Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Er sæla í kotinu? EKKERT var athugavert við utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu á Sól- heimum í Grímsnesi að mati þriggja manna nefndar sem sýslu- maðurinn á Selfossi skipaði. Fram- bjóðendur C-lista, lista lýðræðis- sinna, í Grímsnes- og Grafnings- hreppi kærðu niðurstöðu kosninga í sveitarfélaginu vegna fram- kvæmdar við utankjörfundarat- kvæðagreiðsluna á Sólheimum sem fór fram skömmu fyrir sveitar- stjórnarkosningar. C-listinn hlaut 109 atkvæði í kosningunum en K- listinn, listi óháðra kjósenda, 114. Kærendur voru einkum ósáttir við að kjósendur hefðu ekki þurft að gera grein fyrir sér með full- nægjandi hætti og að áróður hefði verið á kjörstað. Þegar fulltrúar C- lista hefðu mætt á staðinn hefðu margir vistmanna á Sólheimum verið með barmmerki K-listans og svo hefði verið kassi með stefnu- skrá listans í salnum þar sem var kosið. Kærendur fóru því fram á að úrslit kosninganna yrðu dæmd ógild og að gengið yrði til kosninga að nýju. Nefndin telur hins vegar að ekkert við framkvæmd utan- kjörfundaratkvæðagreiðslunnar gefi tilefni til þess. Kjörstaður í 8 km fjarlægð Gunnar Þorgeirsson, einn kær- enda og fyrrum oddviti hrepps- nefndar, segir að úrskurði nefnd- arinnar hafi þegar verið áfrýjað til félagsmálaráðuneytisins. Kærend- ur geri athugasemd við að sýslu- maðurinn hafi skipað nefnd til að dæma í málinu þar sem kæran hafi varðað framkvæmd hans. „Okkur þykir jafnframt sérkennilegt að nefndin hafi komist að þeirri nið- urstöðu að Sólheimar hafi orðið kjörstaður um leið og sýslumaður mætti á staðinn tuttugu mínútur yfir eitt. Það má lesa út úr því að gera megi hvað sem er á kjörstað alveg þar til klukkan slær og menn byrja að kjósa. Ef við létum kjósa í félagsheimilinu klukkan 10 að morgni gætum við verið með fram- boðsfund klukkan 8 í sama húsi. Það skýtur skökku við að ekki sé gefið út hvað flokkist sem kjörstað- ur og hvenær kjörfundur hefjist,“ segir Gunnar og bætir við að ut- ankjöfundaratkvæðagreiðsla hafi ekki farið fram á Sólheimum síðan árið 1998 og að kjörstaður sé að- eins í 8 kílómetra fjarlægð. Ekkert athugavert við kjörfundinn á Sólheimum Úrskurði þriggja manna nefndar sem sýslumaður skipaði verður áfrýjað Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LYFJAVER við Suðurlandsbraut var oft- ast með lægsta verðið í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á algengum lausa- sölulyfjum í lyfja- búðum á höfuð- borgarsvæðinu þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn, eða í 23 tilvikum af 32. Þá var Lyf og heilsa í Hamraborg með hæsta verðið í könnuninni í 19 tilvikum og Skip- holtsapótek í 18 tilvikum. Verðmunur á lausasölulyfjum milli apóteka er allt að 67% og reyndist mestur verðmunur á 150 ml af Pektólínmixtúru sem kostuðu 293 krónur þar sem verðið var lægst, í Lyfjaveri, en 490 krónur þar sem það var hæst, í Laugarnes- apóteki. Mikill verðmunur var einnig á nikótínlyfj- um og reyndist munurinn nema 38–48%. | 25 Verðkönnun verðlagseft- irlits ASÍ á lausasölulyfjum Allt að 67% verðmunur HLJÓMSVEITIN Ham frumflytur í kvöld fyrsta nýja lag hljómsveitarinnar síðan 1993. Lagið heitir „Sviksemi“ og verður flutt í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. „Þetta er skemmtilegt lag og það kom okkur á óvart hvað það fæddist full- skapað,“ sagði Óttar Proppé, einn for- sprakka hljómsveitarinnar, þegar blaða- maður náði af honum tali. „Lagið er klassískur „glamrokkslagari“, epískt og dramatískt verk sem segir frá sviksemi tveggja vina sem hafa ásakað hvor annan í kór.“ Ham-liðar standa nú í ströngu við æf- ingar fyrir stórtónleika hjómsveitarinnar sem haldnir verða á skemmtistaðnum Nasa 29. júní. Nýtt Ham-lag frumflutt í dag Morgunblaðið/Eggert „VIÐ ákváðum að taka smááhættu og poppa staðinn vel upp og við er- um sannfærðir um að hann muni verða aðalstaðurinn í dag, bæði með tilliti til matargerðar og útlits,“ seg- ir Andrés Þór Björnsson innanhúss- arkitekt, sem fékk það vandasama hlutverk að endurhanna Pálmasal- inn og Jóhannesarstofu á Hótel Borg og færa til nútímahorfs. Nú í vikunni var í gamla Pálmasalnum opnaður nýr veitingastaður sem nefnist Silfur og er rekinn af fyr- irtækinu 101 Heild. Þar sem Hótel Borg er friðað hús þurfti Andrés að taka mið af því í hönnuninni. T.d. mátti ekki fjar- lægja gylltu loft- og hurðalistana, en þeir hafa fengið silfurlitinn sem staðurinn er kenndur við. Þá mátti ekki heldur fjarlægja speglaveggi og voru þeir faldir á bak við falskan gifsvegg sem bólstraður er með hvítu leðri og silfurhnöppum. | 22 Morgunblaðið/Kristinn Pálmasalurinn fær andlitslyftingu EKKI var fjallasýninni fyrir að fara á Sæbrautinni þar sem ung- menni í unglingavinnunni voru að vinna sumarstörf sín. Esjan, sem ávallt er hið mesta augnayndi og prýði í útsýni höfuðborgarsvæð- isins, var vandlega falin í skýjum. Óhætt er að segja að býsna þungbúið hafi verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, að þriðjudeginum undanskildum. Framundan er spáð fleiri rigning- ardögum, en það gerir ekkert til því sagt er að rigningin geri mann fallegan. Morgunblaðið/Ásdís Esjan felur sig í skýjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.