Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 16
410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 30 46 9 11 /2 00 5 Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, NYSE, Nasdaq og AMEX í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is F járfestatengsl eru mikilvægur þáttur í starf- semi allra fyrirtækja sem þurfa að leita á fjármagnsmarkaði og gildir þá einu hvort um hlutabréfa- eða skuldabréfamarkaði er að ræða. Eigi fjárfestar að leggja fjármuni til slíkra fyrirtækja þurfa þeir að hafa góða mynd af rekstri þeirra og jafnframt er nauðsynlegt að þeir hafi góðan að- gang að upplýsingum. Stoðtæknifyrirtækið Össur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur leitað á fjármagnsmarkaði en Sigurborg Arnarsdótt- ir hefur starfað sem forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Össuri síðan 2001. Kópavogsbúi í húð og hár Sigurborg er fædd árið 1972 og er að eigin sögn Kópa- vogsbúi í húð og hár. „Ég er alin upp í vesturbæ Kópavogs og gekk því í Kársnesskóla og Þinghólsskóla áður en leiðin lá í Menntaskólann í Kópavogi,“ segir Sigurborg þegar blaðamaður spyr um skólagöngu hennar. Hún lauk stúdentsprófi frá MK árið 1993 og þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún nam þýsku og sagn- fræði. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á listasögu en hún er ekki kennd hérna heima. Þess vegna ákvað ég að fara í sagnfræði ásamt þýskunáminu. Veturinn 1996–1997 gafst mér tækifæri til þess að fara til München í Þýskalandi til þess að læra listasögu og ég greip það. Ég kláraði síðan sagnfræðina hér heima árið 1999.“ Veturinn 1998–1999 starfaði Sigurborg hjá Endur- menntun Háskóla Íslands og hafði þá meðal annars um- sjón með námskeiðum fyrir erlenda stúdenta. Síðan lá leið- in til Össurar þar sem hún hefur starfað alla tíð síðan. Hafði hún hugsað sér að fara að vinna í viðskiptaheiminum þegar hún innritaði sig í sagnfræðina? „Alls ekki. Mér virtist þetta frekar óspennandi og það má því kannski segja að ég hafi runnið á bananahýði inn í starfið. Ég var ráðin hingað vegna tungumálakunnáttu minnar en ég hef lítið þurft að nota þýskuna í vinnunni.“ Sigurborg segir að margar hliðar séu á starfinu, t.d. snú- ist það ekki bara um tölur. „Þetta snýst mjög mikið um mannleg samskipti og kynningarmál. Þetta er ekki ein- göngu kynning til fjárfesta því allt umtal um fyrirtækið hefur áhrif á ímynd þess og það er mikilvægt að halda góðri ímynd.“ Starf fjárfestatengils hjá Össuri varð ekki til fyrr en árið 2001 og fram að því starfaði Sigurborg á fjármálasviði fyr- irtækisins, meðal annars í fjárreiðum og í hluthafaskrán- ingu en félagið var einmitt skráð á hlutabréfamarkað stuttu eftir að hún kom til starfa. En hvernig er að starfa sem fjárfestatengill? Er þetta mjög þrætusamt starf? „Ég myndi ekki segja það en það er vissulega mikilvægt að vanda sig við það sem maður er að gera og koma hlut- unum skilmerkilega til skila. Þá losnar maður við að þurfa að leiðrétta misskilning. Okkur hjá Össuri hefur tekist mjög vel að skila því sem við viljum segja um reksturinn. Þannig höfum við komist hjá því að þurfa að senda mikið af leiðréttingum eða bera til baka rangfærslur og ranghug- myndir um fyrirtækið.“ Blaðamaður ræddi við vinnufélaga Sigurborgar sem segir hana vera góðan vinnufélaga og mjög ánægjulegt að vinna með henni. „Það eru þrjú orð sem lýsa henni best: Dugleg, ákveðin og lífleg. Sigurborg hikar ekki við að tak- ast á við ný verkefni.“ Fjölskyldan aðaláhugamálið Maki Sigurborgar er Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskóla Íslands, og eiga þau tvo syni, sá eldri er fimm ára gamall og sá yngri tveggja ára. Aðspurð segir hún að lítill tími gefist til áhugamála enda sé helsta áhugamálið utan vinnunnar fjölskyldan. „Ég hef gaman af útivist og mér finnst einnig gaman að fara á tónleika eða að lesa góða bók,“ segir Sigurborg sem segist vera frekar menningarsinnuð. Þegar hún er spurð hvað hún ætli að gera nú þegar HM í knattspyrnu hefst verður fátt um svör. „Maður finnur sér eitthvað að gera annað en að horfa á sjónvarpið.“ Ímyndin mikilvæg SVIPMYND sverrirth@mbl.is Sagnfræðingurinn Sigurborg Arnarsdóttir hefur umsjón með fjárfestatengslum hjá Össuri. Guðmundur Sverrir Þór spjallaði við hana og komst að því að hún rann á bananahýði inn í viðskiptaheiminn. Morgunblaðið/Kristinn Menningarsinnuð Sigurborg Arnarsdóttir hefur gaman af að fara á tónleika og lesa góða bók. ÞAÐ getur verið gaman að horfa á HM í knatt- spyrnu en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ný rannsókn frá Tuck School of Business í Dartmouth háskóla, MIT og norska Viðskiptaháskól- anum hefur leitt í ljós að sterk fylgni er á milli úrslita í knattspyrnulandsleikjum og gengisbreytinga í kaup- höllum. Og spili landslið í HM eru áhrifin enn meiri. Frá þessu er greint í sænska blaðinu Dagens Industri en Svíar eru einmitt meðal þátttakenda í HM sem hefst á morgun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar lækkar gengi í kauphöllum að með- altali um 0,39% tapi landslið leik í úrslitakeppni HM. Tapi liðið í „venjulegum“ landsleik lækkar gengi að meðaltali um 0,29%. „Fólk trúir því oft að hag- fræði og viðskipti byggist á skynsemi og rökhugsun en þetta sýnir okkur að svo er alls ekki alltaf,“ segir Diego Garcia, prófessor við Tuck háskólann. Áhrifin eru að hans sögn mest í löndum á borð við Frakkland, England, Spán og Ítalíu þar sem knatt- spyrna er þjóðaríþrótt. REUTERS Eins gott það gangi vel VANTRAUST er eitt af því sem einkennir versnandi efna- hagslegt árferði. Þannig treysta fjármálastofnanir við- skiptavinum sínum ekki jafn- vel og þegar hagsveiflan er á uppleið og draga gjarnan úr útlánum. Útherji fékk nýlega að upplifa að myrkrið nálgast í íslensku efnahagslífi. Þannig er mál með vexti að Útherji hafði á mynd- bandaleigu einni á höfuðborgarsvæð- inu leigt barnamynd fyrir ungan son sinn. Svo illa vildi til að Útherji gleymdi að skila myndinni (svo sem ekki í fyrsta sinn) og þegar slíkt hefur komið fyrir áður hefur það svo sem ekki þótt neitt tiltökumál og þá berst yfirleitt vinalegt sms-skeyti með áminningu um að skila nú spólunni. Í þetta skipti var þó annað upp á teningnum. Þegar Útherji var að svæfa soninn eitt kvöldið tók síminn að hringja sem andsettur væri. Ekki náðist í símtólið nægilega snemma og því var hringt út. Innan við mínútu síðar tók síminn að hringja á ný og í þetta skipti var frekjulegur hringitónn- inn þannig að sá stutti hrökk upp með harmkvælum miklum. Útherja brá svolítið og taldi víst að einhver í fjölskyldunni hefði slasast eða eitt- hvað þaðan af verra. Hann dreif sig því að svara og þá rumdi kvenmanns- rödd í símanum að þetta væri á myndbandaleigunni og að nú væri mál að skila myndinni. Útherji spurði vinsamlega hvort einhver væri að bíða eftir myndinni en svo var ekki. Af þessu má greina að vantraust í samfélaginu er orðið mikið og næst á Útherji von á innheimtukröfu frá sýslumanni vegna myndarinnar góðu.  ÚTHERJI Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vantraust á vídeóleigu SAMNINGAR hafa náðst milli Alcoa, eiganda Alcoa Fjarðaáls, og íþrótta- framleiðandans Nike þess efnis að Alcoa framleiði sérstaka álhólka fyrir Nike sem síðan verður breytt í hafnaboltakylfur. Um er að ræða fínustu kylf- ur íþróttavörurisans sem verða notaðar um allan heim í keppni í sumar. Hólkarnir verða framleiddir í álveri Alcoa í Arizona-fylki í Bandaríkjunum en ekki er gefið upp hvert verðmæti samningsins er. Alcoa framleiðir fyrir Nike

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.