Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 3
björk í heild sinni
Eftir Geir Svansson
geirsv@internet.is
And there’s no map to human behaviour and a comp-
ass wouldn’t help at all
B
jörk er ekki tré. Björk er órætt
eða óendanlega margrætt rí-
sóm. Björk er ekki betula
(björk/birki), hún er medulla
(kjarninn, mergurinn). Björk er
ekki rótföst, hún er rætlingar,
rótaleiðarar sem fara í allar ætíð óvæntar áttir,
kvíslast, hríslast, með ótal ókortlögðum flóttal-
ínum, flæðilínum. Björk er flæði, ekki stífla,
ekki Kárahnjúkastífla – hún er Kringilsá,
Þjórsá, Sogið, Lagarfljót, Hvítá, Jökulsá á Dal –
hún er Dettifoss, Slæðufoss, Glymur, Svarti-
foss, Dynjandi, Töfrafoss – fyssandi fossafans.
Röddin eða textinn?
Það er augljóst að það sem gerir list Bjarkar
sérstaka og einstaka er röddin, söngurinn, tján-
ingin. Það er jafnaugljóst að söngvar hennar
byggja ekki bara á tónlistinni einni saman held-
ur líka textum sem þegar að er gáð eru að heil-
miklu leyti samofnir eða í það minnsta tengdir
rauðum þræði. Tónlistin myndar viðeigandi
hljóðheim en textinn er ómissandi fyrir „merk-
inguna“. Því er kannski hæpið er að taka texta-
gerð Bjarkar til sérstakrar umfjöllunar, burt-
séð frá tónlistinni, sjónrænum þáttum,
goðsögninni Björk og persónuleik(a) hennar í
fjölmiðlum og öðrum miðlum. Í stuttu máli:
Björk er heildrænt hugtak, heildstætt listaverk
(efni) sem gert er úr öllum þessum þáttum.
Þannig hljóta sumir textanna að virðast lítilfjör-
legir einir og sér, enda fáránlegt að nálgast þá
þannig. Þeir þurfa samhengið – og rödd Bjark-
ar – til að öðlast merkingu og líf en þannig verða
þeir órjúfanlegur þáttur í verkinu. Listaverkið
Björk er annars komið á þann goðsagnakennda
stað að það er tilhæfulaust að tala um léleg lög/
söngva: Björk, höfundarverk Bjarkar, eins og
það kemur fram á 7 (eða fleiri) hljómdiskum, er
verkið allt, hvorki meira né minna, og hver þátt-
ur, „slæmur“ eða „góður“, er á sínum stað.
Eftirmennsk erótík
Ef hægt væri að kjarna yrkisefni Bjarkar frá
Debut, „fyrsta“ hljómdisknum, til þess nýjasta í
einu orði, væri það ást. Þessi ást er rómantísk,
persónuleg, munúðarfull, húmorísk og hættu-
leg. Alla þessa þætti væri hægt að fella undir
hugtakið „erótík“. En textar Bjarkar eru ekki
„eintómir“ ástarsöngvar heldur takast þeir á við
samtímann, ekki bara á samfélagslegu plani
heldur líka hugmyndafræðilegu. Kynningar-
eða byrjendaverk Bjarkar (á heimsferlinum),
Debut, var auðvitað hvorugt. Björk var löngu
byrjuð og frumraunin, uppruninn eins og færist
undan… Í vissum skilningi á Björk sér ekkert
upphaf og engin endalok, ekki héðan af. Ef De-
but er valinn sem „upphafspunktur“ kemur þar
fram eins konar yfirlýsing um það sem Björk
gengur út frá í öllu höfundarverkinu. Strax í
byrjunarlaginu magnaða „Human behaviour“
er (flæði)línan lögð – Björk ætlar að taka mið af
„mennskri hegðun“ en hún er í samhenginu
andstæða skynseminnar og markar innrás/
útrás tilfinninga, þrár og nautna. Yfirlýsingu
Bjarkar er því (af innsæi?) stefnt gegn rök- og
skynsemishyggju upplýsingarinnar og tjáir
kannski endalok mennskunnar undir þeim for-
merkjum. Þær lendur sem Björk kannar eru
ókortlagðar og þar dugar enginn áttaviti – hvert
sinn er það fyrsta og maður kortleggur sjálfur
því annarra kort eru marklaus. Erótíkin er laus
úr viðjum og Venus skiptir kyni í mögnuðum
sjafnarsöng: „Venus as a boy“ – „His wicked/
sense of humour/ suggests/ exciting sex“.
Hlutir og sjálf
Post, annar hljómdiskur Bjarkar, er líka fram-
lag til verundar að gengnum hinum skynsem-
isþenkjandi post-human eftir-manni vís-
indahyggjunnar. „Efnið“, hlutirnir og
efnishyggja leika stórt hlutverk en þessa þætti
og ástina er hægt að heimfæra upp á flest lög
hljómdisksins. Hlutirnir í „The modern things“
hafa beðið færis og nú taka þeir völdin: „It’s
their turn now“. Hlutirnir hafa vissulega öðlast
aukið vægi í samtímanum, í póstmódernísku
ástandi. Eftir því sem neyslu óx fiskur um
hrygg á sjöunda áratug síðustu aldar og áhersl-
an færðist yfir á hana frá framleiðslunni (líka í
hugmyndafræði), komst hluturinn og/eða sölu-
varan í hámæli. Sumir, eins og franski fræði-
maðurinn Jean Baudrillard, vilja meina að hlut-
irnir hafi núorðið öðlast visst sjálfræði og hefni
sín nú á manninum. Hlutirnir myndi táknkerfi
þar sem notagildi er úrelt en afstaða og tengsl
byggjast á öðrum þáttum. Hlutirnir vísa til hins
raunverulega heims en í ríki táknsins vísa þeir
jafnframt til fjarveru hans og sérstaklega á
fjarveru súbjektsins, sjálfsverunnar. Það eru
kannski viðlíka hugmyndir sem Björk túlkar
meðal annars í list sinni.
Aðrir söngvar á Post fjalla til mótvægis um
ástina, umhyggju, svik, söknuð, kynlíf, nautn-
ina: „Your flirt/ finds me out/ teases the crack in
me („Possibly maybe“); „I miss you: but I ha-
ven’t met you yet“ („I miss you“); „While I
crawl into the unknown/ cover me …“ („Cover
me“); Since we broke up/ I’m using lipstick aga-
in/ I’ll suck my tongue/ in remembrance of you“
(„Possibly maybe“).
Hámarki nær hljómdiskurinn í söngnum
„Isobel“: „In a heart full of dust/ lives a creature
called lust/ it surprises and scares/ like me: like
me“. Það er reyndar Sjón sem semur en þau
Björk eru eins konar fagurfræðilegir tvíburar.
Sjálfsagt væri hægt að fjalla í löngu máli um
súrrealisma í listaverkinu Björk og í því sam-
hengi væri áreiðanlega frjótt að skoða líkingar
úr dýra- og jurtaríkinu – náttúrunni. Sjón er
annars dæmi um það hversu snjöll Björk er í því
að velja sér samstarfsfólk en mannval virðist
miðast við kröfur verksins hverju sinni.
Frjótt neyðarástand
Sjón leggur aftur til lykiltexta á Homogenic en
þar er Björk í laginu „Jóga“ stödd í „tilfinninga-
þrungnu landslagi“ (emotional landscape) á
valdi tilviljana og eina leiðarljósið er ástin, óviss
en gefandi. Það ríkir neyðarástand (State of
emergency) sem jafnframt er háð sífelldri sköp-
un og breytingum, þegar eitthvað nýtt kemur í
ljós (emerges). En Björk velur áhættuna, sköp-
unina: „State of emergency: is where I want to
be“. Kyrrstaða er nefnilega versti óvinur til-
urðar og fyrsti söngur hljómdisksins, „Hunter“,
er andóf gegn henni:
If travel is search And home what’s been found I’m
not stopping.
Björk heldur því á nýjan leik út í óvissuna, í
ókortlögðu landslagi tilfinninga: .„I’m going
hunting: I’m the hunter.“ Hún hristir af sér
slenið eftir að hafa reynt að „skipuleggja frels-
ið“, orðin alltof „skandínavísk“. Kannski hún
varpi af sér böndum og kvöðum frægðarinnar
og áhangenda sem hugsanlega voru farnar að
hefta hana.
Heiti hljómdisksins er í raun írónísk and-
hverfa þess sem á sér stað á disknum. „Ho-
mogenic“ sem er sjaldgæft orð og helst notað í
sambandi við líffræðilegar rannsóknir (t.d.
ígræðslu) gæti þýtt „samgena“ eða „að vera
eins“, eða „falla að“. Merkingin orðsins er þar
með algjör andstæða Bjarkar, sem er engum
lík.
Myndin af Björk á forsíðu styður heitið en
þar birtist hún í gervi sem er í senn fullkomin
andstæða hennar: Myndin er dauðhreinsað
íkon, (fjöldaframleidd) dúkka, geisha, algerlega
undirgefin kona. Við trúbrot er handhægt að
fjarlægja hálshringina en þá heldur hún ekki
höfði. Þótt fæturnir sjáist ekki er víst að þeir
eru reyrðir og að hún kemst ekkert á eigin fót-
um. Og með þessar neglur getur hún ekki gripið
til sinna ráða. En á þverstæðukenndan hátt er
íkonið einnig ólgandi og erótískt; það er að því
komið að splundrast – og gerir það á disknum, í
tónlistinni.
Tælandi ógnin/nautnin ríkir einnig í „Bac-
helorette“, öðru framlagi Sjóns, eins konar
framhaldi af „Isobel“ af Post:
I’m a fountain of blood in the shape of a girl […] Drink me
– make me feel real Wet your beek in the stream The
game we’re playing is life Love’s a two way dream.
Næturblóm
Munúð og nautn eru áberandi á fjórða diski
Bjarkar, Vespertine, en heitið vísar til grósku
að næturlagi; þess sem blómstrar í nóttunni.
Allar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir rísómið
og erótíkina. Kannski er Vespertine holdlegasti
hljómdiskur Bjarkar. Ljóðið og orðasambandið
„Pagan poetry“ er annað orð yfir nætur-
gróskuna; erótíkina, dimma og djúpa, varðaða
af bólgnum svörtum liljum:
Swirling black lilies totally ripe On the surface simpli-
city but the darkest pit in me is pagan poetry pagan
poetry I love him
Elskhuginn í öðru lagi disksins, „Cocoon“,
hlýtur að vera skyldur þeim sem kenndur var
við Venus á Debut:
Who would have known: that a boy like him would
have entered me lightly restoring my blisses […] He
slides inside half awake/half asleep we faint back
into sleephood when I wake up the second time in his
arms: gorgeousness he’s still inside me.
Venusardrengirnir koma víðar fyrir: Þeir eru
bestu elskhugarnir, þeir svíkja ekki. Einum
þeirra bregður til dæmis fyrir í upphafslaginu á
Vespertine, „Hidden place“:
He’s the beautifullest fragilest still strong dark and
divine“.
Sá veikari vinnur
Medulla, fimmti hljómdiskur Bjarkar, er texta-
lega enn á sömu slóðum og þeir fyrri. Ástin og
erótíkin, með öllum sínum fylgifiskum, eru enn í
miðdepli. Í fyrsta laginu, „Pleasure is all mine“,
áréttar Björk það sem imprað hefur verið á fyrr
í höfundarverkinu, að það er sælla að gefa en
þiggja:
The pleasure is all mine to get to be the generous
one is the strongest stance
Styrkleiki Venusardrengjanna felst í „veik-
leika“ þeirra – „kvenleika“ þeirra. Þeir kunna
að gefa, fá að gefa. „Where is the line with you“
fjallar kannski um samskipti við hefðbundnari
karlmenni en sá fær aldrei nóg sama hversu eft-
irgefanleg ljóðmælandi er, en nú er mælirinn
fullur: „I’m elastic for you/ but enough is eno-
ugh“. Aðrir textar á Medullu fjalla flestir um
ástræn vandamál en síðasti textinn, „Triumph
of the heart“, kallast á við þann fyrsta og árétt-
ar sigur gjafarinnar sem ekki sér til gjalda:
„The triumph of the heart – that gives all: that
gives all“.
Aðhald
Á nýjasta hljómdiski Bjarkar er að finna tónlist
úr kvikmynd Matthews Barneys, Drawing
restraint 9. Textarnir eru samdir af Björk og
Barney. „Drawing restraint“ vísar í verkefni
sem Barney hefur unnið frá 1987 og er það ní-
unda í röðinni. Í því samhengi merkir orða-
sambandið mikilvægi mótstöðu sem forsendu
sköpunar. Bókstaflega er merkingin „teikni-
hömlur“ en fyrsta verkið í röðinni fólst í teikn-
ingum þar sem Barney gerði sér erfitt fyrir.
Önnur merking orðasambandsins er sú að eitt-
hvað kalli á hömlur eða aðhald – og er það ekki
einmitt það sem listaverk gera? Listamenn (og
allir) þurfa mótlæti og þeir þurfa að beita sig að-
haldi til að geta skapað. Það sama gildir um
Björk en þrátt fyrir taumlausa orkuna beitir
hún sig listrænu aðhaldi. En það aðhald verður
að vera hennar ákvörðun! Á mótsagnakenndan
hátt þarf því Björk á ögrun eða hömlum að
halda svo að sköpunarflæðið megi viðhaldast.
Hún setur sér jafnvel dogma-reglur, eins og á
Medulla þar sem eina hljóðfærið er manns-
röddin (og tölvan). En rísómískar flæði- og
flóttalínur sjá til þess að hvorki hún né aðrir
máli hana út í horn. Eins og Björk kemst sjálf
að orði í „Alarm call“ á Homogenic:
I’m no fucking Buddhist but this is enlightenment the
less room you give me the more space I’ve got.“
Ljóð Bjarkar og Matthews Barneys úr
Drawing restraint sem fjallar um hvaldýr (ceta-
cea) gæti vel átt við höfundarverk Bjarkar og
verður hér tekið að láni í þeim tilgangi að draga
það saman – flæðið, formið, blóðið (erótíkina),
alúðina, náttúruna (rísómið):
Cetacea
Into pattern flowing blood giving form in every part
the whole you see into pattern flowing form giving
form from the moment of commitment, nature
conspires to help you from the moment of commit-
ment, nature conspires to help you from the moment
of commitment, nature conspires to help you nature
conspires to help you.
Flæðilínur og fossafans
Björk Guðmundsdóttir hefur jafnan lagt áherslu á að tónlist hennar hljómi sem best og nýtt nýjustu og bestu fáanlega tækni í þeim tilgangi. Síðsumars komu
út í einum kassa, Surrounded, allar plötur hennar, fimm hljóðversplötur og tvær með kvikmyndatónlist, Debut, Post, Homogenic, Vespertine og Medúlla og Selma-
songs og Drawing Restraint 9. Diskarnir eru svonefndir Dual Disc, þ.e. á annarri hlið hvers disks er upprunaleg plata, en á hinni hliðinni, sem er DVD diskur, er
viðkomandi plata endurhljóðblömduð í Dolby 5.1 og DTS Surround. Einnig eru á fimm platnanna myndbönd þau sem gerð voru í tilefni af hverri plötu, sex De-
but myndbönd, sex Post myndbönd, fimm Homogenic myndbönd, fimm Vespertine myndbönd og fimm Medúlla myndbönd. Ekkert myndefni er með Selmasongs
eða Drawing Restraint 9. Í tilefni af þessari útgfáfu gefst gott tækifæri til að líta yfir feril Bjarkar og skoða hann frá þrem, hliðum, tónlist, texta og myndefni.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Breytingar Björk Guðmundsdóttir breytir sífellt um útlit, en er þó alltaf samkvæm sjálfri sér,
breytir um búning en syngur þó alltaf um það sama, ástina í hennar óteljandi birtingarmyndum.
Textinn