Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 20
20 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók|bækur …líkaminn að leysast upp & fjara út á djúpin fyrir löngu velkominn inn á heimili landsins & víðar mun víðar meinað að fara út nema að koma fljótt nei eldsnöggt aftur gjöra svo vel að vera bara vera… fyrir unga ómannleg löngu ólíkamleg gnæfandi ósýnileg vera á dánarbeði hverfandi en verkin vaxandi fjarlæg lönd heilög tiltæk ef otað að feimnum ungum ráðvilltum af litlum drottnum lærifeðrum mæðrum leiðarvísum löngu gleymdum… …sjálfum lofuð þriðja síða lesbókar þýðingu ljóði borgesar ungum tjáð sá væri eini staðurinn fyrir herramenn eins & hann plús fimmþúsundkall í rytjulegan vasa sama dag & laxness deyr… & hann deyr en situr áfram sem fastast í stofum landsins & víðar mun víðar opnar vitin fer & snýr ætíð aftur tryggur & trúr siðaður vel taminn hundur minning hans heiðruð af lesbókinni þessa vikuna með birtingu á síðu þrjú en bjartsýnn ungur maður sleikir þurra sólina launalaust á síðu níu & fimmþúsundkallinum þyrmt guð geymi hann… Ófeigur Sigurðsson Ég tapaði fimmþúsundkalli á dauða Halldórs Laxness Höfundur er skáld. „Þetta voru undarlegir dagar, finnst mér nú þegar ég rifja þá upp. Í blóma lífsins snerist allt um dauð- ann“ (28). Þegar Toru Watanbe heyrir bítla- lagið Norwegian Wood hellast yfir hann tutt- ugu ára gamlar minn- ingar frá því hann var ungur og einmana há- skólanemi á táfúlum stúdentagarði á sjö- unda áratugnum og átti erfitt með að finna sjálfan sig. Besti vinur hans framdi sjálfsmorð þegar hann var 17 ára og lét eftir sig kær- ustuna Naoko sem er ægifögur en á við flók- in geðræn vandamál að stríða sem m.a. koma fram í því að hún getur ekki notið kynlífs. Leiðir þeirra tveggja liggja saman síðar í Tókýó og saman reyna þau að komast yfir missinn og halda áfram að lifa. En Naoko tekst ekki að púsla tilver- unni saman og fer á heilsuhæli. Þau skrifast á, hann lofar að gleyma henni aldrei og Naoko lýsir með- ferðinni og greiningunni sem hún veit reyndar ekki hvort einfaldar líf hennar eða flækir. Loks heimsækir Watanbe hana á hælið í þeirri von að henni batni einhvern tímann og hann geti verndað hana. Heilsuhæl- ið er dularfullur staður þar sem læknarnir eru aðeins klikkaðri en sjúklingarnir og önnur lögmál gilda en í hversdagsheiminum. Þar er hægt að lifa lífinu án þess að verða særður eða særa aðra (92). Til- raunir Watanbe til að koma Naoko til bjargar eru árangurslausar, hún dregst lengra og lengra inn í eigin heim og hann togast á milli þess að efna loforð sitt við hana og skóla- systur sinnar, Midori, sem ryðst inn í líf hans. Hún er algjör and- stæða Naoko, fjörug og lífsglöð, og krefst athygli hans og ástar. Inn í söguna fléttast svo m.a. stúd- entaóeirðir sem Watanbe finnast heldur yfirborðslegar, kynni hans af föður Midori sem liggur fyrir dauðanum og frásagnir af herberg- isfélaga hans, Stormsveitarmann- inum, en hann er það eina skemmtilega í grafalvarlegri tilveru Watanbe. Einnig kynnist hann skólabróður sínum, Nagasawa, sem gengur allt í haginn, er annálað gáfnaljós af auðugum ættum með bjarta framtíð. Með þeim tekst vin- átta eins og hún getur orðið best hjá tveimur sjálf- hverfum einförum. Nagasawa er maður athafna en ekki hug- sjóna og hann er blendinn, í honum er bæði góðmennska og heiðarleiki en líka ósvífni, illkvittni og grimmd. Hann teymir Watanbe út í sam- kvæmislífið en þar er nóg af sætum stelpum og innantómu kynlífi. Unnusta Nagasawa, Hatsumi, líður honum ótryggðina en ástin sem hún ber til hans tortímir henni að lok- um. Í allri þessari ringulreið reynir Watanbe að fóta sig: „Því lengur sem ég virti mannlífið fyrir mér, þeim mun ráðvilltari varð ég. Um hvað í fjáranum snýst þetta allt saman? hugsaði ég með mér. Hvaða merkingu getur þetta mögulega haft?“ (171). Í sögunni er mikið um kynlíf og sjálfsagt hefur hún þótt býsna be- rorð þegar hún kom fyrst út árið 1987. Vitaskuld leika kynhvöt og kynlíf stórt hlutverk í þroskasögu ungs fólks og tæplega hægt að sleppa því efni eða segja það undir rós. Kannski er það ein skýringin á fáránlega háum sölutölum bók- arinnar í Japan, formúla sem sam- anstendur af kynlífi, ást og geðveiki virkar yfirleitt vel. Á tvítugsafmæli Naoko hafa þau Watanabe samfarir í fyrsta og síðasta sinn og upp frá því er hann að velta því fyrir sér hvort það hafi ýtt henni út í hyl- dýpið. Eftir þetta skipti gengur stopult kynlíf þeirra út á að hún veitir honum fullnægingu en þiggur ekkert sjálf. Sama gerir Midori sem ekki vill þýðast hann almenni- lega fyrr en hann er kominn yfir ást sína á Naoko og orðinn hann sjálfur. Reiko, vinkona Naoko um fertugt af heilsuhælinu, lenti í kyn- lífshremmingum sem hröktu hana út í geðveiki. Það er hún sem vekur Watanabe til lífsins á ný, ræður honum að vera hamingjusamur og sefur hjá honum áður en hún hverf- ur úr lífi hans. Kynlífslýsingar Murakami eru stundum pirrandi karlhverfar en vegna erótíkurinnar sem einkennir þær er honum allt fyrirgefið. Stíll bókarinnar er mjúk- ur, ljóðrænn og nostalgískur, hann er kannski eins og Midori lýsir því hvernig Watanbe talar: líkt og verið sé að dreifa gifsblöndu, jafnt og mjúklega (56). Tákn eru víða, s.s. eldfluga sem klöngrast sífellt aftur upp hála veggi krukkunnar sem hún er föst í, djúpur brunnur (al- gengt minni í verkum Murakami) og dimmur, þykkur skógur. Þýð- ingin er gullfalleg og væntanlega eftir enskri þýðingu Jay Rubin sem Murakami sjálfur blessaði á sínum tíma. Bókin hefur japanskt heiti á frummálinu (Noruwei no mori = norskur viður, skógur í Noregi) og enska heitið á íslensku þýðingunni bindur því túlkun sögunnar full- mikið við bítlalagið. Norwegian Wood fjallar um ást- ina og dauðann og hvernig tíminn læknar sár þeirra sem eftir lifa – ef þeir leyfa það á annað borð. Wat- anabe kemst smátt og smátt að raun um að það sem er horfið kem- ur ekki til baka og hann tekst á við sársaukann og samviskubitið sem skýtur rótum þegar sorgin rénar (224). Hann finnur að fullorðinsárin eru á næsta leiti en Naoko er föst í æskunni, fortíðinni og sorginni sem að lokum steypa henni í glötun. Hann tekst þá á hendur ferð út í óvissuna þar sem hann glímir við sorgina og sjálfan sig. Í lok sög- unnar virðist hann enn í tilvist- arkreppu og óljóst er hvort hann nær sambandi aftur við Midori. Tómarúmið sem hann er staddur í má túlka bæði sem endalok alls eða upphaf nýs lífs – allt eftir innræti og bjartsýni lesandans. Norwegian Wood er kannski ekki besta bók Murakami (árið 1985 kom t.d. út hin framúrstefnulega saga Hard boiled Wonderland and the End of the World sem er bæði þroskaðra verk og flóknara) en hún stendur fyllilega fyrir sínu. Í henni má finna allt það sem aðdáendur Murakami leita að: einsemd, trega, ást og dul- úð í djúpum, heimspekilegum og myndrænum texta sem sífellt snýr upp á sig og endurnýjast við hvern lestur. „Í blóma lífsins snerist allt um dauðann“ BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Haruki Murakami. 302 bls. Uggi Jónsson þýddi. Bjartur 2006. Norwegian Wood Steinunn Inga Óttarsdóttir Haruki Murakami Lóan með léttum væng loft bærir ótt. Sætan við vorsins söng sé ég – svo hljótt – gægjast með gullna brá glaðsól á fjöllum þá. Eins ég þitt yndi sá, Ólöf, í nótt! Í sérhverjum fuglasöng sæll tek ég þátt, villist um blómavang, í vitlausa átt! Skógfjólu döggin skír skín eins og dagur nýr. Ung ertu, – öll svo hýr, Ólöf, í nátt! Kurrandi fiðurfé við fræ sín að kljást … Smyril svo grimman sé í snörunni þjást. Gakk jafnan gæfustig! Gangi við hann á svig sá, er vill særa þig! Ólöf, mín ást. Robert Burns (1759–1796) Þýðandi Jón Valur Jensson Ólöf mín ást Höfundurinn er þjóðskáld Skota. Þýðandinn er guðfræðingur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar; þýðingin er helguð konu hans. Á frummálinu heitir ljóðið Phillis the Fair. HITOMI Kanehara er kornung jap- önsk kona (f. 1983) sem vakið hefur gríðarlega athygli í heimalandinu fyrir bækur sínar, ekki síst fyrir fyrstu skáldsögu sína, Snákar og eyrna- lokkar (2004), sem ný- verið kom út í íslenskri þýðingu Ugga Jóns- sonar. Fyrir þetta verk hlaut hún m.a. virt bókmenntaverðlaun í Japan (Akutagawa- verðlaunin) og komst þannig í hóp yngstu höfunda sem hlotnast hefur sá heiður. Bókin kemur hér út í Neon- bókaseríu Bjarts sem er markvissasta útgáfa á erlendum samtímabókmenntum sem nokkurt bókaforlag stendur fyr- ir hérlendis. Í Snákum og eyrnalokkum kynn- umst við nítján ára stúlku, Lui, sem lifir vægast sagt innihaldslitlu lífi, og samböndum hennar við tvo unga menn, Ama og Shiba-san. Lui er far- in að heiman og hefur ekkert sam- band við foreldra sína þótt hún stað- hæfi að ekkert hafi amað að á heimilinu. En Lui hafnar borg- aralegri tilveru, hún vill „lifa glæfra- lega og skilja ekkert eftir nema ösku í þessum dimma, leiðinlega heimi“ (61). Hún fyrirlítur samfélagið og það eina sem hún vill er „að tilheyra neð- anjarðarheimi þar sem sólin skini ekki, þar sem væru engir ást- arsöngvar, og þar sem hlátur barna heyrðist aldrei nokkurn tíma“ (63). Þessi dökka heimssýn litar verkið frá upphafi til enda, frásögnin snýst um líf án tilgangs, án vonar, þar sem helsta dægrastytting sögupersóna er að umbreyta líkama sínum með lík- amsgötun og húðflúri, ganga eins langt og mögulegt er í þeirri list og helst fara yfir strikið og út í mis- þyrmingu á eigin líkama. Sá menningarkimi sem Snákar og eyrnalokkar lýsir er vægast sagt öm- urlegur og tilvera unga fólksins sem hefur hafnað samfélaginu er lituð af vonleysi, þunglyndi, óhóflegri áfeng- isneyslu og ofbeldi. Í raun er hér lýst ungu fólki með mölbrotna sjálfs- mynd, sem finnur ekkert nema tóm innra með sér og vill láta dæma sig eftir útlitinu og helst láta aðra hrylla við sér: „Og þegar allt kom til alls vildi ég að fólk dæmdi mig eftir útlit- inu. Ég hugsa of um það að þótt sólin næði að skína alls staðar á allri plán- etunni, þá fyndi ég einhverja leið til að breyta mér í skugga“ (69). Lui skynjar sjálfa sig og annað fólk í ster- íótýpum eða stað- almyndum; hún var Barbie-stelpa en vill breyta sér í pönkara, og liður í því er að fá sér húðflúr og líkamsgöt og stunda afbrigðilegt kyn- líf. En í gegnum þessar grímur sem Lui leitast við að fela sig á bak við glittir í sorgmædda stúlku og hún sér ekkert fram undan nema dauð- ann – hún veltir því fyrir sér hvor muni drepa hana, kærastinn Ama eða húðflúrslistamaðurinn Shiba-san, sem hún stundar sadó-masókíst kyn- líf með sem hún leynir vandlega fyrir Ama. Lui staðhæfir að hún sé ekki bund- in neinum tilfinningalega og að hún hati ekki nokkurn mann en þegar hún veltir þessu fyrir sér rennur upp fyrir henni að gervið sem hún er að tileinka sér veitir henni heldur engan tilgang. Þegar kærastinn er síðan myrtur á hrottalegan hátt kemur í ljós að tilfinningaleysið er bara sjálfs- blekking og Lui gengur í gegnum mikið þunglyndi og sorg sem hún á erfitt með að henda reiður á: „Það eina sem ég gat gert var að flýja raunveruleikann, en í hvert sinn sem ég reyndi að flýja sársaukann, sagði þessi sami sársauki mér að ég hefði sennilega verið ástfangin af honum“ (142). Snákar og eyrnalokkar lýsir lífi sem er gegnsýrt af nístandi kvöl og þótt sá menningarheimur sem sagan er sprottin úr sé okkur að miklu leyti framandi er það umhugsunarefni að jafnvel á Íslandi lýsa bækur yngstu kynslóðar rithöfunda einnig, í mörg- um tilvikum, heimi þar sem tilgangs- leysið, ofbeldið og þjáningin virðast ríkja ofar öllu. Þýðing Ugga Jóns- sonar er læsileg og virðist vönduð í alla staði, en ekki kemur fram á upp- lýsingasíðu hvort þýtt er úr japönsku eða einhverju öðru tungumáli. Líf og framtíð í kolamyrkri BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Hitomi Kanehara. Íslensk þýðing: Uggi Jónsson. Bjartur 2006, 160 bls. Snákar og eyrnalokkar Soffía Auður Birgisdóttir Hitomi Kanehara

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.