Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Qupperneq 9
Pjeturssonar fær ekki breytt skoðun Jóns Ólafssonar á mildi Kominterns við Íslandsdeild sína fremur en staðreyndir um skotæfingar og vopnasöfnun kommúnista fá hann nú ofan af þeirri skoðun, að þetta „herráð heimsbylting- arinnar“ hafi viljað virða „friðsamlegt stjórn- málaumhverfi“ Íslendinga. Byltingarsveit breytir um nafn Árið 1931 stofnaði Kommúnistaflokkur Íslands leynisveit „byltingar bardagamanna“, sem átti samkvæmt bók Jóns Ólafssonar að „gera fé- lagana hæfari í hinni teknisku baráttu“, þ.e. skotfimi og bardagaaðferðum undir stjórn fyrrverandi byltingarnema. (62) Heimildin um þessa sveit stangast augljóslega á við kenningu Jóns um aðlögun íslenskra kommúnista að „friðsamlegu stjórnmálaumhverfi“ með vilja Kominterns. Jón þóttist samt geta fundið skýr- ingu á stofnun sveitarinnar, sem styrkti kenn- ingu hans, eins og fram kom í Lesbókargrein- inni og skrifum Kjartans Ólafssonar: Sveitin hefði verið sett upp í trássi við vilja og stefnu Kominterns. Þetta mætti marka af eftirfarandi bréfi frá byltingarnemum í Moskvu, en Jón tel- ur að í því felist „bein mótmæli [nemanna og Kominterns] gegn hvers kyns vopnuðum sveit- um“ á Íslandi: Hvers vegna er þá ekki slíkt félag legalt [löglegur fé- lagsskapur fyrir opnum tjöldum]? Í Rvk eru skot- félög, íþróttafélög &c. og öll legal. … Það hlýtur að komast upp … að kommúnistar séu farnir „að koma upp rauðum her og allir borgarar hvetja lýðinn til þess að berja niður þennan ófögnuð. Árangurinn verður svo að segja höfuðatriðið í byltingartækninni – það að mobilisera fjöldann til varnar – hverfur úr höndum okkar yfir til borgaranna. … Við erum þeirr- ar skoðunar að slíkt félag eigi að vera algjörlega legal massorganisation [fjöldasamtök] og að engar ástæður séu til að stofna illegal organisationir heima á Íslandi eins og sakir standa. (62) Hér blasir það við, að byltingarnemar (sem Einar Olgeirsson segir að hafi stefnt að vopn- aðri uppreisn í landinu) vildu að Komm- únistaflokkur Íslands hefði á að skipa vopnaðri byltingarsveit, eins og öllum deildum Kom- interns bar að koma upp samkvæmt inngöngu- skilyrðum sambandsins. Það gæti hins vegar aðeins skaðað sveitina sjálfa og flokkinn, að hún starfaði neðanjarðar, á meðan íslenskt lýð- ræðissamfélag leyfði kommúnistum að vígbú- ast fyrir opnum tjöldum. Að þessari ábendingu fór Kommúnistaflokk- urinn. Formbreyting varð því á „byltinga bar- dagasveitinni“, eins og Jón lýsti með eftirfar- andi orðum í Kæru félagar og komst þannig í enn eina mótsögn við sjálfan sig í þeirri bók og Lesbókargreininni: „Sumarið 1932 var slík bardagasveit stofnuð og nefndist hún Varn- arlið verkalýðsins. … Skipulag þess var því ekki það sama og skipulag leynihers … hafði átt að vera … heldur mun líkara því skipulagi, sem … [byltingarnemar og Komintern] taldi að hafa ætti á slíkri sveit.“ (63) Með öðrum orð- um, Kommúnistaflokkurinn hafði farið eftir því „höfuðatriði byltingartækninnar“ að liðið ætti að heita viðbragð og vörn gegn „árásum“ lög- reglu og hvítliða eftir atlögu flokksmanna að bæjarstjórn Reykjavíkur. Svo að enn sé vitnað í bókarhöfundinn Jón og mótsagnakenndar skoðanir hans: „Í Rússlandi var harðsnúinn byltingarflokkur við völd og þannig vildu þeir [íslenskir byltingarnemar] líka að þeirra flokk- ur yrði.“ (73) Afskrifaði sovétstjórnin Ísland 1943? Jón Ólafsson fullyrðir að Sovétríkin hefðu „strax árið 1943 afskrifað Ísland og gefið sér að það yrði um næstu framtíð á „áhrifasvæði“ Bandaríkjanna“. Ef þessi fullyrðing grein- arhöfundarins Jóns í Lesbókinni stæðist, yrði að afskrifa mestan hluta bókarinnar Kæru fé- lagar sem eintóman spuna. Eitt aðalefni bók- arinnar er einmitt lýsing á áratuga seilingum sovétstjórnarinnar eftir áhrifum og ítökum á Íslandi. En Jón bókarhöfundur er sannast sagna miklu trúverðugri fræðimaður um stefnu sovétstjórnarinnar gagnvart Íslandi heldur en Jón greinarhöfundur, sem vill ekki kannast við neinn virkan áhuga Sovétríkjanna á Íslandi í málsvörn sinni fyrir komm- únistahreyfinguna. Í bókinni er því lýst í löngu máli og stutt merkum heimildum, hvernig sov- étstjórnin undir forystu sjálfs Jósefs Stalíns hóf viðskipti við Íslendinga 1946 til að veikja hér ítök Vesturveldanna og auka að sama skapi sín eigin áhrif með hjálp „vina“ í Sósíal- istaflokknum. „Í raun hefur aldrei leikið nokk- ur vafi á pólitískum tilgangi Sovétmanna með viðskiptunum við Ísland,“ segir Jón bókarhöf- undur réttilega. (144) Þegar vonir sovétstjórn- arinnar um ítök hér gengu ekki eftir 1947– 1948, kippti hún að sér hendinni. En eftir að Stalín lést og Íslendingar hófu landhelgisdeilur við Breta, tók sovétstjórnin aftur upp viðskipti við Íslendinga með sama markmið að leið- arljósi og 1946 samkvæmt bókarhöfundi: „stuðlað skyldi að hægfara umskiptum Íslands í átt til sósíalisma … Hægfara umskipti miðuðu þó einkum að því að gera landið efnahagslega háð Sovéríkjunum.“ (172) Þá átti „að tryggja fyrirtækjum sósíalista einhvern bita af við- skiptunum“ til að efla fjárhag Sósíalistaflokks- ins, svo að hann gæti eflt starf sitt í þágu Sov- étríkjanna. Jón Ólafsson segir í bók sinni að það sé „býsna algengur misskilningur um Sovétríkin að þeim hafi verið stjórnað af flokki eða fá- mennum hópi leiðtoga með alræðisvald, sem stýrðu öllu þjóðfélaginu eins og brúðuleikhúsi“. Þannig hafi ekki verið hægt að stjórna „fjöl- þjóðlegu samfélagi milljóna manna“.5 Eftir þessu að dæma virðist Jón einn af fáum núlif- andi Íslendingum sem telja að Sovétríkin hafi ekki verið miðstýrt alræðisríki. Eftirtektarvert er að hann skuli telja að fjöldi þjóða í sovétsam- bandinu hafi verið hemill á alræðið, því að sov- étstjórnin kúgaði einstakar þjóðir og þjóð- arbrot til hlýðni með ofsóknum, sem kostuðu fleiri mannslíf en önnur verk hennar og gengu mjög nærri tilveru þeirra sumra. Röksemd- arfærslu Jóns mætti sem hægast nota til að sýna fram á að Þriðja ríkið þýska hefði ekki getað verið alræðisríki, þar sem þegnar þess og undirsátar skiptu hundruðum milljóna manna af ýmsu þjóðerni. En þessi afstaða Jóns skýrir, hvers vegna í ritum hans er fátt eitt að finna um það ofbeldi, sem alræðisstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna beitti alla tíð og leiddi til einhverra stórfelldustu glæpaverka mannkynssögunnar. Það skýrir einnig, hvers vegna Jón segir í margnefndri bók sinni, að samtöl „forystumanna sósíalista við fulltrúa Sovétríkjanna“ hafi ekki verið „eðlisólík sam- tölum fulltrúa annarra flokka við fulltrúa ann- arra ríkja“. En þessi samlíking Jóns er röng, því að enginn stjórnmálaflokkur landsins stóð í viðlíka tengslum við erlend ríki og flokka og Sósíalistaflokkurinn. Eftir stendur að Jón sér ekkert athugavert hvað þá háskalegt við tengsl íslenskra kommúnista við „bræðraflokka“ sína og líkir einræðisríkjunum eystra saman við þau lýðræðisríki, sem mest skipti áttu við landsmenn. Verkin sýna merkin En hafni menn þessari samlíkingu Jóns í vissu þess að í Sovétríkjunum var harðsvíruð alræð- isstjórn, blasir við skýr mynd: Flokkur manna í friðsömu og vopnlausu smáríki, gekkst undir vald þessarar stjórnar í Komintern með það að opinberu markmiði að hrifsa til sín völdin með ofbeldi, koma hér á ógnarstjórn („alræði öreig- anna“) og sameinast stórveldinu. Til að ná þessu markmiði sínu sendi flokkurinn tugi manna í byltingarnám, þar sem þeim var m.a. kennt að beita skotvopnum, safnaði að sér slík- um vopnum eftir föngum (átta árum á undan lögreglunni) og stofnaði vopnaða, einkenn- isbúna liðssveit. Liðssveitin átti að berjast við lögregluna og undirbúa byltingu eða „vopnaða uppreisn“ í landinu, eins og Einar Olgeirsson komst að orði. Liðsmenn voru að jafnaði helm- ingi fleiri en lögreglumenn. Sveitin sýndi hvað í henni bjó með því að gera svo harða hríð að bæjarstjórn Reykjavíkur 1932 að lög- reglustjórinn, Hermann Jónasson, treysti sér ekki til að ábyrgjast líf og limi bæjarstjórn- armanna, enda lá meginhluti lögreglunnar, 19 menn, óvígur eftir átökin. Þótt drægi smám saman úr byltingarmóðnum eftir stofnun Sósí- alistaflokksins, voru kommúnistar áfram undir sterku áhrifavaldi sovéska alræðisríkisins og unnu markvisst að því að auka hér áhrif þess og losa Ísland úr tengslum við önnur vestræn ríki, sérstaklega í varnar- og efnahagsmálum. Ofbeldi áskildu flokkar kommúnista sér ætíð rétt til að beita í stjórnmálabaráttu sinni, eins og atlögur þeirra að einstökum stjórnmálafor- ingjum og Alþingi 1946–1949 voru til marks um. Í atlögunni að Alþingi, eins og hinum fyrri að meirihluta bæjarstjórnar, var það hending ein, að engin skyldi missa lífið, þótt margir lög- reglumenn slösuðust illa og sumir varanlega. Til að leita nú að lokum svars við spurningu Jóns Ólafssonar um hvort íslenskir komm- únistar hafi verið hættulegir, liggur beint við að vísa til þess, sem Áki Jakobsson, ráðherra Sósíalistaflokksins 1944–1947 og einn helsti leiðtogi íslenskra kommúnista, hafði um það efni að segja. Áki sagði skilið við Sósíal- istaflokkinn vegna þess að hann „vildi að flokk- urinn hætti undirgefni við Sovétríkin“. Áki var í engum vafa um að hann og félagar hans hefðu verið hættulegir lýðræðinu í landinu ekki síður en sjálfum sér: Íslenska þjóðin var í mestri hættu að verða ofbeldi að bráð 1932. Þá munaði litlu að við leystumst upp í stríðandi hópa, sem berðust á götunum. … Íslenskir kommúnistar mega vera þakklátir fyrir að hafa ekki komist til valda, því þá hefðu margir þeirra orðið verri menn en þeir nú eru. … Allt er afgreitt með þessum orðum: Flokkurinn, kenningin þarfnast þessa og hins. Og í krafti þess er ofbeldi beitt.6  1Jón hefur ýjað að því í grein í Skírni að íslenskir kommúnistar hafi verið sjálfstæðir gagnvart Moskvuvald- inu, en mótsetningar í röksemdarfærslu hans eru slíkar að merking leysist upp: „Íslensku kommúnistarnir töldu sér að sjálfsögðu skylt að hlýða skipunum Kominterns en það þýddi ekki að þeir teldu sig jafnan þurfa að starfa eftir skipun. Hollusta íslenskra sósíalista við Moskvustjórnina eftir daga Kommúnistaflokks Íslands bilaði ekki. Þeir töldu sig áfram bundna þeirri línu sem útlendir komm- únistaflokkar mörkuðu. En það er ekki sama og að hlýða skipunum frá Moskvu.“ („Sovéttengsl sósíalista, Skírnir CLXXIV. (2000), bls. 179.) 2 Heimild um síðastnefndu stefnufyrirmælin 1945 er dag- bók Georgís Dimitrovs í alþjóðadeild sovéska Komm- únistaflokksins og fyrrverandi aðalritara Kominterns, en Einar Olgeirsson gekk á fund hans til að sækja „ráð“ fyrir Sósíalistaflokkinn og ráðherra hans í nýsköpunarstjórn- inni bæði um afstöðu til herstöðvabeiðni Bandaríkja- manna á Íslandi og innri flokksmálefni. Jón Ólafsson nefnir þennan merkilega fund í bók sinni Kæru félagar, bls. 141, en minnist ekki einu orði á það að Einar hafi verið sækja línu til Dimitrovs: „Ekki er ljóst af dagbók- arfærslu Dimitrovs hvað þeim Einari fór á milli,“ fullyrðir Jón þvert á heimild sína, „en þó hefur Einar rætt við hann um möguleika á viðskiptum landanna því að Dimitrov hefur skrifað hjá sér að Einar ætli sér næsta dag að hitta Anastas Mikojan, utanríkisviðskiptaráðherra.“ Viðskipti eru hér aukaatriði, eins og skýrt kemur fram í enskri þýð- ingu dagbókarfærslunnar: „He [Einar] asked an advice of the Party’s and Government’s behavior on the question of the creation of U.S. bases in Iceland (airports etc) to the prejudice of the Icelandic independence, and also on some Party matters.“ (Dagbókarfærsla 25. okt. 1945 í enskri þýðingu frá dr. Jordan Baev.) 3 Sjá einnig grein Jóns Ólafssonar: „Staðreyndir eða heila- spuni“, Mannlíf IX. 7. (1992). 4 Jón Ólafsson: „Sovéttengsl sósíalista“, Skírnir CLXXIV. (2000), bls. 179–181. 5 Taka verður skýrt fram að hér er vitnað í bók Jóns á blað- síðu 237, en á síðu 79 segir aftur á móti: „En staðreyndin er þó sú að þessar breytingar [iðnvæðing Stalíns] fólu í sér að tiltölulega mild valdstjórn vék fyrir einræði, sem ól á ótta við allt frjálst vitsmuna- og menningarlíf og sáði tor- tryggni í allt samneyti manna.“ Undrun vekur, að Jón skuli telja að í Sovétríkjunum hafi ríkt „tiltölulega mild valdstjórn“, þegar litið er á heimildir, sem birtar hafa ver- ið í Rússlandi um ógnarstjórn Leníns og fyrstu eftirmanna hans. Hins vegar skal tekið undir orð Jóns um einræði Stalíns á síðarnefndri blaðsíðu um leið og andmælt er orð- um hans um misskilning manna á alræðinu á fyrrnefndri síðu. 6 Matthías Johannessen: M Samtöl III (Rvík 1979), bls. 5, 12. únistar hættulegir?“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Austurvöllur 30. mars 1949 Grjóti kastað að Alþingishúsinu (sjá menn í bakgrunni), þegar sósíalistar mótmæltu því að yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Óeirðirnar 30. mars 1949 eru svæsnasta atlaga, sem gerð hefur ver- ið að Alþingi, lífi og limum þingmanna var stefnt í bráða hættu með grjóthríðinni og fimm lögreglumenn slösuðust í átökunum, einn varanlega. Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. »Um þetta ofbeldi liggja fyrir hæstaréttardómar og nákvæm- ar dómsrannsóknir. Jóni Ólafssyni sýnist ofbeldi hins vegar hafa verið furðu sjaldgæft í stjórnmálabaráttu á Íslandi. Orðið „glæpsamlegt“ notar hann aðeins um öryggisráðstafanir yf- irvalda, sem aldrei höfðu afl til að framfylgja fyllilega dómum yf- ir ofbeldismönnunum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.