Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KRISTÓFER Hannesson varð nú
um helgina fyrstur til að útskrifast
með japönsku sem aðalgrein úr
hugvísindadeild Háskóla Íslands,
en kennsla í japönsku hófst við
skólann árið 2003. Kristófer sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
hefði verið tilviljun að hann valdi
japönskunámið: „Ég ætlaði nú að
fara að vinna í eitt ár en sá síðan
grein í Morgunblaðinu um að það
ætti að fara að kenna japönsku í
Háskóla Íslands. Ég á frænda sem
býr í Japan og hafði verið forvitinn
um þetta land þar sem hann býr og
ákvað að prófa þetta nám. Mér
leist svo vel á þetta að ég ákvað að
halda áfram, fara til Japans í eitt
ár og klára þetta.“
Aðspurður hvernig hafi gengið
að ná tökum á málinu sagði Krist-
ófer það hafa verið erfitt í byrjun:
„Ég hugsaði stundum um hvað ég
væri búinn að koma mér í en eftir
að maður hefur komist yfir fyrsta
hjallann þá fer
þetta að verða
viðráðanlegra og
skemmtilegt.“
Kristófer sagði
að það að læra
japönsku væri
eins og að læra
að tala upp á
nýtt, þar sem
ekkert væri líkt
með íslenska
tungumálinu og því japanska: „Það
er ekkert sem maður getur tengt á
milli. Það eina sem við Íslendingar
höfum er að framburður á sér-
hljóðum og samhljóðum er næstum
nákvæmlega eins. En það er eng-
inn grunnur sem maður hefur. Það
eina er að þeir hafa mikið af töku-
orðum úr ensku sem maður skil-
ur.“
Lokaverkefni Kristófers, Ástæð-
ur, afleiðingar og möguleg þróun
pólitískra og alþjóðlegra deilna í
kringum hið umdeilda Yasakuni-
helgiskrín í Tókýó, fjallar um Yas-
akuni-helgiskrínið sem er mik-
ilvægur helgistaður í Shinto-
trúnni, sem er fyrrum ríkistrú Jap-
ana. Yasakuni heiðrar minningu
allra þeirra sem hafa látist fyrir
Japan og meðal þeirra eru nokkrir
harðsvíraðir stríðsglæpamenn sem
létust í síðari heimsstyrjöldinni.
Forsætisráðherra Japans heim-
sækir hofið á ári hverju og veldur
það miklum usla í samskiptum við
aðrar Asíuþjóðir sem einhvern
tímann hafa orðið fyrir barðinu á
umræddum stríðsglæpamönnum.
Kristófer hyggur nú á nám í al-
þjóðasamskiptum í Háskóla Ís-
lands með áherslu á viðskipti.
Hann sagði að þar sem íslensk fyr-
irtæki væru í auknum mæli að
þreifa fyrir sér í Austurlöndum
væri sífellt meiri þörf fyrir fólk
með sérþekkingu á Austurlöndum
og starfsmöguleikar því þónokkrir.
Fyrstur til að útskrifast
með BA-próf í japönsku
Kristófer
Hannesson
FLÆÐI verkamanna frá nýjum að-
ildarríkjum ESB helst nokkurn veg-
inn svipað og fyrir 1. maí sl. þegar
fallið var frá þeirri kröfu að verka-
fólk frá þessum ríkjum yrði að hafa
atvinnuleyfi hér á landi, að sögn
Gissurar Péturssonar, forstjóra
Vinnumálastofnunar.
Erlent vinnuafl hefur sótt mikið
hingað til lands undanfarin misseri
og í fyrra sló fjöldi útgefinna at-
vinnuleyfa öll met þegar á sjöunda
þúsund leyfi voru gefin út. Þess má
þó geta að frá og með september í
fyrra var gerð sú breyting á starfs-
háttum Vinnumálastofnunar að af-
greiðslu leyfa til íbúa hinna nýju að-
ildarríkja ESB var hraðað.
Þrátt fyrir að leyfis sé ekki krafist
í dag verða atvinnurekendur sem
ráða starfsmann frá þessum ríkjum
til vinnu að tilkynna ráðninguna til
Vinnumálastofnunar. Í maí bárust
skráningar frá 92 fyrirtækjum vegna
323 starfsmanna en þær tölur eru þó
ekki alveg marktækar, þar sem
nokkrar vikur tekur fyrir starfs-
menn að fá kennitölu, sem er for-
senda skráningar hér á landi. Má því
búast við að skráningum fjölgi tals-
vert á næstunni, að sögn Gissurar.
Nú er hins vegar nánast öllum um-
sóknum frá borgurum utan EES-
svæðisins um atvinnuleyfi synjað hjá
Vinnumálastofnun, að sögn Gissur-
ar. „Það er helst að þetta sé leyft á
grundvelli fjölskyldutengsla,“ segir
hann.
573 synjanir frá september
Alls hefur nú verið synjað 573 um-
sóknum um tímabundin atvinnuleyfi
hjá Vinnumálastofnun frá því í sept-
ember á síðasta ári og þar af hefur
rúmlega 200 umsóknum verið synjað
frá því í mars. Töluvert af þessum
synjunum hefur verið kært og bíður
afgreiðslu í félagsmálaráðuneytinu.
Eins og áður sagði voru gríðarlega
mörg atvinnuleyfi gefin út í fyrra,
eða 6.367, og hefur þar hraðari af-
greiðsla á leyfum mikið að segja.
Fjöldi útgefinna atvinnuleyfa nærri
tvöfaldaðist milli áranna 2004 og
2005. Á tímabilinu frá janúar og fram
í maí á þessu ári var hins vegar gefið
út 3.791 atvinnuleyfi og virðist sem
straumur verkafólks til landsins sé
stöðugur. Til samanburðar má nefna
að á sama tímabili í fyrra var búið að
gefa út 1.782 atvinnuleyfi.
Gissur segir að enn sé mikil spurn
eftir erlendu vinnuafli og hann reikni
með að svo verði áfram. Hins vegar
sé ljóst að verkafólki hafi ekki fjölgað
við breytinguna 1. maí, að minnsta
kosti ekki enn sem komið er.
Hins vegar sé nú nánast öllum um-
sóknum frá þriðja ríkis borgurum
synjað, að sögn Gissurar. Það sé að-
eins í sérstökum tilfellum að slíkum
umsóknum sé hleypt í gegn, t.d. ef
viðkomandi hefur sérstaka hæfni, en
Gissur segir að ekki skipti máli hvort
viðkomandi sé kominn með vinnu hér
á landi eða ekki, umsóknum sé ein-
faldlega hafnað á þeim forsendum að
jafnhæfan mann megi finna á EES-
svæðinu.
Undir þessi ríki falla í raun allir ut-
an EES-svæðisins. Þannig myndi til
að mynda umsækjandi frá Taílandi
eða Víetnam, svo dæmi séu tekin,
þurfa atvinnuleyfi til að mega vinna
hér á landi og þeirri umsókn yrði trú-
lega hafnað. Gissur segir að þessi
stefna hafi í raun komist á í sept-
ember sl. en verið áréttuð frekar
þegar lagabreyting var gerð í tilefni
þeirra breytinga sem urðu 1. maí sl.
Erlendu verkafólki
hefur enn ekki fjölgað
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Enn er spurn eftir erlendu vinnuafli og reiknað er með að svo verði áfram.
Í GRUNNI Há-
skólatorgs, sem nú
er verið að byggja
upp, hafa fundist
ýmsar tegundir
skelja sem lifað hafa
góðu lífi í seti á
hafsbotninum fyrir
12–13 þúsund árum
eins og sjá má á
þessari mynd af
steini sem tekinn er
úr grunninum. Skelj-
arnar má rekja til
þess að þegar jöklar
síðasta jökulskeiðs
tóku að hörfa af
landgrunninu fyrir
um 14–15 þúsund ár-
um, hækkaði sjávarborð hraðar en
landið reis og var núverandi Há-
skólasvæði þá undir sjávarmáli, að
sögn Áslaugar Geirsdóttur, pró-
fessors í jarðfræði við Háskóla Ís-
lands. Hún segir að þegar þessar
skeljar lifðu í setinu, hafi skrið-
jöklar brotnað út í sjó, og þannig
myndast ísjakar sem sigldu um
Suðurgötusvæðið. „Sérkennilegt
dökkt fínkorna lag hefur síðan
kaffært skeljarnar. Hvort hér er
um að ræða eðjustraum sem varð
til við nýja framrás jökuls, jök-
ulhlaup eða sjávarstöðubreytingar
er enn ekki ljóst en ætlunin er að
skoða það betur áður en bygg-
ingin rís.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Tólf þúsund ára skelj-
ar í Háskólatorginu
„FYRIR nokkrum árum héldu menn
að rósir væru dekurplöntur sem
menn þyrftu óskaplega mikið að
vanda sig við en svo hefur áhugafólk
verið að flytja inn nýjar rósir. Það
hefur komið í ljós að það eru alveg
ótrúlega margar rósir sem eru vel
harðgerar hér á landi,“ segir Jóhann
Pálsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar. Í dag mun
Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra opna nýjan vef Rósa-
klúbbs GÍ í Rósagarðinum í Höfða-
skógi. Hann mun þá gróðursetja
rósir sem Jóhann hefur skapað, en
um er að ræða fyrstu rósirnar sem
vitað er um að hafi verið gróð-
ursettar hér á landi.
Jóhann segist telja að hann hafi
verið með þeim fyrstu sem fóru að
flytja inn rósir sem þola íslenska
veðráttu. „Ég hafði góða aðstöðu til
þess. Svo fór ég að leika mér að því
að víxla rósum hjá mér og frjóvga
saman ólíkar tegundir og ólík af-
brigði. Margt af því sem kom út úr
því var einskis virði en nokkrar hafa
sýnt sig að vera ansi skemmtilegar.
Ég hef nú bara haft þær í garðinum
hjá mér en svo var þremur þeirra
fjölgað hjá Skógræktarfélagi Hafn-
arfjarðar og þær á að gróðursetja á
morgun [í dag] í skóginum,“ segir
Jóhann. Hann segir að mikið af þeim
rósum sem hann hafi verið að rækta
sé ígulrósir (Rosa rugosa). Þá segist
hann hafa sáð fræi af einni af þeim
rósum sem hann hafði sjálfur alið
upp. „Ein af rósunum sem komu upp
í þeirri sáningu reyndist vera bast-
arður af fjallarós, Rosa-pendulina,
og ígulrós. Hún er dálítið spennandi
rós fyrir framtíðina og ég gaf henni
nafnið Hilda eftir dótturdóttur
minni,“ segir Jóhann.
Bók um rósaræktun í
Kanada vakti áhugann
Hann segir að Rósaklúbbur GÍ
hafi unnið lista sem birtur verði á
nýju vefsíðunni yfir harðgerar rósir.
„Mig minnir að þar séu yfir 90 yrki,“
segir Jóhann. Rósunum sé skipt í
þrjá flokka eftir því hversu harð-
gerar þær eru.
Spurður hvort hann hafi lengi ver-
ið sérstakur áhugamaður um rósir
segir Jóhann að sá áhugi hafi kvikn-
að fyrir um 15 árum. „Það var nú
eiginlega bara af tilviljun,“ segir Jó-
hann. Hann hafi rekist á bók í Hol-
landi um rósaræktun í Kanada en
þar í landi hafi menn skoðað ræktun
kanadískra rósa. „Ég fór að prófa
þessar kanadísku rósir og eitt leiddi
af öðru,“ segir Jóhann. Aðspurður
segir hann félaga í Rósaklúbbnum
nokkra tugi alls, en klúbburinn hafi
starfað í nokkur ár. Netfang Rósa-
klúbbsins er rosaklubbur.is
Rósir engar dekurplöntur
Morgunblaðið/ Jim Smart
Jóhann Pálsson fv. garðyrkjustjóri.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is