Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 17
lesbók
Síðustu æviár Beethovens eru við-fangsefni glænýrrar amerískrar
bíómyndar sem frumsýnd var vestra í
gær, föstudag. Myndin heitir Copy-
ing Beethoven en leikstjóri hennar er
Agnieszka Holland. Handritshöf-
undar eru Chri-
stopher Wilkinson
og Stephen J. Ri-
vele.
Sagan hefst ár-
ið 1824, þegar
Beethoven er orð-
inn heyrnarlaus.
Anna Holtz, ung-
ur og hæfi-
leikaríkur tónlist-
arnemi í
Vínarborg, ræður sig í vinnu við að
hreinskrifa og fjölfalda nótur að verk-
um Beethovens, eins og gert var í þá
daga. Í myndinni kemur fram að tón-
skáldið hafi ekki verið yfir sig hrifið
af því að fá kvenmann til þeirra
starfa, en gefið eftir vegna brýns
verkefnis; – níundu sinfóníunnar. Það
eitt og sér, að hreinskrifa tónlist
Beethovens, hlýtur að hafa verið ær-
inn starfi því hann skrifaði ótal skiss-
ur og uppköst og mátaði ýmsa mögu-
leika, áður en hann raðaði endanlegri
gerð verka sinna saman.
Hápunktur myndarinnar er svo
auðvitað frum-
flutningur meist-
araverksins, þar
sem heyrnarlaust
tónskáldið stjórn-
ar.
Það er á gagn-
rýnendum að
heyra, að margt
sé athugavert við
þessa mynd, og að
hún sé langt frá
því að vera sann-
leikanum samkvæm, enda kannski
ekki ætlunin. Fyrir það fyrsta voru
skrifarar Beethovens á þessum tíma
tveir karlmenn; en framleiðendum
myndarinnar mun hafa þótt væn-
legra til árangurs við að fjármagana
hana að hafa unga fallega stúlku í því
hlutverki, enda ástarsambönd
Beethovens annáluð. Þá þykir leik-
aravalið sérkennilegt, en þó ekki af-
leitt. Í hlutverki Beethovens er eng-
inn annar en Ed Harris, sem mér
fannst reyndar sýna snilldartakta
sem Jackson Pollock í samnefndri
mynd hans sjálfs um málarann amer-
íska. En skrifara New York Times,
Manohla Dargis, finnst hann of sterkt
nútímatákn til að passa í þetta sögu-
lega hlutverk. Jú, Ed Harris er alls
staðar, bæði í sjónvarpinu og í bíó-
myndum, en hann er góður leikari
hversu ofnotaður sem hann kann að
vera. Það er þýsk leikkona, Diane
Kruger, sem leikur skrifarann, Önnu
Holz, en Dargis segir að hún sé hrein-
lega of fögur til að passa í nokkurt
bitastætt hlutverk, hvað sem nú átt
er við með því.
En atriðin með
leikaranum sem
ekki getur klikkað
segir hann þó full-
komlega þess
virði að sjá mynd-
ina, og það er auð-
vitað níunda sin-
fónían sjálf.
Það er Kecske-
met-sinfón-
íuhljómsveitin í
Ungverjalandi sem leikur hljómsveit-
ina en spilar þó ekki; þar er notast við
upptöku frá Decca með Concertgebo-
uw-hljómsveitinni og Bernard Hait-
ink. Það verður fróðlegt að sjá hvern-
ig það gengur upp, því fátt er
hallærislegra í bíómyndum um tónlist
en þegar leikurinn og hljóðið fara
engan veginn saman.
En kannski eru þetta óþarfa
áhyggjur, því Dargis segir að Hol-
land fari svo varfærnum höndum í
kvikmyndatökum í tónlistaratrið-
unum, að það verði einungis örlaga-
þrasarar sem geti sett út á það.
Reyndar er Dargis mjög hrifinn af
kvikmyndatöku í myndinni yfirleitt,
og segir tökufólk Agnieszku Holland
skapa sjónræna effekta í áhrifamikl-
um kontrapunkti við tónlistina er
skapi flæði og rytma með henni.
TÓNLIST
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Ed Harris
Harris... sem
Beethoven
Diane Krüger
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Haustið 1973 barst hingað til lands sex-tánda breiðskífa Franks Zappa og fé-laga hans í Mothers, Over-Nite Sensa-tion. Sú plata var og er ákveðinn
vendipunktur á hans mikla útgáfuferli, tónlist-
arlega þéttri en þær plötur sem á undan höfðu
komið, lögin venjulegri, ef svo má segja, og minna
um flipp og fríkaðar hugmyndir. Platan seldist
líka afskaplega vel, varð fyrsta gullplata hans
vestan hafs, og næstu plötur á eftir drógu dám af
henni, til að mynda þrjár þær næstu, Apostrophe
(’), tónleikaskífan Roxy & Elsewhere og One Size
Fits All.
Í hrörlegu horfnu húsi á Vesturgötunni dvaldist
ég löngum stundum, en þar var meðal annars hóp-
ur Zappa-aðdáenda. Við tókum þessari plötu fagn-
andi, svo fagnandi að líklega hef ég hlustað oftar á
hana en flestar aðrar plötur – dögum saman var
ekki önnur plata spiluð og jafnvel látin ganga all-
an sólarhringinn. Eins og gefur að skilja lærði ég
plötuna utanað og hef kunnað svo vel reyndar að
eftir þessa törn fór hún ekki á fóninn aftur í ára-
tugi.
Síðustu plötur Zappa höfðu verið hálfgerðar
djassspunaplötur og kom nokkuð á óvart að heyra
hvernig rödd hann hafði lækkað, var dimmari en
áður, en skýrist af líkamsárás í Lundúnum þegar
Zappa var hrint niður af sviðinu í Rainbow-
leikhúsinu og slasaðist talsvert. (Hann nefnir slys-
ið reyndar óbeint í einu laginu, „My right foot’s
bigger than my other one is / Like a reg’lar
Zomby Hoof“ segir í Zomby Woof.)
Spilamennska á plötunni er í hæsta gæðaflokki
sem kemur kannski ekki á óvart, Frank Zappa gat
valið úr fremstu hljóðfæraleikurum hvort sem var
í framúrstefnulegu rokki eða rafmögnuðum
djassi. Segir sitt að þeir Jean-Luc Ponty og
George Duke koma mjög við sögu á skífunni og
fara víða á kostum, til að mynda í laginu Fifty-
Fifty, en Frank Zappa á líka ótrúlega magnað gít-
arsóló í því lagi. Hann er reyndar í toppformi á
plötunni og á eftirminnilega spretti í Zomby Wo-
of, I’m the Slime og Montana, svo dæmi séu tekin.
Þegar ég dró fram laskaða vínylútgáfu plöt-
unnar um daginn, eftir að hafa ekki hlustað á hana
af viti í rúma þrjá áratugi, var gaman að heyra að
tónlistin hafði elst vel, spilamennskan fram-
úrskarandi og útsetningar frábærar eins og jafn-
an en þó þéttari og samfellan meiri. Textarnir
höfðu þó elst misvel, sumir klassískir eins og í
Montana, þar sem segir frá manni sem ákveður að
flytja til Montana að rækta tannþráð, „with my
trusty zircon encrusted tweezers in my hand“, og
I’m the Slime, sem átti einkar vel við í nýlokinni
kosningabaráttu vestan hafs. Aðrir textar, Cam-
arillo Brillo og Dinah Moe Humm, hafa aftur á
móti ekki elst eins vel og eru satt best að segja
hálf hallærislega klámkenndir og gegnsýrðir
kvenfyrirlitningu.
Það er og einn helsti gallinn á tónlist Franks
Zappa í gegnum árin og hugsanleg skýring á því
hvers vegna hann hefur nánast gleymst á síðustu
árum – þrátt fyrir gríðarlegt magn af magnaðri
tónlist, tugi af framúrskarandi plötum, þá eldist
fátt eins illa og neðanbeltiskímni – hún verður eig-
inlega lágkúrulegri með hverjum deginum. Þrátt
fyrir það er Over-Nite Sensation klassísk Zappap-
lata og með bestu rokkskífum áttunda áratug-
arins.
Over-Nite Sensation kom út í september 1973.
Hún var gefin út á geisladisk 1995 af Rykodisc og
hljómur á þeirri útgáfu er mjög góður þótt ekki
jafnist hann á við vínylinn frekar en aðrar rokk-
plötur.
Klúr klassík
POPPKLASSÍK
Eftir Jón Agnar Ólafsson
jonagnar@mbl.is
H
ugsið ykkur hljómsveit. Upp-
runnin á Bretlandseyjum
kringum 1980, framan af talin
til hóps jaðarsveita enda með-
limir á skjön við pastelklædda
og upppúðraða sykurpoppara
níunda áratugarins, svartklæddir og frekar
kuldalegir í fasi. Sveitin öðlaðist svo heimsfrægð
þegar Duran Duran, Wham!, Kajagoogoo, Ultra-
vox og allar hinar stórsveitir tímabilsins þraut
örendi og varð í framhaldinu ein stærsta sveit
heims á árunum rétt fyrir 1990. Nei, þetta snýst
ekki um U2, þótt lýsingin gangi jafn vel upp
með þá sveit í huga – heldur Depeche Mode.
Rétt eins og U2 eru Depeche Mode enn í
góðu stuði, senda frá sér nýja skífu á fjögurra
ára fresti að jafnaði og halda í kjölfarið í heims-
reisu til tónleikahalds. Síðasta platan, Playing
The Angel sem kom út í október 2005, hlaut
hvarvetna afbragðsdóma og tónleikatúrinn, To-
uring The Angel, gekk að sama skapi feikilega
vel; 124 tónleikar á tíu mánaða tímabili um víða
veröld og jafnan húsfyllir með tugþúsundum
æstra aðdáenda. Undirritaður varð þeirrar
ánægju aðnjótandi að sjá sveitina leika á Par-
ken-leikvanginum í Kaupmannahöfn í febrúar á
þessu ári og þótt oft hafi þeir Dave Gahan,
Martin Gore og Andrew Fletcher sopið fjöruna
helst til hressilega er það ekki að sjá á spila-
mennskunni; bandið er í fantaformi. Það má líka
glöggt sjá á upptöku þeirri sem nýverið var gef-
in út á DVD frá tónleikum þeirra þremenninga í
Mílanó. Það er greinilega gaman að vera í De-
peche Mode um þessar mundir.
DVD-útgáfa þessi er hin eigulegasta og sam-
anstendur af þremur diskum. Sá fyrsti inniheld-
ur sjálfan konsertinn í Mílanó, 23 lög alls. Þetta
er fagmannlega afgreiddur pakki ofan í aðdá-
endurna; megnið af nýju plötunni er hér flutt í
bland við vel valda klassíska slagara. Sér-
staklega er gaman að sjá og heyra hið frábæra
Shake The Disease frá 1985 í flutningi Martins
Gores en óralangt er síðan sá smellur rataði inn
á tónleikadagskrá hjá sveitinni. Þá rataði sömu-
leiðis annar ennþá eldri slagari og fáheyrðari í
prógrammið, nefnilega Just Can’t Get Enough
frá 1981 og gaman að heyra hann loks fluttan.
Þá er vert að geta stórskemmtilegrar útgáfu á
hinu gullfallega lagi Home af plötunni Ultra, en
heiðurinn af henni eiga þeir AIR-félagar Nicolas
Godin og Jean-Benoît Dunckel.
Diskur nr. tvö er einnig DVD og gefur áhorf-
endum færi á að glugga baksviðs hjá þeim Gah-
an, Gore og Fletcher. Þar er að finna ríflega 20
mínútna heimildarmynd um tónleikaferðalagið,
með viðtölum og allrahanda innslögum. Fínt efni
og áhugavert en hefði að ósekju mátt vera ríf-
legra. Menn sem eiga jafnlangan feril að baki
hljóta að hafa frá heilum helling að segja.
Þriðji diskurinn er svo hljómdiskur eingöngu
og inniheldur átta lög af tónleikunum. Fínt í bíl-
inn, annars blasir notagildi þessa viðbótardisks
ekki við.
Depeche Mode er ríflega aldarfjórðungsgömul
hljómsveit en þó í fullu fjöri svo sem merkja má
á tónleikum þessum. Sé mið tekið af nýjustu
lögum Martins Gores á hann enn nóg inni, enda
er Playing The Angel almennt talin þeirra besta
skífa í langan tíma – sú besta síðan Violator
kom út 1990 segja sumir. Ennfremur gætir
Gore þess iðulega að klæðast einkennilegum
múnderingum á sviði, svo eftir sé örugglega tek-
ið. Sviðsgallinn hans á þessum túr minnir helst
á bræðing úr hrafnsunga og rómverskum
hundraðshöfðingja. Í því felst tilvísun í fígúruna
sem skreytir umslag nýjustu plötunnar, Mr
Feathers, en það er kyndug vera sett saman úr
svörtum fjöðrum. Þá er söngvarinn Gahan í
feiknaformi, hvort heldur er litið til stemning-
arinnar – það beinlínis leiftrar af honum á sviði
–, raddarinnar sem hljómar jafn vel og hún hef-
ur best gert, eða líkamlegs ásigkomulags en
Gahan, sem er kominn yfir fertugt, er í formi
sem tvítugur íþróttamaður væri fullsæmdur af.
Hann fer enda létt með að hlaupa eins og frið-
laust þeytispjald um sviðið, konsertinn á enda,
og heldur mannskapnum rækilega við efnið frá
fyrsta lagi. Það er helst að Fletcher láti á sjá,
heldur hlaupinn í spik, enda skyldur hans í
bandinu fáar aðrar en að vera lagahöfundinum
Gore sálfræðingur hvenær sem á þarf að halda
– sem mun alloft.
Þá er ógetið þáttar ljósmyndarans Antons
Corbijns en hann hefur verið stílisti bandsins
um margra ára skeið og á hann heiður af leik-
tjöldum og sviðsmynd að þessu sinni sem fyrr.
Stíll hans er aðdáendum að góðu kunnur og
handbragð hans leynir sér ekki, þótt margt sé
nýstárlegt að sjá.
Þegar allt er sett upp á strik er ekki við öðru
að búast en að Depeche Mode haldi áfram enn
um sinn, enda leynir sér ekki að meðlimir hafa
gaman af hlutunum, og það þótt lögin séu sem
fyrr í nöturlegri kantinum hvað umfjöllunarefni
varðar – sem dæmi um laganöfn á Playing The
Angel má nefna Damaged People, A Pain That
I’m Used To og The Sinner In Me. Ekki að
furða að undirtitill plötunnar sé „Pain and suf-
fering in various tempos“. Fyrir þá sem sáu De-
peche Mode spila á þessum túr er þessi DVD-
útgáfa kjörin til að rifja kvöldið góða upp. Fyrir
þá sem ekki áttu heimangengt er pakkinn jafn-
kjörinn til að bæta fyrir það sem þeir fóru á
mis.
Á ferð með engli
Blaðamaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
sjá sveitina leika á Parken-leikvanginum í Kaup-
mannahöfn í febrúar á þessu ári og þótt oft hafi
þeir Dave Gahan, Martin Gore og Andrew Fletc-
her sopið fjöruna helst til hressilega er það ekki
að sjá á spilamennskunni; bandið er í fantaformi.
Þeim sem ekki hafa séð tónleika hljómsveit-
arinnar er bent á DVD-útgáfu af þeim,
Depeche Mode – Live In Milan
Touring The Angel 2006.
Nóg inni „Sé mið tekið af nýjustu lögum Martins Gore á hann enn nóg inni, enda er Playing The An-
gel almennt talin þeirra besta skífa í langan tíma – sú besta síðan Violator kom út 1990 segja sumir.“