Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Höfn | Blúshátíðin Norðurljósablús, sem fram fór á Höfn um liðna helgi tókst feiknavel að dómi aðstandenda hennar og gesta. Tuttugu og fimm tónlistarmenn í sjö hljómsveitum komu fram á tíu blústónleikum og var blúsað á fjór- um stöðum í bænum. Þeir sem komu fram um helgina voru Blúskompaníið, KK, Mood, Kentár, Vax og Síðasti sjens. Einnig stjórnuðu Sæmi Harðar og félagar blúsdjammi í Nýheimum á föstudag og laugardag. Aðalgestirnir á Norðurljósablús 2006 var sænska blúshljómsveitin Emil & the Ecstatics. Sveitin lék á tvennum tónleikum. Emil Arvidsson, söngvari og gít- arleikari sveitarinnar, var himinlif- andi eftir hátíðina sem honum fannst takast mjög vel. „Ég hef spil- að á 10–20 blúshátíðum á Norð- urlöndunum síðustu ár og nokkuð margar af þessum hátíðum hafa ver- ið haldnar ár eftir ár. Samt er alltaf eitthvað sem ekki gengur upp. Hér á Höfn var skipulagningin frábær og mjög vel hugsað um að allt væri sem best. Það er ótrúlegt að verið sé að halda þessa hátíð í fyrsta sinn,“ seg- ir Emil Arvidsson. Það má segja að blúsað hafi verið fyrir alla aldurshópa á Höfn um helgina, því KK heimsótti alla grunnskóla staðarins á föstudaginn og á laugardaginn fór hann ásamt Magnúsi Eiríkssyni og Þorleifi Guð- jónssyni á dvalarheimilið og tók lag- ið fyrir gamla fólkið. Hornfirska skemmtifélagið stend- ur fyrir Norðurljósablús og er þetta fimmta verkefni félagsins. Stefnt er að því að hátíðin verði árlegur stór- viðburður. Morgunblaðið/Sigurður Mar Djammað á sviðinu Mats Hammarlöf, Emil Arvidson, Tom Steffensson og Johan Bendrik. Blúsliðið á Höfn harðánægt Egilsstaðir | Kynning á náms- framboði íslenskra háskóla fer fram á Egilsstöðum fimmtu- daginn 9. mars frá kl. 12–17 í Menntaskólanum á Egilsstöð- um. Segir í fréttatilkynningu að gestir og gangandi geti komið og kynnt sér fjölbreytt náms- framboð háskólanna, t.d. viðskiptalögfræði, listnám, hrossarækt, fjölmiðlafræði, landslagsarkitektúr, sálfræði, kennaranám, hagfræði, iðju- þjálfun og svo mætti lengi telja. Þeir skólar sem taka þátt eru Háskólinn á Akureyri – www.- unak.is, Háskólinn í Reykjavík – www.ru.is, Hólaskóli – Há- skólinn á Hólum – www.holar- .is, Kennaraháskóli Íslands – www.khi.is, Landbúnaðarhá- skóli Íslands – www.lbhi.is, Listaháskóli Íslands – www.lhi- .is, Viðskiptaháskólinn Bifröst – www.bifrost.is og Háskóli Ís- lands – hi.is. Eru allir hvattir til að mæta og nýta sér tækifærið til að kynna sér háskólanám á einum stað, á einum degi, og taka ekki eina af stærstu ákvörðunum ævinnar án þessa að kynna sér málin vel. Kynning á námsframboði háskólanna í ME Stóri háskóla- dagurinn Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.