Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 12
100. LANDSLEIKUR KVENNA 12 D FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég var að spila var bara A- landslið, sem var svo lagt nið- ur – en engin unglingalands- lið. Nú eigum við öll unglinga- landsliðin og það er kannski helsta breytingin, þó auðvitað megi alltaf gera betur. Á þeim tíma sem ég byrjaði var nánast bara æft á sumr- in. Nú æfa stelpurnar í bestu lið- unum jafnmikið og strákarnir og aðstaðan er miklu betri. Metnaður félaga, leikmanna og þjálfara hefur einnig aukist. Allt þetta helst í hendur við að gera fótboltann betri. Fjöldinn hefur einnig aukist mikið og þetta er að ég held fjölmennasta kvennaíþróttin á landinu,“ segir Vanda. Af hennar kynslóð eru þó leikmenn sem vel kæmust í liðið í dag að hennar mati. Í heildina eru þó fleiri betri og „teknískari“ leik- menn í dag en voru í þá daga. Lék með strákunum á Sauðárkróki Yngri flokkar kvenna voru ekki til þegar Vanda byrjaði að æfa fót- bolta 11 ára gömul heldur byrjuðu allar stelpur beint í meistaraflokki. Enginn kvennafótbolti var þó á Sauðárkróki þannig að Vanda lék með strákunum. „Ég byrjaði að spila með strákum í Tindastóli í 5. flokki og hélt því áfram í 4. og 3. flokki sem var einstakt,“ segir Vanda en flestar stelpur á þeim tíma tóku ekki að æfa fótbolta fyrr en um 14 ára aldurinn. „Í dag byrja þær 5–6 ára og það að sjálfsögðu skilar sér.“ Vöndu finnst margar ungar stúlkur í landsliðinu hæfileikaríkar og nefnir þar helst Margréti Láru Viðarsdóttur, Dóru Stefánsdóttur og Þóru Helgadóttur. „Ég er mjög ánægð með að Dóra sé farin út að spila. Við þurfum að fá fleiri leik- menn sem spila erlendis. Deildin er þannig að þessar stelpur fá of lítið af alvöruleikjum og þar af leiðandi verður hraðabreytingin svo mikil þegar við komum í landsleikina.“ Eggert endurvakti landsliðið Þegar Vanda var að nálgast há- tind síns ferils var kvennalandsliðið lagt niður í 5 ár. Hún hefði því vafa- laust leikið mun fleiri landsleiki ef það hefði ekki verið gert. „Hléið hafði mjög mikil áhrif á okkur sem vorum að berjast í þessu. Þau skilaboð sem stelpur eru sífellt að fá eru þau að það sem við erum að gera sé minna merkilegt. Ég veit ekki hvort þeir sem hafa stjórnað þarna unnum við riðil sem hafði ekki gerst áður, hvorki hjá kvenna- né karlaliðinu. Logi Ólafsson var með liðið og stóð sig mjög vel. Svek- kelsið var að hafa ekki farið beint í úrslitin eins og við hefðum gert í dag en þróunin var of skammt á veg komin til þess.“ Segja má að þrjár kynslóðir hafi mæst í þessu frábæra liði. „Ásthild- ur, Margrét, Olga [Færseth], Katr- ín [Jónsdóttir] og Helga Ósk [Hannesdóttir] komu þarna nýjar inn í liðið af nýrri kynslóð. Fyrir voru ég, Ásta B., Guðrún Sæm., Ragna Lóa og Kristín Arnþórs af gömlu kynslóðinni, sem lék með landsliðinu áður en það var lagt nið- ur. Síðan var millihópur sem sam- anstóð af Guðlaugu Jóns, Auði Skúladóttur, Sigfríði Sophusdóttur, Siggu Páls, Sigrúnu Óttarsdóttur og Guðrúnu Jónu. Stemningin í hópnum var alveg frábær þrátt fyr- ir að við værum á svona breiðum aldri. Kvöldvökurnar og nýliða- vígslurnar voru mjög eftirminnileg- ar og oft grenjað úr hlátri.“ Söng þjóðsönginn hástöfum Vöndu þótti jafnan einstök til- finning að klæðast landsliðstreyj- unni. „Ég er þannig týpa að ég söng alltaf þjóðsönginn. Mér þótti þetta mikill heiður og rosalega skemmti- legt. Ég er stolt af mínu framlagi og var meðal annars fyrirliði í 28 leikj- um. Ég þjálfaði líka mikið af þeim stelpum sem eru enn að spila. Mér finnst ég eiga svolítið í þessu þótt það minnki eftir því sem lengra líð- ur frá,“ segir Vanda sem man sinn fyrsta landsleik eins og gerst hafi í gær. „Ég spilaði minn fyrsta lands- leik í Sviss 1985 og það er náttúru- lega mjög eftirminnilegur leikur. Ég var búin að bíða lengi eftir hon- um og búin að leggja mikið á mig til að komast í liðið svo þetta var mjög skemmtilegt.“ Léku gegn strákum Þegar Vanda var landsliðsþjálfari fékk hún ábendingar frá norska landsliðsþjálfaranum sem þá var heimsmeistari með lið sitt. „Hann taldi nauðsynlegt í svona litlu landi að hittast oft og spila æfingaleiki við stráka. Ég fór eftir þessum ábend- ingum. Ég tel þetta gott fyrir stelp- urnar svo að þær séu á fleiri hörku- æfingum þar sem gæðin og ákafinn eru meiri. Ásthildur æfði til að mynda einu sinni í viku með meist- araflokki karla í KR þegar ég var að þjálfa þar árið 2003 svo hún fengi meira út úr æfingunum og spilaði á hærra tempói,“ segir Vanda sem er með það á hreinu Ísland muni ná á stórmót. „Ísland á góða möguleika á að ná í lokakeppni. Ákveðnir þættir þurfa að ganga upp eins og það að fleiri þurfa að fara að spila í útlönd- um eins og í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi. Síðan þarf KSÍ að taka þá ákvörðun að við ætlum að komast á stórmót og setja upp áætlun um hvað þurfi að gera til að ná þeim ár- angri. Við þurfum einnig fleiri landsleiki. Það þarf að leggja í liðið eftir því hvar við stöndum á heims- vísu. Ef þetta væri karlalandsliðið þá væri hér allt á útopnu, allir að styðja og styrkja liðið. Stelpurnar fá ekki alveg það sem þær eiga skil- ið,“ segir fyrrum landsliðskonan. Hún er nú búsett á Sauðárkróki og þjálfar þar 3. flokk kvenna. ríkar og ég kom stútfull af tækniæf- ingum heim og að drukkna í áhuga. Þær höfðu mjög gott af þessu og voru algjörlega tilbúnar til að leggja mikið á sig og læra þótt ég hafi verið dálítið ströng. Þetta voru mjög heppilegar aðstæður og sagði til að mynda Pia Sundhage, sem er mjög þekkt sænsk landsliðskona og þjálfari, að Ásthildur og Magga Óla hefðu hæfileika til að verða með þeim bestu í heiminum, en á þeim tíma léku þær með 16 ára landsliði Íslands.“ Vanda var að þjálfa landsliðiðið þegar það mætti Bandaríkjunum í fyrsta sinn árið 1998. „Þá spiluðum við gegn þessum hetjum sem þá voru þekktar, eins og Miu Hamm og Michelle Akers. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég spilaði gegn liði þar sem ég þekkti meira og minna alla leikmennina með nafni. Það var eftirminnilegt því eitt af því sem okkur hefur vantað er kvenfyrir- myndir. Maður getur nefnt mörg hundruð karlleikmenn en ef ég myndi biðja fólk á förnum vegi að nefna erlenda kvenleikmenn þá stæði fólk á gati. Þetta er það sem okkur knattspyrnukonurnar vantar og hefur með það að gera að það er of lítið fjallað um kvennaknatt- spyrnu og ekki nógu mikið sýnt frá stóru keppnunum. Þar af leiðandi vantar stelpum á Íslandi fyrir- myndir af eigin kyni.“ Áhorfendamet sett Kvennalandsleikir voru yfirleitt ekki auglýstir hér áður fyrr og áhorfendur ekki mjög margir. „KSÍ hefur lengi haft þá reglu að auglýsa aðeins landsleiki karlalandsliðsins og hafði það að sjálfsögðu áhrif á mætinguna,“ segir Vanda. Brotið var blað í sögu kvennalandsliðsins þegar rétt tæplega 3.000 manns mættu að horfa á umspilsleik við England, sem endaði 2:2, árið 2002. „Landsliðið á þessum tíma á hrós skilið fyrir að fara af stað með aug- lýsingarnar. Þær gerðu þetta að eigin frumkvæði og auglýsingarnar vöktu mikla athygli. Ég var á vell- inum þegar það voru um 3.000 áhorfendur og það var náttúrlega bara stórkostlegt.“ Þrjár kynslóðir í frábæru liði Vanda telur leikinn gegn Hol- landi 1994 í forkeppni EM eftir- minnilegasta leikinn en liðið vann þar 1:0 og sigraði þar með í riðl- inum. „Það er besti árangur sem ís- lenskt landslið hefur náð. Á þeim tíma voru því miður bara fjögur lið sem komust í úrslitakeppnina. Ef þetta væri eins og það er í dag þá hefði þessi árangur dugað til að komast í lokakeppnina. Sigurinn kom okkur virkilega á kortið og var vendipunktur fyrir landsliðið því bæði hjá KSÍ og ekki síður hjá fé- lögunum gera sér grein fyrir því að þegar gert er upp á milli kynjanna er verið að senda ákveðin skilaboð til stelpnanna um að minni virðing sé borin fyrir því sem þær gera og að það sé ekki eins merkilegt. Það er ekki gott að fá þau skilaboð. Við landsliðskonur í toppklassa fengum þessi skilaboð þarna í 5 ár sem var ekki gott. Þetta er heldur ekki æskilegt fyrir strákana að mínu mati, þeir fá þau skilaboð að þeir séu æðri og merkilegri, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra og hegð- un gagnvart hinu kyninu. Þannig að jafnrétti ætti að vera í hávegum haft í stjórnum allra íþróttafélaga á Íslandi. Eftir þessi 5 ár kom Eggert Magnússon inn í KSÍ sem formaður og endurvakti landsliðið og hann á hrós skilið fyrir það. Það er þó enn hægt að gera betur og ég kvartaði oft yfir því þegar ég var landsliðs- þjálfari en eigi að síður er margt sem má hrósa fyrir.“ Skrifaði hjá sér sænskar æfingar Vanda skellti sér í skóla til Sví- þjóðar 1997. „Það var vendipunktur fyrir mig. Ég skrifaði niður allar æfingar því Svíarnir voru langt á undan okkur með tækni- og bolta- æfingar. Svo kom ég heim og byrj- aði að þjálfa meðal annarra Ást- hildi, Margréti Ólafsdóttur, Katrínu Jónsdóttur og Erlu Hendriksdóttur svo einhverjar séu nefndar. Þetta hentaði mjög vel og við pössuðum vel saman, ég og þær. Þær voru 12 og 13 ára og gríðarlega hæfileika- VANDA þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar kemur að bestu leik- mönnum landsliðsins fyrr og síðar. „Ásthildur (Helgadóttir) og Mar- grét Ólafsdóttir standa upp úr hæfileikalega séð. En þegar ég var að byrja voru Ásta B. (Gunnlaugsdóttir) á sprettinum frammi og Erla Rafnsdóttir sterk á miðjunni. Guðrún Sæmundsdóttir spilaði einnig mjög vel í vörninni. Hún hafði þann sérstaka eiginleika að það tók hana aðeins viku að komast í form. Þetta eru allt leikmenn sem myndu sóma sér vel í liðinu í dag,“ segir Vanda og miðar þá við að þær væru á hátindi síns ferils. „Það var sammerkt með þessum bestu að þær spiluðu mikið með strákum. Það var heldur ekki svo mikið í boði svo þær voru mikið úti að leika sér. Þótt við höfum kannski ekki æft eins mikið og gert er í dag vorum við meira að leika okkur og oft með strákum þannig að það kom á móti þessum æfingum í dag.“ Tók Guðrúnu aðeins viku að komast í form ÁHORFENDUR ráku upp rokna hlátur þegar nöfn íslensku leik- mannanna voru lesin upp í fyrsta landsleik Vöndu árið 1985 gegn Sviss. Íslensku leikmennirnir skildu vitanlega ekkert í þessu. „Svo var þetta útskýrt fyrir okkur að mig minnir í hálfleik. Þá héldu áhorfendur að við værum allar systur því nöfnin okkar enda öll eins, á -dóttir. Eitt sinn er landsliðið var á ferð í Englandi birtist mynd af ólétt- um konum og konum með barnavagna í bresku pressunni. „Þar var sagt að allt íslenska landsliðið væri ólétt eftir þjálfarann. Myndin var ekki einu sinni tekin á Íslandi, en Loga Ólafssyni, sem þjálfaði okkur á þessum tíma, var að sjálfsögðu strítt á þessu.“ Óléttar eftir þjálfarann! Vanda Sigurgeirsdóttir lék með strákum á Sauðárkróki þegar Okkur vantar kvenfyrirmyndir Vanda Sigurgeirsdóttir stjórnar æfingu – Ásthildur Helgadóttir fær góð ráð. Vanda Sigurgeirsdóttir lék 37 landsleiki fyrir Ís- lands hönd ásamt því að vera fyrirliði og þjálfari á árunum 1985–1998. Landsliðið var lagt niður á 5 ára tímabili og fóru engir kvennalandsleikir fram árin 1988–1991. Vanda segir í viðtali við Írisi Björk Eysteins- dóttur að töluverðar breytingar hafi orðið á knattspyrnunni frá því að hún var upp á sitt besta. „Knattspyrnu- samband Íslands tekur þetta af mun meiri al- vöru en gert var.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.