Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 8
100. LANDSLEIKUR KVENNA
8 D FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
og hefur verið liðsstjóri með a-
landsliðinu nokkur undanfarin ár.
„Ég nýt þess að fá að vera með
þessum stelpum. Það var frábært
að vera með yngri liðunum og þar
var maður í hlutverki mömmu
þeirra. Þegar Hólmfríður, eldri
dóttir mín, komst í 17 ára liðið
færði ég mig upp í 19 ára liðið til
þess að hún fengi að njóta sín og
þegar hún komst síðan í 19 ára liðið
varð ég liðsstjóri með a-liðinu.
Yngri dóttir mín, Greta Mjöll, hef-
ur síðan unnið sér sess þar og
kannski á ég að hætta og leyfa
henni að njóta sín. En ég nýt þess
mjög að fá tækifæri til að vera
þarna með stelpunum og þótt ég sé
hætt að fá fiðring í tærnar fæ ég
alltaf sting í hjartað og fyllist stolti
þegar þjóðsöngurinn er leikinn.“
Það var alltaf draumur Ástu að
leika alvöruleik með dætrum sín-
um, þótt það hafi ekki ræst sér hún
ekki eftir neinu á ferli sínum.
Stærsta stundin á ferlinum var
þegar hún var útnefnd knatt-
spyrnumaður ársins árið 1994.
„Þegar ég var útnefnd knatt-
spyrnumaður ársins fann ég að ég
sem buðu upp á kvennaknatt-
spyrnu. Í dag er ég mjög stolt af
því að hafa verið einn af frumkvöðl-
um kvennaknattspyrnunnar á Ís-
landi. Þegar maður fer á mót eins
og Símamótið hjá Breiðabliki og
sér þá gríðarlegu uppbyggingu sem
orðið hefur fyllist ég stolti yfir því
að hafa átt hlut að máli. Á mínum
upphafsárum í boltanum var bara
einn flokkur, meistaraflokkur. Þar
byrjuðu allir.“
Æfingarnar betur nýttar eftir
að börnin komu í heiminn
Ásta lék undir stjórn nokkurra
landsliðsþjálfara á ferli sínum. Hún
vill ekki gera upp á milli þeirra en
tekur fram að sér þykir vænt um
það traust sem Sigurður Hannes-
son sýndi henni er hann valdi hana
í landsliðið í seinna skiptið sem
hann tók að sér að stýra landsliðinu
á árinu 1992. „Ég ætlaði ekki að
gefa kost á mér í landsliðið, enda
komin á 32. aldursár. En þegar ég
heyrði þær sögur að ég hefði aðeins
verið valin af gömlum vana kom
upp í mér keppnisskapið og ég vildi
sýna fram á að hann hefði valið mig
vegna hæfileikanna en ekki vegna
fornrar frægðar.
Ég tel líka að ég hafi verið betri
síðustu árin mín í boltanum en fyrr.
Þar skiptir mestu að maður fer með
allt öðru hugarfari á æfingar og í
leiki eftir að maður hefur átt börn
en áður. Þegar börnin eru komin
fer maður á æfingar til að nýta
þann tíma sem maður átti fyrir
sjálfan sig sem best og það var
hundleiðinlegt að koma heim eftir
æfingu þar sem ekkert var tekið á.
Það eru mörg dæmi um það að kon-
ur sem hafa eignast börn verði
meiri afreksmenn á eftir og ég vil
meina að það sé vegna þess að þá
nýtir maður tíma sinn betur,“ segir
Ásta, sem á tvær dætur, þær Hólm-
fríði Ósk og Gretu Mjöll, með eig-
inmanni sínum, Samúel Erni Er-
lingssyni.
Ragna Lóa prinsessan
Á ferli sínum með landsliðinu lék
Ásta með mörgum minnisstæðum
leikmönnum, hún nefnir sérstak-
lega Rögnu Lóu Stefánsdóttur.
„Ragna Lóa var alltaf prinsessan á
meðan ég var drottningin, enda
elsti leikmaður liðsins. Sem drottn-
ing fékk ég að velja mér arftaka og
þá kom engin önnur til greina en
Ragna Lóa og tók hún við stöðu
drottningar þegar ég hætti.“
Ásta segist eiga margar minn-
Á
sta tók þátt í öll-
um landsleikj-
um Íslands frá
árinu 1981 til
ársins 1994 að
þremur leikjum
undanskildum
sem hún varð af
vegna þess að hún var með barni.
Fyrsti leikur hennar var gegn
Skotum í Dumbarton í Skotlandi
hinn 21. september 1981, en síðasti
leikur hennar var gegn Englandi í
Brighton 30. október 1994. Ásta lék
26 landsleiki á ferli sínum og skor-
aði í þeim átta mörk, þar af í báðum
þessum tímamótaleikjum, þeim
fyrsta og þeim síðasta.
Ásta var meira en tilbúin að rifja
upp landsliðsferilinn þegar eftir því
var leitað en hún kvaðst þó ekki
muna mikið eftir fyrsta landsleikn-
um. „Ég man eftir því hvað mér
fannst við búa við mikinn lúxus
þegar við fórum í þessa ferð. Við
fengum allt sem við þurftum, æf-
ingagalla og allan búnað, án þess að
þurfa að hafa neitt fyrir því svo
okkur leið eins og drottningum.
Stelpurnar sem voru með hand-
boltalandsliðinu á þessum tíma
þurftu að leggja mikið á sig og hafa
mikið fyrir hverjum leik en þarna
mættum við bara.
Okkur þótti mikil upphefð í því
að formaður Knattspyrnusambands
Íslands, Ellert B. Schram, fór með
okkur í þessa ferð og þau Gunnar
Sigurðsson og Svanfríður Guðjóns-
dóttir úr kvennanefnd KSÍ. Leik-
urinn hófst þó ekki vel því mig
minnir að það hafi verið leikinn
rangur þjóðsöngur í upphafi. Við
stóðum þarna og biðum eftir að
heyra íslenska þjóðsönginn, sem
aldrei kom. Það rigndi líka mikið
meðan á leiknum stóð, við vorum í
hvítum landsliðsbúningum og þeg-
ar þeir blotnuðu þá veittu þeir okk-
ur ekki mikla vernd, það sást allt í
gegn,“ segir Ásta og hlær við.
Fyrsta markið ekki með skalla
„Við vorum einu marki undir í
hálfleik en Binna (Bryndís Einars-
dóttir) skoraði fljótlega í seinni
hálfleiknum og ég bætti öðru marki
við skömmu síðar. Þessi leikur
reyndi mikið á okkur. Hér heima
var hver leikur hjá okkur aðeins 35
mínútur, við lékum með bolta nú-
ner fjögur og tókum stutt horn.
Þarna úti lékum við hins vegar í 45
mínútur með bolta númer fimm og
tókum löng horn. Okkur skorti því
úthald og við fengum á okkur tvö
mörk undir lok leiksins og töpuðum
2:3.“
Aðspurð um fyrsta landsliðs-
markið sitt segist Ásta ekki muna
mikið eftir því. „Svo það hefur
sennilega ekki verið með vinstri
eða með skalla. Það var í fyrsta
leikum, gegn Skotum. Við reyndum
að beita þeim aðferðum sem við
Blikarnir beittum helst á þessum
tíma, þ.e. að senda stungusending-
ar inn fyrir vörnina sem við Binna
eltum og það skilaði ágætum ár-
angri,“ segir Ásta en átta leikmenn
Breiðabliks voru í þessum fyrsta
landsliðshópi Íslands. Ásta segir að
á þessum tíma hafi verið mikil sam-
staða milli leikmanna úr hvaða liði
sem þeir komu. „Við þekktumst
mjög vel enda voru ekki mörg lið
ingar frá þessum tíma en telur að
markið sem hún skoraði gegn Hol-
lendingum á 86. mínútu árið 1993
sé minnisstæðasta atvikið á ferl-
inum. „Með þessu marki þá sama-
sem tryggðum við okkur aukaleik
um sæti í úrslitakeppni EM. Sá
leikur var gegn Englandi og var
það síðasti leikur minn með lands-
liðinu og ég get ekki neitað því að
mér þykir líka vænt um það að hafa
skorað í þeim leik þó að það mark
hafi ekki dugað til að koma okkur í
úrslit EM.“
Vildi ekki enda
ferilinn á bekknum
Það hefur stundum viljað loða við
sóknarmenn að þeir færist aftar á
völlinn eftir því sem aldurinn færist
yfir. Ásta segist ekki hafa verið
tilbúin í það. „Ég vildi ekki ljúka
mínum ferli á bekknum eða í vörn-
inni, það kom ekki til greina. Frek-
ar hætti ég. Það gekk þó ekki
þrautalaust því ég hætti árið 1987,
en þá féllu Blikarnir og þar sem ég
hafði aldrei leikið í 2. deild sló ég til
og var með árið 1988. Eftir það
varð ekki aftur snúið og þótt ég
hafi hætt formlega að spila árið
1995 þá hætti ég þó ekki alveg fyrr
en árið 2000, þá orðin 39 ára gömul.
Ég lék með Blikunum hluta af
sumri árið 1995 og tók þátt í Norð-
urlandamóti félagsliða með þeim
árið 1996. Ég fékk alltaf fiðring í
tærnar á vorin og þetta var eins og
súkkulaði, það er erfitt að standast
freistingarnar. Síðan kallaði Jör-
undur Áki Sveinsson, núverandi
landsliðsþjálfari sem þá þjálfaði
Breiðablik, á mig fyrir innanhúss-
mótið árið 2000. Ég hafði eitthvað
verið að sparka með stelpunum inni
og ætlaði svo sem ekki að vera mik-
ið með á mótinu en það þróaðist þó
þannig að vegna meiðsla og leik-
banna tók ég þátt í úrslitaleiknum.
Það var alveg æðislegt og mér
fannst gaman að geta átt þess kost
að miðla af reynslu minni til þeirra
sem yngri voru. Það fór líka þannig
að þegar ég fór inn á hækkaði með-
alaldurinn í liðinu um tæp 20 ár.“
Fæ sting í hjartað að
heyra þjóðsönginn
Ásta segist hafa verið sátt þegar
hún hætti loks, þótt hún viðurkenni
ekki að hafa nokkru sinni hætt. Er
það ekki furða því hún tók fljótlega
að sér að sinna störfum fyrir Knatt-
spyrnusambandið og sat m.a. í
kvennanefnd þess. Þá var hún liðs-
stjóri 17 ára og19 ára landsliðsins
hafði náð eins langt og hægt var á
Íslandi á þessum tíma. Ég fékk
símtal í desember árið 1994 frá
Eggerti Magnússyni og hann til-
kynnti mér að ég hefði verið valin
knattspyrnumaður ársins. Ég trúði
honum ekki og hélt að það væri
verið að gera grín að mér. En þeg-
ar Logi Ólafsson landsliðsþjálfari
hringdi í mig síðar um kvöldið og
óskaði mér til hamingju þá fyrst
trúði ég þessu. Þetta ár náði
kvennalandsliðið frábærum ár-
angri. Við vorum tvær knatt-
spyrnukonurnar á lista yfir tíu
bestu íþróttamenn Íslands þetta ár-
ið, ég og Vanda Sigurgeirsdóttir,
sem síðar varð landsliðsþjálfari.
Þetta var því ekki aðeins góður ár-
angur hjá okkur Vöndu heldur var
þetta líka mikil viðurkenning fyrir
kvennaboltann á Íslandi.“
Ásta segist ekki sakna neins úr
boltanum nema e.t.v. þess að hafa
verið valin besta knattspyrnukona
landsins af leikmönnum deildarinn-
ar. „En það er samt kannski ekkert
skrýtið. Á þeim tíma sem ég var að
spila áttum við Blikar oft marga
góða leikmenn og atkvæðin dreifð-
ust þ
leikm
hinu
fleir
mað
íþrót
varp
mína
best
og e
henn
E
Þe
vilji
segis
viðta
leiki
1983
og v
einu
mun
um þ
sigu
væri
fjöllu
fyrst
en R
ur a
spyr
jafna
og k
eftir
hvað
þetta
land
land
voru
og S
Svíu
nein
sýnd
áttum
bolta
mön
enda
um f
bar
mun
ástæ
eitt-
ég m
hver
Ásta
og l
land
Við vorum
eins og
drottningar
Ás
Ástu B. Gunnlaugsdóttur þekkja allir sem fylgst
hafa með kvennalandsliði Íslands í knattspyrnu
síðustu 25–30 ár. Hún var einn mesti markaskorari
landsins um tíma og eftir að hún lagði skóna sína á
hilluna hélt hún áfram að vera samferða landsliðinu
og er nú liðsstjóri þess. Að auki hefur hún lagt lið-
inu til efnilegustu knattspyrnukonu landsins, dótt-
ur sína Gretu Mjöll Samúelsdóttur, sem hefur nú
unnið sér fastan sess í landsliðshópnum. Ingibjörg
Hinriksdóttir ræddi við Ástu B. um litríkan knatt-
spyrnuferil hennar og annað.
! "
#$
%
#$
&'
!(
) $*
! +
,-
'
"
,-
./ $0
1 '
23(
4#$
'
4#$
$ ) 5
6 5
* "0 5 )! 5
.67! 5