Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) kynnti í gær helstu niðurstöður úr fyrstu prófunum fyrirtækisins meðal 160 ís- lenskra astmasjúklinga á tilraunalyf- inu CEP-1347. Lyfið reyndist hafa jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungna- starfsemi og á bólguþátt sem tengist astma, án þess að nokkrar alvarlegar aukaverkanir kæmu fram, að því er segir í frétt frá ÍE. „Þetta er mjög mikill áfangi fyrir okkur og mikilvægur því þarna erum við að koma lyfi í gegnum fasa 2 til- raun án marktækra aukaverkana og með skilvirkni. Ég er býsna ánægður með þetta,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Astmi er langvinnur bólgusjúk- dómur í lungum og öndunarfærum. Hann er algengasti langvinni sjúk- dómurinn í börnum og ungu fólki. Tíðni astma er á bilinu 10–30% í iðn- væddum löndum. Virkasta meðferðin gegn astma í dag felst í notkun stera- lyfja. Þau geta valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum við langvar- andi notkun. Allt að þrjú ár þangað til lyfið kemur á markað Kári sagði ljóst að nýja lyfið mundi ekki hafa sömu aukaverkanir og steralyfin. Steralyf í úðaformi hafa minni aukaverkanir en astmalyf sem tekin eru um meltingarveg. „Það er markmið í sjálfu sér að losna við ster- ana vegna aukaverkananna,“ sagði Kári. Tilraunir lyfjaframleiðandans Cephalon, sem þróaði lyfið gegn Parkinson-sjúkdómi, benda til þess að það hafi mjög litlar aukaverkanir. Tilraunalyfið er gefið um meltingar- veg. ÍE kynnti Cephalon niðurstöður sínar í síðustu viku. ÍE og Cephalon hafa ekki enn samið um hvernig markaðssetningu og dreifingu nýja lyfsins verður háttað ef áframhald- andi prófanir verða jákvæðar. Að- spurður hvenær vænta mætti nýja lyfsins á markað sagði Kári að minnst tvö til þrjú ár mundu líða þar til það yrði. Ekki væri hægt að leggja mat á fjárhagslegan ávinning af þess- ari uppgötvun fyrr en lyfið kæmi á markað. Kári sagði þetta vera í annað skipt- ið sem erfðafræðileg upgötvun hjá Íslenskri erfðagreiningu nýttist til að finna lífefnafræðilega orsök sjúk- dóms og sýnt væri fram á að lyf sem leiðréttir þessa sameindalegu ástæðu sjúkdómsins virkaði í sjúklingum. „Það er mikilvægur áfangi í sjálfu sér að koma astmalyfi í gegnum fasa 2 og líka vitnisburður um ágæti þeirrar leiðar að nota erfðafræðina til að búa til lyf. Þetta er mjög stór áfangi fyrir okkur,“ sagði Kári. Rúmlega 800 manns tóku þátt í prófunum lyfjafyrirtækisins Cepha- lon á tilraunalyfinu CEP-1347 við Parkinson-sjúkdómi. Prófanir á CEP-1347 með þátttöku íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Helstu niðurstöður voru að lyfið virð- ist vera öruggt og þolast vel og hafði það m.a. jákvæð áhrif á útkomu þátt- takenda á svokölluðu auðreitniprófi og í einföldu öndunarprófi. Tilraunalyf við astma Jákvæðar niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar við prófanir hér á landi Kári Stefánsson sagði að nýja lyfið hefði ekki sömu aukaverkanir og steralyf. „VIÐ reyndum að taka þátt í þessu eins og við gátum og hvöttum fé- lagsmenn til að leggja rannsókn- inni lið,“ sagði Dagný Erna Lár- usdóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélagsins, um lyfjatilraun Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég hef mikla trú á þessu lyfi og er afskaplega bjartsýn. Ég held að þetta lyf breyti miklu fyrir astma- sjúklinga og líðan þeirra. Fólk áttar sig ekki á því hvað astmi er erfiður sjúkdómur. Þetta er algengasti langvinni bólgusjúkdómurinn í börnum og ungu fólki.“ sagði Dagný. Steralyfin sem beitt er gegn astma geta haft slæmar aukaverk- anir, að sögn Dagnýjar. „Maður getur orðið afskaplega ör í skapi af sterunum og átt erfitt með svefn. Sterarnir geta örvað matarlystina, valdið vökvasöfnun og þyngd- araukningu. Sumir sterar valda líka beinþynningu. Sterarnir eru afskaplega góðir í neyðartilvikum en slæmir til langframa. Það er al- veg stórkostlegt ef finnst annað lyf en sterar sem minnkar bólgur í öndunarveginum.“ Í Astma- og ofnæmisfélaginu eru um 1.400 félagar. Það segir þó ekki alla söguna því aðeins einn úr hverri fjölskyldu er skráður fé- lagsmaður. Talið er að um 7% þjóð- arinnar líði af astma og ofnæmi. Ég er bjartsýn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt konu sem er sjúkraliði að mennt 1,5 milljónir kr. í skaðabætur frá Reykhólahreppi fyrir það að fram hjá henni var gengið við ráðningu í starf sjúkraliða við hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð í Reykhóla- sveit. Sjúkraliðinn hafði starfað tíma- bundið á stofnuninni og hugðist sækja um starf þar árið 2004 eftir að hún hætti við að fara í skóla, og var þeirri fyrirætlun vel tekið af yfirmanni. Þegar starfið var auglýst síðsumars 2004 sótti konan um en fékk ekkert svar og leitaði því til lögmanns sem sendi hjúkrunarforstjóra Barmahlíð- ar bréf þar sem fram kom að konunni hefði borist til eyrna að tveir starfs- menn hefðu verið ráðnir og hvorugur þeirra með sjúkraliðamenntun. Í niðurstöðu dómsins kom fram að réttur hefði verið brotinn á sjúkralið- anum við það að fram hjá henni var gengið við umrædda ráðningu og með því bakaði Reykhólahreppur sér bótaskyldu gagnvart henni. Tjón hennar fólst einkum í því að vegna hinnar ólögmætu ákvörðunar stefnda ætti hún þess ekki kost í ótil- tekinn tíma að sinna í heimabyggð sinni starfi sem hún hefði hlotið menntun til. Fallist var á að sjúkraliðinn hefði orðið fyrir miska við það að svo ber- lega var fram hjá henni gengið og um- sókn hennar að auki ekki virt svars fyrr en að kröfu lögmanns. Sigurður H. Stefánsson héraðs- dómari dæmdi málið. Hörður Felix Harðarson hrl. flutti málið fyrir sjúkraliðann og Helgi Birgisson hrl. fyrir stefnda. Gengið framhjá menntuðum sjúkraliða NÝ BYGGING verður reist á lóðinni Bankastræti 2 ef tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nær fram að ganga. Fyrir á lóðinni er veitinga- staðurinn Lækjarbrekka og svoköll- uð Móhús en þau standa við Skóla- stræti. Yfirbragð verður í samræmi við gömlu byggingarnar Gert er ráð fyrir hinni nýju bygg- ingu við norðurenda Móhúsa, á mót- um Skólastrætis og Bankastrætis, gegnt verslun Hans Petersen í Bankastræti. Samkvæmt skipulaginu verða þakefni og ytri klæðningar hinnar nýju byggingar þau sömu og á Mó- húsum og yfirbragð að öðru leyti í samræmi við þær byggingar. Sam- gengt verður milli húsanna á 2. hæð en mænisstefna nýju bygging- arinnar verður þvert á stefnu Mó- húsa. Hæð mænisins verður ekki meira en 1,2 m meiri en mænishæð Móhúsanna. Frestur til að skila inn at- hugasemdum og ábendingum til skipulags- og byggingarsviðs vegna framkvæmdanna rennur út 3. ágúst. Morgunblaðið/Arnaldur Ný bygging verður reist við norðurenda Móhúsa á Bernhöftstorfunni. Byggingin mun standa á horni Bankastrætis og Skólastrætis. Ný bygging verður reist á Bernhöftstorfunni HELDUR fleiri karlar en konur eru að leita að nýju starfi, eða 12% karla og 8% kvenna, samkvæmt Gall- upkönnun á tíðni og ástæðum vinnu- skipta. Könnunin var unnin fyrir Jafnréttisráð í apríl og maí sl. Ekki var marktækur munur milli kynja þegar athugað var hvort skipt hefði verið um vinnuveitanda sl. tvö ár. Þegar kemur að ástæðum fyrir því að verið er að leita að nýju starfi sést heldur ekki marktækur munur, en á hinn bóginn er munur á milli kynja þegar kemur að ástæðum fyrir skipt- um á vinnuveitanda. Rétt tæplega helmingi fleiri karlar en konur hafa misst fyrri vinnu og um helmingi fleiri karlar gefa „tilbreyt- ingu“ upp sem ástæðu. Ríflega þrisv- ar sinnum fleiri konur nefna fjöl- skylduábyrgð sem ástæðu og tæplega helmingi fleiri karlar en konur nefna „hærri launl/launatengt“. Fjölskylduábyrgð hefur meiri áhrif á stöðu kvenna Að mati Jafnréttisráðs virðist könnunin staðfesta að fjölskyldu- ábyrgð hafi meiri áhrif á vinnumark- aðsstöðu kvenna en karla og að karlar skipti frekar um vinnu vegna launa- mála. Úrtakið í könnuninni var 2.025 manns á aldrinum 16–75 ára, handa- hófskennt úr þjóðskrá, og var svar- hlutfall 61% Fleiri karlar en konur að leita að nýju starfi Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Alicante 29. júní eða 6. júlí frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.19.990 Netverð á mann. Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Aðeins örfá sæti Nú bjóðum við frábært tilboð til Alicante á síðustu flugsætunum 29. júní og 6. júlí í 1 eða 2 vikur. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og njóttu sumarsins við Alicante. HINN risavaxni auglýsingaskjár á norðausturhorni Kringlunnar var tekinn niður á sunnudag og fluttur norður í Skagafjörð á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum en hann verður settur aftur upp við Kringluna 3. júlí. Ástæðan fyrir þessu ferðalagi hins 30 fermetra skjás er sú að Kringlan var að endurnýja sam- komulag sitt við fyrirtækið Exton sem ráðstafar skjánum. Exton hugðist upphaflega taka skjáinn niður fyrir fullt og allt, en þegar samið var upp á nýtt hafði Exton í millitíðinni leigt skjáinn tímabund- ið á Landsmót hestamanna og því varð niðurstaðan sú að skjárinn fer aftur í Kringluna að loknu hesta- mannamótinu. Skjárinn er háþróaður og var fyrst settur upp við verslanamið- stöðina í Kringlunni í nóvember 2005. Kringluskjárinn fór á landsmót hestamanna MIKILL áhugi er á jörðum í Sel- árdal við Arnarfjörð sem landbún- aðarráðuneytið auglýsti til leigu í vor. Tólf umsækjendur hafa sóst eftir jörðunum, þar af ellefu ein- staklingar. Má búast við að jörð- unum verði úthlutað um miðjan júlí og er leigutími til 50 ára. Um er að ræða jörðina Uppsali þar sem einbúinn Gísli Gíslason bjó, Brautarholt þar sem var fyrrum íbúðarhús Samúels Jónssonar lista- manns og bærinn Kolbeinsskeið í Selárdal, ásamt fyrrverandi íbúðar- húsi á Melstað og Selárdal. Tekið er fram að íbúðarhúsin eru flest í bágu eða mjög bágu ástandi og þarfnast mikilla endurbóta. Sótt var um allt sem auglýst var, auk þess sem sótt var um lóðir til vara. Flestir umsækjendurnir eiga rætur sínar að rekja vestur á firði. Mikill áhugi á jörðum í Selárdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.