Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Höfn | Blúshátíðin Norðurljósablús, sem fram fór á Höfn um liðna helgi tókst feiknavel að dómi aðstandenda hennar og gesta. Tuttugu og fimm tónlistarmenn í sjö hljómsveitum komu fram á tíu blústónleikum og var blúsað á fjór- um stöðum í bænum. Þeir sem komu fram um helgina voru Blúskompaníið, KK, Mood, Kentár, Vax og Síðasti sjens. Einnig stjórnuðu Sæmi Harðar og félagar blúsdjammi í Nýheimum á föstudag og laugardag. Aðalgestirnir á Norðurljósablús 2006 var sænska blúshljómsveitin Emil & the Ecstatics. Sveitin lék á tvennum tónleikum. Emil Arvidsson, söngvari og gít- arleikari sveitarinnar, var himinlif- andi eftir hátíðina sem honum fannst takast mjög vel. „Ég hef spil- að á 10–20 blúshátíðum á Norð- urlöndunum síðustu ár og nokkuð margar af þessum hátíðum hafa ver- ið haldnar ár eftir ár. Samt er alltaf eitthvað sem ekki gengur upp. Hér á Höfn var skipulagningin frábær og mjög vel hugsað um að allt væri sem best. Það er ótrúlegt að verið sé að halda þessa hátíð í fyrsta sinn,“ seg- ir Emil Arvidsson. Það má segja að blúsað hafi verið fyrir alla aldurshópa á Höfn um helgina, því KK heimsótti alla grunnskóla staðarins á föstudaginn og á laugardaginn fór hann ásamt Magnúsi Eiríkssyni og Þorleifi Guð- jónssyni á dvalarheimilið og tók lag- ið fyrir gamla fólkið. Hornfirska skemmtifélagið stend- ur fyrir Norðurljósablús og er þetta fimmta verkefni félagsins. Stefnt er að því að hátíðin verði árlegur stór- viðburður. Morgunblaðið/Sigurður Mar Djammað á sviðinu Mats Hammarlöf, Emil Arvidson, Tom Steffensson og Johan Bendrik. Blúsliðið á Höfn harðánægt Egilsstaðir | Kynning á náms- framboði íslenskra háskóla fer fram á Egilsstöðum fimmtu- daginn 9. mars frá kl. 12–17 í Menntaskólanum á Egilsstöð- um. Segir í fréttatilkynningu að gestir og gangandi geti komið og kynnt sér fjölbreytt náms- framboð háskólanna, t.d. viðskiptalögfræði, listnám, hrossarækt, fjölmiðlafræði, landslagsarkitektúr, sálfræði, kennaranám, hagfræði, iðju- þjálfun og svo mætti lengi telja. Þeir skólar sem taka þátt eru Háskólinn á Akureyri – www.- unak.is, Háskólinn í Reykjavík – www.ru.is, Hólaskóli – Há- skólinn á Hólum – www.holar- .is, Kennaraháskóli Íslands – www.khi.is, Landbúnaðarhá- skóli Íslands – www.lbhi.is, Listaháskóli Íslands – www.lhi- .is, Viðskiptaháskólinn Bifröst – www.bifrost.is og Háskóli Ís- lands – hi.is. Eru allir hvattir til að mæta og nýta sér tækifærið til að kynna sér háskólanám á einum stað, á einum degi, og taka ekki eina af stærstu ákvörðunum ævinnar án þessa að kynna sér málin vel. Kynning á námsframboði háskólanna í ME Stóri háskóla- dagurinn Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.