Morgunblaðið - 27.06.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.06.2006, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húrra, Húrra, nú getum við dregið ykkur á asnaeyrunum 5 til 10 ár í viðbót. Samtök háskólakenn-ara á Norðurlönd-unum (SHN), sem funduðu hér á landi í byrj- un mánaðarins, telja að akademískt frelsi eigi undir högg að sækja í há- skólasamfélaginu. Skrif- ræði sé vaxandi og aukin miðstýring sé á rannsókn- um og kennslu, lýðræði fari minnkandi og mögu- leikar starfsmanna til hlutdeildar í þeim ákvörð- unum er varða háskóla- samfélagið séu þverrandi. Þá sé hert pólitísk stýring á rannsóknafé og úthlutun þess. Einnig telja samtökin að réttur til frjálsra birtinga á nið- urstöðum rannsókna sé skertur, aukin áhersla sé á að einkaleyfa sé aflað og þess krafist í ríkara mæli en áður að rannsóknarniðurstöð- um sé haldið leyndum. Að mati samtakanna er aka- demískt frelsi nauðsynleg for- senda þess að rannsóknir geti blómstrað innan háskólanna. Í því felist m.a. frjálst val rannsóknar- efna og rannsóknaraðferða, frjáls og óheft birting á rannsóknarnið- urstöðum og frjálsræði í skoðana- skiptum vísindamanna um rann- sóknarverkefni og rannsóknarniðurstöður. Þátttaka í rökræðum á jafnræðisgrundvelli er nauðsynleg að mati samtak- anna og þar með aukin áhrif há- skólakennara á ákvarðanir er varða stjórnun háskólanna. Þau benda á að rannsóknahlutverk há- skólanna er víðtækara en rann- sóknahlutverk atvinnulífsins. Grunnrannsóknir háskólanna hafi víðari skírskotun en hinar hag- nýtu rannsóknir fyrirtækja sem leggja gjarnan áherslu á að unnt sé að nýta niðurstöður rannsókna þegar í stað. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi samtakanna í byrjun mánaðarins. Ekki minnst á akademískt frelsi Sigurður Erlingsson, formaður Félags prófessora við Háskóla Ís- lands (FP), segir orðið vart við ákveðna tilhneigingu til pólitískr- ar stýringar á rannsóknarfé hér á landi sem annars staðar í hinum vestræna heimi. Hann bendir í því sambandi á lög um vísinda- og tækniráð sem tóku gildi árið 2003, sem m.a. hefur með fé til styrk- veitinga að gera. Samkvæmt þeim eiga nú fjórir ráðherrar fast sæti í ráðinu en þar að auki er forsætis- ráðherra heimilt að kveðja allt að tvo ráðherra til setu í ráðinu í senn. Í athugasemdum FP vegna frumvarpsins var m.a. bent á mik- ilvægi þess að aðilar sem þar ættu sæti hefðu víðtæka reynslu og þekkingu af rannsóknum. Þá benti félagið á í athugasemdum sínum við ný lög um háskóla, sem samþykkt voru nú á sumarþingi, að hvergi væri minnst á akadem- ískt frelsi í lögunum, en það væri hornsteinn alþjóðlegs mennta- og vísindasamfélags. Sigurður segir að það sem fram komi í ályktun SHN eigi ekki al- farið við á Íslandi í dag þótt vissu- lega séu teikn á lofti sem þurfi að varast. Á Íslandi séu t.d. einka- skólar sem ekki sé að finna á hin- um Norðurlöndunum. Þá geti skapast samkeppni um fjármagn- ið og hætta á að fjárveitingavaldið noti fjárhagslega mælistiku á nám í stað þess að meta það faglega. Gagnrýnendur nýrrar löggjafar um háskóla í Danmörku segja lög- in fyrirtækjavæða háskólana og að fjárhagslegir hagsmunir ráði ferð á kostnað akademísks frelsis. Stjórnendur séu ráðnir líkt og skólarnir séu fyrirtæki og að há- skólakennarar taki minni þátt í ákvarðanatöku en áður. Hér á landi er það hins vegar háskóla- samfélagið, stúdentar og kennar- ar, sem velja rektor HÍ, svo dæmi sé tekið. En til stendur að setja sérlög um hvern háskóla á næsta þingi og hafa háskólakennarar nokkrar áhyggjur af því að þau verði í anda dönsku laganna. Sjálfræði háskólanna sé raunverulegt Torfi Hjartarson, formaður kennarafélags Kennaraháskóla Íslands, segir að sú viðvörun sem felst í ályktun Samtaka háskóla- kennara á Norðurlöndum eigi við á Íslandi. Ákveðin tilhneiging sé hér á landi til að auka völd til- nefndra stjórnenda frekar en kos- inna. „Við þurfum að vera vel á verði gagnvart þessum sjónarmið- um, gæta þess að við glötum ekki niður hinu akademíska frelsi, sem m.a. felur í sér að birta rannsókn- arniðurstöður og fá gagnrýni á þær frá kollegunum. Þetta er lík- an sem hefur gengið vel og skilað miklum árangri. Við megum ekki missa sjónar á því vegna hug- mynda um rekstur og aðhald.“ Torfi segir ekki hægt að af- greiða háskóla eins og hverja aðra stofnun eða á sama hátt og fyr- irtæki. Það þurfi að gæta þess vel að sjálfræði háskóla sé raunveru- legt og að áhrif háskólakennara á stjórnun skólanna minnki ekki. „Það er ákveðin hætta á því að peningaöfl og pólitísk öfl fari að ráða of miklu á kostnað faglegra sjónarmiða. Við þurfum að vera vel á verði, ekki vaða hugsunar- laust í breytingar í nafni markaðs- sjónarmiða heldur beita gagn- rýnni hugsun.“ Fréttaskýring | Tilhneiging til pólitískrar stýringar á rannsóknarfé hér á landi Akademískt frelsi í hættu? Samtök háskólakennara á Norðurlöndum segja miðstýringu rannsókna hafa aukist Hvergi er minnst á akademískt frelsi í nýsamþykktum lögum um háskóla. Kostunaraðili vildi fela niðurstöður rannsóknar  Í Svíþjóð kom nýlega upp mál þar sem kostunaraðili rann- sóknar vildi banna birtingu nið- urstaðna hennar þar sem honum hugnuðust þær ekki. Í kjölfarið spannst umræða um akademískt frelsi í Svíþjóð og víðar á Norð- urlöndum. Formaður Félags pró- fessora í Háskóla Íslands segir tengsl atvinnulífsins við há- skólana mjög nauðsynleg. Hins vegar verði að tryggja sjálfstæði rannsakenda. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SPES-samtökunum, sem eru að byggja heimili fyrir foreldralaus börn í Tógó, barst gjöf í vikunni þegar Anna Birgis Hannesson færði samtökunum tíu þúsund dollara eða um 750 þúsund krónur að gjöf fyrir hönd UNDWC, sem er félag kvenna sem tengjast fastanefndum við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Anna, sem er gjaldkeri félagsins, afhenti stofnanda samtakanna og formanni Íslandsdeildar Spes, Nirði P. Njarðvík, upphæðina. Félagið, sem í eru konur hvaðanæva úr heiminum, velur árlega verðugt verkefni til að styrkja. Við afhend- inguna sagði Anna að Spes hefði vakið eftirtekt sína og hún hefði mælt fyrir því að félagið styrkti byggingu þess fyrir foreldralaus börn í Tógó að þessu sinni. Allt starf unnið í sjálfboðavinnu „Við höfum skoðað þetta verkefni Spes vandlega á netinu og hrifumst af því hversu vel er að öllu staðið, og töldum því sérlega vel til fundið að styrkja það í ár,“ sagði Anna þegar hún afhenti forsvarsmönnum Spes gjöfina. Verkefni Spes í Tógó miðar vel, að sögn forsvarsmanna samtak- anna, og nýlega tóku samtökin að sér að leggja rafmagn í skólann í hverfinu í Lóme, höfuðborg Tógó, sem börnin í Spes sækja. „Við erum þakklát fyrir rausn Íslendinga sem hafa stutt við bakið á Spes af ein- stöku örlæti og munum tryggja að öllu því fé sem við öflum sé vel var- ið,“ sagði Össur þegar þeir Njörður P. Njarðvík veittu fénu viðtöku. Allt fé sem aflast rennur til upp- byggingar barnaþorps Spes í Tógó og allt starf er unnið í sjálfboða- vinnu þannig að ekkert af söfn- unarfénu fer í yfirbyggingu eða skrifstofukostnað, segir í frétt frá samtökunum. Afhentu samtökun- um 10 þús- und dollara Anna Birgis Hannesson færði Nirði P. Njarðvík, t.h., peningana. Össur Skarphéðinsson, er ásamt Nirði í forystu fyrir Spes-samtökin. Spes-samtökin fá veglegan styrk til uppbyggingar í Tógó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.