Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 4
KÖRFUKNATTLEIKUR 4 B MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir tapleik- inn gegn Grindavík enda ekki á hverjum degi sem Keflavík tapar í úrslitum bikarkeppninnar. Þjálfarinn hrósaði Grindavík og óskaði þeim til hamingju með tit- ilinn en að sama skapi sagði hann sitt lið hafa leikið langt undir getu. „Það er ömurlegt að leika svona illa í úrslitaleik sem þess- um. Það var eins og enginn okk- ar vildi taka af skarið og þegar við byrjuðum leikinn illa þá var eins og allt væri erfitt í fram- kvæmd. Kannski var spennustig- ið of hátt. Við hittum illa, lékum lélega vörn og vorum einfaldlega slakir. Það er ekki meira um þetta að segja,“ sagði Sigurður. Hann var oftar en ekki ósam- mála dómarapari leiksins á með- an leikurinn stóð yfir en eftir leikinn var Sigurður rólegur yfir þeirra aðkomu. „Ég held að þeir hafi bara verið að gera sitt besta. Það vorum við sem vorum að leika illa og menn bjuggu ekki til nein færi fyrir aðra leikmenn. Það varð okkur að falli og einnig slök vörn.“ „Enginn tók af skarið“ Bandaríski bakvörðurinn Jerem-iah Johnson hélt Grindvíking- um á floti í fyrsta leikhluta og skor- aði 13 stig af alls 26 stigum liðsins en í liði Keflavíkur bar mest á Gunnari Einarssyni fyrirliða og Bandaríkjamanninum AJ Moye. Níu stig skildu liðin að eftir fyrsta leikhluta og þann mun náðu leik- menn Keflavíkur aldrei að brúa. Helgi Jónas Guðfinnsson tók við keflinu af Johnson í öðrum leikhluta og skoraði grimmt fyrir utan þriggja stiga línuna og var gaman að sjá Helga Jónas finna fjölina sína að nýju en hann hefur lítið verið með undanfarin ár vegna meiðsla og anna í vinnu. Grindavík lagði allt kapp á að stöðva AJ Moye, aðalstigaskorara Keflavíkur, og sáu nafnarnir Páll Kristinsson og Páll Axel Vilbergs- son um að halda honum við efnið. Páll Axel hefur oft skorað meira en hann skoraði 7 stig en tók 12 fráköst og var sá leikmaður sem batt vörn Grindavíkur saman. Varnarleikur Grindavíkur hefur alls ekki verið þeirra aðalsmerki en á laugardaginn sýndi liðið hvers það er megnugt þegar allt gengur upp. Það var þannig andrúmsloft og stemmning í herbúðum Grindavíkur að það var nánast sama hver kom inn á – öll skot fóru ofan í. Gott dæmi er þegar Ármann Örn Vil- bergsson, yngri bróðir Páls Axels, kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og skaut þriggja stiga skoti langt utan af velli og fór boltinn beint of- an í körfuna. Þorleifur Ólafsson átti einnig fína spretti og er athygliverð- ur leikmaður. Ekki má gleyma framlagi Péturs Guðmundssonar en sjálfstraustið var gríðarlegt hjá Pétri í leiknum en hann skoraði mikilvæg stig og gaf að auki flottar sendingar á samherja sína sem gáfu stig. Pétur er langt frá því að vera í góðu líkamlegu ásigkomulagi enda hefur hann verið tvístígandi um framhaldið hjá sér en í leiknum á laugardaginn sannaðist að hugurinn ber mann hálfa leið. Pétur gaf allt sem hann átti og aðeins meira en það. Nedsad Biberovic, miðherji Grindavíkur, lék aðeins í 11 mínútur í leiknum en hann var drjúgur á lokakaflanum eftir að Páll Kristins- son og Pétur Guðmundsson voru farnir af velli með 5 villur. Keflavíkingar vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Leik- ur þeirra var ómarkviss og lítið um að menn sköpuðu færi fyrir aðra, boltinn gekk illa í sóknarleiknum og skyttur liðsins fengu ekkert rými til þess að athafna sig. Gunnar Ein- arsson lék ágætlega og AJ Moey einnig – Magnús Gunnarsson reyndi hvað hann gat en skoraði megnið af stigum sínum undir lok leiksins þeg- ar úrslitin voru nánast ráðinn. Skap Keflavíkinga var mikið og fór mikil orka í að argast og skammast í dóm- araparinu en það dugði ekki til þess að breyta gangi mála – ekki frekar en áður. Grindavík átti sigurinn sannar- lega skilið enda var liðið betra á öll- um sviðum íþróttarinnar en það sem stendur kannski uppúr er „endur- koma“ Helga Jónasar sem lék hreint út sagt frábærlega og ætlar sér greinilega að mæta sterkur til leiks á lokaspretti keppnistímabils- ins – sem gæti verið hans síðasta. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Kristinsson og Jeremiah Johnson voru í lykilhlutverkum í bikarúrslitu Grindavík skaut Kefla- vík á kaf GRINDVÍKINGAR voru með hugann við efnið í bikarúrslitaleik karla í körfuknattleik gegn Keflavík á laugardaginn í Laugardalshöll. Í stuttu máli sagt var Grindavíkurliðið mun betra á öllum sviðum íþróttarinnar og áttu Keflvíkingar ekki möguleika gegn sterkri vörn Grindavíkur en Grindavík skoraði 93 stig gegn 78. Og á sama tíma geigaði varla skot í sóknarleik Grindvíkinga en það virtist sem búið væri að setja loka á körfuna hjá Grindavík þar sem stórskyttur Keflavíkur áttu afleitan dag og margir þeirra hefðu ekki hitt sjóinn þótt þeir hefðu staðið á bryggjunni – það fór ekkert ofan í. Grindavík hefur aldrei tapað í bikarúrslitaleik en þetta var fjórði bikarmeist- aratitill félagsins. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Ég hef hægt og bítandi verið að komainn í þetta aftur eftir að hafa tekið mér frí í nóvember. Í svona leik gefur maður allt sem maður á og kannski að- eins meira en það,“ segir Helgi og er sammála því að hann líti út fyrir að hafa meira gaman af því að leika en áður. „Jú, maður sér hlutina aðeins í öðru ljósi þegar það er að líða að lokum ferils- ins. Maður á ekki mikið eftir, þetta gæti hafa verið síðasti bikarúrslitaleikurinn sem ég leik. En það bendir allt til þess að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér. En ég hef aldrei upplifað að tapa í bikarúr- slitum og mun líklega ekki gera það úr þessu,“ segir Helgi en hann rekur lík- amsræktarstöð í Grindavík og á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni. Græni dúkurinn illræmdi „Ég get ekki æft eins og ég vildi gera. Stundum næ ég bara tveimur æfingum á viku þar sem ég er frá upphafi til enda og stundum næ ég bara hálftíma í lok æf- Helgi segir að hann hafi mætt til leiks úrslitaleikinn gegn Keflavík með það a markmiði að njóta þess að leika og þa var auðvelt að „gíra“ sig upp með þa markmið í huga. Síðasti leikurinn í „Höllinni“ Kannski er þetta síðasti leikurinn sem ég leik í Laugardalshöllinni og það va næg gulrót fyrir mig.“ Helgi hrósaði félaga sínum Pétri Guð mundssyni fyrir hans framlag en han telur að Pétur muni eflaust bæta sig en frekar á næstu vikum. „Ef Pétur væri ingar. Þetta er sá raunveruleiki sem ég hef búið við undanfarin ár. Þetta er hlut- skipti sem ég valdi mér og ég kvarta ekki. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ég tel að þetta verði mitt síðasta tímabil. Ég get ekki æft eins og ég vildi gera og á meðan ég er með þetta fyr- irtæki í rekstri sé ég ekki að það breytist á næstu árum. Ég er ekki nema þrítugur og ætti að eiga mörg ár eftir og þrátt fyr- ir að það sé komið parketgólf í Grindavík er það ekki næg gulrót. Maður fór illa með skrokkinn á sér á „græna“ dúknum og eftir að hafa hlaupið um á því gólfi í rúm 25 ár er margt í ólagi hjá manni.“ Helgi segir að hugarfarið í herbúðum Grindvíkinga hafi verið rétt í úrslita- leiknum. „Það var eitthvað andrúmsloft sem myndaðist í hópnum fyrir leikinn sem gaf af sér þann kraft sem einkenndi okkur. Þegar við leikum með þessum hætti og hittum úr langskotunum er ekk- ert sem stöðvar okkur. Vörnin er að batna og hvað sjálfan mig varðar hef ég sett mér það markmið að leika vörnina af meiri krafti og leyfa öðrum leikmönnum að njóta sín í sóknarleiknum.“ „Hef á ný gaman af því sem ég er að gera,“ segir Helgi Jónas Gu bikarmeistaraliðs Grindavíkur, en hann ætlar að hætta „Minn síðas bikarúrslitalei HELGI Jónas Guðfinnsson, leikmaður Grindavíkur, er ekki gamall í hett- unni sem íþróttamaður enda rétt að verða þrítugur en hann hefur samt sem áður verið í fremstu röð íslenskra körfuknattleiksmanna í um 15 ár. Á undanförnum misserum hefur Helgi Jónas látið fara lítið fyrir sér vegna meiðsla og anna í vinnu en hann sýndi hvað í honum býr í úrslita- leiknum gegn Keflavík – þar sem hann kom vel stemmdur til leiks og lagði grunninn að fjórða bikarmeistaratitli liðsins. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Helgi Jónas Guðfinnsson, leik- maður Grindavíkur, fagnaði bikarmeistaratitlinum í þriðja sinn á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.