Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ                       ! "  #$ "$ $ $ $         "        % &'(   % &'(   $ $ "     % &'(   $ $ "      !"   Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur komist að þeirri nið- urstöðu að hafi myndast yfirtöku- skylda í hlutafélagi sé yfirtökuskyld- um aðila ekki heimilt að minnka eignarhlut sinn í félaginu án leyfis yfirvalda. Þetta kemur fram í túlkun FME á réttarúrræðum eftirlitsins þegar aðili sem hefur farið upp fyrir yfirtökumörk selur aftur þann hluta sem er umfram leyfileg mörk. Túlk- unin er birt á vef eftirlitsins en þar segir að tiltekin álitamál varðandi þetta efni hafi komið upp og við úr- lausn þessa hafi FME „kannað fram- kvæmd annarra Evrópuríkja, auk þess að leita upplýsinga á vettvangi Evrópusambandsins.“ Þetta er gert með tilliti til þess að íslenskar yf- irtökureglur byggjast í meginatrið- um á tilskipun ESB sem er ætlað að samræma yfirtökureglur í álfunni. Markmið ákvæðisins um yfirtöku- skyldu er að tryggja hagsmuni minnihlutahluthafa í félögum, þ.e. veita þeim möguleika á útgöngu úr hluthafahópi þegar einn aðili er orð- inn alls ráðandi þar. Réttarúrræði FME Niðurstaða FME varðandi áður- nefnd álitamál er sú að samkvæmt orðalagi 1. málsgreinar 37. greinar laga um verðbréfaviðskipti sé yfir- tökuskyldan fortakslaus. Eftirlitið geti veitt undanþágu frá þessari skyldu ef vissar aðstæður séu fyrir hendi en samkvæmt íslenskum lög- um beri yfirtökuskyldum aðila að sækja með formlegum hætti um heimild til þess að selja niður fyrir yfirtökumörk og losna þannig undan tilboðsskyldu. Yfirtökuskyldum að- ila er sem sagt ekki í sjálfsvald sett hvort hann selur bréfin eða ekki þeg- ar yfirtökumörkum er náð. Í 48. grein laganna um verðbréfa- viðskipti er að finna úrræði FME þegar tilboðsskyldur aðili fer ekki að reglum. „Í ákvæðinu segir nánar að ef aðili sem er tilboðsskyldur skv. 37. gr., setur ekki fram tilboð innan til- skilins frests geti Fjármálaeftirlitið fellt niður allan atkvæðisrétt við- komandi aðila í félaginu. Er viðkom- andi aðilum að því búnu skylt að selja þann hluta eignarhlutarins sem er umfram leyfileg mörk. Skal Fjár- málaeftirlitið setja tímamörk í því skyni en fresturinn skal ekki vera lengri en fjórar vikur, að viðlögðum dagsektum,“ segir á vef FME. Þar segir jafnframt að sú spurning hafi vaknað hvort draga megi þá ályktun að þar sem endanlegt úrræði FME sé að þvinga menn til þess að selja niður hljóti mönnum að vera frjálst að gera það að eigin frum- kvæði. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki. Hér er eigi að síður um brot á yfirtökuskyldu að ræða og gæti það leitt til sektar í refsimáli. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir að óvissa hafi ríkt um þetta at- riði og að það sé í samræmi við boð- aða stefnu FME að setja fram túlk- un um viðhorf eftirlitsins svo að markaðsaðilar geti tekið mið af því. Óheimilt að selja niður án samþykkis FME HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísi- talan lækkaði um 0,19% í um 2,2 milljarða króna viðskiptum og var 5.728 stig. Velta á skuldabréfamark- aði nam 2,9 milljarða króna. Mest viðskipti voru með bréf Glitnis, fyrir 736 milljónir króna. Bréf Flögu hækkuðu um 0,99% og bréf Össurar um 0,89%, en þetta voru einu bréfin sem hækkuðu í gær. Bréf FL Group lækkuðu um 2,01%, bréf Mosaic um 1,84% og bréf Avion um 1,11%. Hlutabréf lækkuðu í verði EIGENDUR Pennans hafa fest kaup á 73% hlut í lettneska rekstr- arvörufyrirtækinu AN Office sem er hið þriðja stærsta sinnar teg- undar á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 millj- arðar íslenskra króna á síðasta ári en kaupverð hlutarins er ekki gefið upp. Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans, segir í tilkynningu að lyk- ilstjórnendur AN Office í höf- uðstöðvunum í Lettlandi taki þátt í yfirtökunni og halda áfram í sínum störfum. AN Office er þekkt fyrirtæki á sínu markaðssvæði og hefur um 150 birgja um alla Evrópu. Sameiginleg innkaup og kaupsamningar Penn- ans og AN Office munu auka slag- kraft beggja, segir í tilkynning- unni, þótt AN Office verði áfram rekið sem sjálfstæð eining. Rúmur þriðjungur af tekjum fyrirtækisins er frá sölu á netinu og fyrirtækið rekur auk þess verslanir og dreif- ingarmiðstöðvar í Eystrasaltslönd- unum, en meirihluti veltu fyrirtæk- isins er í Lettlandi. Behrens Corporate Finance veitti ráðgjöf við kaupin, en fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf við norræna fjárfesta í Eystrasaltslöndunum. Penninn kaupir hlut í fyrirtæki í Lettlandi AVION Group og HB Grandi munu koma inn í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands um næstu mán- aðamót ef marka má nýja spá grein- ingardeildar Glitnis. Avion kemur inn í stað Flögu Group og HB Grandi í stað Kögunar sem hefur verið af- skráð í kjölfar yfirtöku Dagsbrúnar á fyrirtækinu. Úrvalsvísitalan er endurskoðuð á hálfs árs fresti og hefur löngum ver- ið búist við því að Flaga Group myndi detta út, en ef nota má íþróttamál má segja að félaginu hafi með naumindum tekist að hanga inni vegna sérstakra aðstæðna sem hafa myndast hverju sinni. Nú eru engar slíkar fyrir hendi og því dettur Flaga út. Í Morgunkorni Glitnis segir að nú verði í síðasta skipti notuð núverandi aðferð við samsetningu vísitölunnar en um áramótin verði tekin upp ný aðferð. Sérfræðingar bankans hafa einnig spáð fyrir um samsetningu vísitölunnar miðað við þá aðferð og komist að þeirri niðurstöðu að yrði hún notuð myndu Marel og HB Grandi detta út og Icelandic Group koma inn í staðinn. Þannig yrðu ein- ungis 14 félög í vísitölunni.    #   !  !"$    * +  &      (   ,  -.! +   & -/ . -!   & -+   & 0  +'  &   ,1 2    & 23  & ! ,  40   % &5 ,  3  ,  6   6 .2  7! 8 90 :  ;  2<  =>    * =>                %&' (&) *&+ +&, )&- *&( . /&) *0&, (&' /+&/ **&/ (&- *&) **&0 *&- Avion í Úrvalsvísitölu KAUPÞING banki hefur mikla vaxtarmöguleika vegna lágs hagnað- armargfaldara og alþjóðlegir fjár- festar eru nýfarnir að uppgötva að þar felist kauptækifæri. Þetta segir breska greiningarfyrirtækið Red- burn Partners í nýrri skýrslu um bankann en þar er spurt hvernig slíkt tækifæri geti leynst á hinum skil- virku fjármálamörkuðum nútímans. Höfundar skýrslunnar komast að því að vegna þess að bankinn sé skráður í Kauphöll Íslands hafi at- hygli alþjóðlegra fjárfesta ekki beinst að bankanum fyrr en tiltölu- lega seint í vaxtarferli hans. Veiking krónunnar undanfarið hafi haft áhrif á gengi bréfa bankanna í ósamræmi við virði þeirra, sem skapað hafi kauptækifæri nú þegar dragi úr ástæðulausri hræðslu sem gripið hafi um sig á íslenskum hlutabréfamark- aði. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um Kaupþing banka og starfsemi hans og segir að vöxtur bankans felist í því að hann bjóði þjónustu sem fáir aðrir veiti. Þá spáir Redburn Partners því að bankinn verði skráður í Kauphöll- ina í London innan fárra ára. Kauptækifæri í Kaupþingi banka Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skýrsla Erlenda greiningarfyrirtækið Redburn Partners fjallar í nýrri skýrslu ítarlega um KB banka og telur að þar felist kauptækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.