Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Er sæla í kotinu? EKKERT var athugavert við utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu á Sól- heimum í Grímsnesi að mati þriggja manna nefndar sem sýslu- maðurinn á Selfossi skipaði. Fram- bjóðendur C-lista, lista lýðræðis- sinna, í Grímsnes- og Grafnings- hreppi kærðu niðurstöðu kosninga í sveitarfélaginu vegna fram- kvæmdar við utankjörfundarat- kvæðagreiðsluna á Sólheimum sem fór fram skömmu fyrir sveitar- stjórnarkosningar. C-listinn hlaut 109 atkvæði í kosningunum en K- listinn, listi óháðra kjósenda, 114. Kærendur voru einkum ósáttir við að kjósendur hefðu ekki þurft að gera grein fyrir sér með full- nægjandi hætti og að áróður hefði verið á kjörstað. Þegar fulltrúar C- lista hefðu mætt á staðinn hefðu margir vistmanna á Sólheimum verið með barmmerki K-listans og svo hefði verið kassi með stefnu- skrá listans í salnum þar sem var kosið. Kærendur fóru því fram á að úrslit kosninganna yrðu dæmd ógild og að gengið yrði til kosninga að nýju. Nefndin telur hins vegar að ekkert við framkvæmd utan- kjörfundaratkvæðagreiðslunnar gefi tilefni til þess. Kjörstaður í 8 km fjarlægð Gunnar Þorgeirsson, einn kær- enda og fyrrum oddviti hrepps- nefndar, segir að úrskurði nefnd- arinnar hafi þegar verið áfrýjað til félagsmálaráðuneytisins. Kærend- ur geri athugasemd við að sýslu- maðurinn hafi skipað nefnd til að dæma í málinu þar sem kæran hafi varðað framkvæmd hans. „Okkur þykir jafnframt sérkennilegt að nefndin hafi komist að þeirri nið- urstöðu að Sólheimar hafi orðið kjörstaður um leið og sýslumaður mætti á staðinn tuttugu mínútur yfir eitt. Það má lesa út úr því að gera megi hvað sem er á kjörstað alveg þar til klukkan slær og menn byrja að kjósa. Ef við létum kjósa í félagsheimilinu klukkan 10 að morgni gætum við verið með fram- boðsfund klukkan 8 í sama húsi. Það skýtur skökku við að ekki sé gefið út hvað flokkist sem kjörstað- ur og hvenær kjörfundur hefjist,“ segir Gunnar og bætir við að ut- ankjöfundaratkvæðagreiðsla hafi ekki farið fram á Sólheimum síðan árið 1998 og að kjörstaður sé að- eins í 8 kílómetra fjarlægð. Ekkert athugavert við kjörfundinn á Sólheimum Úrskurði þriggja manna nefndar sem sýslumaður skipaði verður áfrýjað Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LYFJAVER við Suðurlandsbraut var oft- ast með lægsta verðið í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á algengum lausa- sölulyfjum í lyfja- búðum á höfuð- borgarsvæðinu þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn, eða í 23 tilvikum af 32. Þá var Lyf og heilsa í Hamraborg með hæsta verðið í könnuninni í 19 tilvikum og Skip- holtsapótek í 18 tilvikum. Verðmunur á lausasölulyfjum milli apóteka er allt að 67% og reyndist mestur verðmunur á 150 ml af Pektólínmixtúru sem kostuðu 293 krónur þar sem verðið var lægst, í Lyfjaveri, en 490 krónur þar sem það var hæst, í Laugarnes- apóteki. Mikill verðmunur var einnig á nikótínlyfj- um og reyndist munurinn nema 38–48%. | 25 Verðkönnun verðlagseft- irlits ASÍ á lausasölulyfjum Allt að 67% verðmunur HLJÓMSVEITIN Ham frumflytur í kvöld fyrsta nýja lag hljómsveitarinnar síðan 1993. Lagið heitir „Sviksemi“ og verður flutt í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. „Þetta er skemmtilegt lag og það kom okkur á óvart hvað það fæddist full- skapað,“ sagði Óttar Proppé, einn for- sprakka hljómsveitarinnar, þegar blaða- maður náði af honum tali. „Lagið er klassískur „glamrokkslagari“, epískt og dramatískt verk sem segir frá sviksemi tveggja vina sem hafa ásakað hvor annan í kór.“ Ham-liðar standa nú í ströngu við æf- ingar fyrir stórtónleika hjómsveitarinnar sem haldnir verða á skemmtistaðnum Nasa 29. júní. Nýtt Ham-lag frumflutt í dag Morgunblaðið/Eggert „VIÐ ákváðum að taka smááhættu og poppa staðinn vel upp og við er- um sannfærðir um að hann muni verða aðalstaðurinn í dag, bæði með tilliti til matargerðar og útlits,“ seg- ir Andrés Þór Björnsson innanhúss- arkitekt, sem fékk það vandasama hlutverk að endurhanna Pálmasal- inn og Jóhannesarstofu á Hótel Borg og færa til nútímahorfs. Nú í vikunni var í gamla Pálmasalnum opnaður nýr veitingastaður sem nefnist Silfur og er rekinn af fyr- irtækinu 101 Heild. Þar sem Hótel Borg er friðað hús þurfti Andrés að taka mið af því í hönnuninni. T.d. mátti ekki fjar- lægja gylltu loft- og hurðalistana, en þeir hafa fengið silfurlitinn sem staðurinn er kenndur við. Þá mátti ekki heldur fjarlægja speglaveggi og voru þeir faldir á bak við falskan gifsvegg sem bólstraður er með hvítu leðri og silfurhnöppum. | 22 Morgunblaðið/Kristinn Pálmasalurinn fær andlitslyftingu EKKI var fjallasýninni fyrir að fara á Sæbrautinni þar sem ung- menni í unglingavinnunni voru að vinna sumarstörf sín. Esjan, sem ávallt er hið mesta augnayndi og prýði í útsýni höfuðborgarsvæð- isins, var vandlega falin í skýjum. Óhætt er að segja að býsna þungbúið hafi verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, að þriðjudeginum undanskildum. Framundan er spáð fleiri rigning- ardögum, en það gerir ekkert til því sagt er að rigningin geri mann fallegan. Morgunblaðið/Ásdís Esjan felur sig í skýjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.