Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 12
Á Hugvísindaþingi við Háskóla Ís- lands um síðustu helgi var meðal annars rætt um nýútkomin fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bók- menntasögu en þar er fjallað um bókmenntir tuttugustu aldar. Mikill hiti var í umræðum um verkið þar sem gagnrýnendur þess og aðstandendur tókust á um hluti eins og aðferðirnar sem beitt er við ritun sögunnar og skort á umfjöllun um þýðingar. Hér eru birt tvö erindanna á mál- stofunni, gagnrýni á verkið og málsvörn eins af aðalhöfundunum í þessum tveimur bindum. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Þ að hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum við síðustu tveimur bindunum í verki Máls og menningar um íslenska bókmennta- sögu. Flestir eru sammála um að þetta sé stórvirki sem beri að fagna. Það hafa líka flestir orð á því að í þessum tveimur bindum sé margt vel gert. Og undir þetta má taka. Það er eiginlega alveg stórfenglegt afrek hjá íslensku útgáfufyrirtæki að hafa komið þessu umfangs- mikla verki á prent. Það lýsir óvenjulegum stór- hug að hafa ráðist í þetta verk og það lýsir óneit- anlega þrautseigju og líklega fjárhagslegri útsjónarsemi eða undanlátssemi af einhverri gerð að hafa leitt það til lykta. Og auðvitað er margt vel gert í bindunum tveimur enda hafa sumir af bestu fræðimönnum okkar á sviði bók- mennta unnið að samningu þeirra. En vitanlega hafa menn líka haft ýmislegt út á þessi tvö síð- ustu bindi að setja, kannski meira en þrjú fyrstu bindin. Og sennilega er óhætt að segja að að- finnslurnar hafi verið fyrirferðarmeiri í þeim dómum sem hafa fallið. Eyðurnar Mest hefur verið rýnt í svokallaðar eyður í þeirri sögu sem sögð er um bókmenntir tutt- ugustu aldar í bindunum. Og þær eru vissulega til staðar, bæði stórar og smáar. Mesta undrun hefur vakið að engin skipuleg úttekt er á þýð- ingum og stöðu þeirra í íslenskum bókmenntum á öldinni. Margir sakna til dæmis umfjöllunar um þýðingar Helga Hálfdanarsonar á grísku harmleikjunum og Shakespeare sem hljóta að teljast með mestu afrekum íslenskra bók- mennta í seinni tíð. Á bak við þessa eyðu virðist búa það viðhorf að þýðingar séu ekki hluti af ís- lenskum bókmenntum og íslensku bókmennta- kerfi, hugsanlega að samspil þeirra og frum- samdra verka á íslensku sé ekki sérstakt viðfangsefni. Einnig vekur athygli að ekki er fjallað sérstaklega um ævisögulegar bók- menntir í bindunum tveimur sem þó gætu talist ein af fyrirferðarmestu bókmenntategundum aldarinnar og jafnframt mjög einkennandi. Samtalsbækur eru annað dæmi um bókmennta- tegund sem ekki fær rúm í umfjölluninni en þær tengjast ævisögunni og spruttu upp úr vaxandi hefð blaðamennsku á síðari hluta aldarinnar. Bent hefur verið á að lítið sé fjallað um ritgerð- arformið sem hluta af íslenskum bókmenntum. Á tuttugustu öld þróaðist reyndar viðhorf til fræðilegra skrifa, ekki síst um bókmenntir og heimspeki, meira í þá átt en áður að þau væru eða ættu að vera hluti af bókmenntunum eða bókmenntaleg, bókmenntir; skörun skáldverka og fræðiverka varð æ meiri; bókmenntirnar og bókmenntafræðin mynduðu til dæmis saman hina bókmenntalegu orðræðu. Og síðan er um- fjöllunar um einstaka höfunda saknað. Hvers vegna er ekki fjallað um ljóðagerð Óskars Árna Óskarssonar, skáldsögur Árna Bergmanns eða ritgerðir Þorsteins Gylfasonar? Og sjálfsagt eiga gagnrýnendur enn eftir að finna eyður í þessari sögu og höfundar, sem ekki finna sig, safnast saman við grátmúrinn. En það er ekki endilega þessi upptalning á eyðum sem er forvitnilegust í viðtökum bind- anna tveggja heldur að þær hafa einkennst af gremjublöndnum feginleika yfir því að þessari útgáfu sé nú loksins lokið eftir fjórtán ára starf, feginleika yfir því að sagan um íslenskar bók- menntir skuli nú loksins í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar hafa verið sögð en gremju yfir því að sagan sem er sögð skuli vera svo kunnugleg, svo laus við að koma á óvart. Þetta stef hefur komið fyrir í einhverri mynd í allri umfjöllun um bækurnar. Í tveimur merki- legum dómum Benedikts Hjartarsonar og Birnu Bjarnadóttur í Lesbók 4. nóvember sl. endurómar það með fremur drungalegum hætti. Benedikt segir að verkið bæti upp skort á hefðbundinni bókmenntasögu þar sem hinni viðteknu mynd af sögu íslenskra bókmennta sé miðlað, það hafi hreinlega vantað undirstöðurit er gæti þjónað sem grunnur fyrir endurskoðun á þeirri sögu. Og Benedikt ályktar sem svo að útgáfan á fjórða og fimmta bindi bókmennta- sögunnar sé síður til marks um að ritun þeirrar sögu sé nú á einhvern hátt lokið en ákall um að hún megi nú loks hefjast með gagnrýnu end- urmati og átökum. Slíka endurskoðun segir hann hljóta að snúast um þá lykilspurningu hvernig íslensk bókmenntasaga sé hugsuð en ekki hafi verið tekist á við þessa spurningu af miklum þrótti í bindunum tveimur. Birna tekur dýpra í árinni og talar um þá bókmenntasögu sem sögð sé í ritunum tveimur sem afurð reyk- víska vatíkansins, „þessa þrönga en misvitra hóps bókmenntapáfa sem afreka það í lok messu að ritstýra og koma út bókmenntasögu 20. aldarinnar á Íslandi“. Og nú sé að sjá hvern- ig vindarnir blási um þessa stofnun þegar túlk- un hennar liggur fyrir. Höfundasaga Þessi gremjublandni feginleiki er satt að segja skiljanlegur. Þegar sagan sem sögð er í fjórða og fimmta bindinu er skoðuð kemur í ljós að þar er verið að staðfesta þá bókmenntafræðilegu sýn eða aðferðafræði sem verið hefur ríkjandi hér á landi allt frá því á nítjándu öld. Þetta er aðferðafræði sem hefur haft höfundinn sem við- mið og útgangspunkt, sem uppsprettu allrar merkingar og grundvöll samhengis í sögulegri þróun. Fjórða og fimmta bindið rekja höf- undasögu tuttugustu aldar, lesandinn er leiddur frá einum höfundi til annars eftir brautum sem tengir þá með formlegum hætti eða þematísk- um. Og kannski vegna þess að höfundurinn er í forgrunni er minni gaumur gefinn að öðrum þáttum í því kerfi sem bókmenntirnar mynda eða eru hluti af. Þannig er lítið fjallað um sögu- legt samhengi íslenskra bókmennta, menning- arsögulegt sem pólitískt, hugmyndafræðilegt, fagurfræðilegt og raunar alþjóðlegt samhengi – það má skilja á bókunum tveimur að íslenskar bókmenntir verði til nánast í þjóðlegri ein- angrun, að minnsta kosti á löngum köflum – en tekið skal fram að skrif höfunda bókmenntasög- unnar eru ólík að þessu leyti sem öðru. Og sennilega orsakar þessi höfundarmiðaða bók- menntafræði eina af meinlegustu eyðum verks- ins, að skortur er á markvissri umfjöllun um viðfangsefnið út frá bókmenntafræðikenningum tuttugustu aldar. Við skulum skoða þetta eilítið nánar. Nýjar aðferðir? Strax í upphafi fjórða bindis sést að það hefur ekki verið ætlunin að endurmeta með markviss- um hætti íslenska bókmenntasögu á 20. öld í þessu verki. Skrif Árna Sigurjónssonar um sagnagerð á þriðja áratug aldarinnar bera þess öll merki að hann hafi ekki lagt sig eftir nýjum aðferðum við að segja frá eða greina þær bók- menntir. Eftir stuttan inngang hefst upptaln- ingin á íslensku kanónunni í köflum um nokkra höfunda þriðja áratugarins. Í umfjölluninni er línan lögð fyrir restina af bindunum tveimur, eða lungann af þeim, Árni gerir stuttlega grein fyrir uppruna og ævi hvers höfundar og síðan er sagt frá verkum hans, yfirleitt í ævisögulegu ljósi, áhrifatengsl eru rakin og umfjöllunarefni, söguþræðir og persónusköpun. Allt mjög hefð- bundin umfjöllun eða bókmenntasaga eins og hún hefur verið stunduð hér á landi í áratugi án mikilla efasemda. Í þessum fyrsta hluta fjórða bindisins fjallar Árni meðal annars um verk Gunnars Gunnarssonar allt frá hinum svoköll- uðu kreppu- eða stríðssögum til Fjallkirkjunnar sem má telja eitt mikilvægasta skeið höfundar- ferils hans. Árni leggur þar ekkert nýtt af mörkum, þetta tækifæri til endurmats á Gunn- ari Gunnarssyni rennur honum úr greipum og raunar er umfjöllunin ekki boðleg í riti eins og Íslenskri bókmenntasögu eins og Birna Bjarna- dóttir bendir á í fyrrnefndum dómi í Lesbók; í lok kaflans hlýtur Gunnar þann dóm hjá Árna að hafa hvorki verið heimspekingur né guðfræð- ingur og ekki þjóðmálahugsuður heldur: „En ídyllískar lýsingar hans, ljóðrænan í fínstilltum náttúrulýsingum og almúgamyndum, og um- fram allt, hæfni hans til að uppgötva heiminn gegnum augu barns, allt þetta er með slíkum hætti að það réttlætir að telja hann til höf- uðskálda í norrænum bókmenntum 20. aldar,“ segir Árni. Sé þetta niðurstaða af rannsókn á verkum Gunnars Gunnarssonar hundrað árum eftir að hann gaf út sitt fyrsta verk þá er fokið í flest skjól; Gunnar var sem sé góður stílisti! Þetta er satt að segja ekki góð byrjun á glænýju verki um bókmenntir 20. aldar á Íslandi. Margar bækur í einni Sama uppskrift er að þeirri sögu sem Silja Að- alsteinsdóttir segir um ljóðagerð þriðja áratug- arins; höfunar eru taldir upp og verk þeirra tí- unduð. Lesandinn fær hins vegar lítið að vita um samhengi þeirra, sögulegt, hugmynda- fræðilegt, alþjóðlegt – hvað var að gerast úti í heimi þegar Stefán frá Hvítadal og Davíð Stef- ánsson ortu sína nýrómantík? Sögulegt og hug- myndafræðilegt samhengi kemur reyndar ekki til sögunnar að neinu ráði fyrr en í skrifum Hall- dórs Guðmundssonar um verk Halldórs Lax- ness á fjórða áratugnum og strax í kjölfar þeirra kemur annar ágætur kafli um bókmenntir og stjórnmál eftir Jón Yngva Jóhannsson. Eins og áður sagði eru skrif fræðimannanna í bindunum tveimur ólík um margt og stundum er reyndar eins og hver og einn þeirra sé að segja sína bók- menntasögu í stað þess að allir séu að skrifa sömu bókina. Fyrir vikið er eins og skort hafi á ritstjórn eða skýra stefnumótun um það hvern- ig ætti að segja þessa sögu en á móti kemur að ákveðinn fjölbreytileiki í sjónarhornum fræði- mannanna getur líka talist kostur á þessu verki. Í skrifum Jóns Yngva um lausamálsbókmenntir á fjórða áratugnum leggur hann upp með ákveðin þematísk svið sem útgangspunkt, bók- menntir og stjórnmál annars vegar og barátt- una um sveitirnar hins vegar, en það eru samt sem áður höfundarverkin miklu sem stýra greiningunni. Jón Yngvi hefur reyndar orð á þessari hneigð í bókmenntasöguritun þegar hann segir að íslenskar bókmenntir á fjórða áratugnum líkist í baksýn vígvelli: „Saga þeirra verður því vart sögð öðruvísi en sem saga hers- höfðingjanna. Þannig var sjálfsskilningur þess bókmenntakerfis sem hér þróaðist og þannig hefur þessi saga haft áhrif á þá sem á eftir komu, bæði lesndur, höfunda og þá sem fjalla um bókmenntir. Umfjöllunin í þessu verki ber þessa einnig nokkur merki,“ segir Jón Yngvi, en sjálfsrýni eins og þessi er mjög sjaldgæf í bind- unum tveimur, umræða um hina bókmennta- fræðilegu nálgun hverfandi. Og talandi um ólík tök höfunda þessara tveggja binda er eins og maður sé lentur inni í öðru verki þegar kemur að umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur um sagnagerð á árunum eftir seinna stríð. Þar er sögð mun breiðari saga af bókmenntalífi á landinu en í öðrum köflum bind- anna tveggja. Og líklega er þarna komin bók- menntasagan eins og flestir væntu hennar, saga sem greinir ekki aðeins frá lífi höfunda og verk- um þeirra heldur einnig umhverfinu sem bók- menntirnar hrærðust í. Hljótt um byltingu Í Inngangi að fimmta bindinu eftir Guðmund Andra Thorsson, ritstjóra bókanna tveggja, segir að bókmenntasaga 20. aldar sé saga sam- felldrar byltingar: „Frá stríðslokum og fram undir aldamót upplifðu íslenskir rithöfundar byltingu í hugarfari, lífskjörum, á bókamark- aði og í almennri formvitund í þeirri listgrein sem þeir höfðu lagt fyrir sig,“ segir Guð- mundur Andri. Hann segir að það sé því að vonum að mikið fari fyrir formbylting- armönnum í þessu bindi, bæði atómskáld- unum svokölluðu sem byltu ljóðforminu og þeim prósahöfundum sem sneru baki við hefð- bundinni skáldsagnagerð með hefðbundnum söguþræði og persónusköpun. Hann segir að í þessu bindi sé þó líka fjallað um viðbrögð við þessari byltingarstarfsemi, þeirra sem leituðust við að nýta gamlar aðferðir í nýjum veruleika og reyndu jafnvel að bræða saman hið móderna og hið hefðbundna. Þetta eru merkileg orð í ljósi þeirrar aðferðar sem síðan er beitt við að skrifa sögu þessara byltinga í fimmta bindinu. Þar er nefnilega engu líkara en lítið hafi gerst í bókmenntafræði á síð- ari hluta tuttugustu aldar. Það vill hins vegar svo til að svipuð bylting átti sér stað í fræðunum og í bókmenntunum og allri hugsun mannsins og menningu á síðari hluta tuttugustu aldar. Það er reyndar minnst sérstaklega á þessa bylt- ingu á tveimur stöðum í fimmta bindi. Matthías Viðar Sæmundsson ræðir hana, og svokallaða nýstefnu í sagnagerð milli 1960 og ’70 út frá henni í kaflanum sem hann skrifar í þetta bindi. Og Jón Yngvi minnist á hana í þremur síðustu efnisgreinum bókarinnar þar sem hann segir að þessar hræringar í fræðum og hugmyndafræði hafi verið geysifrjóar og kollvarpað mörgum þeim viðmiðum sem höfðu ekki síst áhrif á stöðu undirokaðra hópa af ýmsum toga, kvenna, sam- kynhneigðra og annarra kynþátta en hins hvíta sem leituðu nú réttar síns, ekki aðeins á sviði stjórnmálanna heldur einnig á sviði menningar- innar, sögunnar, bókmennta- og listasögu. Þarna hafi orðið til ný fræðasvið, kynjarann- sóknir blómstruðu, hinseginfræði, póstkólóníal- fræði eða eftirlendufræði sömuleiðis. Hann seg- ir að einn af grunnþráðum þessara hræringa hafi verið eins konar afbygging á einstaklingn- um í vestrænni menningu, veldi hinnar heilu sjálfsveru. Og án þess að fara miklu nánar ofan í það segir hann að í lok aldar hafi málum verið þannig komið í íslenskum bókmenntum að þessi sjálfsvera var aftur tekin að styrkjast í sessi, „einstaklingurinn reyndist ekki auðdrepinn, fremur en höfundur og skáldsaga“, segir Jón Yngvi. Þetta er vafalítið rétt en það verður að teljast skrýtið að þessi hugmyndafræðilega bylting skuli fara svo hljótt í skrifum um ís- lenskar bókmenntir á seinni hluta tutt- ugustu aldar. Módernismi og póstmódernismi – erfiðir Eins og Benedikt Hjartarson bendir á í áðurnefndum ritdómi sínum í Lesbók sl. helgi gætir einnig ákveðinnar til- hneigingar til þess að sneiða hjá umræðu og átökum við helstu hugtök í bókmenntasögu ald- arinnar í ritunum tveimur, svo sem módernisma. Í fyrsta kafla fimmta bindis, „Formbylt- ing og módernismi“ þar sem Silja Að- alsteinsdóttir fjallar um ljóðagerð frá Steini Steinarr til Ingibjargar Haraldsdóttur, er rammagrein undir yf- irskriftinni: „Erfitt hugtak, módernismi“. Í ljósi þessa uppleggs er kannski engin furða að svo að segja engin markviss umræða er um þetta hugtak í bindinu, eftir lestur þess er lesandinn eig- inlega jafn nær um það hvað þetta fyrirbæri er. Silja geng- ur út frá formrænum Íslensk höfundasaga Þungi höfundarins Þegar sagan sem sögð er í fjórða og fimmta bindinu er skoðuð kemur í ljós að þar er verið að staðfesta þá bókmenntafræðilegu sýn eða aðferðafræði sem verið hefur ríkjandi hér á landi allt frá því á nítjándu öld og jafn- vel lengur. Þetta er aðferðafræði sem hefur haft höfundinn sem við- mið og útgangspunkt, sem uppsprettu allrar merkingar og grundvöll samhengis í sögulegri þróun. Íslensk bókmenntasaga 12 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók | bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.