Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 5
með svo miklum sprengikrafti. Svo er það fræð-
inga sem skrifa munu stærri rit um Hannes, að
skoða betur þróun hans.“
Flóð í gegnum fólk
Nú hafa ýmsar hræringar orðið í bókmennta-
fræðum síðustu, segjum, tíu til tuttugu árin. Sér
þess stað hér?
Guðmundur Andri: „Auðvitað hlýtur þess að
gæta, það er ákveðið flæði í gangi hjá þeim
fræðimönnum sem starfa við þetta allar stundir.
En þetta er bókmenntasaga, ekki and-
bókmenntasaga eða dekonstrúksjón. Fólk sem
hefur lesið Derrida, Lacan eða Kristevu er auð-
vitað ekki samt á eftir, en það er ekki markvisst
unnið með þessi tól hér. Svona bókmenntasaga
er tímalaus og getur ekki verið að eltast við alla
tískustrauma í fræðunum.“
Þér finnst þá ekki að bókmenntafræðin hafi
breyst, með áhrifum táknfræði, hinsegin fræða,
femínisma, póststrúktúralisma o.s.frv. Eru
þetta tískubólur?
„Jú, hún hefur náttúrlega breyst. Og þessi
hópur tekur þetta tvímælalaust öðruvísi tökum
en hefði verið gert fyrir 30-40 árum. Þessar
stefnur flæða í gegnum fólk en hvað sem öðru
líður er þetta hefðbundin bókmenntasaga.“
Þráðs leitað undir aldarlok
Jón Yngvi Jóhannsson, einn höfundanna tíu, er
spurður að því sama, og hann segist eiga erfitt
með að „setja sjálfan sig í merktan poka“. Hann
hafi kannski helst talið sig tilheyra ný-
söguhyggjunni, sem mikið kvað að þegar hann
var í háskólanámi. „En við nánari skoðun hefur
hún kannski ekki reynst svo ýkja frábrugðin
gömlu söguhyggjunni. Ætli ég væri þá ekki
helst söguhyggjumaður með „ný“ í sviga fyrir
framan.“
Hann var sjálfur „rétt að skríða úr mennta-
skóla“ þegar fyrsta bindi Íslenskrar bók-
menntasögu kom út og óraði þá kannski ekki
fyrir því að hann ætti eftir að eiga þátt í að ljúka
verkinu. Raunar bókstaflega, því hann ritar síð-
asta kaflann, Sagnaritun eftir 1970, undir rit-
stjórn Sigríðar Rögnvaldsdóttur. Ennfremur
ritar hann um lausamálsbókmenntir á 4. ára-
tugnum í IV. bindi. Hann er spurður hvort yfir
höfuð sé gerlegt að rita samtímabókmenntasög-
una.
„Ég skrifa þarna tvo kafla og það eru mjög
ólík verkefni,“ segir Jón Yngvi. „Annars vegar
er ég með afmarkað svið, árin milli 1930-40, og
hef fyrir framan mig allt sem skrifað hefur verið
um það. Ég les þau fræði og tek afstöðu til
þeirra – það er meginhugmyndin – að maður
staðsetji sig gagnvart því sem áður hefur verið
skrifað. Aftur á móti er það ekki hægt með hinn
kaflann, því lítið er til af skrifum þar sem tíma-
bilið [1970-2000] er tekið í heild. Ég tek þess
vegna þá ákvörðun að búa til frásagnarmódel,
taka beinlínis þann slag að finna meginlínu í
samtímanum og vinna frásögn í kringum hana.
Svo verða þeir sem á eftir mér koma að stað-
setja sig gagnvart því.“
Verkið var að sumu leyti kannski snúið. „Það
er náttúrlega svakalegt að vera að skrifa um lif-
andi fólk sem maður hittir svo úti á götu. Eða
skrifa ekki um það, sem er jafnvel enn verra. En
bókmenntasaga byggist alltaf á vali, það er eðli
hennar.“
Og ennfremur: „Þegar svo nálægt í tíma er
komið sér maður bæði verr, en líka of vel. Við
sjáum til dæmis hvað skoðanir geta breyst hratt
og hvað það er hættulegt að alhæfa. Við alhæf-
um óhikað um hugarfar manna á 18. öld, en ef
við ættum til dæmis að alhæfa um, segjum, við-
horf Íslendinga til samkynhneigðar í lok 20. ald-
ar, þá væri það fullkomlega ómögulegt og raun-
ar fáránlegt,“ segir Jón Yngvi.
Kassinn er ekki læstur
Samtímakaflarnir eru þannig eðli málsins sam-
kvæmt heimild um hugmyndir þeirra fræðinga
sem þá rita, en síst minna marktækir fyrir vikið.
Raunar afar mikilvægir, því hér er kominn
grunnur að frekari rannsóknum, viðbrögðum og
umfjöllun um lok 20. aldar. Hvaða kröfur á nú
að gera – á að skrifa svona rit á 10 ára fresti, eða
þarf maður alltaf að bíða í 100 ár?
„Ég efast um að ráðist verði í svona stórt
verk aftur á næstu áratugum, enda ekki endi-
lega ákjósanlegt. Helst væri gaman að sjá fær-
ast meira líf í önnur form bókmenntasögu,“ seg-
ir Jón Yngvi og nefnir rit um afmörkuð tímabil
eða svið. „Þá yrði fróðlegt að sjá fræðimenn við
Háskóla Íslands bregðast við með eins bindis
ritum. Þetta verk hefur óhjákvæmilega áru
stórs, þungs fræðiverks – það er beinlínis í
kassa – sem kallar helst á að því sé stillt upp við
hliðina á alþingisútgáfunni á Snorra. En það
þýðir ekki að það eigi að láta það í friði, þvert á
móti.“
„Þessi bókmenntasaga er ekki endanleg,“
árétta bæði Silja og Guðmundur Andri. „Hinn
bókmenntafræðilegi veruleiki hefur líka breyst
svo á allra síðustu árum, ekki síst með netinu, að
það sem stendur í svona riti um tiltekinn höfund
er ekki endanlegur bautasteinn – hann hefur
ýmis tækifæri til þess að „búa sig áfram til“ í
öðrum miðlum. Þetta er orðinn svo fljótandi
veruleiki,“ segir Guðmundur Andri.
Hér myndu últra-tæknisinnar jafnvel segja
að útgáfa svona þykkbinda væri beinlínis úrelt –
nú séu orðabækur og alfræðirit meira og minna
komin í netheima og hægt að uppfæra jafnóðum
það sem nýtt kemur fram?
Guðmundur Andri: „Doðranturinn er auðvit-
að heimild um sjálfan sig, og er fagurfræðilegur
gripur að mínu viti. Það svarar eiginlega spurn-
ingunni. En hann er ekki endanlegur, hér er
bókmenntasagan ekki klöppuð í stein, sér í lagi
ekki saga okkar samtíma.“
Gleymdum bókum stungið í samband
Að hve miklum hluta eru þetta grunnrann-
sóknir á íslenskum bókmenntum?
„Ég þykist vita að þær séu töluverðar í bind-
um I-III. Og nú verð ég að stíga varlega til jarð-
ar, því það eru ekki bara rithöfundar sem eru
viðkvæmir fyrir sjálfum sér heldur fræðimenn
líka,“ segir ritstjóri. „En ég myndi segja að
þáttur Árna Ibsens og Magnúsar Þórs Þor-
bergssonar í leiklistarhlutanum fæli í sér tölu-
verðar frumrannsóknir. Þá dregur Árni Sig-
urjónsson, í kafla um sagnagerð í aldarbyrjun,
fram ótrúlegan haug af skáldsögum sem maður
vissi ekki einu sinni að væri til. Ég vil líka nefna
Dagnýju, það er umtalsvert í hennar köflum.
Svona gæti ég haldið áfram. Flestir taka verk
sem legið hafa í láginni í langan tíma og stinga
þeim í eitthvert samband – og það út af fyrir sig
eru grunnrannsóknir. Ég held ég geti svarað
sem svo að það eigi sér stað grunnrannsóknir í
hverjum kafla.“
Annað sem án vafa verður leitað að. Hvar er
atriðisorðaskráin?
Guðmundur Andri gefur ekki einhlítt svar, en
nefnir helst að slíkt hafi á síðustu metrum þótt
bæði kostnaðarsamt og umfangsmikið. „Hins
vegar er þetta réttmæt gagnrýni. Á fyrri stig-
um var talað um að gera skrá fyrir öll bindin, og
ég hef trú á því að það verði gert.“
Er er eitthvað nýtt í þessum bindum – jafnvel
skúbb, svo notað sé dagblaðamál?
„Nei, það eru ekki endilega efni í fréttir á út-
síðu. Ég held þó að flestir þeir rithöfundar, sem
almennt samkomulag er um að hafi skipt máli á
20. öld, séu hér sýndir í nýju ljósi. Og í ákveðnu
samhengi. Vonandi hefur tekist að varpa ljósi á
innra líf þjóðarinnar á þeim umbrotatímum sem
öldin var.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Hver var Henríetta frá Flatey? Hún var íslenskur rithöfundur, en ekki er víst aðallir hafi heyrt um bókina einu sem hún skrifaði. En þá Stanley Melax? Þekkireinhver þessa tilvitnun: „Manneðlið var spillt og vont. Alt í kringum mann voru
blóðþyrst dýr í mannsmynd.“ Á óvart kemur að bókin, sem er frá árinu 1926, heitir Ást-
ir og sjálfur var Stanley guðfræðimenntaður. Í kafla Árna Sigurjónssonar um sögur 3.
áratugar kemur fram að stíll Stanleys hafi verið „fremur nútímalegur þótt sums staðar
sé ívaf af Íslendingasagnastíl“ (IV, bls. 110). Og þá eru söguþræðirnir ekki síður athygl-
isverðir. Fyrri sagan í Ástum fjallar um „konu í þorpi sem giftist sjómanni og eignast
sjö börn á örfáum árum, missir heilsuna og deyr af léttasótt. Virðist bersýnilegt að sög-
unni er ætlað að koma þeim boðskap til skila að ekki megi ofbjóða konum með of mikl-
um barneignum en merkilegt er að þó er ekki beinlínis minnst á getnaðarvarnir sem
læknirinn góði hefði þó átt að geta gert...“ Svo segir: „Kannski er eftirtektarverðast við
þessa sögu, frá sjónarmiði bókmenntasögu, að hún minnir dálítið á Sölku Völku Haldórs
Laxness, og gæti Halldór hafa þekkt hana.“ Í kjölfarið eru svo raktir hliðstæðir drættir.
Í kafli Árna er m.a. fjallað um verk sem lítið hafa verið skoðuð af fræðimönnum. Ann-
að gildir um barnabókmenntir, sem einnig fá sess í ritinu, nokkuð hefur verið ritað um
þær á síðustu árum og loks orðið sjálfsagt að meta þær (nánast?) til jafns við svonefndar
fullorðinsbókmenntir í hinni opinberu sögu. Þýðingar fá hins vegar minna pláss, margir
kunna að sakna þess að sjá minnst á Shakespeare-þýðingar Helga Hálfdanarsonar og
önnur þrekvirki hans, sem margir telja órjúfanlegan hluta íslenskrar bókmenntasögu.
Með kafla um þjóðlegan fróðleik er hins vegar farið í nýjar áttir, en margt sem þar er
talið fram leikur á forvitnilegum mörkum skáldskapar og sagnfræði. Og ítarlegir kafl-
ar um íslenska leikritun eru svo enn eitt undirsviðið, eða hliðarsviðið, eða kannski er
óþarft að tala þannig um flokkunina, því víða skarast línur og heimar hliðrast:
„Hulda: Já það leynir sér ekki, við erum í miðju flóðinu. Það fór aldrei svo að við
kæmust ekki í fréttirnar.
Stefanía: Þið eruð náttúrulega svo miðsvæðis.“ (V, bls. 311. Úr leikritinu And Björk
of course... eftir Þorvald Þorsteinsson.)
Hin fjölskrúðugu svið
Sumir höfundar notfærðu sér [Kalda stríðið], bjuggu sig til sem píslarvætti í báðumfylkingum. Það hefur alltaf verið talið eftirsóknarvert, fyrir íslenska listamenn, aðsæta ofsóknum. Þetta voru skrýtnir tímar. Bókmenntirnar voru mjög samslungnar
pólitík. Við nánari umhugsun var þó kannski meira flæði á milli fylkinga en við gerum
okkur grein fyrir, til dæmis í útgáfumálum,“ segir Guðmundur Andri um hina köldu tíma.
Er þetta ástand endurmetið í ykkar verki?
„Stimlpunum er í öllu falli ekki gefinn eins mikill gaumur og áður. Þegar allt kemur til
alls er það ekki mjög frjó nálgun, í hvaða flokki menn voru eða sveitarfélagi. Menn eru
hér, finnst mér, frelsaðir undan því oki. Hins vegar er að sjálfsögðu greint frá andrúms-
loftinu. Tímabilið sem slíkt lendir mest hjá Dagnýju og hún leysir þetta af mikilli list.“
Dagný Kristjánsdóttir bendir á að allar bókmenntir séu háðar sínu samhengi og tíma.
„Það skiptir máli fyrir hvernig þær eru skrifaðar og hvernig þær eru skildar. Þegar bók-
menntasaga er skrifuð þarf að skoða þessa þætti.“
Erum við komin nógu langt frá þessum tíma til þess að geta metið hann loksins?
„Bæði og. Við, sem náðum bara í skottið á þessum tíma, höfum kannski ekki um hann
sterkar meiningar, en við höfum séð og heyrt að menn sem voru þar í hringiðunni deila
enn um túlkunina,“ segir Dagný og nefnir síðari tíma umræður um Kristmann Guðmunds-
son sem dæmi.
Hvað með kynjapólitík? Nú var menningarumræða á tímum kalda stríðsins ekki beinlín-
is vinsamleg kvenrithöfundum.
„Það er satt, og ég dreg það hér fram alveg hiklaust því það er partur af sögunni. Það
var afskaplega lítið gert með verk kvenna og kyrfilega þagað yfir þeirra framlagi.“
Má kannski segja að gleymdir höfundar, og þá ekki síst konur, séu nú formlega komnir
inn í bókmenntasöguna, með köflum um þá í þessu stóra verki?
„Ég vona það innilega, að hér með sé búið að ryðja þeim til rúms. Hins vegar má maður
ekki gleyma sér svo við að hrista upp í hefðbundinni túlkun að maður falli í skurðinn hin-
um megin við götuna; líkt og höfundar nýju dönsku bókmenntasögunnar, þeir hafa verið
gagnrýndir fyrir að gera jaðarbókmenntir að hinni nýju miðju og miðjuna að nýjum jöðr-
um. Sögunni verður ekki breytt, en verkin sjálf eiga hins vegar rétt á að njóta sannmælis.“
En hvað með næstliðin ár í pólitísku ljósi?
Jón Yngvi Jóhannsson: „Ég var ekki mikið að pæla í stjórnmálunum í kaflanum um ald-
arlok, nema þá helst á árabilinu 1970-80. Hins vegar var óhjákvæmilegt að takast á við
þau í kaflanum sem ég skrifaði um sagnaritun á árunum 1930-40. Þá skipti pólitíkin svo
miklu máli. Það er minna þegar nær dregur okkur í tíma – og þó, kannski er erfiðara að
sjá það; hvaða áhrif tímabil Davíðs hafði, til dæmis. Hins vegar greini ég ákveðinn vilja í
verkum yngstu höfunda til að takast á við og endurspegla þjóðfélagið og kannski má segja
að það sé orðum aukið að bókmenntirnar hafi „afpólitíserast“ á 9. áratugnum.“
Pólitísk bókmenntasaga?
Þannig má líta á skáldsögur Ólafs Jóhanns frá svipuðu sjónarhorni og glæpa-sagnabylgjuna. Hann hefur helgað sér svæði í íslenskum bókmenntum sem áðurvar ónumið, sem höfundur alvarlegra skáldsagna sem eiga siðferðilegt og mann-
legt erindi við lesendur fremur en fagurfræðilegt. Segja má að hann hafi, ásamt glæpa-
sagnahöfundum eins og Arnaldi Indriðasyni, stækkað svið íslenskra bókmennta. Eins
og bent var á hér að framan hefur frumleiki verið mjög sterkt viðmið í mati manna á ís-
lenskum skáldsögum alla öldina ásamt samfélagslegri skírskotun. Það er því vart að
undra að skáldsögur sem hafa hvorugt að markmiði falli á einhvern hátt milli skips og
bryggju.“ (V, bls. 660-1)
Hér fjallar Jón Yngvi Jóhannsson um viðkvæmt og í senn fyrirferðarmikið efni í ís-
lenskri bókmenntaumræðu upp á síðkastið. Glæpasagnabylgjan svonefnda kom flatt
upp á suma, t.d. þá sem aðhyllast meiri fagurfræði og minni formúlur, en velgengni
glæpasagna hefur þó verið slík að sjá má „vísi að nýju viðmiði í íslenskum bókmenntum
þar sem skáldsagan er ekki lengur frátekin fyrir fagurbókmenntir í strangasta og
íhaldssamasta skilningi þess orðs,“ skrifar Jón Yngvi, sem bendir á að krafan um frum-
leika og nýsköpun hafi hingað til verið nær ófrávíkjanleg í skáldsagnagerð.
Staða Ólafs Jóhanns, sem hefur „víkkað sviðið“ með öðrum hætti, er ekki síður for-
vitnileg, en aðspurður segir Jón Yngvi að nýjung hans felist í því að koma með gamla
hefð inn í íslenskar samtímabókmenntir. „Hefðbundnar sögur með áherslu á siðferðileg
mál hafa átt breiðan vettvang í hinum enskumælandi heimi, en ekki hér,“ segir Jón
Yngvi í samtali. „Í þessum kafla reyni ég að benda ekki bara á verk sem mér þykja
frumlegust, heldur ekki síður þau sem pláss taka í umræðunni og þá hvers vegna.“
Vandræði viðtakanna