Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Grímuhátíðin verður haldin ífjórða sinn við hátíðlega at-höfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Verða þar valdar bestu leik- sýningar síðasta leikárs í einum sextán flokkum og hljóta þar leik- arar, leikstjórar, leikmyndahönn- uðir og leikskáld, svo dæmi séu nefnd, verðlaun; Grímuna sjálfa. Fimm eru tilnefndir í hverjum flokki fyrir sig, og séu flokkarnir sextán eru því alls áttatíu tilnefn- ingar til Grímunnar að þessu sinni.    Maður hlýtur að velta því fyrirsér hvort það sé eðlilegur fjöldi, miðað við umfang íslensks leikhúslífs? Svipaður háttur er hafður á í öðrum sambærilegum verðlaunum hér á landi; Íslensku tónlistarverðlaununum og Edd- unni, sem veitt er til kvikmynda- gerðarfólks. Þar eru flokkarnir einnig margir, og þó nokkuð margir tilnefndir í hverjum flokki – oftast fimm, þó stundum færri. Ekki síður þar en í tengslum við Grímuna hefur sú spurning vaknað hvort ekki væru fullmargir til- nefndir. Maður hefur stundum fengið á tilfinninguna að meiri- hluti íslenskra stuttmynda sem gerðar hafa verið á ákveðnu tíma- bili hafi verið tilnefndar til Edd- unnar, eða flestir djassdiskar sem gefnir voru út á ákveðnu ári til- nefndir til Íslensku tónlistarverð- launanna. Þótt við Íslendingar getum auð- veldlega státað af blómlegu menn- ingarlífi, miklu framboði af fram- bærilegu íslensku listafólki og allt það, erum við engu að síður fá talsins.    Að vísu er samanburður milliGrímunnar og Eddunnar í þessu tilliti áhugaverður, því til Eddunnar 2005 voru tilnefndir karlar og konur í einum flokki fyr- ir leik í aðalhlutverki, alls fimm talsins, og þannig var það einnig með leik í aukahlutverki. Þetta ku vera breyting sem gerð var nýver- ið. Gríman 2006 tilnefnir hins vegar fimm af hvoru kyni í hvor sinn flokkinn, fyrir leik bæði í auka- og aðalhlutverki. Vera má að rekja megi þá staðreynd til þess að hér eru að sjálfsögðu settar upp mun fleiri leiksýningar á ári en kvik- myndir gerðar. En eru áttatíu til- nefningar innan íslensks leik- húslífs raunhæfar? Í einu tilfelli núna eru fjórir leikarar í auka- hlutverkum tilnefndir fyrir hlut- verk sín í sömu sýningunni. Öll stóðu þau sig frábærlega í hlut- verkum sínum – það veit ég fyrir víst. Engu að síður er staðreyndin umhugsunarefni.    Í sumum tilfellum að minnstakosti þykir manni sem færri í úrslitum dygðu vel til, eða í það minnsta að fjöldinn væri sveigj- anlegur eftir efnum og aðstæðum. Raunar virðist stundum hafa verið brugðið á það ráð, því í þessum þrennum verðlaunum eru ekki allt- af fimm tilnefndir í hverjum flokki, þótt það sé oft þannig. Því það að svo margir séu tilnefndir í hverjum flokki hlýtur óneitanlega að draga úr vægi tilnefning- arinnar. Segjum sem svo að satt væri að allar djassplötur sem gefn- ar hafa verið út á tilteknu ári væru tilnefndar til Íslensku tónlist- arverðlaunanna. Tilnefningin hefði þá lítið vægi fyrir hvern og einn listamann þar að baki; í raun væri verið að tilnefna einungis vegna þess að viðkomandi plata hefði komið út, og heyrði undir ákveð- inn flokk. Engin plata væri ann- arri fremri, nema auðvitað sú sem ynni.    Getur verið að markaðsöflinráði einhverju um þennan mikla fjölda tilnefninga, vegna þeirrar umfangsmiklu kynningar sem tilnefningar til þessara verð- launa fá? Fyrir öll þrenn verðlaun- in hafa verið stuttir sjónvarps- þættir um tilnefningarnar í Ríkissjónvarpinu í dágóðan tíma fyrir úrslitakvöldin. Það er auðvit- að umfangsmikil kynning, hvort sem hún fær sérlega mikið áhorf eða ekki. Fyrir utan svo úr- slitakvöldin sjálf, sem yfirleitt er sýnt beint frá í Ríkissjónvarpinu. Og svo er hægt að auglýsa hlutina upp síðar með upplýsingum um hve margar tilnefningar þeir hlutu og hversu mörg verðlaun, líkt og gert er með Óskarsverðlauna- myndir.    Í ár munu bætast í hóp fagverð-launa Íslensku sjónlistaverð- launin, þar sem myndlistarmenn og hönnuðir velja það besta úr sín- um hópum. Þar er fyrirkomulagið nokkuð öðruvísi; þrír myndlist- armenn eru tilnefndir sem og þrír hönnuðir og hlýtur einn verðlaun úr hvorum flokki, og þar eru engir undirflokkar eftir miðlum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út í samanburði við hin verðlaunin – hvort færri tilnefndir gefi ef til vill betri vísbendingu um það besta sem gerist á sviðinu hverju sinni.    Engu að síður verður spennandiað sjá hver niðurstaðan verð- ur á Grímunni í kvöld, hvaða lista- menn og sýningar leikhúsfólkið sjálft telur merkilegast og mest þess virði að sjá og verðlauna. Verðlaunin – líkt og önnur fag- verðlaun – eru sem slík mesta þarfaþing og fróðleg fyrir hinn al- menna neytanda leikhússins. Fyr- irkomulagið mætti hins vegar, að mínu mati, endurskoða. Hve mikið er hæfilegt? ’Eru áttatíu tilnefn-ingar innan íslensks leikhúslífs raunhæfar? ‘ Leiksýningin Pétur Gautur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar í ár, alls tólf tals- ins, þar af fjórar fyrir leik kvenna og karla í aukahlutverkum. Leikstjóri er Baltasar Kormákur. ingamaria@mbl.is AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Á MORGUN, 17. júní, kl. 17 verða haldnir pí- anótónleikar í sal Tón- listarskólans í Vest- mannaeyjum. Þar leikur Peter Máté pí- anóverk eftir Chopin, Liszt, Bartók, Janácek og Hjálmar Ragnars- son. Tónleikarnir eru liður hátíðarhalda í til- efni þjóðhátíðardags Íslands. Efnisskrá tón- leikanna inniheldur rómantísk verk og 20. aldar tónlist að mestu frá Austur-Evrópu. Þrjú stutt verk eftir Fryderyk Chopin eru af lyríska kantinum en aðalþema Sónötunnar eru hugleið- ingar eftir móravíska tónskáldið Leos Janácek um dauðann. Hjálm- ar H. Ragnarsson samdi Ballöðuna fyrir 13 árum og er verkið bæði kraftmikið og dramatískt. Seinni verkin á tónleikunum eru mjög tæknilegar „æfingar“ eftir Franz Liszt og svo eitt af þekktustu (og skrattalegustu) píanóverkum hans, Mephisto-Valsinn. 15 bændasöngvar færa hlustendur út á ung- versku sléttuna en Béla Bartók klæddi þessi þjóðlög í hans dæmigerða litríka búning. Peter Máté er fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakadem- íuna í Prag. Á náms- árunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóð- legum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Pet- er hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistar- skólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið ein- leik með ýmsum sinfóníuhljómsveit- um og tekið þátt í kammertónleik- um víða í Evrópu og Banda- ríkjunum. Peter Máté leikur í Vestmannaeyjum Peter Máté
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.