Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG VISSI alveg hvað ég átti að gera af því mamma var búin að segja mér það. Mamma væri kannski dáin ef ég hefði ekki sprautað hana strax,“ segir Egill Vagn Sigurð- arson, átta ára „síðan í apríl“, en hann kom móður sinni til bjargar þegar hún féll meðvitunarlaus niður á stofugólfið á heimili þeirra við Laugartún á Svalbarðseyri. Móðirin, Ásta Laufey Egilsdóttir, er með bráðaofnæmi, en þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir norðan og sunnan heiða hefur ekki fengist úr því skorið enn fyrir hverju hún ná- kvæmlega hefur ofnæmi. Ásta Lauf- ey, eiginmaður hennar, Sigurður Egilsson, og börnin þrjú, Egill Vagn, Ásdís Magnea og Skúli, fluttu til Svalbarðseyrar frá Akureyri fyrir um ári. Leið undarlega í bílnum Ásta Laufey var ásamt börnum sínum að koma frá Akureyri þegar atvikið átti sér stað. „Mér var farið að líða undarlega í bílnum á heim- leiðinni en hafði tekið inn ofnæmislyf fyrr um daginn því við vorum að fara í Kjarnaskóg,“ segir hún. Þegar inn var komið gekk hún frá inn- kaupapoka í eldhúsinu og var á leið fram „þegar ég bara allt í einu hrundi niður á stofugólfið, ég hafði átti í miklum erfiðleikum með að kyngja og fann að eitthvað var í að- sigi, ætlaði því að ná í pennann minn“, segir hún og á við svonefndan EP-penna, sem í er adrenalín notað í neyðartilvikum sem þessu. „Ég vaknaði svo upp á gólfinu, þá var Egill búin að skjóta adrenalíninu í mig og var að hringja í Neyðarlín- una.“ „Ég vissi alveg hvar penninn var,“ segir Egill, „hann er í veskinu henn- ar mömmu, ég hljóp strax og náði í það og tók símann í leiðinni. Ég hef séð svona í Neyðarlínunni í sjón- varpinu, í einum þættinum dó ein- hver af því að maðurinn hringdi fyrst í Neyðarlínuna til að spyrja hvað hann ætti að gera,“ segir Egill sem byrjaði á að huga að móður sinni. Mikilvægt að kenna börnunum að bregðast við „Ég fer yfir þetta með elstu börn- unum nokkrum sinnum á ári, brýni fyrir þeim hvað eigi að gera komi at- vik sem þetta upp. Sem betur fer er stutt síðan ég fór yfir þetta síðast og það hefur því örugglega verið hon- um í fersku minni enn,“ segir Ásta Laufey. Hún telur mikilvægt að for- eldrar kenni börnum sínum hvernig bregðast eigi við aðstæðum sem þessum og fari yfir helstu atriði í skyndihjálp, eftir aldri og þroska barnanna. Hún kveðst oft hafa fengið of- næmisköst, en aldrei eins hastarlegt og þetta. „Það gerðist allt svo óskaplega hratt, ég fann að eitthvað var að ger- ast, ég gat ekki lengur kyngt og ætl- aði að ná í pennann, en datt út af áð- ur en það tókst. Svo bara vakna ég upp við stunguna frá barninu.“ Ásta Laufey kveðst þess fullviss að hún væri ekki í tölu lifenda ef drengurinn hefði ekki brugðist hárrétt við að- stæðum. „Ég held það sé alveg pott- þétt, þá væri ég ekki hér.“ Auk þess sem Egill Vagn spraut- aði móður sína og hringdi eftir að- stoð stóð hann í ströngu við að hugga litla bróður sinn, Skúla, tveggja ára snáða. Þá hætti ég að vera hræddur „Hann grét allan tímann og kall- aði stöðugt á mömmu. Ég bara beið rólegur með hann í fanginu þangað til löggan kom, þá tók hún okkur báða og þá hætti ég að vera hrædd- ur,“ segir Egill Vagn, en bætir við að hann hafi „ekki verið neitt ofsalega hræddur“, því nágrannakonan, Helga, hafi komið yfir til þeirra og lagt honum lið. Átta ára drengur á Svalbarðseyri kom móður sinni til bjargar og mátti ekki tæpara standa „Vissi alveg hvað ég átti að gera“ Morgunblaðið/Margrét Þóra Ásdís, Ásta Laufey og Egill í stofunni heima á Svalbarðseyri, Egill með pennann sem varð móður hans til bjargar á dögunum, en systir hans fékk þennan fína flugdreka í afmælisgjöf á sunnudaginn var. „ÞETTA er einstakt afrek hjá stráknum, það heppnaðist allt mjög vel,“ segir Finnur Sigurðs- son, neyðarflutningsmaður hjá Slökkviliði Akureyrar, en hann kom á vettvang í Laugartúni á Svalbarðseyri þegar atvikið átti sér stað. „Hann gerði allt rétt,“ segir hann ennfremur, „og greinilegt að mamma hans er búin að þjálfa hann upp ef til svona til- viks kemur, viðbrögðin voru al- veg rétt.“ Finnur nefnir að tíminn skipti öllu þegar bráðaofnæmi af þessu tagi kemur upp, útkallið um- rædda var utan bæjarins og tel- ur hann að það hafi tekið neyð- arbílinn um það bil sjö mínútur að komast á staðinn. „Það skipt- ir mestu að rétt sé brugðist við strax og það vantaði ekki að við- brögð Egils voru hárrétt. Í raun er þetta stórkostlegt afrek hjá honum, að gefa móður sinni adr- enalínið, hringja svo í Neyð- arlínu eftir aðstoð og að auki stóð hann í því að róa litla bróð- ur sinn.“ Finnur segir að Ásta Laufey hafi verið með meðvitund þegar liðsauki slökkviliðs, lögreglu og læknis barst, en henni hafi svo hrakað mikið á staðnum, þannig að ekið var í skyndi með hana á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Hann segir að Egill Vagn hafi verið mjög rólegur og yfirveg- aður, „hann talaði skýrt og greindi okkur frá atvikinu, hann virkaði fremur sem fullorðinn einstaklingur en barn, þetta er greinilega einstakur náungi. Ég hef ekki orðið vitni að öðru eins þau ár sem ég hef unnið við þetta, guttinn er alveg ótrúleg- ur“, segir Finnur. Mikilvægast að rétt sé brugðist við strax ÚR VERINU NORSK-ÍSLENSKA síldin veiðist enn innan efnahagslögsögunnar og að sögn Jóhannesar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra vinnslu hjá Síldar- vinnslunni hf., gengur vinnsla síldar- innar ljómandi vel. „Við erum að taka mikið í bræðslu og vorum að frysta frá því fyrir helgi og um helgina. Við erum að vinna úr Beiti núna og hann er eina skipið sem er í landi.“ Auk Beitis NK-123 hafa Guðmund- ur Ólafur ÓF-91, Björg Jónsdóttir ÞH-321 og Bjarni Ólafsson AK-70 landað síld til vinnslu hjá Síldar- vinnslunni. Síldin hefur ýmist verið brædd á Seyðisfirði eða á Neskaup- stað, þar sem hún hefur einnig verið fryst. Hefðu viljað fá meira „Við hefðum viljað fá meira í síð- asta túr,“ sagði Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF-91, en afrakstur túrsins var um 450 tonn og var aflanum landað á Neskaup- stað. „Við vorum að koma úr landi og leitum nú að síldinni í ágætis veðri þrátt fyrir örlítinn kalda.“ Á útstíminu lét Maron ekki mikið uppi um það hvort hann væri bjart- sýnn um aflabrögð. „Í þessum veiði- skap veit maður ekki hvað næsti klukkutími ber í skauti sér, hvað þá heldur næstu dagar. Við hugsum bara einn klukkutíma fram í tímann.“ Samtals hefur Guðmundur Ólafur landað rúmum tvö þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld það sem af er sumri. Vinnslan gengur vel Eftir Jóhann Jóhannsson johaj@mbl.is HJÓNIN Davíð Þorvaldur Magnússon og Bylgja Dröfn Jónsdóttir gera út bátinn Úllu SH 269 frá Ólafsvík. „Þetta er fínt líf,“ sagði Davíð í samtali við Morg- unblaðið. „Við róum á línu, ég á sjó og konan sér um beitninguna í landi,“ bætti hann við. „Aflabrögð hafa verið léleg að undanförnu, en það hefur reddað þessu að það er ágætt verð á fisknum á markaðinum. Við leigjum allar aflaheimildir, en leigu- verð á þorski er komið í algjört rugl. Það er verið að leigja þorskinn á 120 krónur kílóið og samt á eftir að veiða 36% af aflaheimildum í litla kerfinu,“ sagði Davíð. Hann rær, hún beitir Morgunblaðið/Alfons Á línu Davíð Þorvaldur Magnússon um borð í bátnum Úllu SH, en bátinn gerir hann út ásamt eiginkonu sinni.                                                                                                                      !"    #" $$ %$&  ' %    ( ) * ! !   %   %"   % ! !  +,       #- *  .)# #- *  .)#  #- *  .)#                    !  !"   #" %$  ' ) !%    / $!"  #" $  %    !   ' ' !  /"  0 1 $ 2$                  !  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.