Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 9 FRÉTTIR Nýtt kortatímabil Kringlunni – sími 581 2300 KRINGLUKAST 25-30% afsláttur af valinni sumarvöru Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Léttar regnkápur og úlpur Buxur fyrir 17. júní Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Gleðilega þjóðhátíð Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 Útsala 20-50% afsláttur HÆ Ð A R S M Á R A 4 S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 NÝTT KORTA- TÍMABIL ATH! ný vefsíða www.nc.is Þjóðhátíðartilboð Blússur - Toppar 20% afsláttur H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Magi og melting „NOKKUR umfjöllun hefur verið um verðhækkun á mjólk og mjólkur- afurðum og áhrifum þeirra til hækk- unar á vísitölu neysluverðs í júní. MS hvetur til yfirvegaðrar umræðu um verðlagsmál og bendir m.a. á að verðhækkanir á mjólk undanfarið eru fyrst og fremst til komnar vegna minni meðgjafar smásöluverslunar- innar með mjólkurvörum en áður. Eftir sem áður ríkir mjög hörð sam- keppni á íslenskum matvörumark- aði,“ segir í fréttatilkynningu frá MS. „Í ljósi umræðunnar er rétt að eft- irfarandi atriði komi fram: Verðhækkanir á heildsöluverði mjólkurafurða eru ákveðnar af Verð- lagsnefnd búvöru. Frá 1. janúar 2003 til loka síðasta árs ríkti verðstöðvun sem fólst í því að heildsöluverð mjólkurafurða var óbreytt allan þennan tíma. Þann 1. janúar síðast- liðinn heimilaði Verðlagsnefndin verðhækkun sem nam um 2% að meðaltali fyrir mjólk og mjólkuraf- urðir. Mjólkuriðnað- urinn í landinu hefur búið við þá stöðu, að hluti smásöluverslunar hefur selt mjólk- urvörur undir kostnaðarverði í kjölfar verðstríðs sem hófst í mars 2005. Núverandi verðlagning á mjólkur- vörum í lágvöruverðsverslunum er í mörgum tilfellum enn undir kostn- aðarverði. Sem dæmi má taka að verð á einum lítra af léttmjólk var um síðustu helgi á bilinu 69-70 kr á sama tíma og skráð heildsöluverð hjá MS er 79 krónur Verðhækkanir á mjólk undanfarið eru því fyrst og fremst til komnar vegna minni meðgjafar smásölu- verslunarinnar með mjólkurvörum en áður. Sala á mjólkurvörum undir kostnaðarverði verður að teljast sér- stakt ástand sem mun líklega leita aftur jafnvægis.“ Selja mjólk undir kostnaðarverði LÖGREGLUNNI í Borgarnesi barst í fyrrakvöld tilkynning frá þremur mönnum sem fest höfðu jeppa í mýrlendi við Langavatn í Borgar- firði. Björgunarsveitin Brák var kölluð á staðinn en komst ekki að mönnunum þar sem slóðinn sem þeir höfðu farið var orðinn ófær vegna vatnavaxta. Þurftu björg- unarmenn að sigla á slöngubát upp vatnið að Langavatnsdalsá til að komast að mönnunum. Mennirnir, ungir útivistarmenn úr Reykjavík, höfðu hugsað sér að fara í veiði við vatnið og voru fluttir heim til sín að björgun lokinni. Allir voru heilir á húfi en að sögn björgunarmanna var einn þeirra nokkuð kaldur. Höfðu þeir fest bíl sinn um sjöleytið, en þrjá tíma tók fyrir þá að ná farsímasambandi og hringja í lögreglu. Þeir biðu svo eft- ir aðstoð í jeppanum. Jeppinn mar- ar enn í hálfu kafi í mýrinni og telja björgunarmenn líklegt að gröfu þurfi til að ná honum þaðan upp. Festu bíl sinn við Langavatn NOKKUÐ hefur borið á því að und- anförnu að íslenskum ferðamönnum á Spáni sem velja að borga með kreditkorti sé gert að kvitta fyrir gjaldmiðlaskipti á sölustað að þeim forspurðum. Gjaldmiðlaskipti fela í sér að íslenskum kortahafa er boðið að skrifa undir kreditkortanótuna í íslenskum krónum í stað gjaldmiðils viðkomandi lands. Að sögn Ragnars Önundarsonar, framkvæmdastjóra Kreditkorta hf., umboðsaðila Mastercard á Íslandi, eru Spánverjar með þessu að brjóta reglur kortafyrirtækja á alþjóðavísu, því í þeim sé kveðið á um að söluaðila sé skylt að vekja athygli viðskipta- vina sinna á möguleikanum á gjald- miðlaskiptum og bjóða slíkt, en hann megi ekki þvinga viðskiptavininn til þess. „Á Spáni hafa söluaðilar hins vegar tekið upp á því að snúa úttekt- um fólks óumbeðnir yfir í íslenskar krónur og jafnvel bandaríkjadali,“ segir Ragnar, en þess ber að geta að fyrir hver gjaldmiðlaskipti greiðir viðskiptavinurinn að jafnaði 2–3% af þeirri fjárhæð sem verslað er fyrir. Umbreyti söluaðili á Spáni úttekt- inni úr evrum í bandaríkjadali þarf viðskiptavinurinn því fyrst að greiða fyrir það og síðan aftur þegar upp- hæðin í bandaríkjadölum er um- reiknuð í íslenskar krónur í höfuð- stöðvum Mastercard í Waterloo. Ragnar hvetur korthafa sem leggja leið sína til Spánar til að vera á varðbergi gagnvart þessu og krefj- ast þess að fá að borga í evrum en láta ekki þröngva svona þjónustu upp á sig óumbeðið. Bendir hann á að gjaldmiðlaskiptin geti vissulega verið þægileg til að átta sig á því hvað hlutirnir raunverulega kosti þegar um sé að ræða framandi mynt. Korthafar verði á varðbergi gagnvart óumbeðinni þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.