Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég myndi fara varlega í að troða Siv svona um tær, þegar hún tekur við þig dansinn, Kalli minn. Skapist þær aðstæðurað fjármálakerfinusé talin hætta búin vegna áfalls í fjármálafyr- irtæki eða á markaði skal efnt til umfjöllunar í sam- ráðshópnum án tafar. Við- brögð við slíkum vanda eru háð aðstæðum hverju sinni en grundvallaratriði er að eigendur og stjórn- endur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir.“ Þetta segir í samkomulagi forsætis-, fjármála- og við- skiptaráðuneytis, Fjár- málaeftirlitsins og Seðlabanka Ís- lands um formlegt samráð og viðbúnað vegna hugsanlegra áfalla í fjármálakerfinu. Sam- komulagið var gert 21. febrúar sl. Bankastjórn Seðlabankans og for- stjóri FME kynntu forsætisráð- herra, utanríkisráðherra, fjár- málaráðherra og viðskiptaráðherra viðlagaáætlan- ir vegna hugsanlegra erfiðleika á fjármálamarkaði 15. janúar 2004. Ákveðið var að skipa starfshóp ráðuneytisstjóra þriggja ráðu- neyta, forstjóra FME, aðstoðar- seðlabankastjóra og fram- kvæmdastjóra Seðlabankans til að fjalla um viðbúnað stjórnvalda vegna hugsanlegra erfiðleika á fjármálamarkaði. Hópurinn skil- aði ráðherrum, FME og banka- stjórn Seðlabankans greinargerð sinni sem trúnaðarmál 17. febrúar sl. Í framhaldi af því var svo geng- ið frá formlegu samstarfi um sam- ráð og viðbúnað. Morgunblaðið fékk í gær að- gang að samkomulaginu og grein- argerð hópsins. Þar er að finna greiningu á þeim aðstæðum sem gætu komið upp og krefjast sam- ráðs um aðgerðir af hálfu stjórn- valda ásamt tillögum um viðbúnað og lagabreytingar ef erfiðleikar skapast sem ógnað geta fjármála- kerfinu. Yfirtaka vald hluthafafundar Í greinargerðinni er bent á að hugtakið fjármálakreppa sé teygj- anlegt. Tilraunir hafi verið gerðar til þess að greina á milli fjármála- kreppu/bankakreppu annars veg- ar og almennra veikleika í fjár- málakerfi hins vegar. „Ein skilgreiningin miðast við reynslu fjölmargra landa sem hafa mátt þola fjármálakreppur og felur í sér að um fjármálakreppu sé að ræða ef a.m.k. ein eftirfarandi staðreynda á við: – Hlutfall varúðarfærðra eigna af heildareignum banka er um- fram 10%. – Björgunaraðgerðir kosta meira en 2% af landsframleiðslu. – Vandamál fjármálakerfisins leiða til þess að stór hluti bank- anna kemst í eigu og umsjá rík- isstjórnvalda (þjóðnýttur). – Umfangsmikil áhlaup á banka eða gripið er til neyðaraðgerða svo sem innlánsfrystingar eða ábyrgðaryfirlýsinga til að bregð- ast við vandanum.“ Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að liggja þurfi fyrir með skýrari hætti en nú er hvaða aðilar í stjórnkerfinu beri megin- ábyrgð á og annist framkvæmd á úrlausn fjármálakreppu og hvaða heimildir þeir hafi. Telur hópur- inn að huga þurfi að breytingum á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki. Lagðar eru fram nokkrar tillögur m.a. um eft- irfarandi: „Æskilegt er að Fjár- málaeftirlitið geti knúið fram breytingar á stjórnun og endur- skoðun fjármálafyrirtækis. Þann- ig geti Fjármálaeftirlitið vikið stjórn, framkvæmdastjóra og eft- ir atvikum endurskoðanda úr starfi og skipað nýja í þeirra stað. Til greina kemur jafnframt að kveða á um einhliða heimild eft- irlitsins til að taka við tilteknar að- stæður yfir vald hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda að þessu leyti. Önnur leið væri að kveða á um heimild Fjármálaeft- irlitsins til að boða til hluthafa- fundar eða fundar stofnfjáreig- enda og leggja þar fyrir og knýja fram tillögu um breytingar á stjórn og endurskoðun,“ segir m.a. í tillögum hópsins. „Einnig kann að vera mikilvægt að Fjármálaeftirlitið hafi heimild- ir til þess að takmarka eða banna ráðstöfun eftirlitsskylds aðila á fjármunum sínum og eignum sé það liður í aðgerðum til að koma fjárhag þess á réttan kjöl. Með þessu er t.d. átt við bann við út- borgun innlána, veitingu útlána, greiðslu skulda til kröfuhafa eft- irlitsskyldra aðila og fleira þess háttar. Fjármálaeftirlitið gæti jafnframt á grundvelli slíks ákvæðis bannað eftirlitsskyldum aðila að auka við skuldbindingar sínar,“ segir meðal annars í tillög- um hópsins. Talið er í tillögunum að þær að- stæður geti komið upp að nauð- synlegt sé að FME geti krafist þess að eftirlitsskyldur aðili sæki um greiðslustöðvun í samræmi við lagaákvæði um gjaldþrotaskipti. Einnig er lagt til að hugað verði að heimildum stjórnvalda til að taka tímabundið yfir vald hluthafa- fundar í „kerfismikilvægu fjár- málafyrirtæki“, að tilteknum skil- yrðum uppfylltum. Talið er nauðsynlegt að huga að hlutverki Tryggingarsjóðs innstæðueig- enda og fjárfesta og skoða fyrir- komulag útgreiðslna sjóðsins. Fréttaskýring | Samkomulag og tillögur um viðbrögð við áföllum í fjármálakerfinu Viðbúnaðurinn efldur FME fái heimild til að knýja fram breyt- ingar á stjórnun fjármálafyrirtækis Lagt til að vald FME verði aukið. Seðlabanki og FME hafa haldið tvær viðlagaæfingar  Seðlabanki Íslands og Fjár- málaeftirlitið hafa tvisvar sinn- um haldið sameiginlegar við- lagaæfingar vegna viðbúnaðar og viðbragða við hugsanlegum erfiðleikum á fjármálamarkaði og mögulegri fjármálakreppu. Fyrri æfingin var haldin í janúar 2004 og síðari æfingin í janúar síðastliðnum. Lagt er til við stjórnvöld að framhald verði á æfingunum og framvegis með þátttöku ráðuneyta. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.