Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Side 1
lesbók
YFIR SÍÐUSTU FORVÖÐ
ÞAU ÞEKKTU EKKI LANDIÐ SEM ÞAU VÖLDU AÐ SÖKKVA OG
ÞAU ÞEKKTU EKKI ÁNA SEM ÞAU ÁKVÁÐU AÐ SKRÚFA FYRIR
Vinstri grænir eru frjálshyggjuflokkur ! Eða hvað er frjálshyggja? » 16
Tvennt einkennir helst nýjasta hefti
Tímarits Máls og menningar sem
kom út í vikunni, skáldskapur og rit-
dómar. Nóg er af hvoru tveggju. Í
heftinu er meðal annars nýr skáld-
skapur eftir Baldur Óskarsson,
Steinar Braga, Þórdísi Björns-
dóttur, Hauk Má Helgason og Heimi
Pálsson. Og svo eru ritdómar um
nokkrar þeirra skáldsagna og ævi-
sagna sem komu út um síðustu jól en
einnig ýtarleg úttekt Ástráðs Ey-
steinssonar prófessor á ljóðabókum
2005. Þetta efni minnir nokkuð á
tímaritið eins og það var lengst af á
síðustu öld.
En síðan eru einnig í þessu nýja
hefti greinar um menningarástand
eða menningarvettvanginn, eins og
það er kallað, til dæmis skrifar Jón-
as Sen um Sumartónleika í Skál-
holti.
Einnig er að finna pólitíska um-
ræðu í heftinu. Stefán Snævarr
heimspekingur skrifar grein með
fyrirsögninni „Miðjan harða og
hentistefnan mjúka“ en í undirfyr-
irsögn spyr hann hvort það geti ver-
ið „hugmyndafræði handa Samfylk-
ingunni (og kannski fleiri flokkum)“.
Og Gísli Sigurðsson íslenskufræð-
ingur birtir fyrri hluta greinar um
íslenska málpólitík.
Að síðustu verður svo að nefna
frásögn Sigurðar Pálssonar af því
þegar hann mætti Samuel Beckett á
götu í París árið 1968, grein með
mikinn táknrænan þunga og óvænt-
um endi. Vikið er að þessari grein í
Neðanmáli Lesbókar í dag.
Nýtt hefti
TMm
komið út
Skáldskapur, menning
og pólitík
T
anztheatre Wuppertal,
dansleikhús Pinu
Bausch, er komið
hingað til lands. Frítt
föruneyti 50 lista-
manna, þar af á þriðja
tug framúrskarandi dansara.
Hópurinn mun halda fjórar sýn-
ingar í Borgarleikhúsinu á verkinu
Água dagana 17., 18., 19., og 20. októ-
ber.
Pina Bausch er einn af jöfrum nú-
tíma danslistar og er heimsókn dans-
flokks hennar hingað til lands stór-
viðburður í íslensku menningarlífi.
List Pinu Bausch verður seint
flokkuð eftir hefðbundnum leiðum
eða krufin til fullnustu, en verk henn-
ar einkennast af því að notast við
fjölda listmiðla og sækja innblástur
úr ólíklegustu áttum.
Verkið Água er engin undantekn-
ing, en verkið er undir sterkum áhrif-
um frá brasilísku borginni São Paulo
og er sýningunni lýst sem seiðandi og
ögrandi, litríkri og íburðarmikilli. Er
sviðsmyndin svo umfangsmikil að
þótti fréttnæmt þegar byrjað var að
setja hana upp í Borgarleikhúsinu, en
þrjá gáma af stærstu gerð þurfti til að
flytja umgjörð verksins hingað til
lands.
„Þrátt fyrir að erlendir gestir
flykktust til að sjá sýningar hennar
þá voru viðbrögð íbúa Wuppertal allt
að því grimmdarleg, en fram á níunda
áratuginn var litið á Bausch sem eins-
konar framúrstefnulegan antikrist,“
segir Karen María Jónsdóttir fags-
tjóri við Listaháskóla Íslands meðal
annars í ítarlegri grein um Bausch.
Undra-
barnið ótta-
lausa frá
Wuppertal
Ljósmynd/Atsushi Iijima
Pina Bausch Í verki hennar Aqua gefa rúmba, samba og pálmatré tóninn.
H
vernig skrifar maður íslenska
bókmenntasögu? Til dæmis
þegar heil öld er undir, öld
sem flestir lesendanna muna?
Þrennt er í boði. Að skrifa
sögu bókmenntanna út frá
þróun þjóðfélagsins. Að skrifa sögu bókmennta-
fræðinnar, hvernig bækur hér hafa verið túlk-
aðar, lesnar og metnar. Eða, smíða eins konar
höfundatal sem myndar samfellda sögu. Nei,
annars, fjórði kosturinn er til; að vinna grunn-
rannsóknir á ákveðnum verkum, höfundum eða
tímabilum og endurskoða þannig það sem áður
hefur verið um þau skrifað. Þar með verður til ný
bókmenntasaga, okkar tíma túlkun – nýtt mat.
Þetta er sett hér fram á þessum einfölduðu
nótum til þess að árétta hvað það er í raun flókið
að skrifa bókmenntasögu lands. Allir þessir
kostir, og margir fleiri, koma til greina, ekki síst
samtímis. Fjórða og fimmta bindi Íslenskrar
bókmenntasögu eru komin út hjá Máli og menn-
ingu, í ritstjórn Guðmundar Andra Thorssonar
með köflum eftir tíu höfunda, sérfróða um hin
ýmsu svið bókmenntanna. Hér er lagt til atlögu
við allar bókmenntir 20. aldarinnar og litið í fjöl-
skrúðug horn þeirra. Bindin fylla tómarúm sem
orðið var hrópandi. Og nú leikur fólki forvitni á
að vita: hvaða leiðir voru farnar við ritunina og
hvað er yfir höfuð að gerast?
Fánabláu bindin
Öll fimm bindi Íslenskrar bókmenntasögu eru í
samræmdum, bláum búningi og passa í þar til
gerða safnöskju. „Stefnt var að bókmenntasögu
í aðgengilegu formi, sem væri um leið markvert,
fræðilegt innlegg. Henni er beint að öllum, hún
ætti að vera til á hverju heimili,“ segir ritstjór-
inn. Hátt í 1500 hundruð síður eru teknar undir
bókmenntir 20. aldar í IV. og V. bindi. Stíllinn er
oftast aðgengilegur og upplýsandi og virðist
ekki krefjast sérfræðimenntunar af lesanda.
Litaðir rammar brjóta textann upp, þar er m.a.
að finna brot úr viðtölum við höfunda, fréttir af
þjóðfélagsástandi, bókagagnrýni og aðrar við-
tökur. Bækurnar eru myndskreyttar í svart-
hvítu, myndir af bókakápum endurspegla tíð-
aranda og minnt er á tengsl skáldskapar við
myndlist. Raunar prýða málverk sjálfar káp-
urnar. Olíumálverk Georgs Guðna á kápu V.
bindis má kannski túlka á þann veg að (bók-
mennta)landslagið sem við erum stödd í núna sé
enn svo þokukennt að erfitt sé að henda á því
reiður – en um leið það heillandi að menn megi
til að reyna.
Hvernig á sagan að hljóma?
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bókmenntasaga Á kápu V. bindis er þoku-
kennt landslag eftir Georg Guðna.
Laugardagur 16. 9. 2006
81. árg.