Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók G uðmundur Andri Thorsson, bók- menntafræðingur, ritstýrði tveimur síðustu bindum Ís- lenskrar bókmenntasögu, að frátöldum lokakaflanum sem fjallar um sagnagerð eftir 1970, enda kemur hann þar sjálfur fyrir sem rithöf- undur. Hann er ánægður með verkið, ekki síst með að það sé loks komið út. „Það var auðvitað geggjað framtak að ráðast í þetta á sínum tíma, árið 1992, og lýsir miklum stórhug þeirra sem að því stóðu. Og þetta eru mikil tímamót nú, hér er í raun komin fyrsta íslenska bókmenntasag- an, sem stendur undir nafni.“ Hinkrað eftir hlákunni Þá er jafngott að spyrja strax, er þetta bók- menntasaga unnin með þeim verkfærum sem nýjust eru, eða er hér samankomin bókmennta- sagan eins og við vissum að hún væri? „Vonandi hvort tveggja. Annars vegar er byggt á þeirri þekkingu sem íslenskir fræði- menn hafa aflað í gegnum tíðina, það er grunn- ur sem við stöndum á. Hins vegar fylgjumst við með nýjustu rannsóknum og því sem nýjast kemur fram, og ég vona að það hafi tekist.“ Var eitthvað sem þið lærðuð á viðtökum hinna þriggja bindanna? Kannski var ekki bein- línis auglýst eftir athugasemdum, en tími hefur þó gefist til að hlera viðtökur? „Ég held að það hafi engin sérstök gagnrýni komið fram á fyrri bindin. Menn voru meira að bíða eftir lokabindunum – til þess að sjá hvernig fjallað yrði um Kalda stríðið sem enginn hefur áhuga á lengur. Kannski má segja að útgáfa lokabindanna hafi hinkrað eftir því að það stríð hlánaði almennilega, svo enginn færi að lesa þetta með þeim pólitísku gleraugum sem þá voru uppi.“ Þó sé að sjálfsögðu greint frá við- tökum og deilum hinna ýmsu tímabila – enda viðtökusagan sterkur hluti sögunnar. „Það má líta á bókmenntasögu út frá bæði innri og ytri lögmálum. Annars vegar er það innri þróun, til dæmis brags í ljóðagerð eða aðferða við skáld- sagnagerð. Hins vegar er hægt að skoða bók- menntirnar í samspili við þjóðfélagið, hvernig þær mótast af ástandinu og hvernig þær varpa ljósi á samfélagið. Í einhverjum skilningi er bókmenntasaga saga innra lífs þjóðarinnar, bókmenntir skrásetja drauma, tilfinningar og viðbrögð við umhverfinu. Gildi bókmenntasögu er að fá heimild um þetta innra líf þjóðarinnar, held ég.“ Ég átti kannski við að á meðan höfundur eins og Matthías Viðar Sæmundsson var sagður setja hlutina í nýtt samhengi í III. bindi var gagnrýnt að aðrir nálguðust efnið með hefð- bundnara hætti, jafnvel í ætt við endursögn. „Mér finnst jafnan fara vel á samsteypu djarfra fræða og hefðbundinna. Bókmenntasag- an er þó almennt vettvangur fyrir hefðbundnari nálgun,“ segir Guðmundur Andri og telur að eðli efnisins marki nálgun hvers og eins, auk persónulegs stíls. Ekki hafi verið reynt að fletja slíkan stíl út í lokabindunum tveimur. „Þetta er allt fólk á há- tindi sinnar fræðimennsku, fullþroskaðir fræði- menn. Og maður editerar ekkert manni eins og Matthíasi Viðari,“ segir Guðmundur Andri. „Í mesta lagi diskúterar maður við hann og fær að heyra hvað hann er að hugsa, og leiðréttir stafa- víxl. Og maður biður ekki Árna Sigurjónsson að skrifa eins og Silju Aðalsteinsdóttur, eða öfugt, enda ekkert tilefni til. Ég held að það sé styrkur þessa verks að í því birtast ólíkar raddir og ólík sjónarhorn. Kaflarnir eru mikil höfundarverk.“ Sjálfur kom hann að sögn fremur seint inn í vinnuferlið. „Ég man nú ekki árið, en það var eftir aldamótin. Þá var IV. bindi komið á veg, sumir byrjaðir eða jafnvel búnir að skila en enn eftir að ráða höfunda í aðra kafla. Þeir þurftu þá að sjálfsögðu tíma til þess að skila sínu af fag- mennsku, og aðrir að uppfæra ef þurfti. Ég fékk ennfremur þá hugmynd að bæta inn kafla um þjóðlegan fróðleik og þá þurfti að skrifa hann. Þannig að það varð sitthvað til þess að tefja út- gáfuna. Stundum fékk ég á tilfinninguna að ég væri að smala gríðarstóran afrétt, jafnvel að smala allt hálendið – þetta var svo umfangs- mikið.“ Samhengi við umheiminn Í IV. og V. bindi er tímaröð í stórum dráttum fylgt og samfélagssagan dregur frásögnina áfram, en þar sem verkið óx úr einu bindi í tvö á leiðinni var sumum köflum skipt á milli eftir efni. Ritstjórinn telur ótvíræðan kost að sumra rithöfunda sé getið í fleiri en einum kafla, og segir að hinir fyrirferðarmestu höfundar ald- arinnar séu þannig skoðaðir í minnst þrenns konar samhengi; við hvern annan, við alþjóða- strauma og við íslenska þjóðfélagsþróun. „Hall- dór Laxness er þannig ekki afgreiddur í einu lagi, heldur í samhengi við það sem var að ger- ast á hverjum tíma, sem hjálpar fólki við að glöggva sig á því að hann var ekki í tómarúmi.“ Það er ákveðinn kostur að fleiri en einn skrifi um sama skáldsagnahöfund – en margir munu spyrja sig hvers vegna hið sama var ekki gert með ljóðin. Í nýju bindunum skrifar Silja Að- alsteinsdóttir ein síns liðs um alla ljóðlist 20. ald- ar, auk þess sem hún gerði 19. aldar ljóðlist skil í III. bindi. Hverju sætir það? „Því er nú helst til að svara að Silja er margra manna maki, og kemur í raun að þessu eins og margar persónur. Þetta var leiðin sem var farin og persónulega finnst mér Silja leysa þetta glæsilega af hendi – hún skilar verki sem er tröllaukið,“ segir Guðmundur Andri. En þið hljótið þó að gera ráð fyrir að þetta verði hugsanlega gagnrýnt? „Já, já, við erum búnir undir slíkar at- hugasemdir.“ Fyrstu verk skálda skipta máli Hér liggur beint við að spyrja Silju hvort hún hafi ekki fundið til ábyrgðar, með ljóðaheiminn á herðum sér. Hún skýrir út að upphaflega hafi verkefni hennar verið markað á annan veg – þá hafi staðið til að gefa bókmenntasöguna út í tveimur bindum og velja þau skáld sem helst ættu erindi við lesendur næstu aldar. Svo hafi verkið vaxið og breyst, og þar með hennar hlut- verk. „En vissulega er þetta gasalega mikil ábyrgð. Ég undirstrika þó að þetta er mitt mat. Ritstjórarnir skiptu sér að vísu að valinu – en að skoðunum mínum skiptu þeir sér ekki.“ Hún kveðst þó hafa lagt sig alla fram um að vera ekki ein um mat, heldur nota bæði sam- tímaviðtökur og síðari tíma skrif. Þetta kallaði á heljarinnar lestur, en skemmtilegan. „Það var rosalega gaman að fara í fyrri tíma skrif og sjá hvað sagt var um bækur sem í dag eru kannski taldar með því besta sem ritað hefur verið á ís- lensku. Það kemur til dæmis í ljós að enginn veit fyrir víst hvaða ár Tíminn og vatnið kom út. Var það 1948? Fyrstu dómar birtast hins vegar 1949, tveir ósköp lélegir dómar sem lýsa furðu- legu áhugaleysi – mönnum fannst þetta ekkert merkilegt. Og við sem höldum að þjóðfélagið hljóti að hafa staðið á öndinni.“ Hún telur mikilvægt að halda því til haga hvernig mat á skáldverkum breytist og birtist í gegnum tíðina, og að með ívitnunum hér í gömul rit og „menningarverkamenn“ opnist ungum fræðimönnum leið að heimildabrunni sem þeir annars kynnu að hafa gengið fram hjá. Og viðtökusagan skiptir máli? „Já, hún er mikilvæg. Þetta er bókmennta- saga. Og í henni skipta fyrstu verk skálda, hvernig þeir koma inn á sviðið, jafnvel meira máli en síðari tíma verk þótt þau kunni að vera betri,“ segir Silja og telur þetta lýsa nálgun sinni. „Áhersla mín á fyrsta verk Hannesar Pét- urssonar, sem dæmi, er kannski einkennilega mikil, en það er vegna þess að hann kom inn Hvernig einni þjóð líður Langeygir er hugtak sem óhætt er að nota um þá sem beðið hafa eftir lokakafla Íslenskrar bókmenntasögu. Fyrstu þrjú bindin komu út á árunum 1992-6 og í vikunni var loks bundin slaufa á þúsund ára pakkann með tveimur lokabindum, Íslenskri bókmenntasögu IV og V. Þar er greint frá ljóðagerð, sagna- og leikritun, þjóðlegum fróðleik og barnabókmenntum 20. aldar, en á þeirri öld einni saman voru skrifaðar fleiri bækur hér á landi en á öllum hin- um öldum Íslandsbyggðar samanlagt. Íslensk bókmenntasaga á 20. öld Bókmenntasaga samtímans er í senn brýnt og eilíft verkefni og „þessi bókmenntasaga er ekki endanleg“ líkt og aðstandendur bindanna tveggja leggja áherslu á. Guðmundur Andri Thorsson Silja Aðalsteinsdóttir Dagný Kristjánsdóttir Íslensk bókmenntasaga á umbrotatímum Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Jón Yngvi Jóhannsson Í HNOTSKURN »Höfundar efnis í Íslenskri bók-menntasögu IV og V eru Árni Ib- sen, Dagný Kristjánsdóttir, Guð- mundur Andri Thorsson, Halldór Guðmundsson, Jón Yngvi Jóhannsson, Magnús Hauksson, Magnús Þór Þor- bergsson, Margrét Tryggvadóttir, Matthías Viðar Sæmundsson og Silja Aðalsteinsdóttir. »Ritstjóri I. og II. bindis sem útkomu 1992 og 1993 var Vésteinn Ólason og III. bindi ritstýrði Halldór Guðmundsson 1996. »Hrafnhildur Schram myndrit-stýrði öllum bindunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.