldra kvenna. Karen Young (The Sopranos) leikur Brendu, bandaríska konu sem kemur til Haítí, þrúguð sakir tilfinningalegs þunga ástasambands sem hún átti í við Legba nokkrum árum áður. Nú flækist hún í ofbeldis- fullt umhverfið. „Í bandarískri mynd væri Brenda gerð hlægi- leg eða látin gjalda fyrir langanir sínar,“ segir hún. „Þess í stað gengur hún í gegnum þessa ótrúlegu umbreytingu.“ Cantet kom fyrst til Haítí árið 2001 til að heim- sækja foreldra sína, kennara á eftirlaunum sem voru sjálfboðaliðar við góðgerðarstörf. Hann var eini hvíti maðurinn sem hafði ekkert fyrir stafni og datt þá í hug að gera mynd um túrismann í þessu fagra en níðfátæka landi, sem er svo illa stjórnað. Skömmu síðar rakst hann á bækur La- ferrière, sem fjalla um þessa andstæðu heima. Þeim sló saman á meðan Cantet var að kvik- mynda á eyjunni sumarið 2004. Cantet og töku- liðið lentu í eldlínunni á milli lögreglumanna og einkaherja, sem blómstra í óstjórninni. Þennan raunveruleika reyna persónurnar í myndinni hans að flýja, án árangurs. „Þær reyna að brynja sig gagnvart þeirri til- gangsleysistilfinningu sem leitar á túrista. Ferða- mannanýlendan er þeirra dvergvaxni drauma- heimur, að sjálfsögðu ljúga þær að sjálfri sér en ég kann því vel að elta persónurnar í ógöngur og þversagnir og fylgjast með því hvernig þversagn- irnar hrynja til grunna, smátt og smátt.“ Það er óskandi að Vers le sud rambi af ein- hverjum ástæðum inn á dagskrá kvikmyndahá- tíða síðsumarsins. Annað tækifæri býðst ekki slíkum verkum lengur, sem eru jafnmörg og þau eru margbreytileg og bjóða upp á sína heillandi heima fjarri íslenskum kvikmyndahúsagestum. Auglýst eftir sólarljóði frá Laurent Cantet Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Sumarmyndaúrvalið á að innihalda eitthvað fyrir alla en upp til hópa eru myndirnar bandarískar. Hvað með franskan sumarglaðning? Vers lu sud Charlotte Rampling í lutverki sínu í myndinni. Eftir nær óslitna sigurgöngu virð-ist sem Pixar kvikmyndaverið hafi stigið feilspor. Nýjasta tölvu- teiknimyndin úr ranni Pixar, Bílar (e. Cars) sem stefnt er á að frumsýna vestanhafs í lok júlí, hefur ekki hlotið mjög uppörvandi gagnrýni. Gagnrýnandi Variety sagði að myndin, sem er rétt tæpir tveir tímar, væri allt of löng og bætti við að það væru tak- mörk fyrir því hve mörgum bílabröndurum hægt er að troða í eina mynd. Gagnrýnandi á Village Voice tók undir orð kollega síns og sagði að myndin væru mikil vonbrigði, ekki síst þar sem hún kæmi í kjölfar Hinna ótrúlegu (e. The Incredibles) sem væri vel heppnuð í alla staði. The Hollywood Reporter fór hins vegar mýkri hönd- um um þessa afurð Johns Lasester leikstjóra og sagði að þó myndin næði ekki hæðum Hinna ótrúlegu, Leitarinnar að Nemó (e. Finding Nemo) eða Leikfangasögu (e. Toy Story) þá væri hún ánægjuleg og hrífandi.    Síðastliðinn fimmtudag hófst íNew York kvikmyndahátíð á vegum Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Á heimasíðu hátíðarinnar kemur fram að það sem vaki fyrir Mannréttindavaktinni sé að nýta áhrifamátt og mennt- unargildi kvikmynda og vekja fólk til umhugsunar um mannréttindi. Á há- tíðinni eru sýndar jafnt leiknar myndir sem heimildarmyndir og jafnvel teiknimyndir sem allar tengj- ast á einhvern hátt mannréttindum. Við val á myndum er tekið bæði til listrænna þátta og eins hve náið efni myndarinnar tengist viðfangsefni hátíðarinnar. Valnefnd bárust yfir 500 myndir í ár, eins og reyndar síðastliðin ár, en hátíðin hefur verið haldin frá 1994. Þegar mynd hefur verið tilnefnd til sýninga fer fram rannsókn á vegum Mannréttindavaktarinnar til að ganga úr skugga um sannleiksgildi hennar. Ekki er farið fram á eitt ákveðið sjónarhorn. Á hverju ári er reynt að bjóða upp á myndir frá mismunandi löndum og um ólík efni. Í lok flestra sýninga er boðið upp á umræður með þátttöku kvikmyndagerðarfólks og starfsfólks Mannréttindavaktarinnar. Hátíðinni lýkur 22. júní en hún var áður haldin í London í mars, eins og verið hefur síðan 1996. Áhugasömum er bent á að heimsækja www.hrw.org.    Óskarsverðlaunahafarnir WilliamHurt og Marcia Gay Harden hafa bæst í leikarahópinn fyrir nýj- ustu kvikmynd leikarans og leik- stjórans Sean Penn, Into the Wild. Áður hafði verið staðfest að Emile Hirsch, Vince Vaughn og Catherine Keener muni leika í myndinni. Into the Wild er byggð á sam- nefndri bók eftir Jon Krakauer og er byggð á sönn- um atburðum. Myndin fjallar um Christopher McCandless sem útskrifaðist úr háskóla árið 1992 og sagði skilið við sitt fyrra líf með því að ferðast á puttanum til Alaska þar sem hann hóf að búa úti í náttúrunni. McCand- less lést aðeins fjórum mánuðum síð- ar í yfirgefinni rútu á tjaldsvæði. Hurt og Harden munu fara með hlutverk foreldra hans. Erlendar kvikmyndir Sean Penn. Human Rights Watch. Úr Cars.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.