Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók | bækur ar, líkt og í nýrri danskri bókmenntasögu þar sem menn þurfa að vera svo perudanskir til að sleppa í gegnum nálaraugað að William Heine- sen er sleppt. Engu að síður lenda þýðingar í norrænum bókmenntasögum, eins og mörgum öðrum bókmenntasögum, í hlutverki bak- grunnsins, rétt eins og gagnrýni, fræðirit og þróun samfélags og stjórnmála. Ef þýðingar hefðu verið miklu fyrirferðarmeiri í þessari bókmenntasögu hefði hún orðið önnur saga, sennilega nýstárlegri og meira við skap fræði- manna en ég er ekki viss um að hún hefði þjón- að tilgangi sínum og hinum almenna lesanda betur. Að skrifa skýringarrit Íslenskri bókmenntasögu er ætlað að vera yf- irlitsrit og ekki var vanþörf á, það var ekki til neitt heildstætt yfirlit yfir íslenskar bók- menntir ef frá eru taldar kennslubækur og gömul bókmenntasaga Stefáns Einarssonar. Þetta ástand gerði það býsna snúið að skrifa í þessa bókmenntasögu, viðmiðið var ekki til. Í nýlegri doktorsritgerð frá háskólanum í Osló um bókmenntasögu sem bókmenntagrein er niðurstaða höfundar sú að helsta einkenni bók- menntasögu, umfram aðrar greinar hugvís- inda, sé að höfundar bókmenntasögu séu sífellt að staðsetja sig andspænis öðrum höfundum slíkra rita. Þessi aðferð bókmenntasögunnar kom oft og tíðum ekki til greina við ritun Ís- lenskrar bókmenntasögu. Íslensk bókmennta- saga var kannski til í hausnum á þeim sem gengið hafa í gegnum íslenskt menntakerfi frá grunnskóla upp í bókmenntanám í háskóla og í gulnuðum fyrirlestraglósum sem ganga manna á milli eins og launhelgar, en viðmiðið var ekki til á prenti – fyrr en nú. Með öðrum orðum var fátt um það í íslenskri bókmenntasögu sem Fo- ucault kallaði skýringarrit og taldi meðal að- ferða til að hafa stjórn á orðræðunni: Ég þykist vita að ekki sé til neitt þjóðfélag án meiri- háttar frásagna sem menn segja, endurtaka og koma með tilbrigði við; formúlur, textar, fastbundn- ar orðræðuheildir sem eru fluttar við fastákveðnar kringumstæður.6 Það er erfitt og kannski ekki mjög heppilegt að byrja róttæka endurskoðun bókmenntasög- unnar þegar þessi skýringarrit eru ekki komin á prent. Þegar maður skrifar í yfirlitsrit sem er hið fyrsta sinnar tegundar verður maður að taka afstöðu til þess grundvallar sem bókmennta- greinin byggir á, og ég held að maður verði að einhverju leyti að gangast inn á forsendur skýringarritsins. Þar með er ég líka búinn að gangast við því að margt af því sem ég skrifaði í þessa bókmenntasögu ber þess merki að það er skrifað fyrir yfirlitsrit um bókmenntir þjóð- ar, og ég hefði líklega skrifað margt öðruvísi ef ég hefði fengist við sama efni t.d. í tímarits- greinum. Sem dæmi má nefna að fjórða bindi bókmenntasögunnar hefst árið 1918. Ég hef sjálfur gagnrýnt þá tilhneigingu að láta tíma- bilaskiptingu bókmenntasögunnar fylgja stór- atburðum í sjálfstæðisbaráttunni án þess að fyrir því séu önnur rök en þjóðernisleg.7 Eitt af því sem umrótið í hugvísindum und- anliðna áratugi hefur kennt okkur er að saga, og þá ekki síst bókmenntasaga, er ekki sjálf- sagt mál. Sá sem fjallar um jafn víðfeðmt efni og íslenska bókmenntasögu á tuttugustu öld, eða bara bókmenntir og stjórnmál á fjórða ára- tugnum svo dæmi sé tekið, hlýtur rétt eins og hver annar skáldsagnahöfundur að velja sér sjónarhorn, aðalpersónur og atburðarás. Ekk- ert af þessu er sjálfgefið þótt auðvitað sé margt sem hægt er að laga að eða stefna gegn eldri sögum og sögubrotum. Með þessa vitneskju í farteskinu má svo taka ýmsar ákvarðanir. Það er hægt að segja að samfellt yfirlit sé mesta blekkingin og þess vegna beri að segja söguna í laustengdum brotum. Ég ákvað að taka nokkuð aðra stefnu í mínum skrifum, þótt mér finnist kannski eftir á að ég hefði mátt ganga enn lengra í því efni. Ég ákvað að gangast við frásagnareðli bók- menntasögunnar, leitast við að segja sögu, draga fram meginstrauma og lýsa þeim, frekar en að efast um slíka samfellu. Þannig er fullyrt í síðasta kafla fimmta bindisins að síðustu tvo áratugi tuttugustu aldarinnar og fram á þá tuttugustu og fyrstu hafi ríkt blómaskeið í ís- lenskri skáldsagnagerð. Í kjölfarið er svo reynt að rekja þræði frá því um 1980 sem stuðla að þessu blómaskeiði, ekki bara í bók- menntum heldur líka í myndlist, tónlist og dægurmenningu. Þetta er gert með fullri vit- und um það að slíkar fullyrðingar eru hæpnar og eflaust má finna á þeim margvíslegar sögu- legar og menningarlegar skýringar. En það er jafn hæpið að humma og ha-a og fullyrða sem minnst eða ekki neitt. Verkefni slíks yfirlitsrits er meðal annars að taka af skarið, fella dóma og taka afstöðu. Menn hafa þá að minnsta kosti eitthvað að rífast við annað en eyðurnar. Í almenningi Eitt af því sem rætt hefur verið í tengslum við útkomu bókmenntasögunnar er fjarvera póst- strúktúralískra og póstmódernískra fræða – að vísu með þeim réttmæta fyrirvara að þau flæði í gegnum suma höfundana.8 Ég er fyrir mína parta ákaflega hress með þá umsögn og vona að Barthes og Foucault svo dæmi sé tekið flæði á stöku stað í gegnum mín skrif. En það er ekki nóg með það. Ef ég voga mér að gerast aðeins persónulegur í lokin – eins og ég geri raunar á síðustu blaðsíðu bókmenntasögunnar – þá var ritun þessarar bókmenntasögu tækifæri til ákveðinnar fræðilegrar sjálfsskoðunar og end- urskoðunar. Þegar ég var í námi í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands á fyrri hluta tíunda áratugarins stóðu þar póststrúktúralísk fræði með miklum blóma.9 Ég drakk í mig þessa hugsuði, ekki síst Roland Barthes sem hefur haft meiri áhrif á mig sem lesanda en nokkur annar. Þetta voru spennandi tímar og maður varð af náminu og ekki síst vinnu okkar nokk- urra stúdenta við Hugtakaforða í bókmennta- og menningarfræðum mjög vel sjóaður í þess- um fræðum. En við þá vinnu uppgötvuðum við líka nýja strauma í sögulegum rannsóknum á bókmenntum, sem þó reyndu að taka tillit til þess sem póststrúktúralisminn færði okkur. En nýja söguhyggjan sem barst frá Am- eríku og Englandi á það sameiginlegt með teóríunni frönsku að hún er geysilega akadem- ísk og oft flókin í framsetningu. Þegar maður skrifar bókmenntasögu eins og þá sem rætt er um hér bætist við vandamál sem maður þarf ekki að fást við í námi eða flestum rann- sóknum: maður þarf að tala við lesanda sem er annar en sá sem maður talar við í lokaritgerð- um í háskóla, Skírni eða Ritinu, tímariti Hug- vísindastofnunar. Þetta er auðvitað meg- invandinn og megináskorunin við það að skrifa verk eins og Íslenska bókmenntasögu. Það verður að finna leið til að sigla milli skers og báru, koma til skila fræðum í búningi sögu, frá- sagnar sem dvelur ekki svo lengi við eigin for- sendur að allir hætti að lesa nema kollegarnir. Og þá er ég líka búinn að gangast við því að vera, eða vilja að minnsta kosti vera, popúlisti. Og bókmenntasaga er að mínu mati vel fallin til þess að miðla fræðum á aðgengilegan hátt til hins almenna lesanda. En til þess verður maður líka að hugsa upp á nýtt ýmislegt af því sem maður hefur tamið sér í umhugsun og fræðilegum skrifum um þjóðernið, yfirlitið og bókmenntirnar. Ég sé heldur enga ástæðu til að vera feiminn við að miða ritun slíks rits við það að lesendur séu ekki sérfræðingar í bókmenntafræði. Og ég held að það sé ekki vænlegt til árangurs að láta eins og þetta skipti engu máli. Sú skoðun kom fram á Hugvísindaþingi að það bæri vott um vantraust á lesendum að skrifa „fyrir al- menning“. Þessu er ég algerlega ósammála og held að það sé hverjum fræðimanni hollt að velta fyrir sér þeim vanda sem felst í miðlun til annarra en þeirra sem alla jafna lesa fræðileg skrif. David Perkins segir á einum stað í bók sinni Is Literary History Possible: „Mín skoð- un er þá sú, að við getum ekki skrifað bók- menntasögu af fræðilegri sannfæringu, en við hljótum að lesa hana.“ Í þessu liggur vandinn við að skrifa yfirlitsrit eins og Íslenska bók- menntasögu. Við getum ekki tekið með okkur í slíka vinnu alla þá fyrirvara og varnagla sem fylgja því að raða saman brotum í sögu. Sagan verður að vera aðgengileg öllum sem vilja verða hluti af þeim almenningi sem hún er ætl- uð, til þess verður hún að vera þannig skrifuð að fleiri geti lesið hana en þeir einir sem skrifa bókmenntasögu og kollegar þeirra.  1Ástráður Eysteinsson: „Á tali. Til varnar málefnalegri gagnrýni.“ Tímarit Máls og menningar 3/50 (1989), 267– 282. 2Sbr. Hermann Stefánsson: „Stóra samhengið (3).Viðbragð við Íslenskri bókmenntasögu, IV. og V. bindi, eftir ýmsa höf- unda.“ www.kistan.is 27.10. 2006. Þessi grein er samhljóða fyrirlestri mínum á Hugvísindaþingi hinn 4. nóv. sl. Sama dag birtust í Lesbók ritdómar þeirra Birnu Bjarnadóttur og Benedikts Hjartarsonar, um þá verður ekki fjallað hér. 3Dóm Gauta má lesa á http://www.ruv.is/heim/vefir/ vidsja/gagnryni/. 4Jens Anker Jørgensen o.fl.: Hovedsporet. Dansk litteraturs hi- storie. Gyldendal 2005. 5Hér er vísað til uppskrifta af fyrirlestrum Steingríms J. Þor- steinssonar sem nemendur hans gerðu í nokkrum eintökum. Fyrirlestrarnir hafa aldrei verið gefnir út. 6Michel Foucault: „Skipan orðræðunnar.“ Spor í bókmennta- fræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault. Ritstjórn Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 1991, 198–99. 7Jón Yngvi Jóhannsson: „Jøklens Storm svalede det kult- urtrætte Danmarks Pande. Um fyrstu viðtökur dansk- íslenskra bókmennta í Danmörku.“ Skírnir 175. (vor 2001), 33–34. 8Hermann Stefánsson: „Stóra samhengið (1). Viðbragð við Íslenskri bókmenntasögu, IV. og V. bindi, eftir ýmsa höfunda.“ www.kistan.is 14.10. 2006. 9Þetta gleymist raunar furðu oft í íslenskri umræðu. Þegar maður hlustar á eða les skrif yngri íslenskra sagnfræðinga er t.d. stundum engu líkara en umræða um póstmódernisma hafi hafist með skömmum Kristjáns Kristjánssonar haustið 1998, löngu eftir að t.d. Ástráður Eysteinsson hóf þá umræðu af miklum krafti. Greinar Kristjáns má finna í bók hans: Mannkostir. Ritgerðir um siðfræði. Háskólaútgáfan 2002, 171–222. Sem dæmi um það hversu snemma umræðan hófst í bókmenntafræði sjá: Ástráður Eysteinsson: „Hvað er póst- módernismi? Hvernig er byggt á rústum?“ Tímarit Máls og menningar 4/49 (1988), 425–454. 10 David Perkins: Is Literary History Possible? John Hopkins University Press 1992, 17. Höfundur er einn af höfundum IV. og V. bindis Íslenskr- ar bókmenntasögu. Eftir Sigurð A. Magnússon sambar@isl.is T íu árum eftir útkomu þriðja bindis Íslenskrar bókmennta- sögu í útgáfu Máls og menn- ingar litu loks dagsins ljós á liðnum haustdögum fjórða og fimmta bindi hins metn- aðarfulla ritverks. Þar höfðu ekki færri en tíu fræðimenn lagt hönd á plóginn undir rit- stjórn Guðmundar Andra Thorssonar, þann- ig að vænta mátti umtalsverðra tíðinda. Og satt er það, margt er þar vel og fagmann- lega skrifað, og verða mér fróðari menn væntanlega til að vega það og meta. Ég arka hinsvegar uppað grátmúrnum til að harma nokkrar fádæma einkennilegar gloppur og biðja hlutaðeigendur um hald- kvæma skýringu á þeim. Það sem fyrst sker í augu er hlutur Árna Bergmanns í þessum tveimur bindum. Í fjórða bindi er hans lauslega getið á fjórum stöðum og í fimmta bindi á tveimur stöðum. Þó fjallar seinna bindið um árin þegar Árni lét mest að sér kveða sem bókmennta- gagnrýnandi Þjóðviljans ásamt Ólafi Jóns- syni í ýmsum blöðum, sem réttilega er vitn- að til á 28 stöðum í sama bindi. Það sem er samt ennþá miklu furðulegra er, að ekki er einu orði vikið að skáldsagnagerð Árna, sem var að sönnu talsvert utanvið alfaraleiðir, en lá vissulega um merkilegar slóðir. Skáld- sögur hans þrjár voru hver með sínum hætti athyglisverðar, og sú síðasta, Þorvald- ur víðförli (1994), tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 1998. Í fyrstu atkvæðagreiðslu varð Árni efstur ásamt færeyska ljóðskáldinu Carl Jóhan Jensen og finnska ljóðskáldinu Tua For- sström, sem hreppti verðlaunin í síðustu at- rennu. Hinar skáldsögur Árna, Geirfugl- arnir (1981) og Með kveðju frá Dublin (1984), verðskulda líka heiðurssess í bók- menntasögunni, þó fræðimenn Máls og menningar séu einkennilega glámskyggnir á kosti hans jafnt í skáldsagnagerð sem um- fjöllun um bókmenntir. Reyndar er ómak- legt að setja þá alla undir einn hatt. Það eru þeir Jón Yngvi Jóhannsson og ritstjór- inn sem bera ábyrgð á þessari tilteknu gloppu. Hinsvegar er það tengdamóðir Jóns Yngva, Silja Aðalsteinsdóttir, sem ábyrg er fyrir ljóðlistargloppunum. Eitt af athyglisverðari ljóðskáldum fyrr á árum var Árni Larsson (f. 1943) sem hefur reyndar líka samið skáldsögu. Hann hefur á nokkurra ára fresti sent frá sér ljóðakver sem eru engu öðru lík fyrir sakir frumleika og tilfinningar fyrir innsta eðli ljóðsins. Árna er hvergi getið í hinu umfangsmikla ritverki. Og er þá röðin komin að sjálfum mér. Mín er að góðu getið fyrir fimm-binda skál- dævisöguna (1979–86) og jafnvel orðfært að ég hafi samið leikrit fyrir Þjóðleikhúsið, Gestagang 1962. En þegar kemur að ljóð- listarumfjöllun er mín að engu getið. Gaf þó út fjórar ljóðabækur á 20 ára skeiði, sem allar fengu talsverða umfjöllun í blöðum og tímaritum. Um Krotað í sand (1958) skrifuðu Hannes Pétursson og Guðmundur G. Hagalín í Morgunblaðið, Bjarni Benediktsson í Þjóð- viljann, Helgi Sæmundsson í Alþýðublaðið, Kristján Karlsson í Nýtt Helgafell, Þór- arinn Guðnason í Tímarit Máls og menning- ar og Jóhann Hjálmarsson í Forspil. Um Hafið og klettinn (1961) skrifuðu hinsvegar bara þeir Guðmundur G. Hagalín í Morgunblaðið. og Birgir Sigurðsson í Tím- ann. Ekki veit ég hverju það sætti, en lung- inn úr þeirri bók hafði árið áður komið út í grískri þýðingu undir heitinu Dauði Baldurs og önnur ljóð. Um þá bók birtust 17 ritdóm- ar, fjórir þeirra í Egyptalandi. Jafnframt sendi ljóðskáldið Odysseas Elýtís (nób- elsverðlaun 1979) mér eftirfarandi orðsend- ingu: „Ég þakka kærlega fyrir ljóðin yðar. Þau eru meðal þess mikilsverðasta sem ég hef lesið í seinni tíð, og þau birta hárrétta nútímalega skynjun á veruleikanum sam- fara eðlilegum tjáningarhætti, og vekur mér mikla aðdáun hvernig hægt var að koma honum til skila í þýðingunni. Verið svo vin- samlegur að þiggja, ásamt hr. G.S. Patríar- keasi, mínar hlýjustu og einlægustu ham- ingjuóskir.“ Er hugsanlegt að gríska þýðingin hafi verið svo frábær, að hún hafi tekið langt fram íslensku frumgerðinni? Tæplega, úrþví ég vann sjálfur að henni með gríska skáld- inu! Um Þetta er þitt líf (1974) skrifuðu Ólaf- ur Jónsson í Vísi, Árni Bergmann í Þjóðvilj- ann, Gunnar Stefánsson í Tímann, Jóhann Hjálmarsson í Morgunblaðið og Vésteinn Ólason í Ný þjóðmál. Um Í ljósi næsta dags (1978) skrifuðu Árni Bergmann í Þjóðviljann, Aðalsteinn Ingólfsson í Dagblaðið og Jóhann Hjálm- arsson í Morgunblaðið. Loks gaf Mál og menning út úrval ljóða úr fyrrtöldum bókum undir heitinu Hvarf- baugar (1988). Um þá bók skrifuðu Ey- steinn Þorvaldsson í Þjóðviljann, Gylfi Gröndal í DV og Jóhann Hjálmarsson í Morgunblaðið. Nú sé fjarri mér að halda því fram að ofangreindir dómar hafi allir verið lofsam- legir. Þeir voru vitanlega misjafnir, en mér þótti vænst um það sem þeir höfðu að segja Hannes Pétursson, Kristján Karlsson, Ólaf- ur Jónsson, Árni Bergmann, Vésteinn Óla- son, Eysteinn Þorvaldsson og Gylfi Gröndal. Hitt má kannski líka taka til athugunar, að fá eða engin íslensk ljóðskáld hafa verið jafnvíða þýdd. Ljóðasveigar eftir mig hafa birst í ljóðasöfnum (anþólógíum) í Dan- mörku, Noregi, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Búlgaríu; sömuleiðis í tímaritum í Svíþjóð, Finnlandi, Kanada, Englandi, Skot- landi, Þýskalandi, Frakklandi, Grikklandi, Lettlandi, Úkraínu, Rúmeníu, Ungverja- landi og Indlandi. Kannski nægir þetta ekki til að mega op- inberlega fylla mislitan flokk hérlendra skáldmenna, og þá er bara að taka dómi þeirra Silju og Guðmundar Andra eða halda áfram að sífra við grátmúrinn, þartil hald- góð skýring er fengin. Við grátmúrinn Höfundar finna sig misvel í fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu sem Mál og menning gefur út. Sumir finna sig ekki þar sem þeir telja sig eiga heima í þessari sögu. Einn þeirra biður hlutaðeigendur um hald- kvæma skýringu á því hér. Höfundur er rithöfundur. Vantar í Íslenska bókmenntasögu Árni Bergmann, Árni Larsson og Sigurður A. Magnússon sem spyr hvers vegna ekki sé fjallað um ljóðin sín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.