Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 7 áhrif á þennan unga listamann og birtast seinna með ýmsu móti í verkum hennar. Árin í New York Eftir útskrift frá Folkwang ballettskólanum árið 1958 hlaut Bausch námstyrk og hélt þá til New York til áframhaldandi dansnáms við Julliard skólann. Þetta var í fyrsta skipti sem Bausch fór út fyrir landsteinana og þar sem hún talaði ekki mikla ensku varð hún einmana í þessari stóru borg. En í skólanum gat hún opnað sig og heillaði hún kennarana með ein- stakri útgeislun sinni og þokkafullum hreyf- ingum. Kennararnir voru ekki af verri end- anum og má þar nefna Mörtu Graham, Louis Horst, Jose Limon, Merce Cuningham og Anthony Tudor. Allt voru þetta listamenn sem á þeim tíma voru brautryðjendur innan listdansins og miklir áhrifavaldar í listinni. Auk þess að hafa dansað við Metropolitan Operu Ballettinn í New York og New Americ- an Ballettinn var Bausch, þau þrjú ár sem hún var í Ameríku, einn af aðalmeðlimum nú- tímadanshóps Paul Sansardo, framsæknum danshöfundi með aðstöðu í 19th-street studio. En námstyrkurinn rann út og lá leiðin þá til baka til Þýskalands þar sem Pina gekk inn í nýstofnaðann balletflokk Kurt Jooss, Folkw- ang Ballett, árið 1962. En þörfum Bausch var ekki fullnægt. Hún hóf að semja eigin verk og þegar Jooss lét af störfum árið 1969 tók hún við listrænni stjórn flokksins sem þá hafði breytt nafni sínu í Folkwang Studios. Bausch stjórnaði flokknum til 1973 og hélt þar áfram að þróa eigin vinnuaðferðir og sjálfan sig sem listamann. Lætin byrja Árið 1973 er Pinu Bausch boðið að taka við Óperu Ballettinum í Wuppertal, þá aðeins 33 ára gömul, eftir að hafa aðstoðað Hans-Peter Lehmann við sviðshreyfingar á uppsetningu hans á Tannhäuser eftir Richard Wagner hjá Óperunni í Wuppertal. Wuppertal var afar gráleytur iðnaðarbær í Ruhr héraði og íbúar hans voru þekktir fyrir íhaldsaman smekk sinn og ást á hinni klassísku danshefð. Í byrj- un var hún treg til þess en að lokum var það sá möguleiki að geta byggt upp sinn eiginn flokk og það algjöra listræna frelsi sem henni var lofað sem fékk hana til þess að halda út í þetta ævintýri. Hún fékk 20 dansara með sér í lið, meðal annars frá Folkwang Studio og með fyrstu uppsetningu sinni, Fritz, varpaði hún fyrstu leikhússprenjunni af mörgum sem áttu eftir að falla næstu árin. Bausch breytti nafni flokksins í Tanzt- heatre Wuppertal. En þrátt fyrir að erlendir gestir flykktust að til að sjá sýningar hennar þá voru viðbrögð íbúa Wuppertal allt að því grimmdarleg en fram á níunda áratuginn var litið á Bausch sem einskonar framúrstefnu- legan antikrist. Öfgafull viðbrögð heima- manna birtust á ýmsan máta eins og að arka út af sýningu og skella á eftir sér hurðum og kasta appelsínum í dansarana á meðan sýn- ingu stóð. Meryl Tankard einn af dönsurum Pinu Baush minnist þess í viðtali við Guardian árið 2002 að eitt sinn hafi maður komið upp á svið og tekið af henni fulla fötu af vatni sem hún notaði í sýningunni. Hann hafi svo reynt að skvetta vatninu á annan dansara sem var að fara með ljóð en ekki fór betur en svo að dansarinn náði að beygja sig og vatnið fór allt yfir áhorfendur. Verðskulduð viðurkenning Þrátt fyrir allt fjaðrafokið og mótlætið hélt Bausch sig við þá stefnu að sýna ekki klassísk verk á borð við Þyrnirósu eða Hnotubrjótinn og þrátt fyrir að erfiðlega gengi að fá við- urkenningu á eigin verkum þá hélt hún ótrauð áfram. Það voru svo aðrir samtímalistamenn hennar en ekki almenningur sem fóru að taka eftir margvíslegu gildi sýninga hennar fyrir samfélagið í heild og í dag er það viðhorf orðið algilt. Verk Bausch eru viðfangsefni háskóla- rannsókna og fræðigreina þar sem fagurfræði verka hennar er skoðuð út frá sálgreiningu, femínisma og kynjafræðum svo eitthvað sé nefnt. Í dag er litið á verk Bausch sem þjóð- arfjársjóð þar sem hún setti Þýskaland aftur á kortið sem áhrifavald í þróun danslistarinnar með fjölbreyttum verkum sínum. Í heimi nútímadansins er hægt að telja á fingrum annarrar handar þá danshöfunda sem virkilega hafa breytt stefnu listdansins. Martha Graham er einn, Merce Cunningham er annar og Pina Bausch sá þriðji. En á meðan Graham og Cunningham þróuðu eigin stíl sem hægt er að miðla í kennslu, stíl sem end- urskipulagði þjálfun dansarans á sama tíma og hann opnar dyr fyrir danshöfunda í sinni sköp- un, þá eru áhrif Bausch önnur. Það er engin danstækni til sem hægt er að merkja henni, það er hvergi hægt að taka Bausch tíma eins og hægt er að taka Graham tíma eða Cunn- ingham tíma. Sá fjársjóður sem felst í Pinu Bausch er sú aðferð sem hún hefur þróað, að- ferð sem sækir rætur sínar til Berthold Brechts, Walter Benjamin og Ernst Bloch og er byggð á “montage“ aðferðinni. Aðferð Pinu Bausch Verk Bausch skilja sig sem sagt að frá öðrum dansverkum í gegnum notkun hennar á “mon- tage“ aðferðinni, það er notkun hugrenninga- tengsla sem formgerðaraðferð til að tengja saman efnisþætti sýningarinnar. Þessvegna eru tilraunir til að skilja verk hennar á rök- réttan hátt dæmdar til að mistakast þar sem hægt er að að horfa á sýningarnar hennar samtímis út frá fleiri en einu sjónarhorni. Á sama hátt hefur það ekkert upp á sig að notast við túlkunaraðferðir þar sem reynt er að skilja mismunandi þætti sýningarinnar með því að skoða þá í samhengi við heildina. Einnig er vonlaust að raða atburðunum upp í tímaröð þar sem hún gerir margbreytileika sýning- arinnar aldrei skil. Vegna þess að verk hennar fylgja heldur ekki línulegri frásögn eða “fabel“ í Brecht- ískum skilningi hvað þá að vera tilbrigði við eitt ákveðið þema, verða þau fyrst til í viðtöku áhorfenda á þeim efnivið sem borinn er fram. Lykillinn að sýningum Pinu Bausch liggur því hjá áhorfendunum sjálfum. Ætlast er til að hann nýti sér sínar eigin daglegu og menning- arlegu upplifanir og það sem honum sjálfum finnst mikilvægt, til að bera saman og tengja við það sem hann sér uppi á sviði. Merking sýningingarinnar er sú sem áhorfandanum finnst að hún sé. Hún er því bundin við upp- lifun einstaklingsins og þá reynslu sem hann hefur með sér í farteskinu. Þau þemu, hvatir og kveikjur sem birtast einna helst í verkum Pinu Bausch eru: rót- leysi, einangrun, ótti, árekstrar milli kynjanna og samskiptaörðuleikar milli einstaklinga. Í gegnum þessi þemu birtast einstaklingarnir á sviðinu og opinbera persónulega reynslu sína fyrir öðrum. Þessi nálgun gerir það mögulegt fyrir áhorfandann að samsama sig því sem fyr- ir augu ber. Þrátt fyrir það hefur þessi sam- sömun ekki það takmark að skapa tálsýnir því tilfinningatengslin eru við togstreituna eða viðfangsefnið sem persónan tjáir sig um en ekki persónuna sjálfa uppi á sviði. Áður en Bausch kemur fram á sjónarsviðið hafði markmið listdansins einkennst af tækni- legri fullkomnun. Danstæknin sjálf þjónaði sem abstrakt form til að tjá mismunandi til- vistarþemu í dansverkum. Það líkamsmál sem Pina Bausch notast við vísar hinsvegar í raun- veruleikann. Það er sótt í okkar daglega líf og styðst við þau líkamsteikn sem við lesum á hverjum degi. Þannig verður þetta daglega líkamsmál umfjöllunarefni verka hennar þar sem það er bæði framandgert og á sama tíma þekkjanlegt. Þetta endurspeglast einnig í sam- setningu dansflokks hennar en dansararnir eru af öllum gerðum; gamlir, ungir, mjóir, sverir, stórir og litlir. » Það voru dansarar úr leikhúsinu í Solingen sem tóku fyrst eftir Bausch þegar þeir snæddu eitt sinn á veitingastað foreldra hennar. Kraftur og lífsgleði þessarar litlu stúlku vakti áhuga þeirra og hvöttu þeir foreldrana til þess að senda hana í ballettnám. Þegar í skólann var komið var hún látin leggjast á magann með fæturna á bak við höfuðið. Raunin var sú að hún var lang liðugust af öllum nemendunum og gaf kennarinn henni því viðurnefnið slöngustelpan. Áhorfandinn „Lykillinn að sýningum Pinu Bausch liggur því hjá áhorfendunum sjálfum. “ Höfundur er fagstjóri dansbrautar Listaháskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.