Morgunblaðið - 27.06.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 9
FRÉTTIR
Póstsendum
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Rýmingarsalan
í fullum gangi
Úrval af buxum upp í mitti
Eddufelli 2 - sími 557 1730
Bæjarlind 6 - sími 554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15.
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 38-56tr. -
Vinsælu
gallabuxurnar
eru komnar
i l
ll
SUMARÚTSALAN HAFIN 20%-70% afsláttur
Laugavegur 63 • S: 551 4422
Stærsta töskuverslun landsins
Skólavörðustíg 7, Rvík,
sími 551 5814
Rýmum til fyrir
nýjum ferðatöskum
20% afsláttur af Cavalett Promotion ferðatöskum
Ferðatöskur 76 cm (áður 6.900 kr.) nú 5.500 kr.
Ferðatöskur 42 cm (áður 4.200 kr.) nú 3.300 kr.
Handtaska (áður 2.200 kr.) nú 1.750 kr.
Beautybox (áður 2.800 kr.) nú 2.250 kr.
Tilboðið gildir þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag
LAXVEIÐIN hófst í Selá í Vopna-
firði í gærmorgun og að sögn Orra
Vigfússonar, formanns veiðifélags-
ins, var það besta opnun sem verið
hefur í ánni, tíu laxar komu á land
á vaktinni. „Laxarnir veiddust
víða, á Fossbroti, Efri og Neðri
Sundlaugarhyl, í Vaðhyl, á Brúar-
breiðu og meira að segja í Kletta-
hyl, fyrir ofan foss,“ sagði Orri
kampakátur.
„Hér við Langá er allt að kom-
ast á fullt; veiðin var að detta í 50
laxa í hádeginu,“ sagði Ingvi Hrafn
Jónsson staðarhaldari um miðjan
dag í gær. „Eftir að flóðunum lauk
á dögunum jókst veiðin í sama
hlutfalli. Og nú koma hellings-
göngur inn á hverju flóði. Þessi
byrjun lofar enn einu stór-
veiðisumrinu hjá okkur.“
Tíu með Maríulax
Ingvi Hrafn sagði að í holli sem
lauk veiðum á sunnudag hefðu 10
veiðimenn náð Maríulaxinum.
„Þetta voru útlendingar og Íslend-
ingar saman á veiðum og fóru
heim afar hamingjusamir. Sumir
höfðu ekki séð veiðistöng þegar
þeir komu.“
Vestar á Snæfellsnesi, í Straum-
fjarðará, fór veiðin heldur rólega
af stað en að sögn Ástþórs Jó-
hannssonar leigutaka hefur laxinn
nú gengið í einhverjum mæli í
kjölfar Jónsmessustraumsins. Sex
laxar komu á land á sunnudag,
veiddust víða í ánni, og sagði hann
það vita á gott. Þá voru 10 laxar
komnir á land.
„Þessa dagana er stór hópur
iðnaðarmanna að leggja síðustu
hönd á nýtt glæsilegt veiðihús við
ána. Það var sagt í gamni við iðn-
aðarmennina að laxinn gengi ekki í
ána fyrr en þeir kláruðu húsið
þegar kom í ljós að opnunardag-
urinn var laxlaus. Allt stefnir það í
rétta átt, bæði með laxinn og hús-
ið, og er gert ráð fyrir að fyrsta
máltíðin í nýju veiðihúsi verði
framreidd næstkomandi mið-
vikudagskvöld,“ sagði Ástþór.
Að sögn Einars Sigfússonar hafa
yfir 60 laxar veiðst í Haffjarðará,
þar af 19 á laugardag. „Fiskur er
að koma inn þessa dagana og svo
er talsvert af tveggja ára fiski í
ánni, þótt smálaxinn sé farinn að
sýna sig líka.“
160 laxar úr Þverá-Kjarrá
„Hér er fiskur töluvert að
ganga, við fengum sjö í morgun,
alla með halalús, og misstum þó
nokkra,“ sagði Andrés Eyjólfsson
leiðsögumaður við Þverá í gær.
„Það var landað einum 97 cm
hæng, sem samkvæmt kvarðanum
er 9,2 kg, en honum var sleppt aft-
ur. Hann veiddist í Snasa, sem er
uppundir Kjarrá. Hér eru nú út-
lendingar að veiða og sleppa nán-
ast öllum fiski.“ Þess má geta að
stærsti laxinn til þessa úr ánni var
sjö kíló.
Andrés sagði laxinn vera að taka
frekar grannt. Þannig hefði einn
veiðimaður sett í níu laxa í gær-
morgun en bara haldið einum.
„Hollin sem hafa verið á svæð-
inu síðustu daga hafa fengið 23
laxa í Þverá og 18 eða 20 í Kjarrá,
eða um 40 fiska. Samtals er veiðin
komin í 160 laxa, sem er ekki langt
að baki veiðinni á sama tíma í
fyrra. Á laugardag voru laxarnir
orðnir 120 en 150 sama dag í
fyrra, en þá voru líka miklu betri
skilyrði. Áin hefur farið í skít hér
trekk í trekk í sumar.“
Þá höfðu þegar síðast fréttist
veiðst fjórir laxar í Brennu, ármót-
um Þverár og Hvítár, eftir rólega
byrjun, en selur var að angra
veiðimenn og fiska á svæðinu um
helgina.
Rólegt í Kjósinni
Frekar rólegt hefur verið í Laxá
í Kjós það sem af er veiðitímanum
en 44 laxar höfðu veiðst um miðjan
dag í gær, þar af einungis þrír á
morgunvaktinni þrátt fyrir að van-
ir menn væru við veiðar.
Í Norðurá er veiðin komin yfir
200 laxa. Holl sem lauk veiðum á
laugardag veiddi tæplega 70 fiska
og að sögn Haraldar Eiríkssonar
héldu menn þá að alvöruveiðitörn
væri brostin á. „Að morgni laug-
ardagsins var Gilið svo nánast lax-
laust og fiskar hafa ekki gengið
inn síðustu tvo morgna, nema einn
og einn.“ Þá vekur það athygli
manna að sumir fiskarnir eru mjög
smáir, laxar sem vega 1,2 kg hafa
verið að veiðast á Berghylsbrotinu.
Þrettán laxar höfðu veiðst í gær
í Laxá í Aðaldal og athygli vekur
að flestir veiðast ofan Æðarfossa,
á svæðum tvö og þrjú.
Afar rólegt er yfir veiðinni í
Soginu. Veiðimaður sem var þar
þrjá daga og lauk veiðum um
helgina setti ekki í neinn fisk, ekki
einu sinni bleikju. Sá eina upp-
ítöku, það var allt og sumt.
Tíu laxar í opnun Selár
Nítján punda
hængur veiddist
í Þverá
Björn Kr. Rúnarsson með 85 cm hrygnu sem veiddist í Vatnsdalsá.
veidar@mbl.is
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Hreini
Loftssyni, stjórnarformanni Baugs
Group hf.:
„Vegna viðtals við Jón Gerald
Sullenberger í Morgunblaðinu í
morgun þykir rétt að ítreka að
ástæða þess að gengið var til sam-
komulags við hann um niðurfell-
ingu málaferla var að skapa félag-
inu starfsfrið, einkum vegna
viðskipta erlendis, en óttast var að
Jón Gerald léti verða af hótunum
um að dreifa ósannindum um fé-
lagið og einstaklinga sem því
tengjast til erlendra fjölmiðla.
Þessi ákvörðun byggðist á hags-
munamati af hálfu félagsins, en fól
ekki í sér viðurkenningu á rétt-
mæti kröfugerðar hans.
Lögmenn félagsins og Jón Ás-
geir Jóhannesson efuðust um rétt-
mæti slíks samkomulags þar sem
það hvíldi á orðheldni viðsemjand-
ans. Samningaleiðin var valin þar
sem kröftum félagsins var talið
betur varið í uppbyggilegri verk-
efni en að elta ólar við dylgjur og
óhróður af því tagi, sem getur að
líta í Morgunblaðinu í dag. Þetta
hefur áður komið fram af hálfu fé-
lagsins, m.a. í yfirlýsingu sem birt-
ist í fjölmiðlum hinn 27. september
2005.“
Yfirlýsing frá
Hreini Loftssyni
LEIÐANGUR Rotem Ron á kajak í
kringum landið gengur vel og er hún
komin austur fyrir Raufarhöfn á leið
sinni fyrir Langanesið. Þrátt fyrir
nokkurn vind og um eins metra
ölduhæð hefur ekkert borið út af síð-
ustu daga. Hún lagði að baki gríð-
arlega langa dagleið þann 23. júní er
hún réri í einum rykk hátt í 60 km
frá Húsavík að Leirhöfn, rétt norðan
Kópaskers. Þaðan réri hún til Rauf-
arhafnar og stefnir nú yfir Þist-
ilfjörð og út fyrir Font. Eru því
kaflaskil að verða á leiðangri hennar
því hún hefur nú kvatt Norðurlandið
og stefnir suður með Austfjörðunum
þar sem önnur tveggja bakvarða-
sveita hennar bíður á Neskaupstað,
Kajakklúbburinn Kaj.
Rotem á
fljúgandi
siglingu
Norðurlandið að baki. Rotem Ron lestar leiðangurskajak sinn.
TENGLAR
..............................................
http://www.seakayak.co.il
STANGVEIÐI