Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ  Auglýsing um skráningu óverðtryggðra ríkisbréfa, RIKB 08 0613 í Kauphöll Íslands RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Kauphöll Íslands hefur samþykkt að skrá nýjan flokk ríkisbréfa til tveggja ára, enda uppfylla bréfin skilyrði skráningar. Bréfin verða skráð 16. júní nk. Skuldabréfin eru óverðtryggð og bera 9,50% ársvexti sem greiddir eru út einu sinni á ári. Á lokagjalddaga, hinn 13. júní 2008, greiðist síðasta vaxtagreiðslan, ásamt nafnverði bréfsins. Frekari gögn er hægt að nálgast í afgreiðslu og á heimasíðu Lánasýslu ríkisins, www.lanasysla.is. Borgartún 21, 150 Reykjavík • Sími 540 7500, Fax 562 6068 • www.lanasysla.is R áðstefnan er liður í undirbúningi sam- starfsverkefnis stjórnvalda og at- vinnulífsins sem gengur undir nafn- inu „Einfaldara Ís- land“ og miðar að einfaldara reglu- umhverfi, atvinnulífi og einstaklingum til hagsbóta. Halldór Ásgrímsson flutti stutt ávarp og setti ráðstefnuna. Í máli Halldórs kom fram að vönduð reglu- setning væri liður í því markmiði stjórnvalda að tryggja blómlega at- vinnustarfsemi. Með það fyrir augum hafi stjórnvöld hrint af stað átakinu „Einfaldara Ísland“ sem að sögn Halldórs hefur það að markmiði að grisja frumskóg opinbers regluverks og vanda betur til verka áður en ný lög og reglur eru settar. Halldór benti á að þó um langtíma- verkefni væri að ræða væri hægt að koma fram umbótum í starfi ráðu- neytanna sem myndi skila sér í bættri löggjöf, strax næsta haust. Ein leið til betrumbóta væri að tryggja betur að sjónarmið hagsmunaaðila og almenn- ings kæmu fram áður en frumvörp eru lögð fyrir Alþingi. Halldór sagði þetta kalla á skipulegri vinnubrögð ráðuneytanna þannig að frumvörp væru ekki samin í hendingskasti á síð- ustu stundu, eins og stundum vildi brenna við. Að lokum sagðist Halldór vænta þess að starfshópurinn skilaði af sér einföldum og skilvirkum tillög- um um hvar og hvernig beri að hefj- ast handa við einföldun regluverks- ins. Einföldun ESB og úrbætur í Danmörku Næst tók til máls Silvia Viceconte, hagfræðingur á vegum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Vice- conte sagði að framkvæmdastjórnin hefði árið 2002 hrint af stað átaki sem miðaði að því að betrumbæta löggjöf Evrópusambandsins. Átakið hefði fyrst og fremst falist í því að einfalda regluverk Evrópusambandsins og hefði víðtækt samráð verið haft við aðildarríkin og hagsmunaaðila. Hvað varðaði einföldun regluverks í ein- stökum aðildarríkjum benti Viceconte á að þær betrumbætur væru á valdi aðildarríkjanna, en framkvæmda- stjórn sambandsins hefði veitt þeim ríkjum sem þess þyrftu aðstoð við umbæturnar. Flemming N. Olsen kvaddi sér næst hljóðs en hann starfar hjá fjár- málaráðuneyti Danmerkur, í deild sem miðar að bættri reglugerðasetn- ingu. Olsen sagði að deild þeirri er hann starfaði hjá hefði verið komið á fót ár- ið 2002 með stefnuskrá ríkisstjórnar- innar vegna slæmrar reynslu danskra stjórnvalda af afnámi reglugerða (e. deregulation). Mikil áhersla hefði ver- ið lögð á að einfalda regluverkið að því er varðaði atvinnulífið, sveitarfélög og borgarana og þær aðgerðir stjórn- valda borið marktækan árangur. Mikill hagur af vandaðri reglugerðarsetningu að mati OECD Josef Konvitz, formaður nefndar OECD um endurbætur reglugerða, ávarpaði fundinn frá höfuðstöðvum OECD í París. Konvitz lagði áherslu á að allar aðgerðir stjórnvalda sem mið- uðu að því að einfalda reglur og auka gegnsæi og trúverðugleika þeirra, leiddu til aukinnar virkni markaða. Þannig hefðu neytendur beinan hag af einföldun regluumhverfisins, fyrir- tæki yrðu samkeppnishæfari á al- þjóðavísu, störfum fjölgaði o.s.frv. Konvitz taldi að áherslu bæri að leggja á gæði og skilvirkni reglu- gerða, afnám þeirra væri ekki svarið við þeim vanda sem blasir við stjórn- völdum. Þannig beri að kanna til hlít- ar í hvert sinn sem ný reglugerð er sett hvort reglugerðin sé nauðsynleg, til þess fallin að leysa þann vanda sem henni er ætlað, skýr og aðgengileg. Að lokum benti Konvitz stjórnvöld- um á að farsælast væri að nálgast þetta erfiða viðfangsefni á öllum stjórnsýslustigum, forðast bæri skammtíma úrbætur, tímabundnar aðgerðir og töfralausnir. Einkaaðilar fái aukið eftirlit Næst var röðin komin að íslensku fyr- irlesurunum. Fyrstur í þeirra röð var Pétur Reimarsson, verkefnastjóri Samtaka atvinnulífsins. Beindi hann sjónum fyrst og fremst að mikilvægi einfaldra og góðra starfsskilyrða fyr- irtækja. Í máli Péturs kom fram að þrátt fyrir skilvirkni íslenskrar stjórnsýslu væri hið opinbera regluverk of flókið, tímafrekt og kostnaðarsamt fyrir at- vinnurekendur. Til þess að einfalda umhverfi at- vinnulífsins taldi Pétur mikilvægt að endurskipuleggja stjórnarráðið og skipta verkum ríkis og sveitarfélaga með tilliti til eftirlits með atvinnulíf- inu. Pétur benti einnig á að talsverð einföldun fælist í því að fela faggiltum skoðunarstofum beint eftirlit, sýna- tökur og rannsóknir. Að endingu tók Pétur fram að Samtök atvinnulífsins styddu að sjálfsögðu eðlilegt eftirlit með atvinnustarfsemi en hins vegar væri brýnt að eftirlitið væri skilvirkt, samræmt og rekið á sem hagkvæm- astan hátt Fjöldi reglugerða ekki mælikvarði á gæði þeirra Næstur tók til máls Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Halldór sagði að verkefnið væri mikilvægt frá sjónarhóli ASÍ þar sem það varðaði almenning, launafólk og skattgreiðendur miklu að bæta nú- verandi ástand. Halldór taldi, líkt og Josef Konvitz, að fjöldi reglugerða væri ekki mæli- kvarði á gæði laga og reglna. „Ein- hvers konar baunateljarar eru ekki það sem við þurfum þegar við erum að fjalla um góða eða slæma reglu- setningu.“ Þannig þurfi að fara fram kerfis- bundið mat á áhrifum reglna auk þess sem meiri áherslu bæri að leggja á að samráð væri haft við hagsmunaaðila. Hvað varðaði leiðir til úrbóta taldi Halldór mikilvægt að lagafrumvörp kæmu fyrr fram, löggjöf væri sett fram á skýrari hátt og staðið væri bet- ur að kynningarmálum nýrra reglna og laga. Samræming í stjórnsýslunni Gestur Guðjónsson hjá Olíudreifingu fjallaði um hvernig regluumhverfið horfði við fyrirtækjum. Hann taldi að- komu fyrirtækja að reglusetningu al- mennt vera góða og til að mynda mun betri en hjá frændum okkar Dönum. Gestur benti þó á að mikil þörf væri á samræmingu í stjórnsýslunni. Nauð- synlegt væri að fækka opinberum stofnunum og gera þær að stærri og miðstýrðari heild sem svo hefði útibú víðsvegar um landið. Nefndi Gestur Vinnueftirlitið sem dæmi um stofnun sem hefði fært út kvíarnar á skipu- lagðan hátt og væri alltaf innan seil- ingar. Meginvandann taldi Gestur þó mega rekja til skipulags stjórnarráðs- ins: „Lykillinn að einfaldara regluum- hverfi er endurskoðun stjórnarráðs- ins. Það þarf að fækka og stækka ráðuneyti, fækka og stækka stofnanir þar undir, hafa eitt atvinnuráðuneyti sem sér um atvinnuvegina, eitt innan- ríkisráðuneyti gagnvart infrastrúkt- úrnum og eitt eftirlitsráðuneyti. Þetta tel ég algjöran lykil að þessu starfi og öðruvísi komumst við ekki neitt áfram með að gera Ísland einfaldara.“ Fjörugar pallborðsumræður Að erindi loknu hjá Sigurði Óla Kol- beinssyni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem fjallaði um reglu- setningu frá sjónarhóli sveitarfélag- anna, fóru fram pallborðsumræður. Meðal þátttakenda voru alþingis- menn og fulltrúar atvinnulífs, sveitar- félaga og ríkis. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, taldi að spenn- andi tímar væru framundan í þessum efnum hér á landi. Margt væri hægt að bæta, bæði á framkvæmdavalds- stigi og á Alþingi og samfélagið væri þannig úr garði gert að vandamál sem þessi væru leyst á skömmum tíma. Ágúst Jónsson verkfræðingur og fulltrúi í ráðgjafarnefnd um opinber- ar eftirlitsreglur sem einnig tók þátt í pallborðsumræðunum, tók ekki í sama streng og Bjarni. Hann taldi það ekki til marks um vönduð vinnu- brögð stjórnvalda hversu fljótt mál væru afgreidd heldur væri það þvert á móti galli á kerfinu, víðtækara sam- ráð þyrfti að hafa við hagsmunaaðila og vanda betur til verka við samningu laga og reglugerða. Ágúst sagði að frumvarpi til laga um opinberar eft- irlitsreglur frá árinu 1999 hefðu fylgt skýrar leiðbeiningarreglur sem stjórnvöld ættu að taka mið af þegar lög og reglugerðir væru settar. Það hefði hins vegar ekki verið gert og nú væri kominn tími til þess að Alþingi og ráðuneytin fylgdu þessum viðmið- unarreglum í framkvæmd. „Það sem við þurfum að gera til að einfalda Ís- land og til þess að vinna lagasetn- inguna af alvöru er fara eftir þeim reglum sem í frumvarpinu er að finna, OECD notar og verið er að innleiða í Evrópuréttinn,“ sagði Ágúst. Frumskógur regluverks grisjaður Morgunblaðið/ Jim Smart Einfaldara Ísland Ráðstefna um einfaldara og betra regluverk í þágu atvinnulífs og almennings fór fram á Grand Hótel á þriðjudag, þar sem Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra var meðal fyrirlesara. Ráðstefnan er liður í undirbúningi samstarfsverkefnis stjórnvalda og atvinnulífsins. Haldin var ráðstefna á Grand Hótel í vikunni undir yfirskriftinni „Einfaldara og betra regluverk í þágu atvinnulífs og almenn- ings“. Friðrik Ársælsson hlýddi á erindin og varð margs vísari. fridrik@mbl.is Farsælast er að nálgast þetta erfiða viðfangs- efni á öllum stjórn- sýslustigum, forðast skammtíma úrbætur og tímabundnar aðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.