Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók ! Ég lenti nýverið í lítilvægri rit- deilu við umsjónarmenn ónefndrar listahátíðar hér í borg. Ég ætla ekki að fara út í inntak deilunnar sjálfar en vil nefna formið sem hún tók á sig strax eftir fyrsta bréf, eða öllu heldur hlutverkið sem ég steypti sjálfum mér í, hvort sem það var viljandi eða ómeðvitað. Þetta hófst á stuttu gagnrýnisbréfi þar sem ég tók fullharkalega til orða varðandi starfsemi hátíðarinnar. Svarbréfið var töluvert niðrandi og stuðaði mig á slíkan hátt að ég missti sjónar á upprunalegri gagn- rýni minni. Sendandi bréfsins talaði markvisst niður til mín og ákvað að senda svar sitt ekki aðeins á mig heldur á alla samstarfsmenn sína. Í fyrstu ætl- aði ég ekki að ganga lengra með þessa deilu, enda þótti mér næg orka hafa far- ið í vitleysu frá okkur báðum. En eitt- hvað kom yfir mig, einhver löngun til að skipta aðeins um karakter. Í stað þess að fara hinn góða meðalveg sem hefði bundið enda á þetta mál settist ég niður og gerðist harðorður og fúll á móti, hinn versti fýlupoki, en sýndi jafnframt mestu virðingu í öllu orðalagi. Ég fékk svör frá ólíkum starfsmönnum og þess- ari stuttu, en harkalegu, ritdeilu var lokið. Þá fór ég að íhuga áhrif þess að ganga af og til í hlutverk fjandmannsins sem setur sig upp á móti öllum. Það var greinilegt að ég vakti upp reiði hjá mót- herjum mínum og þeir hafa vafalaust fengið mikla útrás við að svara þessum vitleysingi. Að sama skapi efast ég ekki um að bréfaskriftirnar hafi verið um- ræðuefni við kaffivélarnar að minnsta kosti eitt eftirmiðdegi, þar sem fólk hef- ur hneykslast á fávisku og fíflskap bréfa minna. Það var eitthvað hressandi við þetta mál. Það er eitthvað hressandi við reiði og pirring, svona í og með, og það getur verið ákaflega gaman og gefandi að geta hrært í tilfinningum fólks, innan hóflegra marka, jafnt sem það er gaman að láta hræra í sjálfum sér. Grínistinn Andy Kaufman gerði það að ævistarfi sínu að plata almenning með því að setja sig í hlutverk óþolandi karaktera því hann vildi vekja upp óspillt viðbrögð hjá áhorfendum sínum og var sama hvers kyns þau voru á meðan þau voru raunveruleg og einlæg. En fáir skildu tilgang og húmor Andys og hann varð jafnt og þétt einn hataðasti maður Bandaríkjanna vegna hrokafullrar fram- komu sinnar. Þegar hann dó fyrir aldur fram úr krabbameini tók almenningur varla eftir því. Það hlýtur að leynast lexía í sögu Kaufmans varðandi hlutverk illmenn- isins – hlutverkið sem allir elska að hata: það dugar ekki að vera í því alltaf, en getur verið gott og frískandi að ganga í hlutverkið stundum. Þá ber að nýta tækifærin þegar ókunnugir eiga í hlut, líkt og Sylvía Nótt gerði í Aþenu. Með því að setja á svið litla sýningu er hægt að hrista upp í hversdagslífinu, gefa fólki tækifæri á að hneykslast og skapa frásögn sem getur lifað um ókomna tíð. Galdurinn felst í því að leið- rétta ekki misskilninginn. Það rifjaðist upp fyrir mér eftir bréfadeiluna hvernig ég lék mér að þessu þegar ég var yngri ásamt félögum – að setja á svið lifandi leikhús fyrir áhorfendur sem vissu ekk- ert – og ég er ánægður að sú gleði sé ekki alveg horfin. Eftirminnilegasta at- vikið í þessum dúr er þegar við settum á svið slagsmál milli mín og vinar míns í veislu. Við baktöluðum hvorn annan í bak og fyrir allt kvöldið og að lokum gekk hann að mér, skvetti úr glasinu sínu framan í mig og hljóp á brott. Ég elti og okkur skall saman á ganginum þar sem veislugestir stíuðu okkur í sundur. Nokkrum mánuðum síðar gekk skólafélagi upp að mér og spurði áhyggjufullur: “Eruð þið Hallgrímur ennþá óvinir? Sannur fjand- maður til gleði Eftir Gunnar Theodórr Eggertssonn gunnaregg@gmail.com Mig minnir að það sé í októbersem fjölmiðlafólk landsins býrtil fjölmiðilinn sem það heldurað íslenska þjóðin þrái. Þá er Gallup, eða hvað sem það annars heitir um þessar mundir, eitthvað C, búið að prenta út bækurnar sem sendar eru á einhver hundr- uð einstaklinga víða um landið. Í þessar bækur á fólk síðan að skrifa niður fjölmiðla- notkun sína. Samviskusamlega. Það er til mikils að vinna þessa viku sem könnunin stendur yfir. Dregin eru á flot við- talsefni sem eru af markaðsfræðingum og blaðamönnum helst talin geta laðað les- endur, áheyrendur eða áhorfendur að fjöl- miðlinum. Í þessum könnunarvikum, sem svo nefnast á fjölmiðlunum, kemur vel í ljós hvaða trú fjölmiðlarnir hafa á þjóð sinni. Fyrir nokkrum árum þegar ég starfaði á síðdegisblaði hér í borg voru dagarnir í kringum þessar kannanir fjörugar. Stundum fannst okkur blaðamönnunum að allt okkar starf við að halda úti vikulegri helgarútgáfu allan ársins hring væri byggt á misskilningi. Inn á skrifstofuna okkar hrúguðust rit- stjórar og markaðsstjórar og velmeinandi og beturvitandi félagar okkar sem sam- anlagt áttu að búa til blaðið sem væri klæð- skerasaumað fyrir allan landslýð, hvorki meira né minna. Vanalega gekk þetta þokkalega, þannig séð. Við vorum allavega ekki reknir þótt blaðið hefði reyndar farið til fjandans. Seinna. Að lokum. Í tölvu ritstjórnarinnar var listi yfir draumaviðtalsefnin sem var alltaf dreginn upp þegar þær fréttir bárust inn á blaðið að könnun þáverandi Gallups væri komin inn á heimili fólks. Á þessum lista var blanda af merkilegum viðtalsefnum sem voru búin að lofa okkur viðtölum en lágu í "pækli" og biðu eftir könnunarvikunni og áttu að skjóta lestri blaðsins upp úr öllu valdi og hins veg- ar voru þar merkileg viðtalsefni sem myndu aldrei, aldrei, aldrei gefa kost á sér í viðtöl en ritstjórar blaðsins létu sig dreyma um að myndu opna hjarta sitt á síðum blaðsins. Hver útgáfa varð opinberunarbók. Og sjá, í eina viku munuð þið taka eftir opinskáum einkaviðtölum við frægt fólk, eit- urlyfjaneytendur, ofbeldismenn, fórn- arlömb, nektardansmeyjar, Eið Smára, Dor- rit; það verða gerðar skoðanakannanir með sjokkerandi niðurstöðum (en skemmti- legum); blöðin verða öll komin á réttum tíma inn um lúguna. En svo jafnar þetta sig. Allt er þetta skiljanlegt þar sem afkoma fjölmiðlanna er að miklu leyti komin undir þessum tveimur til fjórum vikum á ári því eftir þessum vikum fara birtingahús auglýs- ingaheimsins að miklu leyti þegar ákveðið er hvar auglýst er. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir frímiðlana svokölluðu sem reiða sig einvörðungu á auglýsingatekjur. Það er því lífsspursmál fyrir fjölmiðla að efni þeirra sé við alþýðuskap svo framtíðin sé björt. Ísland er lítið land. Það eru víst ekki nema 300 þúsund manns sem búa hérna og neyta allra þessara fjölmiðla. Það er ekki ókeypis að halda úti fjölmiðli og því er aug- ljóst að sérhæfing verður aldrei mikil, varla nokkur, þegar allir þurfa að róa á sömu mið, þegar allir reiða sig á alþýðuhylli. Og ein- hvern veginn endar þetta með því að allir gefa út sama blaðið, halda úti sömu sjón- varpsstöðinni, sömu útvarpsstöðinni, þó með undantekningum eins og Rás 1 og Morg- unblaðinu upp að vissu marki. Það væri ánægjulegt og nauðsynlegt að eiga beittan og greinandi fjölmiðil sem veit- ir stjórnvöldum almennilegt aðhald því ekki virðist veita af. Það væri ánægjulegt að eiga fjölmiðil sem þorir. En sorrí. Það verður ekki. Af því einfaldlega að það er ekki markaður fyrir slíkan fjölmiðil til lengdar nema hann geti leitað í djúpa vasa. Og djúp- ir vasar eru vandfundnir og kannski ekki æskilegir þegar kemur að eign fjölmiðla? Ég veit ekki. Ari Edwald, framkvæmdastjóri 365, kom með mjög jarðbundið og raunsætt mat á stöðu fjölmiðla í Lesbókinni fyrir nokkrum vikum. Hann sagði eitthvað á þá leið að ef samfélagið yrði alvörulausara og vildi meiri afþreyingu þá myndu fjölmiðlar svara þeirri þróun. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Blaðsins, tók ennfremur undir þau orð Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins að fríblöð væru eins góð og þau þyrftu að vera. Og grundvöllur rekstrar þeirra er auðvitað meirihlutinn og skiptir þá engu hvernig sá meirihluti er og hvað hann vill. Ég er ekki að segja að allt sé á hraðri leið til helvítis. Mig langar bara að benda á að það er ekki lengur hraðleið Strætó upp í Árbæ - en samt kemst maður þangað. Opinberunarbókin Morgunblaðið/Ásdís Nákvæmur lestur Þegar kannanir á fjölmiðlaneyslu eru yfirvofandi draga ritstjórnirnar fram lista yfir draumaviðtalsefnin, segir í greininni. » Það væri ánægjulegt og nauðsynlegt að eiga beittan og greinandi fjölmiðil sem veit- ir stjórnvöldum almennilegt aðhald því ekki virðist veita af. Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@islenska.is Fjölmiðlar I Andrés Magnússon gerði athugasemd viðþað í dálki sínum Klippt og skorið í Blaðinu í vikunni að Flóastríðin skuli hafa verið kölluð Golfstríðin í Neðanmálspistli fyrir viku síðan. Af skrifum hans að dæma virðist hann hafa komið auga á fáránleika þessarar nafngiftar sem sýnir að hann hefur lesið pistilinn með athygli. Það færir hins vegar ekki sönnur á að Neðanmálið hafi ver- ið skrifað á vondri íslensku eins og Andrés gefur í skyn. Reyndar er Neðanmálsritari ekki fyrstur til þess að nota þessa beinu þýðingu á enska heiti stríðanna, hún hefur áður ver- ið notuð í Lesbók og víðar. Þessi nafngift tengir stríðið vissulega við íþróttina golf og dregur þannig fram að það er kannski fyrst og fremst einhvers konar leikflétta. II En að öðru. Sigurður Pálsson segir frá-bæra sögu af því þegar hann hitti skáld- jöfurinn Samuel Beckett í París árið 1968 í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar sem kom út í vikunni. Sigurður Pálsson, sem var námsmaður í París þetta sögufræg ár, mætti skáldinu úti á götu í hverfinu sínu, þeir komu gangandi úr sinni áttinni hvor og, eins og hver maður getur ímyndað sér, tók tilfinningalíf hins unga og upprennandi ís- lenska skálds kipp: „Ég fékk hjartslátt,“ segir Sigurður „mig hefði ekki grunað hvað það yrði stórkostleg stund að koma auga á hann, fá staðfestingu á því að hann væri raunverulegur. Hann var undralíkur sjálfum sér á ljósmyndum, ég sá það strax úr fjar- lægð. Og hann gekk nær mér og ég gekk nær honum. Rétt bráðum myndum við mæt- ast.“ Og eins og flestir geta sjálfsagt líka skilið þá fór unga skáldið að hugsa um það hvernig ætti að bera sig að við það að mæta svona frægum manni á götu, þessu ídóli sínu. Sigurður hafði tekið þátt í leiklestri á Sal Menntaskólans í Reykjavík á frægu verki Becketts Endatafli, þar las hann hlut- verk þjónsins og trúðsfígúrunnar Clov. „Og þarna var ég, sem hafði lesið hlutverk þjónsins Clov og nú kom Hamm á móti mér nema hann var ekki blindur og Clov var ekki kaldur og yfirvegaður eins og í leikrit- inu, hann var fáránlega stressaður“ segir Sigurður. Og þar sem þeir tveir nálgast óð- um á götunni í París þá fannst honum auð- vitað „allt í einu óbærilega bjánalegt að horfa á þennan dásamlega höfund með svona túristalegu flenniviðmóti, stara slef- andi á hinn granna og hávaxna Íra, það var alveg óbærilega hálfvitalegt.“ Og Sigurður tekur snögga ákvörðun um að láta ekki á neinu bera, en síðan, já síðan gerist eitt- hvað. Og lesendur verða að lesa þennan frá- bæra texta Sigurðar í TMM til þess að kom- ast að því hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en það gerðist. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.