Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 8
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir varð í 28. sæti í alpatvíkeppni. Hún var í 30. sæti eftir svigið í tvíkeppninni, 11,38 sekúndum á eftir Marlies Schild frá Aust- urríki, en í brunkeppninni varð hún í 16. sæti, 2,25 sek- úndum á eftir Janicu Kostelic frá Króatíu. 43 keppendur hófu keppni í alpatvíkeppninni og tókst 30 þeirra að ljúka keppni. Kostelic varð ólympíu- meistari í tvíkeppninni og vann þar með sín fernu gull- verðlaun á Ólympíuleikum. Marles Schild, Austurríki, varð önnur og Anja Pärsson, Svíþjóð, þriðja. Kostelic var í öðru sæti eftir svigið en í bruninu varð hún hálfri sek- úndu á undan Schild og það dugði henni til að ná efsta sæt- inu. Dagný Linda átti að keppa í risasvigi í gær en keppninni var frestað um einn dag vegna veðurs. Dagný Linda í 28. sæti  STURLA Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Århus GF þegar liðið gerði jafntefli, 30:30, við Bjerr- ingbro/Silkeborg í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær.  VIGNIR Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Íslendingaliðið Skjern sem lagði Ringsted á útivelli, 28:24. Vilhjálmur Halldórsson skoraði 1 mark fyrir Skjern en Jón Þorbjörn Jóhannsson komst ekki á blað fyrir liðið.  GÍSLi Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Ajax í tapi liðsins gegn Viborg, 28:24.  DANÍEL Ragnarsson skoraði 2 mörk fyrir Team Helsinge þegar lið- ið tapaði fyrir AaB, 39:26.  ÓLAFUR Stefánsson kom ekkert við sögu hjá Ciudad Real þegar liðið sigraði Algeciras, 31:19, í spænsku 1. deildinni í handknattleik á laug- ardag. Ciudad Real er í þriðja sæti deildarinnar.  EINAR Örn Jónsson lék ekki með Torrevieja vegna meiðsla en lið hans sigraði Aragrón, 29:25. Torrevieja er í áttunda sæti deildarinnar.  RAGNAR Óskarsson skoraði 4 mörk fyrir Ivry þegar liðið lagði meistarana í Montpellier, 24:23, í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Luc Abalo, hægri horna- maður í Evrópumeistaraliði Frakka, skoraði sigurmarki Ivry úr vonlausu færi þegar 3 sekúndur voru til leiks- loka.  BJARNI Fritzson skoraði 4 mörk, fyrir Créteil, þar af eitt úr vítakasti, þegar liðið sigraði Toulouse, 31:24.  LOGI Gunnarsson skoraði 15 stig fyrir Bayreuth þegar liðið tapaði fyrir Ehingen, 91:87, í þýsku 2.deild- inni í körfuknattleik.  JAKOB Sigurðarson komst ekki á blað fyrir Bayer Leverkusen sem sigraði Köln, 74: 68, í þýsku úrvals- deildinni. Jakob lék aðeins í fjórar mínútur í leiknum.  HLYNUR Bæringsson, leikmaður hollenska úrvalsdeildarliðsins Woon Aris, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst er liðið tapaði á heimavelli um helgina gegn Eiffel Towers 97:73. Hlynur er næst frákastahæsti leik- maður deildarinnar með tæp 12 frá- köst að meðaltali í leik. Hann skorar 12 stig að meðaltali. FÓLK JOO Mi Kim frá S-Kóreu sigraði á SBS-mótinu á bandarísku kvenna- mótaröðinni í golfi sem fram fór á Hawaii og lauk á sunnudaginn. Hún hafði betur í bráðabana gegn Soo Young Moon sem einnig er frá S- Kóreu en Kim sigrað á 2. holu í bráðabana og er þetta í fyrsta sinn sem hún sigrar á LPGA-mótaröð- inni. „Ég er ánægð, spennt og mér líður eins og ég sé að upplifa draum. Ég hafði ekki hugsað um sigur á þessu móti og einbeitti mér þess í stað að leika eina holu í einu og halda stöðu minni á meðal þeirra efstu,“ sagði Kim en hún fékk rúm- lega 10 millj. kr. fyrir sigurinn. Þrír keppendur voru efstir og jafnir að loknum 54 holum, Kim, Moon og Lorena Ochoa frá Mexíkó en þær voru allar á 10 höggum und- ir pari en Ochoa féll úr keppni á fyrstu holu bráðabanans en Moon og Kim fengu báðar fugl á þeirri holu en Ochoa átti fína möguleika á að gera slíkt hið sama. Sung Ah Yim frá S-Kóreu og Becky Iverson frá Bandaríkjunum voru í efsta sæti mótsins ásamt Kim að loknum 36 holum en Yim og Iverson léku loka- hringinn á 75 höggum. Morgan Pressel frá Bandaríkj- unum, sem er yngsti keppandinn á LPGA-mótaröðinni sem er með full- an keppnisrétt, lék á 209 höggum. Hún tók þátt í fyrsta sinn sem at- vinnumaður á þessu móti og endaði í fimmta sæti á 7 höggum undir pari en Pressel er aðeins 17 ára gömul. Paula Creamer, nýliði árs- ins 2005, endaði í 13. sæti á fimm höggum undir pari. Kim fagnaði á Hawaii Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni,bætti met Guðrúnar Ingólfs- dóttir, Ármanni, í flokki 21–22 ára, þegar hún varpaði kúlunni 13,70 metra, en gamla metið var 13,47 metrar frá árinu 1979. Í öðru sæti varð Ragnheiður Anna Þórsdóttir, FH, með 11,87 metra og þriðja Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, USVH, varpaði 11,81m. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, bætti metin í þremur aldursflokkum í þrí- stökki, en hann sigraði með 14,66 metra stökki. Hann bætti eigið met í drengjaflokki um 21 cm (var 14,45 m frá sl. ári) og met Friðriks Þórs Ósk- arssonar, ÍR, í flokkum 19–20 ára og 21–22 ára, sem var 14,46 m frá árinu 1972. Íslandsmet karla er 14,92 m í eigu Friðriks Þórs, svo Þorsteinn var 26 cm frá því að þessu sinni. Annar varð Bjarki Gíslason, UFA, með 12,77 metra og þriðji Bjarni Malmquist, USÚ, með 12,62 m. Sveinn bætti met Þorsteins Ingv- arssonar, HSÞ, í 60 m hlaupi drengja (17–18 ára), um 11/100 úr sek., þegar hann sigraði í þeirri grein á 6,97 sek. Hann bætti einnig met Sigurkarls Gústavssonar, UM- SB, í flokki 19–20 ára, en það var 7,06 frá árinu 2004 með rafmagns- tímatöku, en einnig er skráð met á handtíma, 6,7 sek., sem Einar Þór Einarsson, Ármanni, á. Annar í 60 m hlaupinu var Þor- steinn á 7,06, sem einnig var undir gamla metinu sínu og þriðji Guð- mundur Daði Kristjánsson, UMFA, á 7,10 sek. Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki, bætti met Sveins Margeirssonar, UMSS, í 3000 m hlaupi í tveimur aldursflokkum unglinga (19–20 ára og 21–22 ára) um rúmlega 3 sek., þegar hann sigraði á 8.31,67 mín. Annar varð félagi Kára Steins úr Breiðabliki, Stefán Guðmundsson á 8.37,31 mín., og þriðji Ingvar Hauk- ur Guðmundsson, Fjölni, á 9:30,87 mín. Þá bætti Íris Anna Skúladóttir, Fjölni, metin í þremur aldursflokk- um (17–18 ára, 19–20 ára og 21–22 ára) í 3.000 m hlaupi, þegar hún sigr- aði í þeirri grein á 10.01,70 mín., eft- ir hörkukeppni við Fríðu Rún Þórð- ardóttir, ÍR, sem kom önnur í mark á 10.01,92 mín. Þriðja varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, á 10.34,06 mín. Sveinn fór undir 50 sekúndur Á seinni keppnisdegi í gær bætti Sveinn Elías tvö met í 400 m hlaupi þegar hann kom örugglega fyrstur í mark á 49,74 sek. og bætti eigið drengjamet, sem var 50,25 sek. og um leið tveggja ára gamalt met Sig- urkarls Gústavssonar, UMSB, í flokki 19–20 ára, en það var 49,87 sek. Þá setti Einar Daði Lárusson, ÍR, nýtt met í 60 m grindahlaupi sveina (karlhæð á grindum, 1,07 m) en hann varð í öðru sæti í þeirri grein á 8,63 sek., sem er afar athyglisverður ár- angur hjá 16 ára gömlum strák. Ólafur Guðmundsson, HSÞ, sigraði á 8,46 sek. í grindahlaupinu. Ný met verða einnig skráð í 4 x 400 m boðhlaupi karla og fimm ald- ursflokkum kvenna, en keppt var í þeirri grein í fyrsta sinn að þessu sinni. Kvennasveit Fjölnis sigraði á 3.59,34 mín og fær skráð met í flokki stúlkna, unglinga og kvenna. Meyja- sveit ÍR, sem varð í 3. sæti á 4.29,17 mín., fær nýtt met skráð í meyja- flokki. Í 4 x 400 m boðhlaupi karla sigraði sveit HSÞ á 3.29,88 mín., og fær skráð Íslandsmet í karlaflokki í þeirri grein. Silja Úlfarsdóttir, FH, sigraði í tveimur greinum í gær, í 60 m grindahlaupi á 8,98 sek. og í 400 m hlaupi á 55,83 sek. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, Sig- urbjörn Árni Arngrímsson, HSÞ, og Íris Anna Skúladóttir, Fjölni, unnu öll tvær einstaklingsgreinar hvert á mótinu, auk þess að vera í sigur- sveitum í 4 x 400m boðhlaupum og fengu þau því einnig þrenn gullverð- laun um helgina, eins og Silja. Sveinn Elías vann einnig tvær ein- staklingsgreinar. Morgunblaðið/ÞÖK Silja Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, kom til landsins frá Bandaríkjunum til að keppa á mótinu. Hún vann sigur í þremur greinum, fleiri en nokkur annar keppandi á mótinu. Á annan tug meta var sleginn Á ANNAN tug meta féll á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var í Laugardalshöll um helgina. Silja Úlfarsdóttir, hlaupa- kona úr FH, kom heim frá Bandaríkjunum og tók þátt í mótinu og vann örugglega í þremur greinum, 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi. Hinn ungi og efnilegi frjálsíþróttumaður úr Fjölni, Sveinn Elías Elíasson, bætti fjögur met og kemur vart svo inn í mót í frjálsíþróttahluta Laugardalshallarinnar án þess að setja met. Þá er Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, farinn að nálgast meira en aldarfjórð- ungsgamalt Íslandsmet Friðriks Þórs Óskarssonar í þrístökki. CHARLIE Wi, kylfingur frá S- Kóreu, sigraði á Maybank mótinu í golfi sem fram fór í Malasíu og gerði út um vonir Thongchai Jaidee frá Taílandi að sigra á þessu móti þriðja árið í röð. Wi fékk fugl á lokaholu mótsins og tryggði sér sig- ur en hann var einu höggi betri en Jaidee. Lokahringurinn hjá Wi var magnaður en hann lék á 63 högg- um, 9 höggum undir pari, og var samtals á 19 höggum undir pari. Keppnin átti að vera 72 holur en síðasta umferðin var slegin af vegna rigninga og þrumuveðurs og voru aðeins leiknar 54 holur. Þetta er í sjöunda sinn sem Wi sigrar á Asíumótaröðinni en mótið var einn- ig hluti af Evrópumótaröðinni og er þetta í annað sinn sem kylfingur frá S-Kóreu sigrar á Evrópumótaröð- inni. Thongchai ætlaði sér að verða fyrsti kylfingurinn til þess að vinna þetta mót þrjú ár í röð en hann lék á 66 höggum á lokahringnum og missti af sigrinum með því að mis- nota pútt á lokaholunni fyrir fugli. Hann varð að láta annað sætið duga. Wi gerði út um vonir Jaidee

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.