Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins  VÍKINGUR hafði betur gegn Fram, 1:0, í deildabikarnum í knatt- spyrnu í gær. Hinn 18 ára gamli Þor- valdur Sveinn Sveinsson skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu leiks- ins.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan tímann fyrir Leicester þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Leeds í ensku 2. deildinni í knattspyrnu. Leicester lék manni færri í 80 mín- útur en Patrick McCarthy fékk að líta rauða spjaldið eftir 10 mínútna leik.  LEICESTER komst yfir á 5. mín- útu en eftir skot Jóhannesar Karls úr aukaspyrnu barst boltinn fyrir fætur Ian Hume sem skoraði. Robb- ie Blake jafnaði fyrir Leeds úr víta- spyrnu fimm mínútum síðar og þar við sat. Gylfi Einarsson sat á bekkn- um hjá Leeds allan tímann.  GRÉTAR Rafn Steinsson sat á varamannabekk AZ Alkmaar allan tímann þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli fyrir Utrecht, 3:2, í hol- lensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Utrecht komst í 3:0 í fyrri hálfleik en AZ Alkmaar náði að laga stöðuna með tveimur mörkum í upp- hafi síðari hálfleiks.  GARÐAR Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Dunfermline í leiknum gegn Celtic í skosku úrvals- deildinni í gær. Celtic vann stórsig- ur, 8:1, og skoraði pólski framherjinn Maciej Zurawski fjögur marka liðs- ins.  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 3 mörk fyrir Heim þegar lið- ið tapaði fyrir Lugi, 26:24, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Heim er í tólfta sæti af 14 liðum með 15 stig en Sävehof er efst með 31 stig.  ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Dirk Nowitzki sem leikur með Dallas Mavericks í NBA-deildinni sigraði í árlegri 3 stiga skotkeppni sem fram fór á laugardaginn samhliða Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar.  Nowitzki náði 18 stigum í úrslit- unum en Gilbert Arenas fékk 16 stig og Ray Allen var með 15 stig.  NÝLIÐINN Nate Robinson úr liði New York Knicks sigraði í troðslu- keppninni en hann fékk Spudd Webb til þess að aðstoða sig enda eru tveir áratugir frá því að Webb sigraði í troðslukeppninni með eftirminnileg- um hætti en Webb er rétt tæplega 170 cm á hæð en Robinson er ekki nema 175 cm. Andre Iguodala frá 76’ers komst í úrslitin ásamt Rob- inson.  ROBINSON gerði sér lítið fyrir og stökk yfir Webb í sigurtroðslunni en Webb kastaði boltanum til hans en Spud Webb var að sjálfsögðu í Atl- anta keppnistreyju nr. 4. FÓLK SNORRI Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Minden og Flensburg skildu jöfn, 27:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Það stefndi allt í sigur hjá Flensburg. Þegar átta mínútur voru eftir hafði liðið fjögurra marka forskot, 27:23, en heimamenn neit- uðu að gefast upp og tókst að knýja fram jafntefli.  Arnór Atlason skoraði 1 mark fyrir Magdeburg þegar liðið vann stórsigur á Düsseldorf, 36:20. Staðan var jöfn í hálfleik, 14:14, en í síðari hálfleik skellti Silvio Heinevetter, markvörður Magdeburg, í lás og skoraði Düsseldorf einungis sex mörk í seinni hálfleik á móti 22 hjá Magdeburg. Sigfús Sigurðsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla og sömu sögu er að segja um Markús Mána Mich- aelsson í liði Düsseldorf.  Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru í leikmannahópi Lemgo sem sigraði Nordhorn á úti- velli í gær, 31:28. Hvorugum tókst að skora mark.  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach þegar liðið sigraði Göppingen, 35:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach og Jaliesky Garcia skoraði 2 fyrir Göppingen.  Grosswallstadt vann öruggan sigur á N- Lübbecke, 37:25. Einar Hólmgeirsson skoraði 3 mörk fyrir Grosswallstadt en Alexander Petersson lék ekki með liðinu þar sem hann er kjálkabrotinn. Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir N-Lübbecke. Kiel heldur efsta sætinu eftir sigur á Wetzlar, 40:27, á heimavelli. Róbert Sighvatsson skoraði ekki fyrir Wetzlar að þessu sinni. Kiel er með 34 stig en Gummersbach og Flensburg koma næst með 32 stig. Öll hafa liðin leikið 19 leiki. Magde- burg er í fjórða sæti með 30 stig en á að baki 20 leiki. Snorri Steinn með sex í jafntefli Minden gegn Flensburg ROMA vann tíunda leik sinn í röð í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Empoli, 1:0, á Ólympíu- leikvanginum í Róm. Roma jafnaði þar með met AC Milan, Juventus og Bologna. Juventus vann tíu leiki í röð tímabilið 1931–32, AC Milan 1950–51 og Bologna 1963–64. Roma getur slegið metið um næstu helgi en þá mætir liðið grönnum sínum í Lazio í sannköllum Rómarslag. Simone Perrotta tryggði Rómverjum sigurinn með marki á 15. mínútu leiksins og þar við sat. Meistarar Juventus eru með 10 stiga forskot á AC Milan. Juventus gerði 2:2 jafntefli við Messina. Zlatan Ibrahimovic og Adrian Mutu skoruðu mörk Juventus sem lék manni færri í 35 mínútur. Metjöfnun hjá Roma Þjóðverjar fengu silfrið eftirharða baráttu við Svía en Tobi- as Angerer hafði meira þrek á loka- sprettinum í baráttu sinni við Mathias Fredriksson. Norðmenn, sem höfðu titil að verja í greininni, enduðu í fimmta sæti.  Á laugardag fögnuðu Rússar sigri í 4x5 km boðgöngu í kvenna- flokki en Þjóðverjar fengu silfur- verðlaun en sveit þeirra var 10 sek- úndum á eftir Rússum. Heimamenn frá Ítalíu fögnuðu bronsinu, Svíar voru í fjórða sæti og Norðmenn í því fimmta.  Forsvarsmenn tékkneska skíðalandsliðsins hafa sent Kvet- oslav Zalcik yfirþjálfara tékkneska skíðagöngulandsliðsins heim eftir að hann gerði mistök í uppröðun á liði þeirra í 4x10 km boðgöngu. Tékkar áttu góða möguleika á að ná í verð- laun miðað við þá sem skipuðu sveitina en Zalcik gerði þau mistök að skrifa nöfn tveggja varamanna er hann skráði lið sitt til leiks og tveir af bestu keppnismönnum sveitarinnar voru ekki skráðir til leiks. Þegar mistökin komu í ljós var það um seinan að breyta keppn- isliðinu Tékkar voru í þriðja sæti fyrir síðustu skiptinguna og aðeins 18 sekúndum á eftir Ítölum sem sigr- uðu. Dusan Kozisek sem gekk síð- asta sprettinn fyrir Tékka endaði síðan tveimur mínútum á eftir ítölsku sveitinni og Tékkar enduðu í níunda sæti keppninnar. Hinn reyndi skíðamaður Milan Sperl átti að ganga síðasta sprettinn fyrir Tékka en Kozisek er ungur og lítt reyndur og hafði átti við veikindi að stríða fyrir keppnina.  Kati Wilhelm frá Þýskalandi sigraði í 10 km skíðaskotfimi á laug- ardaginn en hún vann til silfurverð- launa í þessari grein fyrir fjórum árum í Salt Lake City. Wilhelm hitti 19 skotmörk af alls 20 og kom hún í mark á tímanum 36.43,6 mínútum. Hún var langt á undan Martin Glag- ow frá Þýskalandi sem var 1.13,6 mín á eftir Wilhelm en þriðja varð Albina Akhatova frá Rússlandi en hún var 1.21,4 mín. á eftir gullverð- launahafanum frá Þýskalandi. Akhatova varð einnig þriðja í 15. km keppninni í skíðaskotfimi. Olga Pyleva, sem hafði titil að verja í þessari grein, var að sjálfsögðu ekki með en hún var úrskurðuð í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi að lokinni keppni í 15 km skíðaskotfimi en þar varð hún önnur. Norðmenn ná sér ekki á strik ÍTALSKA karlasveitin sigraði í 4 x 10 km skíðagöngu á Ólympíu- leikunum í Tórínó en þetta eru þriðju gullverðlaun Ítala á ÓL. Crist- ian Zorzi tók síðasta sprettinn fyrir ítölsku sveitina en aðstæður voru ekki góðar á keppnissvæðinu en fjölmargir stuðningsmenn Ítala létu vel í sér heyra við keppnisbrautina. ALAN Smith, miðjumaður Man- chester United, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í gær en hann brotnaði illa á ökkla í viðureign Liverpool og Manchester United á Anfield á laug- ardaginn. Smith kom illa niður á fót- inn eftir að hafa stöðvað skot frá Jon Arne Riise og var leikmönnum sem að komu mjög brugðið enda fótur Smiths illa farinn og leikmaðurinn mjög kvalinn. Gera þurfti fimm mín- útna hlé á leiknum á meðan læknar og sjúkraþjálfarar beggja liða hlúðu að Smith sem þurfti að fá súrefni. ,,Hugur okkar allra er hjá Smith en okkur gafst ekki tækifæri til að hitta hann eftir leikinn. Það var nógu slæmt að tapa leiknum en að Smith skildi meiðast svona illa gerði það tíu sinnum verra,“ sagði Gary Neville, fyrirliði Manchester United. Líklegt er að Smith, sem er 24 ára gamall, verði frá æfingum og keppni næstu níu mánuði en vinstri ökklinn brotnaði mjög illa auk þess sem lið- bönd slitnuðu. David O’Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, var við stjórnvölinn hjá Leeds þegar Smith lék með liðinu og hann sagði við BBC fréttastofuna í gær að Smith myndi örugglega snúa inn á völlinn að nýju. „Ég sá atvikið í sjónvarpinu og það var átakanlegt að sjá þegar Smith brotnaði. Ég veit úr hverju Smith er gerður og hvernig persóna hann og ég er sannfærður um að hann verður kominn í baráttuna eft- ir einhverja mánuði á nýjan leik. Þetta er eitt því versta sem ég hef séð og ég held að Smith verði lengi frá. Þetta er enn eitt áfallið sem við verðum fyrir og það lýsir best þessu tímabili hjá okkur,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United. Smith frá keppni í allt að níu mánuði NORÐMAÐURINN Kjetil Andre Aamodt sigraði í þriðja sinn í risa- svigi á Ólympíuleikunum á laug- ardaginn en hann hefur fjórum sinnum fagnað gullverðlaunum á Ólympíuleikum í alpagreinum. Að- eins Janica Kostelic frá Króatíu getur státað af slíku en hún sigr- aði í alpatvíkeppni á laugardaginn. Kostelic sigraði í þremur greinum árið 2002, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Það eru fjórtán ár síðan Aamodt sigraði í fyrsta sinn á Ólympíu- leikum en hann hefur unnið til átta verðlauna á ÓL og er hann sigursælasti keppandinn frá upp- hafi í alpagreinum á Ólympíu- leikum. Hann er 34 ára gamall en hann sigraði í risasvigi árið 2002 og einnig í alpatvíkeppni og árið 1992 sigraði hann í risasvigi. Aamodt átti við meiðsli að stríða í hné eftir að hafa meitt sig í brun- keppninni en hann fótbrotnaði árið 2004 og var óvíst að hann gæti haldið áfram að keppa. „Það er ekki á hverjum degi sem einhver getur varið Ólympíugull og það er mjög sérstakt að vera efstur þegar Hermann Maier er í öðru sæti,“ sagði Aamodt. Maier, sem er 33 ára gamall, hefur ekki unnið til verðlauna á ÓL frá því að hann vann til tvennra gullverðlauna í Nagano árið 1998. „Hermann Maier í dag er ekki sá sami og ár- ið 1998. Ég hefði getað sigrað en ég lét tækifærið ganga mér úr greipum,“ sagði Maier. Bode Miller frá Bandaríkjunum féll úr keppni en hann hefur ekki unnið til verðlauna það sem af er ÓL.  Shani Davis frá Bandaríkj- unum sigraði í 1.000 metra skauta- hlaupi í karlaflokki en hann er fyrsti blökkumaðurinn sem sigrar í einstaklingskeppni á vetr- arleikum en hinn 23 ára gamli Davis kom í mark á unda landa sínum Joey Cheek en Hollending- urinn Erben Wennemars varð þriðji. Vonetta Flowers frá Banda- ríkjunum varð fyrsti blökkumaður- inn sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum en hún sigraði í kvennaflokki í keppni á tveggja manna bobsleðum árið 2002 í Salt Lake City. Aamodt kom, sá og sigraði Reuters Kjetil Andre Aamodt, frá Noregi, fyrir miðju á myndinni er sig- ursælasti karlmaður í alpagreinum á Vetrarólympíuleikum frá upphafi eftir sigurinn í risasvigi á laugardag. Með Aamodt á myndinni eru Austurríkismaðurinn Hermann Maier, t.h., og bronsverðlaunahafinn Ambrosi Hoffman frá Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.