Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 2

Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRUNUR UM SVIK Fyrrverandi starfsmaður Trygg- ingastofnunar er grunaður um að hafa svikið tugmilljónir króna út úr stofnuninni, en grunsemdir um þetta vöknuðu við eftirlit innan TR 21. júní sl. Virðist starfsmaðurinn fyrrver- andi hafa látið einstaklinga kerf- isbundið og án tilefnis fá greiðslur frá stofnuninni. Málið hefur verið kært til Ríkislögreglustjóra og op- inberrar rannsóknar verið krafist. Pétur Gautur til London Uppfærslu Þjóðleikhússins á leik- verki Henriks Ibsens, Pétri Gaut, hefur verið boðið í Barbican Centre í London í febrúar og mars á næsta ári. Leikstjóri sýningarinnar er Baltasar Kormákur en með titilhlut- verkið fer Björn Hlynur Haraldsson og var sýningin frumsýnd í Kass- anum nú í vor. Vilja konur og börn laus Herskáir hópar Palestínumanna krefjast þess að ísraelsk yfirvöld láti lausar allar palestínskar konur og börn sem eru í fangelsum í Ísrael ef þeir eigi að gefa upp upplýsingar um ísraelska hermanninn sem þeir rændu á sunnudag. Ísraelsstjórn segir hins vegar útilokað að hún semji við hópana og hótar víðtækum hernaðaraðgerðum. Erlent vinnuafl Flæði erlends vinnuafls hingað til lands virðist svipað og áður, skv. fyrstu vísbendingum um þróun á vinnumarkaði eftir breytingar 1. maí sem fólu í sér að íbúar átta nýrra ESB-ríkja þurfa ekki lengur at- vinnuleyfi til að vinna hér á landi. Í maí var tilkynnt um 323 starfsmenn til Vinnumálastofnunar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Fréttaskýring 8 Minningar 25/29 Úr verinu 10 Dagbók 32/35 Viðskipti 12/13 Myndasögur 32 Erlent 14/15 Víkverji 32 Minn staður 16 Velvakandi 33 Akureyri 17/18 Staður og stund 34 Austurland 18 Menning 36/41 Landið 19 Bíó 38/41 Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 42 Umræðan 21/24 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VERÐ Á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur hækkað um allt að 20% hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum frá því í apríl í fyrra að því er fram kemur í sam- anburði á nýlegri lyfjaverðskönnun verðlagseft- irlits ASÍ sem gerð var nú í júní og sambærilegri könnun frá því í apríl í fyrra. Samhliða því sem leyfileg hámarkssmásölu- álagning hefur lækkað hafa lyfjabúðir dregið úr þeim afslætti sem þær veita af hluta sjúklings í lyfjaverðinu og þannig minnkað verulega ávinning neytenda af því samkomulagi sem gert var við lyfjasmásala í fyrra um lækkun á lyfjaverði. Í skýrslunni kemur fram að hvorug lyfsölukeðj- an hafi boðið viðskiptavinum upp á ódýrara sam- heitalyf sem hefði getað lækkað kostnað neytand- ans vegna bólgueyðandi verkjalyfs um 20% þó svo að apótekið hefði engan afslátt veitt af lyfinu. Upplýsingaskylda lyfsala Samkvæmt reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja er lyfjafræðingi skylt að upplýsa neytendur um val á milli samsvarandi samheitalyfja sé verðmunur milli þeirra meiri en 5%. „Lyf eru mjög sérhæfð vara sem notandinn hefur oft takmarkaða þekkingu á og því afar mik- ilvægt að neytendur geti treyst því að fá upplýs- ingar og ráðgjöf hjá fagfólki og að framboð á þeim ódýrari samheitalyfjum sem eru á markaði sé fyr- ir hendi í apótekum,“ segir í fréttatilkynningu. Í könnuninni er borið saman verð á fjórum lyfj- um hjá lyfsölukeðjunum tveimur, Lyfjum og heilsu og Lyfju. Lyfin eru annars vegar tvö lyf fyr- ir almennan sjúkling, mígrenilyfið Imigran og verkjalyfið Voltaren rapid, og hins vegar tvö lyf fyrir ellilífeyrisþega, blóðþrýstingslyfið Cozaar comp og sýklalyfið Zitromax. Í öllum fjórum til- fellum var verð Lyfju lægra en hjá Lyfjum og heilsu, en þó hafði verðið hjá Lyfju hækkað meira hlutfallslega en hjá Lyfjum og heilsu. Þýðir það að verðmunurinn var enn meiri í fyrra. Þannig hækk- aði Imigran um 9,5–12,6% á milli ára og Zitromax um 17,2–20%. Verð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur hækkað um allt að 20% skv. lyfjakönnun ASÍ Neytendur ekki upplýstir um ódýrari samheitalyf KEPPST er við að byggja hús, stór og smá, hvarvetna á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar hafa heilu íbúðar- og þjónustuhverfin risið á nokkrum mánuðum. Þessir félagar unnu við að steypa húsgrunn í Hafnarfirði í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að. Heldur hefur dregið úr eftirspurn á fasteignamark- aði samhliða hækkun vaxta. Á sama tíma hefur fram- boð á húsnæði aukist og búist er við að það aukist enn frekar á næstu mánuðum þegar húsnæði sem nú er í byggingu verður fullklárað. Það er því mat sérfræð- inga á markaðinum að fasteignaverð eigi eftir að lækka eitthvað. Verðlækkun á fasteignum er þó enn ekki komin fram í tölum Fasteignamats ríkisins eða Hagstofu Íslands. Mikið framboð á nýju húsnæði á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/ÞÖK Nóg að gera í byggingarvinnunni GEORGE H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þekkst boð forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að koma í heimsókn til Íslands 4.–7. júlí næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Bush kemur til landsins síðdegis þriðjudaginn 4. júlí og verður gestur forseta Ís- lands meðan á dvölinni stendur. Hann situr kvöld- verðarboð forseta Íslands á Bessa- stöðum á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjamanna 4. júlí. Með forsetanum í för verða nokkrir vinir hans, meðal annars Sig Rogich sem var sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi í for- setatíð George H.W. Bush. George H.W. Bush og föruneyti munu halda til laxveiða í boði Orra Vigfússonar, formanns Verndar- sjóðs villtra laxastofna (NASF), en forsetinn fyrrverandi hefur verið eindreginn stuðningsmaður slíkrar verndar, að því er segir í tilkynn- ingu. Bush eldri í heimsókn til Íslands George H.W. Bush Í DRÖGUM Póst- og fjarskiptastofn- unar að reglum um fyrirkomulag númerabirtingar kemur fram að sá er fyrir ónæði eða óþægindum verður af völdum símtals geti fengið aflétt númeraleynd símtalsins tímabundið. Þjónustuveitandi getur þó aðeins veitt upplýsingar um þann er óþæg- indum veldur í skjóli númeraleyndar að undangengnum dómsúrskurði eða í þágu rannsóknar opinbers máls. Í reglunum kemur hvergi fram hvað felist í ónæði eða óþægindum af völd- um símtals og Hrafnkell Viðar Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar, viðurkennir að hugtökin séu býsna persónubundin, en inntak þeirra er háð mati dómara og hand- hafa ákæruvalds hverju sinni. Hrafnkell segir að með reglunum sé verið að innleiða tilskipun Evrópu- bandalagsins um vinnslu persónu- upplýsinga og verndun einkalífs á sviði rafrænna viðskipta. Hann tekur fram að ekki sé um að ræða reglur sem breyti framkvæmd fjarskipta- mála, svipuðum vinnureglum hafi í raun verið beitt áður. Nýjungin felst í því að skýrar er kveðið á um fram- kvæmdina og hún því gerð fyrirsjá- anlegri. Að mati Hrafnkels er ýmislegt annað áhugavert að finna í reglunum. Þar er til að mynda mælt fyrir um að símnotanda verði gert kleift að synja móttöku hringinga með númeraleynd fyrir upphaf símtals. Með þessu móti verði hægt að koma í veg fyrir óþæg- indi og ónæði af völdum þeirra sem notast við númeraleynd, s.s. aðila sem stunda markaðssetningu í gegn- um síma. Ætlunin er að reglurnar öðlist gildi með haustinu en fyrst verður þeim er hagsmuna hafa að gæta leyft að gera athugasemdir við drögin og skulu þær hafa borist stofnuninni fyrir 20. júlí. Heimilt að aflétta númeraleynd Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.