Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Page 12
12 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Bandarískadreifing-
arfyrirtækið
Newmarket
Films hefur
tryggt sér sýn-
ingaréttin þar
vestra á einni
umdeildustu
mynd síðustu
missera, Death of
a President. Myndin fjallar öðrum
þræði um morðið á George W.
Bush, Bandaríkjaforseta, sem sam-
kvæmt myndinni á sér stað árið
2007.
Fjöldi fólks hefur mótmælt harð-
lega efnistökum myndarinnar og
segist leikstjórinn, Gabriel Range,
hafa fengið nokkrar morðhótanir.
Hann vísar allri gagnrýni á bug
og þvertekur fyrir að nokkur eigi
eftir að fá þá hugdettu að ráða
Bush af dögum við áhorf á mynd-
ina.
LeikkonanMeryl
Streep vakti
máls á bágu úr-
vali hlutverka
fyrir konur á
hennar aldri á
kvikmyndahátíð-
inni í Feneyjum
á dögunum. Þar
var hún stödd til
að kynna nýjustu mynd sína, The
Devil Wears Prada. Aðspurð um
hvort hún hefði tekið meðvitaða
ákvörðun um að snúa sér meira að
gamanleik síðustu misseri sagði
Streep það einungis stjórnast að
framboði á hlutverkum.
„Hvaða dramatísku myndir höf-
um við séð nýlega þar sem koma
yfir fimmtugt er í aðalhlutverki,“
spurði Streep, sem er 57 ára göm-
ul.
Og meira afkvik-
myndahátíðinni í
Feneyjum því
leikstjóranum
David Lynch
voru veitt sér-
stök heið-
ursverðlaun á
hátíðinni fyrir
æviframlag sitt
til kvikmyndalistarinnar.
Lynch, sem er sextugur, á að
baki myndir á borð við Eraserhead
(1977), Fílamaðurinn (1980), Blue
Velvet (1986) og Wild at Heart
(1990) auk sjónvarpsþáttanna Tví-
drangar (Twin Peaks).
Lynch var jafnframt staddur á
hátíðinni til að kynna nýjustu
mynd sína, Inland Empire, þar
sem meðal annars kemur fram tal-
andi kanína. Lynch sannfærði
áhorfendur á frumsýningunni að
„væri engan vegin óeðlilegt þegar
maður horfði á myndina í heild
sinni“.
Laura Dern, sem fer með eitt
hlutverkanna í myndinni, játaði við
sama tækifæri að hún vissi ekki al-
mennilega um hvað myndin væri
og hlakkaði því til frumsýning-
arinnar.
Sífellt fleiri kvikmyndir, stutt-myndir og sjónvarpsþættir
bætast inn í gagnagrunn Bresku
kvikmyndamiðstöðvarinnar (The
British Film Institute).
Gegnum netið geta kvikmynda-
áhugamenn hlaðið niður efni sem á
það sameiginlegt að vera unnið af
breskum kvikmyndagerð-
armönnum. Í gagnagrunninum er
að finna um 230 þúsund kvikmynd-
ir og 675 þúsund sjónvarpsþætti
sem kosta á bilinu 660 til 1600 ís-
lenskar krónur.
Þarna er að finna nýlegar mynd-
ir eftir meðal annars bræðurna
Tony og Ridley Scott auk sjald-
gæfra bíómynda frá upphafi kvik-
myndalistarinnar snemma á 20.
öldinni, og allt þar á milli.
David Lynch.
George W. Bush.
Meryl Streep
eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
KVIKMYNDIR
Þau óvæntu tíðindi bárust frá kvik-myndahátíðinni í Feneyjum að kvikmyndKínverjans Jia Zhang-Ke Still Life(Sanxia haoren) hefði unnið hið eftirsótta
gullljón hátíðarinnar. Ekki voru minni spámenn
mættir til keppni með myndir sínar en Jean-Marie
Straub, Barbara Albert, Ming-liang Tsai, Brian de
Palma og Alain Resnais sem fékk silfurljónið fyrir
Private Fears in Public Places (Coeurs). Enn-
fremur er umfjöllunarefni myndarinnar varla
dæmigert fyrir verðlaunamynd á hátíð sem þessari,
þótt það veki án efa áhuga Íslendinga. Still Life er
nefnilega heimildarmynd um stærstu vatnsafls-
virkjun sem reist hefur verið í heiminum og skoðar
víðtæk áhrif hennar á umhverfi sitt. Þótt einhver
bið verði á því að við getum borið Still Life og aðrar
myndir keppninnar augum er óhætt að hrósa dóm-
nefndinni fyrir spennandi og ögrandi niðurstöðu.
Áður en lengra er haldið er kannski rétt að út-
lista aðeins keppnisfyrirkomulag kvikmyndahátíða
en það er af allt öðru tagi en þau kvikmyndaverð-
laun – óskarinn ameríski – sem landinn þekkir lík-
lega best. Tæknilega séð eru svo að segja allar
bandarískar myndir hvers árs gjaldgengar í keppni
um óskarinn (þótt sigurmöguleikar þeirra velti
auðvitað mjög mikið á ríkidæmi aðstandenda
þeirra). Sama er að segja um Edduna þar sem allar
íslenskar myndir hvers árs eru gjaldgengar í
keppnina. Allt annað er upp á tengnum á kvik-
myndahátíðum á borð við Cannes, Berlín og Fen-
eyjar (og gildir alla jafna það sama um smærri há-
tíðir). Þar eru valdar til keppni um tuttugu myndir
og á stærstu hátíðunum er oftar en ekki um að
ræða frumsýningar, og segja má að hálfur sigur sé
fólginn í því að koma mynd í aðalkeppni stórrar há-
tíðar. Yfirleitt er úrvalið nokkuð fjölbreytt með full-
trúa hvaðanæva úr heiminum en virtustu leikstjór-
arnir í kvikmyndaheiminum eigi allajafna greiðan
aðgang að stærri hátíðunum. Sérstök dómnefnd
skipuð hæfileikafólki úr geiranum horfir á mynd-
irnar meðan á hátíð stendur og útdeilir síðan verð-
launum í lok hennar – svo dæmi sé tekið var
franska leikkonan Catherine Deneuve formaður
sjö manna dómnefndar í Feneyjum sem innihélt
einnig leikstjórana Cameron Crowe og Park Chan-
wook. Þar sem stærstu hátíðirnar leggja mikla
áherslu á að myndirnar sem keppa til verðlauna
séu frumsýndar á hátíðunum er það ekki inni í
myndinni að ein þeirra vinni hverja hátíðina á fæt-
ur annarri – líkt og spretthlaupari sem vinnur gull
á öllum stórmótum ársins.
Það er nokkuð áhugavert að bera saman sig-
urvegara þessara þriggja stærstu hátíða í Evrópu í
ár. Eftir umdeilda gullpálma undanfarin þrjú ár
(Elephant, Fahrenheit 9/11 og L’Enfant) má
kannski segja að dómnefndin í Cannes hafi reynt
að forðast óþarf styr um verðlaunin að þessu sinni
þegar hún veitti Ken Loach gullpálmann fyrir The
Wind that Shakes the Barley. Það er ekki það að
Loach sé ekki vel að verðlaununum kominn – leik-
stjóri með einstakan feril sem hafði verið til-
nefndur sjö sinnum áður til gullpálmans – en því
fer fjarri að valið hafi vakið sérstaka athygli í kvik-
myndaheiminum. Það sama verður ekki sagt um
hátíðina í Berlín þar sem bosníski leikstjórinn Jas-
mila Zbanic hirti öllum að óvörum gullbjörninn
fyrir sína fyrstu mynd Grbavica. Þótt það hafi
komið mjög á óvart að Zhang-Ke skyldi vinna gull-
ljónið í Feneyjum hafði hann vakið töluverða at-
hygi fyrir fyrri myndir sínar The World, Unknown
Pleasures og The Pickpocket. Zbanic var aftur á
móti óþekkt með öllu en með þessari ákvörðun
dómnefndar má segja að kvikmyndahátíðin í Berl-
ín sé á góðri leið með að verða sú framsæknasta af
stóru hátíðunum.
Ljónið, björninn og pálminn
» The Wind that Shakes the
Barley er sýnd um þessar
mundir á Iceland Film Festival
og Grbavica verður sýnd á
Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Reykjavík auk þess
sem Jasmila Zbanic verður
gestur hátíðarinnar.
Eftir Björn Norðfjörð
bn@hi.is
SJÓNARHORN
S
ú hugmynd er svo sem ekki ný af nál-
inni að þeir listamenn sem á hvað
djúpstæðastan máta eru aðskildir frá
daglegum veruleika, einkum þeim
veruleika sem tengist markaðs-
öflunum og menningariðnaðinum, séu
þeir sem hvað framsæknastir eru. Þá hefur löngum
þótt efniviður í góðar sögur að lýsa mönnum sem
skapa sína list í hálfgerðri einangrun og eru jafnvel
hafðir að háði og spotti í samfélaginu. Þetta eru
listamenn sem hrærast í eigin heimi og ef þeir eru
metnir að verðleikum er það aðeins löngu síðar.
Keats, Van Gogh, Ljósvíkingurinn hans Laxness,
Artaud og Bataille mætti nefna í þessu samhengi –
og þótt aðeins einn áðurnefndra sé beinlínis sögu-
persóna mætti halda því fram að allir sitji þeir nú-
orðið jafnir við borð sögulegrar endursköpunar sem
persónur í lífseigri goðsögn. Sagan af vanmetna
listamanninum sem sýnir þrautsegju andspænis
heiminum og skilningsleysi hans er sem sagt end-
urnýtanleg vegna þess að hún segir einhvern sann-
leika um samband listarinnar við raunheiminn. Það
er tilbrigði af þessari sögu sem Jeff Feuerzeig kýs
að segja í nýrri heimildarmynd sinni, The Devil and
Daniel Johnston, en hún fjallar um tónlistar- og
myndlistarmanninn Daniel Johnston en segja má
að hann hafi hlotið heimsfrægð þegar hann var nær
fullkomlega fráskilinn frá glysi og gylliboðum um-
heimsins. Sagan er í meginatriðum harmræn en
henni er einkar vel komið á framfæri og mun senni-
lega seint gleymast þeim sem hana sjá.
Tónlistarmaðurinn Daniel Johnston nýtur um-
talsverðar hylli í dag meðal sértæks hóps áhuga-
manna um listir en hann hefur oftar en einu staðið á
barmi almennrar frægðar. Þá hafa hins vegar al-
varleg geðræn vandamál staðið í vegi fyrir því að
ferill hans hafi haldið í þær áttir sem eðlilegar gátu
talist eða vonir voru bundnar við. Um er að ræða
lagahöfund sem á sínum tíma naut hylli jafn ólíkra
hljómsveita og Sonic Youth og Nirvana. Lög hans
hafa um árabil verið flutt af öðrum tónlist-
armönnum og myndlist Johnstons, sem hann hefur
lagt stund á síðan hann var unglingur, er sýnd um
allan heim og selst vel. Sjálfur lifir hann þó vanda-
sömu lífi, hann býr heima hjá foreldrum sínum og
hefur gert um nokkuð langt skeið. Þar glímir hann
við sjúkdóm sinn en sú barátta birtist gjarnan í
sköpunarverkum Daniels í gegnum trúarlega tákn-
fræði.
Daniel elst upp í smábæ í Texas og það er tvennt
sem kemur áhorfendum undarlega fyrir sjónir í
annars hefðbundinni mynd sem dregin er upp af
æskuárum hans. Annars vegar er það gríðarlegur
sköpunarmáttur Daniels strax frá unglingsárunum
og hins vegar stöðug nærvera heimakvikmynda-
tökuvélar, svokallaðrar Súper 8mm vélar, en það
hversu mikið af myndefni hefur verið varðveitt frá
þessu tímabili í lífi Daniels verður að teljast undra-
vert. Myndin minnir að þessu leyti nokkuð á heim-
ildarmyndina Capturing the Friedmans en þar var
gengið í sambærilegan sjóð af persónulegu mynd-
efni tiltekinnar fjölskyldu. Í þessu tilviki er það þó
ekki heimilisfaðirinn sem er svona áhugasamur um
myndatökur heldur Daniel sjálfur sem snemma
byrjar að varðveita heimildir um fjölskyldulíf sitt
með þessum hætti. Ásamt bróður sínum fær hann
líka snemma áhuga á að búa til leiknar kvikmyndir
og þau dæmi sem birtast í heimildarmyndinni um
þessa starfsemi bræðranna verður að teljast merki-
lega vel heppnuð miðað við aðstæður og umfang.
Daniel talsetur heimamyndirnar og það sem skiptir
kannski mestu máli er að hann byrjar snemma að
semja lög til að nota í myndum sínum. En áhugi
Daniels á kvikmyndamiðlinum sem verkfæri til að
varðveita hugarlíf sítt og daglega reynslu er sam-
felldur og Feuerzeig nýtur sannarlega góðs af.
Fyrsta myndskeið myndarinnar er til dæmis
sjálfsupptaka af þessu tagi en þar stendur Daniel
með myndavélina fyrir framan spegil og segir: „Eg
er draugur Daniels Johnstons. Það er sannkallaður
heiður að spjalla við þig um ástand mitt og segja
þér frá hinum heiminum.“ Þegar hér er komið sögu
er Daniel fluttur til Austin, höfuðborgar Texas og
einni af helstu miðstöðvum tónlistarlífs Bandaríkj-
anna, með það að markmiði að slá í gegn sem „fólk
rokkari“ í anda Bobs Dylan. Árið er 1985 og Daniel
er um tvítugt. Hér er hann líka farinn að veikjast
enda þótt það sé ekki með jafn áberandi hætti og
síðar á eftir að vera. Tilvísun hans í “hinn heiminn“
er þó vísir að þeim handanheimi sem hann á að um-
talsverðu leyti eftir að flytja í þegar fram líða
stundir. Í næsta myndskeiði berst sagan til Los
Angeles og ársins 2001 en þar sjáum við mjög
breyttan Daniel stíga á svið eftir að hafa verið
kynntur sem fremsti núlifandi laga og textahöf-
undur Bandaríkjanna. Í raun má segja að það sem
gerist á milli þessara tveggja myndskeiða sé við-
fangsefni myndarinnar.
Eitt af því sem gerist er einmitt það að Daniel
nær heilmiklum frama sem upprennandi stjarna.
Þeir sem skipta máli hafa allir áhuga á Daniel og
honum virðast flestar leiðir færar. Þeir sem
þekktu hann á þessu tímabili lýsa því hvernig
hann var alla tíð elskulegur og hægverskur, dálit-
ið mikið inn í sér, kannski ekki í frábæru jafnvægi
en ágætur samt. Síðan gerist það að hann prófar
LSD á tónleikum með Butthole Surfers og eftir
það er ekki aftur snúið. Hann tekur að neyta eit-
urlyfja í auknum mæli, einkum sýru, og sálarlíf
sem e.t.v. stóð á barmi veikinda kastast núna yfir
brúnina. Hann er lagður inn á geðsjúkrahús,
tékkar sig út nokkru síðar og þar með má greina
útlínur ferlis sem á eftir að haldast óbreytt næstu
árin og áratugina. Á sama tíma og honum stór-
hrakar eykst frægð hans jafnt og þétt. Hann fer
til New York til að vinna með Sonic Youth en
segja má að hápunktinum í ferli Daniels sé náð
þegar Kurt Cobain heitinn, söngvari Nirvana,
klæðist boli á MTV verðlaunaafhendingunni árið
1992 þar sem kápan á fyrstu plötu (réttara væri
reyndar að tala um kassettu í þessu samhengi)
Daniels hefur verið þrykkt, en þetta er teikning
eftir hann sjálfan. Cobain og hljómsveit hans flyt-
ur lag á hátíðinni og þar með kemur Daniel óbeint
fyrir sjónir milljóna áhorfenda um allan heim.
Cobain heldur uppteknum hætti næstu mánuðina
og allar myndir sem birtast af honum skarta
stjörnunni klæddri þessum bol, og frægð Daniels
eykst hratt. Í myndinni er þessu lýst sem svo að
allir hafi viljað vita meira um þennan bol, sjá
meira, heyra bolinn, vita meira og leikar fara svo
að meðan Daniel er í enn eitt skiptið lokaður inn á
geðsjúkrahúsi, og hefur aldrei heyrt minnst á
Nirvana, hefur hann slegið í gegn, loksins, allt út-
af þessum tiltekna bol!
Það sem gerist næst er harla ótrúlegt en nokk-
ur helstu plötuútgefendur í Bandaríkjunum fara
að keppast um að fá Daniel á samning hjá sér og
stórum fúlgum er lofað. Umboðsmaður Daniels
lýsir því hvernig þetta hafi verið einkennilegt
tímabil og sennilega í eina skiptið sem háttsettir
tónlistarútgefendur hafi mætt á alvarlega við-
skiptafundi innan veggja geðsjúkrahúss. Í öllu
fárinu gleymist kannski að Daniel er í raun og
veru veikur og þótt hann sé löngu orðinn goðsaga
meðal tónlistarkreðsunnar í Austin (og reyndar
víðar) verður goðsagan að víkja fyrir óþægilegum
raunveruleikanum. Daniel neitar að skrifa undir
samning við Elektra-fyrirtækið vegna þess að það
hefur einnig á sínum snærum hljómsveitina Me-
tallica, en Daniel óttaðist meðlimi hennar mjög og
hélt að þeir væru satanistar sem vildu sér illt.
Hann lendir hins vegar samningi við annað stórt
fyrirtæki, Atlantic, en veikindin koma í raun í veg
fyrir að mikið verði úr sjálfstæðum tónlistarferli.
The Devil and Daniel Johnston er merkileg
heimildarmynd fyrir ýmsar sakir. Hún veitir inn-
sýn í sálarlíf og lífheim manns sem hrærist ekki
nema að takmörkuðu leyti meðal okkar hinna.
Hins vegar sýnir myndin hvernig óbeisluð sköp-
unargáfan kemur ekki nema að takmörkuðu leyti í
staðin fyrir jarðtengingu og leggur áherslu á það
hvernig saga Daniels er í raun harmleikur. Þá er
listalega unnið úr þeim mikla efnivið sem fyrir
kvikmyndagerðarfólkinu hefur legið og mynd
þessi er enn eitt dæmið um þá hreyfingu innan
samtímalegrar heimildarmyndagerðar sem beinir
sjónum að hinu smáa og hinu persónulega með
frábærum árangri.
Í eigin
heimi
Það er tilbrigði af sögunni af vanmetna lista-
manninum sem sýnir þrautsegju andspænis heim-
inum og skilningsleysi hans sem Jeff Feuerzeig
kýs að segja í nýrri heimildarmynd sinni, The De-
vil and Daniel Johnston, en hún fjallar um tónlist-
ar- og myndlistarmanninn Daniel Johnston.
Daniel Johnston Lifandi goðsögn.
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu