Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Qupperneq 13
og þematískum þáttum í skilgreiningu á hug-
takinu en þeir eru ekki tengdir hugmynda-
fræðilegum straumum, heimsmynd og menn-
ingu nútímans.
Hið sama á við um hugtakið póstmódernisma
sem sennilega hefur valdið mörgum meiri erf-
iðleikum en skepnan módernismi. Silja segir að
póstmódernismi í ljóðagerð síðustu tuttugu ára
aldarinnar sé ákveðinn „tónn“ sem einkennist af
því að vera í senn einlægur og tvíræður: „skáld-
ið meinar það sem það segir en gerir sér grein
fyrir að ekki muni allir lesendur sammála því.“
Ákveðin sjálfshæðni einkennir líka þennan tón.
Silja bætir við: „Einnig má líta á tvíræðnina
sem viðbrögð við vantraustinu á orðunum og
hugmyndakerfunum. Stundum virðast orðin
hafa misst merkingu sína og táknin vera tóm og
þá er besta ráðið að gera grín að öllu saman.“
Hugtakið póstmódernismi kemur fyrir á nokkr-
um stöðum í umfjöllun um bókmenntir síðustu
áratuga aldarinnar en glíman við það er ómark-
viss og ekki til skilningsauka.
Að sanna gildi sitt
Fyrir tíu árum hélt ég erindi á svipuðu þingi og
þessu um þriðja bindi Íslenskrar bókmennta-
sögu. Ég var talsvert gagnrýninn og benti á
marga sömu galla og ég hef verið að nefna nú,
að sum skrif í því bindi bæru þess merki að ekki
væri tekið nægjanlegt tillit til þeirra hræringa
sem orðið hefðu í bókmenntafræðikenningum á
síðari hluta tuttugustu aldar. Ég spurði ögrandi
eitthvað á þá leið hvernig væri hægt að skrifa
bókmenntasögu á tíunda áratugnum eins og það
hefði nánast ekkert gerst í bókmenntafræði frá
því fyrir 1960. Einn höfundur þriðja bindisins
svaraði með þeim rökum að þær kenningar sem
komið hefðu fram í bókmenntafræði á síðustu
áratugum hefðu ekki sannað gildi sitt og því
væri ekki rétt að beita þeim við ritun íslenskrar
bókmenntasögu. Mér þótti þetta satt að segja
með ólíkindum, ekki síst í ljósi þess að Matthías
Viðar Sæmundsson endurskrifaði með mjög
frjóum hætti hluta þeirrar sögu sem sögð var í
þriðja bindinu með aðstoð þessara kenninga.
Það viðhorf að „nýju“ kenningarnar, sem eru
orðnar hátt í hálfrar aldar gamlar núna, séu
ekki búnar að sanna gildi sitt við bókmennta-
rannsóknir endurspeglast kannski enn í orðum
Guðmundar Andra í Lesbók nýlega um að þetta
væru tískustraumar. Hinn gremjublandni feg-
inleiki sem einkennir viðbrögðin við fjórða og
fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu nú
bendir hins vegar til þess að þetta verk marki
fyrst og fremst ákveðin endalok í íslenskri bók-
menntasöguritun og íslenskum bókmennta-
fræðum. Nú hlýtur veldi höfundarins í íslenskri
bókmenntafræði að líða undir lok. Og við getum
byrjað upp á nýtt og spurt: Hvernig skrifum við
um bókmenntir á 21. öld?
» Og talandi um ólík tök höfunda þessara tveggja binda er eins
og maður sé lentur inni í öðru verki þegar kemur að umfjöllun
Dagnýjar Kristjánsdóttur um sagnagerð á árunum eftir seinna
stríð. Þar er sögð mun breiðari saga af bókmenntalífi á landinu
en í öðrum köflum bindanna tveggja. Og líklega er þarna komin
bókmenntasagan eins og flestir væntu hennar, saga sem greinir
ekki aðeins frá lífi höfunda og verkum þeirra heldur einnig um-
hverfinu sem bókmenntirnar hrærðust í.
Eftir Jón Yngva Jóhannsson
jyj@akademia.is
U
ndir lok níunda áratug-
arins geisuðu nokkuð
fjörugar deilur fræði-
manna um upphaf ís-
lenskra nútíma-
bókmennta. Þar áttust
einkum við þeir Ástráð-
ur Eysteinsson og
Halldór Guðmundsson. Ein greina Ástráðs í
þessari snerru nefnist „Á tali. Til varnar mál-
efnalegri gagnrýni“. Ástæðan fyrir titlinum
var sú að Ástráði þótti erfitt að ná sambandi
við andstæðinginn, það var líkt og alltaf væri á
tali.1
Ég hef fengið svolítið svipaða tilfinningu eft-
ir að fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bók-
menntasögu komu út. Og það er freistandi að
snúa aðeins út úr yfirskrift þessarar málstofu,
„Hvað á heima í bókmenntasögu“, af því til-
efni. Mér finnst stundum eins og bókmennta-
sagan sé blokk og þeir sem hafa gagnrýnt
hana séu sífellt að spyrja eftir öðrum en þeim
sem eiga þar heima. Gauti Kristmannsson
studdi fyrstur fingri á bjöllu og spurði eftir
þýðingum, síðan hefur Hermann Stefánsson
spurt eftir ævisögum, Juliu Kristevu, Jacques
Derrida, Roland Barthes og Michel Foucault,
ekkert þeirra reyndist eiga heima í blokkinni
bókmenntasögu. Með einni undantekningu,
sem raunar kemur frá þeim sama Hermanni,
hefur á hinn bóginn lítið heyrst um það sem er
í bókmenntasögunni, þá sögu sem þar er sögð
af íslenskum bókmenntum á tuttugustu öld,
vinnubrögð höfundanna og áherslur í því sem
þeir kjósa að fjalla um.2
Ég ætla í þessu stutta spjalli að bregðast að-
eins við framkominni gagnrýni á síðustu bindi
bókmenntasögunnar, en líka að hugsa aðeins
upphátt um bókmenntasöguna sjálfa og vinn-
una við skrifin í hana.
Ég geri þann fyrirvara að ég get auðvitað
ekki svarað fyrir alla höfunda verksins og allra
síst fyrir ritstjórnina – það verður hún að gera
sjálf. En ég sé mig samt knúinn til að eyða
nokkrum orðum á þá gagnrýni sem hefur
heyrst víðast og hljómað hæst, semsagt þá að í
Íslenskri bókmenntasögu sé ekki eða of lítið
fjallað um þýðingar. Gauti Kristmannsson
sagði í gagnrýni sinni í Víðsjá að íslensk bók-
menntasaga „eigi að fjalla um bókmenntir á ís-
lensku fyrst og fremst, hver svo sem upprun-
inn er“. Þetta hljómar eins og sjálfsagður
hlutur, þótt það útiloki raunar þær bók-
menntir sem skrifaðar voru af Íslendingum á
latínu frá miðöldum og fram á tuttugustu öld,
þær bókmenntir sem skrifaðar voru á dönsku
á tuttugustu öld og þær bókmenntir sem skrif-
aðar verða á ensku, pólsku, víetnömsku eða
blendingstungumálum sem við getum ekki séð
fyrir á þeirri tuttugustu og fyrstu.
En það mætti alveg eins segja að íslensk
bókmenntasaga hljóti að fjalla um þær bók-
menntir sem frumsamdar eru af Íslendingum,
og ég er ekki viss um að annað viðhorfið sé
þjóðhverfara en hitt. Hvorugt þeirra dugir eitt
og sér til að afmarka íslenskar bókmenntir,
hvort sem er í samtímanum eða bókmennta-
sögunni, landamæri þeirra eru óljósari en svo.
Gauti bendir líka á að Íslensk bókmennta-
saga sé saga höfundanna og það er auðvitað
rétt hjá honum, þótt það þurfi ekki að fela í sér
að allstaðar sé beitt hefðbundnum aðferðum
ævisögulegrar bókmenntasögu. Þetta tvennt
hangir algerlega saman, áherslan á höfundana
annars vegar og lítil umfjöllun um þýðingar
hins vegar. Um þessa áherslu má auðvitað
deila, en ég vil líka benda á að tuttugasta öldin
var í mjög ríkum mæli öld höfundarins. Ef svo
hefði ekki verið hefði ekki verið nein ástæða
fyrir Roland Barthes til að sýna honum frægt
banatilræði. Vissulega hefði mátt segja ís-
lenska bókmenntasögu tuttugustu aldar frá
sjónarhóli annarra. Það hefði mátt segja sög-
una frá sjónarhóli lesanda, þá annaðhvort þess
frjóa og menntaða lesanda sem er að-
alpersónan í mörgum síðari verka Roland
Barthes, eða hins almenna lesanda sem
kannski las allt annað en það sem ratar í bók-
menntasögu höfundanna. En þetta varð sem-
sagt bókmenntasaga þar sem höfundurinn er
aðalpersóna og ég held að það hafi verið rétt
val. Innan þeirra marka hefði vissulega mátt
fjalla meira um þýðingar, en ég held að þurft
hefði sjálfstæða úttekt á hlut þeirra í bók-
menntasögunni til þess að sú umfjöllun hefði
bætt verulega miklu við, rétt eins og fjallað er
um þjóðlegan fróðleik og barnabækur í sér-
stökum köflum.
Ég bið fólk í framhaldi af þessu um að
staldra við og velta því fyrir sér hvers konar
verk Íslensk bókmenntasaga er, hvaða
bókmenntagrein hún tilheyrir. Íslensk
bókmenntasaga er yfirlitsrit um bók-
menntir þjóðar. Ég get, eins og flestir sem
fást við bókmenntir, haft efasemdir um
alla þætti þessarar skilgreiningar, yfirlit-
ið, bókmenntahugtakið og ekki síst
þjóðernið. Engu að síður tók ég að
mér að skrifa í verk af þessu tagi. Og
Íslensk bókmenntasaga á sem slík
ótal forfeður og skyldmenni, ekki síst
í þeim löndum sem við berum okkur
iðulega saman við og sem eru okkur
skyldust. Sjálfur þekki ég best til
á Norðurlöndum og einkum í
Danmörku. Og það er skemmst
frá því að segja að þær norrænu
bókmenntasögur sem fjalla um
tuttugustu öld einkennast flestar
af því, líkt og sú íslenska, að fyrst
og fremst er fjallað um frumsamdar
fagurbókmenntir viðkomandi landa.
Þetta getur vissulega gengið út í öfg-
Er einhver
heima?
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 13