Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hallgrím Helgason grim@islandia.is É g hef aldrei verið mikill hálendis- maður. Ég á hvorki Goretex-galla né GPS-tæki. Og enn síður jeppa, þann ósanngjarna aðgöngumiða að undrum Íslands. Í raun hef ég aldrei kunnað sérlega vel við mig á öræfum, þessu umdæmi kulda, auðnar og sagnleysu. Þar hefur fátt gerst annað en heiðarvíg og hrakningar og ekkert orðið til nema eitt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson. Satt að segja hef ég átt nokkuð bágt með að skilja hálendisdýrkun síðustu ára. Hún hefur birst mér sem ögn gervileg rómantík borgarbarna sem aldrei fóru í sveit, sem aldrei mynd- uðu tengsl við LANDIÐ, og vilja bæta sér upp miss- inn með taumlausri ást á eyðisöndum. Hugarfar sumra þeirra lýsir jafnvel yfirgengilegu skilnings- leysi: “Ég skil ekki afhverju fólk bjó ekki á hálend- inu. Það eru svo rosalega margir fallegir staðir þar!“ Kannski var ég snemma bólusettur fyrir óbyggð- unum. Á hverju sumri var haldið til skíðadvalar í Kerlingarfjöllum. Gróðurlaus gil og gráir melar tóku manni fálega á hverju sumri. Það var erfitt að binda taugar við jarðveg sem reyndist ein forareðja væri komið við hann. Útsýnin úr traktorslyftunni var sann- arlega tilkomumikil—Langjökull, Hveravellir, Mæli- fellshnjúkur—en hún varð fljótt jafn hversdagsleg og veggur á vinnustað. Ég hef aldrei skilið fólk sem tal- ar um jökla eins og kaþólikkar um dýrðlinga. Ég hef því ekki talið mig til virkjanaandstæðinga. Mér hefur fundist sjálfsagt að virkja orku fallvatn- anna innan skynsemismarka. Að loknum skíðasumr- um starfaði ég við brúarsmíði víða um land og sá aldrei neitt ljótt við að leggja steypu yfir ár og gil eða stálbita stranda á milli. Borgarfjörður er fallegri eftir að hann var brúaður. Nesjavallaleið er náttúru- upplifun þrátt fyrir rörið sem fylgir. Svo ekki sé talað um Bláa lónið. Þó er alltaf betra að mannvirkið reyni ekki að fela sig. Sogsvirkjun er fallegri en Búrfells- virkjun þar sem ómáluð steypan reynir að falla inn í landslagið. Virkjanir verða seint faldar í landinu og því fer þeim betur að standa stoltar af sjálfum sér. Hitaveitutankarnir í Öskjuhlíð voru ætíð hvítmálaðir. Þeir voru því áberandi og fallegir fyrir vikið. Kollegar þeirra í Grafarholti voru hinsvegar rauðir. Þeir voru feimnir og fóru illa í landinu. II. Fyrir tveimur árum kom ég að Kárahnjúkum. Við ók- um að útsýnisstað Landsvirkjunar og þrátt fyrir dumbungsveður mátti vel láta sig svima yfir mikil- fengleik framkvæmdarinnar. Dekkjastærstu vinnu- vélar suðuðu líkt og flugur í hlíðum hnjúksins og út frá honum stóð stíflan eins og píramídi á hvolfi. Nöturlegt var um að litast í vinnubúðunum; raðhús reist úr vörugámum sem merkt voru með tröllatúss. Ekki stingandi strá og engin krá; bara sjoppa með ís- lenskum afgreiðslustúlkum langt leiddum af “hályndi“ eins og hálendisþunglyndið er stundum kallað. “Hvernig er veðrið hérna?“ spurði ég. “Það er bara rok,“ svöruðu þær. Á heimleið kíktum við á kynningarsýningu um virkjunina í Végarði í Fljótsdal. Hugmyndin er sann- arlega stórfengleg; að leiða saman tvær beljandi grá- ar Jökulsár djúpt inni í Valþjófsstaðarfjalli og láta þær spinna þar rafmagn á einn risavaxinn rokk. Hvað verður svo um þær að því loknu? Jú, þeim verður hleypt saman út úr fjallinu og niður í Lagarfljót. Lit- ur þess breytist úr fölgrænum í fölbrúnan, hitastig lækkar um eina gráðu og vatnsborðið hækkar um einn metra. Hér fóru að renna á mann grímur. Og á þeim tveimur árum sem eru síðan hafa þær ýmist verið að renna af manni eða á mann aftur. Sem blóðhálfur Héraðsbúi hafði ég meiri áhyggjur af ættarslóðum en því “örfoka landi“ sem fara átti undir vatn. Málflutningur virkjanaandstæðinga dundi þó á manni. Ómar gerði mynd sem við sáum í Austurbæ. Og kröfurnar um brottrekstur hans frá RÚV voru að- eins vatn á myllu virkjanaandstæðinga. Var Ísland ekki tjáningarfrjálst og opið lýðræðisríki? Æ oftar gekk maður framhjá mótmælastöðum og ljósmynda- sýningum Andvirkjunar á Austurvelli. Mætar sögur fóru af ferðum Augnabliks. Kolla Halldórs og Stein- grímur Joð virkuðu sannfærandi í ræðum sínum og Guðmundur Páll alltaf heitur sem hver í hvert sinn sem maður hitti hann. Bók hans Um víðerni Snæfells var einnig fögur áminning. Loks las maður svo Draumalandið og gat ekki annað en tekið undir snjalla framsetningu Andra Snæs. Stóriðjustefnan er hóriðjustefna. Fulltrúar Íslands á fundi með erlend- um álkóngum voru “eins og þrettán ára stelpur að reyna við Mike Tyson“. Sveitarlausu borgarbörnin höfðu kannski eitthvað til síns máls. Sigur Rós fékk logn við Snæfell, mesta roksvæði landsins. Var guð á móti Kárahnjúkavirkj- un? Í kjölfarið komu svo úr felum gamlar skýrslur um vafasama undirstöðu stíflunnar, misgengi og sprungusvæði. Lónfylling nálgaðist og þá las ég í blöðunum um boð Óskar Vilhjálmsdóttur hjá Há- lendisferðum til ráðherra og ráðamanna: Komið og ég skal sýna ykkur landið sem sökkt verður og ána sem hverfur. Enginn þeirra hefur þáð boð hennar, svo ég viti. Ég keypti mér hinsvegar ferð. III. Á sólfögrum laugardagsmorgni stóðum við í fossúða- dögginni við Töfrafoss sem reyndar er full væmið nafn á þessa kiljuútgáfu af Dettifossi. Kringilsárfoss hét hann þar til einhverjir fjallamenn með viðkvæm hjörtu gengu fram á hann í upphafi síðustu aldar. Kringilsáin er kraftmikil jökulsá sem rennur í aðra, þá sem ýmist er kennd við Dal og Brú. Rétt ofan ár- mótanna er magnaður gljúfraskápur hvar skollitt rennslið beljast um af þvílíkum krafti að ótti fer um æðar. Annaðhvort hefur smölum Austurlands yfirsést þessi skrautbergsgljúfur á liðnum öldum eða þeim hefur lítið þótt til þeirra koma: Þetta magnaða nátt- úrufyrirbæri var víst nafnlaust þar til nýlega. Þriggja manna nefnd Andra Snæs, Páls Pálssonar frá Að- albóli og Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings, gaf því heitið Stuðlagátt. Fallegt nafn og rétt sem fær þó ekki að lifa. Það er nánast grátlegt að hugsa til þess að væntanlegt Hálslón mun rétt sleikja efri brún hins magnaða Töfrafoss og því mun þessi hluti hinnar kröftugu Kringilsár stillast í þagnarlóni. Við fikrum okkur út á klettanibbu, inn í gáttina miðja. Undir æðir áin með djöfullegum krafti og gegnt okkur sindrar hálfblautur bergveggurinn. Í honum miðjum komum við auga á fálkahreiður og allt í einu verður árdynurinn að óperu eftir Jón Leifs. Ísland lumar á ýmsu. IV. Leið okkar liggur niður með Jöklu í átt að virkjun. Við göngum eftir dalbotni sem senn verður lónbotn. Gráir sethjallar ganga fram úr hlíðum; leifar af þeim aur og leir sem settust hér að þegar Jökla var virkjuð síðast. Menn eru hér að feta í fótspor skaparans. Fyr- ir 10.000 árum ruddust Kárahnjúkar upp úr jörðinni og stífluðu ána, rétt eins og verið er að gera nú. Set- hjallarnir eru fallegir í fjarlægð, þegar þeir sjást allir saman, en fremur hversdagslegir í nánd. Nokkra þeirra hefur Ómar gert að flugvöllum; við göngum eftir flugbraut sem forsætisráðherrann lendir á innan skamms. Við lásum það í flugvélinni að Geir myndi ríkja yfir okkur þennan heiðskíra dag. Það þarf nokkuð mikla sandást og stóra lyngþrá til þess að berjast fyrir þessu landi, hugsa ég á þessum hluta leiðarinnar, og reyni að æsa upp ferðafélagana: “Það er nú allt í lagi þótt þetta fari undir vatn. Bara tómur mosi og melar. Og svo einhver skólplit- aður hávaðaseggur á leið til sjávar.“ Göngumenn kjósa að þegja af sér þessi orð. Við komum að Rauðuflúð, sem mér skilst að sé einnig glænýtt örnefni. Hér stunda menn örar nefn- ingar, því tíminn er naumur. Og hér þrengist farveg- urinn ögn svo úr verður enn meiri vatnsæsingur. Á þessum stað stóð einnig hinn merki Gljúfrabúi sem ljósmyndari Íslands, RAX, gerði landsfrægan á sínum tíma. Stuttu síðar komu hingað nokkrar smásálir neð- an af Fjörðum, vopnaðar kúbeinum og járnkörlum, og veltu honum af stalli, líkt og væri hann sjálfur for- stjóri Andvirkjunar. Eða svo segir sagan. Sagan segir líka að Gljúfri hafi æ síðan ásótt banamenn sína, í svefni jafnt sem vöku, og muni gera þar til þeir stíga fram og játa verknaðinn. Lögreglan eystra hefur hinsvegar ekki viljað rannsaka þetta mál þar sem ekki varðar við lög að spilla náttúru Íslands og hefur í staðinn einbeitt sér að þeim sem trufla þá iðju. Við Rauðuflúð er manni stillt upp frammi fyrir erf- iðri spurningu: Er þessu fórnandi? Víst er flúðin ágæt sem náttúrufyrirbæri en hún er engin Stuðlagátt, enginn Töfrafoss. Hvað er náttúrufegurð? Hvenær verður náttúrufegurð það mikil að hana beri að friða? Ég gæti vel staðið hér og svarað eins og Geir H. Haarde: “Ef ég ætti að velja efnahagsáhrifin eða að halda þessu landi myndi ég velja nákvæmlega sama kost og við gerðum á sínum tíma.“ Ég er reyndar ekki alveg klár á þessu með efnahagsáhrifin, en segj- um sem svo að á hinum bakkanum stæðu 400 at- vinnulausir Austfirðingar og bæðu mig að fórna flúð- inni fyrir starf handa sér, þá ætti ég að sönnu erfitt val. Yfir síðustu forvöð Gönguferð í tíu köflum um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar L Kirkjufoss „Hér rekur mann í rogastans. Við manni blasir einn fegursti foss landsins se

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.