Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 11
100. LANDSLEIKUR KVENNA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 D 11
Breytingarnar frá því ég byrjaðihafa allar verið til góðs. Í dag
eigum við mun fleiri jafngóða leik-
menn. Eins hefur hraðinn aukist og
svo auðvitað bónusinn að landsliðið
fær fleiri verkefni en hér áður fyrr.
Það er nauðsynlegt fyrir framfarir
að landsliðið fái næg verkefni. Það
skiptir mestu máli fyrir framþróun
kvennaboltans á Íslandi að í stjórn-
um félaganna séu a.m.k. 2–3 mann-
eskjur sem sinni þeim eingöngu.
Ég held að það sé engin lausn að
breyta fyrirkomulagi deildarkeppn-
innar. Mér finnst það verði að vera
átta lið í efstu deild. Félögin verða
hins vegar að fara í naflaskoðun og
virkja þessar stelpur sem þau hafa
og efla hjá sér yngri flokkana. Það
verður að gera, á þriggja ára fresti,
einhverja áætlun sem miðar að
markvissri uppbyggingu. Það er
alltaf hægt að benda á KSÍ eða ein-
hvern annan, sökin á fáum góðum
liðum liggur fyrst og fremst hjá fé-
lögunum sjálfum. Besta dæmið er
ÍA. Það er líka allt í lagi að benda á
það að við á Íslandi erum ekkert
einsdæmi. Efsta deild kvenna víða á
Norðurlöndum á við sama vandamál
að stríða, þar er einnig mikill munur
á liðunum,“ segir Guðlaug og talar
af reynslu en hún lék um nokkurra
ára skeið með danska liðinu
Bröndby.
Hugarfar leikmanna
skiptir öllu
Guðlaug telur að þótt leiðin á úr-
slitakeppni stórmóts sé óneitanlega
styttri fyrir kvennalandsliðið heldur
en karlana þá vanti enn nokkuð upp
á. „Það vantar kannski aðeins upp á
getuna í dag en það þarf að breyta
heilmiklu í hugarfari stelpnanna.
Metnaður þeirra skiptir fyrst og
fremst máli og auðvitað spilar KSÍ
stórt hlutverk, hvað hafa þeir áhuga
á að fara langt með þetta landslið?
Því eins og staðan er og hefur verið
lengi þá er mun styttri leið fyrir
okkur að komast á stórmót en strák-
ana,“ segir Guðlaug Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Markahrókurinn Olga Færseth hleypur hér fagnandi til Guðlaugar Jónsdóttur (9) eftir að hafa komið Íslendingum yfir gegn Englendingum á Laugardalsvellinum.
Landsliðskonan Guðlaug Jónsdóttir ræðir um fyrirkomulag og styrk liða á Íslandsmótinu
Vandinn liggur
hjá félögunum
„ÞAÐ er betra að leyfa öðrum að rifja upp sögur úr landsliðsferð-
unum,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í
viðtali við Morgunblaðið. Guðlaug er elsti leikmaður landsliðsins
um þessar mundir. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 1992 og verð-
ur að öllum líkindum í eldlínunni á sunnudag þegar stúlkurnar
mæta Portúgal í 100. kvennalandsleik Íslands í knattspyrnu.
Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur
Erla, sem er fædd árið 1977, ermeðal þeirra knattspyrnu-
kvenna sem hófu æfingar tiltölu-
lega snemma, 7–10 ára, og lék í
gegnum öll yngri landslið Íslands
áður en hún gerði atlögu að A-
landsliðinu. Erla lék 55 A-lands-
leiki, skoraði 4 mörk og var fyr-
irliði í 9 leikjum. Aðspurð um
minnisstæðasta leikinn segir hún
að það sé erfitt að taka einhvern
einn leik út. „Þegar maður er bú-
inn að leika yfir 50 landsleiki er
erfitt að velja einhvern einn leik
sem er skemmtilegri og eftirminni-
legri en aðrir. Auðvitað er fyrsti
landsleikurinn alltaf eftirminnileg-
ur þrátt fyrir að það hafi verið rok-
leikur uppi á Skaga gegn Frakk-
landi árið 1995 þar sem við gerðum
jafntefli 3:3.
Þarf meira fjármagn
Aðrir leikir sem eru ofarlega í
huganum eru leikirnir gegn
Bandaríkjunum árið 2000 (0:0) og
2004 (4:3) og svo leikirnir í und-
ankeppni HM árið 2001/2002 og þá
sérstaklega sigrarnir og jafnteflin
á móti Ítalíu, Spáni og Englandi,“
segir Erla og bætir við að það sé
aðeins tímaspursmál hvenær Ís-
land á lið í úrslitum stórmóts. „Ef
lagt verður það fjármagn og sú
vinna sem þarf til að koma liðinu á
stórmót sé ég það alveg gerast í
nánustu framtíð. Við höfum alla-
vega leikmennina til þess.“
Eins og við er að búast þá hefur
Erla leikið með og á móti mörgum
sterkum leikmönnum. Nefnir hún
sérstaklega þýsku drottninguna
Birgit Prinz en erfiðara er um vik
hjá henni að nefna besta samherj-
ann. „Það er mjög erfitt að velja
einn leikmann. Til þess hef ég spil-
að of lengi og of marga leiki. En ef
ég neyddist til þess að velja einn
þá myndi ég nefna Margréti Ólafs-
dóttur,“ segir Erla og er greinilega
ekki sátt við spurninguna og neitar
að segja lesendum skemmtilega
sögu úr landsliðsferð. „Ég kann
margar góðar sögur en þær allra
skemmtilegustu eru ekki hæfar til
birtingar í Morgunblaðinu.“
Fækka á liðum í
Landsbankadeildinni
Erla telur að Íslandsmótið í
knattspyrnu kvenna yrði skemmti-
legra og meira spennandi ef liðum í
Landsbankadeildinni yrði fækkað
og leiknar fleiri umferðir. „Þannig
myndum við fá fleiri alvöru topp-
leiki. Spennan gæti jafnvel haldist
allt til enda móts. Það myndi líka
auka áhuga almennings almennt á
kvennaknattspyrnu á Íslandi.
Leikmenn í dag eru í betra formi
og teknískari en áður og aðstaðan
hefur batnað til mikilla muna frá
því sem var þegar ég var að byrja í
boltanum. Það er mjög jákvæð þró-
un,“ segir Erla Hendriksdóttir,
sem lauk námi í iðjuþjálfun ásamt
því að leika knattspyrnu í Dan-
mörku. Hún býr þar enn og á von á
sínu fyrsta barni með eiginmanni
sínum, Braga Jónssyni.
Ekki birt-
ingarhæfar
sögur
ERLA Hendriksdóttir er nýlega búin að leggja skóna á hilluna. Það
gerði hún að loknum leik Íslands og Svíþjóðar sem fram fór síðast-
liðið haust og segja má að hún hafi sannarlega hætt á toppnum því
það er mál manna að sá leikur hafi verið einn sá besti sem íslenska
kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið.
Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur
Morgunblaðið/Golli
Erla Hendriksdóttir, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, spyrnir knettinum að marki Norðmanna.