Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ  TVG-ZIM SEN SÍ MI 5 600 70 0 Kaupmannahöfn – Reyk Einfalt mál Þ egar siglt var um Rotterdamhöfn og horft yfir þann hóp manna er mætti til vígslu tveggja nýrra skipa Samskipa í síðustu viku mátti glögglega sjá að félagið hefur skapað sér trausta stöðu í þessari stærstu höfn Evrópu. Auk samgönguráðherra Hollands og eiginkonu borgarstjóra Rotterdam, sem gáfu skipunum sín nöfn, voru mættir fulltrúar stærstu viðskiptavina Samskipa og helstu fyrirtækja er tengjast flutningaiðnaði í Rotterdam og víðar í Evrópu, hvort sem það eru opinberar stofnanir, flutningafyrirtæki eða fjármálafyrirtæki. Þá voru viðstaddir nokkrir sérhæfðir fjölmiðlar úr heimi flutningaiðnaðarins í Evrópu, sem sýndu starfsemi íslenska félagsins mikinn áhuga. Næst á eftir Maersk Athafnasvæði Samskipa við Rotterdamhöfn er hið næst- stærsta á eftir Maersk. Þarna er þungamiðjan í erlendri starf- semi Samskipa en sama dag og skipin voru vígð, Samskip Pio- neer og Samskip Courier, var hornsteinn lagður að nýrri byggingu á gamla hafnarsvæðinu í Rotterdam. Þar munu um 200 manns starfa undir einu þaki, en aðstaða félagsins í borg- inni hefur verið á nokkrum stöðum. Starfsmenn Samskipa í heild eru um 1.400 og netið er orðið þétt því félagið er með 59 skrifstofur í 23 löndum í þremur heimsálfum; Evrópu, Asíu og N-Ameríku. Nú síðast var S-Ameríka að bætast við með tveimur skrifstofum í Brasilíu. Gámaskipin eru orðin 27 talsins með gámaflota upp á 13 þúsund stykki. Velta félagins er að nálgast 600 milljónir evra, um 56 milljarða króna. Áætlunar- siglingar eru á milli Íslands, Bretlands, Írlands, Spánar, Skandinavíu, Eystrasaltslandanna, Rússlands og meginlands Evrópu. Mikil endurnýjun fer nú fram á skipaflotanum en Courier og Pioneer eru systurskip gámaflutningaskipanna Geestdijk og Geeststroom, sem afhent voru á síðasta ári og hafa reynst vel í siglingum milli Hollands og Bretlandseyja. Tvö skip til við- bótar þessum eru í smíðum hjá Damen skipasmíðastöðinni í Rúmeníu sem afhent verða síðar á þessu ári. Samskip taka skipin á kaupleigu af skipamiðlurum, en fulltrúar þeirra voru viðstaddir vígsluna í Rotterdam í síðustu viku og lýstu yfir mikilli ánægju með samstarfið við Samskip. Félagið hefur þann háttinn á að leigja öll skipin og er ekkert þeirra í beinni eigu þess. Aukið vægi sjóflutninga Að lokinni vígslu skipanna flutti samgönguráðherra Hollands, frú Karla Peijs, ávarp þar sem henni varð tíðrætt um mik- ilvægi þess að flytja flutninga sem mest af landi á sjó. Tekist hefði að auka sjóflutninga til og frá Hollandi og stjórnvöld þar í landi hefðu tekið þá stefnu að gera sjóflutningum enn hærra undir höfði. Tilkynnti hún aukið framlag til sérstakrar stofn- unar, sem ætlað er að stuðla að vöruflutningum á sjó. Frú Peijs lýsti yfir sérstakri ánægju með skipin sem Samskip tóku í notkun, þau væru sérhæfð í styttri siglingar milli hafna í Evr- ópu og væru að auki umhverfisvænni en önnur farartæki. Á þessum vettvangi vildi hún sjá aukinn vöxt, mikil þörf væri á að draga úr umferðarþunga á vegum Hollands og víðar í Evr- ópu. „Stolt og glöð“ Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, er stór eigandi að félaginu og var að sjálfsögðu viðstaddur vígsluna í Rotter- dam. Hann segir það hafa verið nauðsynlegt að flytja starf- semi allra dótturfélaga undir eitt nafn, Samskip væri gott nafn. „Við erum stolt og glöð yfir því að keyra starfsemina undir nafni Samskipa. Eðlilega er nafnið Geest þekkt á sínum mark- aði en það mun breytast. Samskip verður það nafn sem menn nota í framtíðinni,“ segir Ólafur en ýmsir möguleikar voru skoðaðir á nafngiftinni, m.a. með sérstakri markaðsrannsókn í samvinnu við breskt ráðgjafarfyrirtæki. Ólafur segir markmiðið með breytingunum hafa verið að koma á einu samhæfðu siglinganeti sem myndi auka ferðatíðni og hraða um hafnir Evrópu. Með því að notast við 45 feta gáma, líkt og nýju skipin gera, gætu Samskip boðið sambæri- lega kosti og flutningabílar á landi, sem einnig verði í boði hjá fyrirtækinu. Þetta verði öflugasta flutningakerfið í Evrópu, jafnt til sjós sem lands. Varðandi ræðu hollenska samgönguráðherrans segir Ólafur þessa umræðu vera ofarlega á baugi í Evrópu. Hraðbrautirnar séu að fyllast af bílum og fyrirtæki eins og Samskip geti nýtt sér þau tækifæri sem felist í stefnumörkun um flutning vöru- samgangna á sjó. Fyrirtæki séu hins vegar ekki endilega sam- mála stjórnmálamönnum um leiðir að þessum markmiðum. Heimurinn lagður undir Ár er senn liðið frá því að Michael F. Hassing gekk til liðs við Samskip, sem annar forstjóri félagsins ásamt Ásbirni Gísla- syni. Þessi 48 ára Dani hafði um aldarfjórðungsskeið unnið við flutningastarfsemi í Evrópu og Asíu og allan tímann í stjórn- unarstörfum fyrir AP Moller-Maersk. Erlend starfsemi Sam- skipa er mest á hans könnu en þó skipta þeir Ásbjörn með sér verkum í því sambandi, enda Ásbjörn öllum hnútum kunnugur í Rotterdam eftir að hafa stýrt útflutningsdeild Samskipa og verið framkvæmdastjóri Samskipa BV í Rotterdam. Hassing segist í samtali við Morgunblaðið vera mjög sáttur við að hafa farið til Samskipa. Hann hafi farið um borð á spennandi og viðburðaríkum tímum, er Samskip keyptu Geest, Seawheel og Kloosterboer. Nú hafi tekist að koma öllum dótt- urfélögunum undir einn hatt og gríðarleg vinna síðustu mán- aða liggi þar að baki. Hann segir margt líkt með Samskip og Maersk en hann hafi fljótt hrifist af krafti og áræðni Íslendinganna. Metnaður stjórnenda Samskipa sé mikill og það sjáist á þeim stórum skrefum sem hafi verið stigin síðustu árin. Í raun hafi lítið fyr- irtæki ákveðið að leggja heiminn undir og nefnir Hassing þar sem dæmi að félagið láti sér ekki duga að vera með skrifstofur í Evrópu, Asíu og N-Ameríku. Framundan sé að opna skrif- stofur í Brasilíu og Chile. Spurður um möguleika Samskipa á að stækka enn frekar segir Hassing að félagið hafi nú þegar skipað sér í hóp þriggja eða fjögurra stærstu flutningafyrirtækja Evrópu. Með því að nota gáma sem henta bæði skipum og bílum séu gríðarlegir möguleikar á auknum vexti fyrirtækisins. Reynslubolti Michael F. Hassing, forstjóri Samskipa, hefur langa reynslu af flutningastarfsemi í Evrópu og Asíu. Nýtt skip Vörur lestaðar um borð í Samskip Pioneer í Rotter- dam-höfn áður en skipið lagði af stað í jómfrúarferð sína. Ljósmyndir/Hreinn Magnússon Við stýrið Þeir standa vaktina í brú Samskipa, Ásbjörn Gísla- son, Michael F. Hassing og Ólafur Ólafsson. Samskip ætla sér stærri hluti Samskip ætla sér stóra hluti á evrópskum flutningamarkaði á næstu árum. Einn liður í því er að nota Samskipanafnið á allan rekstur og færa höfuðstöðvar erlendrar starfsemi undir eitt þak. Björn Jóhann Björnsson var í Rotterdam á dögunum og kynnti sér breytta starfsemi og áherslur skipafélagsins íslenska. bjb@mbl.is Starfsmenn Samskipa í heild eru um 1.400 og netið er orðið þétt því félagið er með 59 skrifstofur í 23 löndum í þremur heimsálfum; Evrópu, Asíu og N-Ameríku. Nú er S-Ameríka að bætast við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.