Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 11 FRÉTTIR TILLAGA Helga Hjörvars og Álf- heiðar Ingadóttur, stjórnarmanna í Landsvirkjun, þess efnis að Lands- virkjun beini þeim tilmælum til Al- coa að fallið verði frá trúnaði um orkuverð í samningum um Kára- hnjúkavirkjun, var felld á fundi stjórnar Landsvirkjunar í dag. Tveir greiddu atkvæði sitt með tillögunni en þrír á móti.Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri var fjarver- andi og Ágúst Einarsson sat hjá. Full ástæða til að taka málið upp á þingi Að sögn Helga Hjörvars var til- lagan lögð fram í beinu framhaldi af yfirlýsingu stjórnarformanns Alcoa, Alain Belda, í brasilískum fjölmiðl- um þess efnis að fyrirtækinu byðist mun lægra orkuverð á Íslandi en í Brasilíu. Helgi telur að með þessum orðum hafi Belda rofið þann trúnað sem áskilinn er í samningum fyrir- tækisins um Kárahnjúkavirkj- un auk þess sem hann hafi dregið upp afar óheppi- lega mynd af Landsvirkjun. Því sé mikið hagsmunamál fyrir Landsvirkj- un að fá leyndinni aflétt auk þess sem um ákveðið réttlætismál gagn- vart þjóðinni sé að ræða, að mati Helga. Hann telur óeðlilegt að Ís- lendingar, sem eigendur Landsvirkj- unar og náttúruauðlinda landsins, fái ekki að vita á hvaða forsendum ráð- ist er í stærstu framkvæmd Íslands- sögunnar. Helgi segist munu halda áfram að berjast fyrir því að hulunni verði svipt af orkuverði Landsvirkjunar og telur fulla ástæðu til þess að taka málið til gagngerrar endurskoðunar á Alþingi í haust. Helgi bendir á að mikið kapphlaup um mengunar- heimildir og virkjunarkosti sem eftir eru sé hafið á meðal ál- framleiðslufyrir- tækja og eftir- spurnin meiri en framboðið. „Menn hljóta því að skoða hvort þetta ástand kalli ekki á aukið gagnsæi í samningnum, þannig að öllum sé ljóst um hvað verið sé að semja, hverjir séu að keppa og á hvaða forsendum,“ segir Helgi. Nauðsynlegt að ætla Lands- virkjun ákveðið svigrúm Jóhannes Geir Sigurgeirsson, for- maður stjórnar Landsvirkjunar, segir að sjónarmið þeirra sem fellt hafi tillöguna hafi byggst á því að ekki væri ástæða til þess að taka einn samning við ákveðið fyrirtæki út og svipta af honum hulunni. Auk þess sé enn í gildi stefnumótandi ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar frá 1995 þess efnis að gefa ekki upp verð á einstökum samningum. Þyrfti því fyrst að breyta þeirri ákvörðun, áður en hægt væri að upplýsa orku- verð í einstökum samningum, að mati Jóhannesar. „Það er svo allt annað mál hvort menn vilja hafa þetta allt saman fyrir opnum tjöld- um,“ segir Jóhannes. „Ef við gerum það, þá er búið að ákveða eitt heild- söluverð á raforku sem gildir fyrir alla sölu til stóriðju. Vandinn er hins vegar sá að við erum að semja við mismunandi aðila á mismunandi tím- um og eftir mismunandi forskrift,“ segir Jóhannes og ítrekar að til þess að Landsvirkjun geti starfað á mark- aði þar sem almennt hvílir leynd yfir samningum verði fyrirtækið að fá rúm til þess að starfa eins og einka- fyrirtæki, þótt það sé vissulega í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tillögu um að falla frá leynd um orkuverð hafnað Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Helgi Hjörvar Jóhannes Geir Sigurgeirsson Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SÝSLUMAÐURINN í Vestmanna- eyjum hefur gefið út tímabundið skemmtanaleyfi fyrir Höllina í Vest- mannaeyjum fyrir næstkomandi laugardagskvöld, en þessi stærsti skemmtistaður Vestmannaeyja hef- ur ekki starfsleyfi frá heilbrigðis- nefnd Suðurlands. Deilur hafa staðið um skemmtana- hald í húsinu undanfarin ár, en ná- grannar hafa gagnrýnt harðlega há- vaða sem frá starfseminni stafar, sem starfsmenn heilbrigðiseftirlits- ins o.fl. hafa mælt yfir leyfilegum mörkum. Aðrir hafa bent á að þetta sé svo til eina húsið sem hægt sé að halda stórar skemmtanir í, en húsið tekur alls 500 gesti. Að athugasemdum við hávaða- mengun undanskildum uppfyllir Höllin öll skilyrði til skemmtana- halds, og hefur fengið jákvæða um- sögn frá öllum umsagnaraðilum öðr- um en heilbrigðisnefnd, segir Páley Borgþórsdóttir, fulltrúi hjá sýslu- manninum í Vestmannaeyjum. Því var ákveðið að veita svokallað tæki- færisskemmtanaleyfi næstkomandi laugardag, en það er skemmtanaleyfi sem nær aðeins til eins kvölds. Á laugardagskvöldið verður Sum- arstúlka Vestmannaeyja valin í Höll- inni, og gildir skemmtanaleyfið frá kl. 19 til kl. 4 aðfaranótt sunnudags. Páley segir leyfið gefið út með vísan til bókunar Heilbrigðisnefndar Suð- urlands frá því 24. maí sl., þar sem tekið er fram að hægt sé að sækja um tímabundið leyfi til skemmtanahalds hjá sýslumanni varðandi einstaka skemmtanir. Þetta tímabundna skemmtanaleyfi er háð ákveðnum takmörkunum, en í þeim felst m.a. að aðstandendur skemmtunarinnar þurfa að kynna það vel fyrir nágrönnum að til standi að halda skemmtun í húsinu, og halda hljóðmengun í lágmarki. Ekki kemur þó fram við hvað sé miðað sem lág- marks hljóðmengun. Síðast var veitt tímaundið leyfi á sjómannadaginn, 11. júní, og þar áður 7. júní, þegar leiksýning var í húsinu. Bíða úrbótaáætlunar Hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands fengust þær upplýsingar að einu at- hugasemdirnar sem heilbrigðisnefnd geri við starfsemi í húsinu séu við há- vaðann sem frá skemmtunum stafar, en hann er yfir leyfilegum mörkum í nágrenni við húsið. „Þetta hús er ekki með starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd. Nú er beðið eftir úrbótaáætlun, og að það verði gerðar þær úrbætur sem nágrannar hússins geta unað við,“ segir Birgir Þórðarson, heilbrigðis- fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suður- lands. Hann segir mál tengd hávaða frá Höllinni hafa verið í gangi und- anfarin ár, en húsið er nú í eigu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Glitn- is, eftir að félög sem voru með rekst- ur í því enduðu í gjaldþroti. „Þeir hafa staðið fyrir endurbótum á húsinu, og hafa leigt það út til ein- hverra dansleikja, en það er sýslu- maðurinn sem hefur veitt leyfi til að standa fyrir þessum dansleikjum,“ segir Birgir. „Það má örugglega túlka það þannig að það sé ekki heppilegt.“ Sýslumanni heimilt að túlka lögin á þennan hátt Birgir segir það þó trúlega stand- ast lög að gefa út tímabundið skemmtanaleyfi þrátt fyrir að starfs- leyfi sé ekki til staðar, byggt á und- anþágu sem umhverfisráðuneytið gaf út í vor. „Okkur [heilbrigðiseftirlit- inu] finnst þetta í sjálfu sér ekki eðli- legt, en honum [sýslumanni] er alveg heimilt að túlka lögin á þennan hátt, og hægt að nota úrskurð.“ Haft var samband við Inga Sig- urðsson, útibússtjóra Glitnis í Vestmannaeyjum, en hann kaus að tjá sig ekki um málefni Hallarinnar, og vísaði í samkomulag milli Glitnis og Sparisjóðsins um að eigendur tjáðu sig ekki um málið í fjölmiðlum. Skemmtistaðurinn Höllin með tímabundið leyfi vegna Sumarstúlku Vestmannaeyja Hafa ekki starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd UNDIRRITAÐUR var í gær fríverslunarsamn- ingur milli EFTA og tollabandalags Suður- Afríkuríkja en ráðherrafundur EFTA-ríkjanna hófst á Höfn í Hornafiði í gær. Samningurinn er sá fyrsti sem EFTA-ríkin gera við ríki Afríku sunnan Sahara. Þetta eru Bótsvana, Lesótó, Namibía, Suður-Afríka og Svasíland. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra stýrir fundinum á Höfn. Ísland hefur farið með formennsku í EFTA undanfarið ár en Svisslendingar taka við formennskunni í dag. Valgerður segir að á ráð- herrafundinum hafi einkum verið rædd innri mál EFTA, málefni EFTA og Evrópusambands- ins og málefni EFTA gagnvart öðrum þjóðum. Einnig var fundur með þingmannanefnd sam- takanna þar sem ráðherrarnir hafa tækifæri til að upplýsa og skiptast á skoðunum. Mjög margt í undirbúningi Valgerður efast ekki um mikilvægi EFTA. „Ég fullyrði að það er okkur mjög mikilvægt að vera í EFTA því í gegnum samtökin getum við náð fríverslunarsamningum við þjóðir sem við gætum ekki ella, að mínu mati, og það er mjög mikilvægt fyrir Ísland, sem byggir svo mjög á inn- og útflutningi. Mér finnst mikið hafa verið að gerast innan EFTA upp á síðkastið, það er bú- ið að undirrita fimmtán fríverslunarsamninga og sá sextándi var undirritaður hér á fundinum. Einnig er mjög margt í undirbúningi, ekki síst hvað varðar Asíu og það er nú álitið að Asía eigi eftir að vera mikið afl í viðskiptum framtíð- arinnar og skiptir því miklu máli. Vissulega er það þannig í Kína, að þar erum við í raun í for- ystu en við reiknum með því að þegar þær við- ræður þróast áfram verði það fríverslunarsamn- ingur milli Kína og EFTA þótt ekki sé búið að taka ákvörðun um það ennþá,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Ráðherrafundinn á Höfn sitja 150 fulltrúar frá EFTA-ríkjunum fjórum, Íslandi, Noregi, Sviss og Liechtenstein. Fríverslunarsamningur við Afríkuríki sunnan Sahara undirritaður á EFTA-fundinum Mikilvægt samstarf fyrir Ísland Valgerður Sverrisdóttir og Joseph Deiss, efnahagsráðherra Sviss, takast í hendur eftir undirritun fríverslunarsamningsins. Odd Eriksen, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Rita Kieber-Beck, ut- anríkisráðherra Liechtenstein, og William Rossier, framkvæmdastjóri EFTA, fylgjast með. Eftir Sigurð Mar Halldórsson ♦♦♦ LÖGREGLAN í Reykjavík hefur fellt niður lögreglurannsókn, sem haf- in var að beiðni Valgerðar Sverris- dóttur, þáverandi iðnaðarráðherra, á því hvort slagorðið „Drekkjum Val- gerði en ekki Íslandi“ á mótmæla- spjaldi í göngu Íslandsvina í lok maí, varðaði við lög. Með þessu taldi Valgerður að mót- mælendur hefðu orðið sér til skamm- ar og gerst brotlegir við lög. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að fjórir ung- ir piltar hafi kannast við að hafa borið spjaldið. Rannsókninni hafi hins veg- ar verið hætt á grundvelli 76. greinar laga um meðferð opinberra mála. Þar segir m.a. að lögregla geti hætt rann- sókn ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram eða ef í ljós kemur að kæra var ekki á rökum reist. Engin eftirmál af hálfu ráðherra Valgerður Sverrisdóttir segir eng- in eftirmál munu verða af sinni hálfu í kjölfar ákvörðunar lögreglu. „Mér finnst skipta máli að forsvarsmönnum göngunnar fannst of langt gengið og óskuðu þess að skiltið yrði fjarlægt. Ég er enn þeirrar skoðunar að þarna hafi verið gengið of langt en það getur verið að þeir sem standa fyrir svona skiltagerð og -burði að þeir velti fyrir sér hvernig þetta kemur við þá sem þetta snýr að. Mér finnst að umræðan sem kom í kjölfarið hafi skipt máli og orðið til þess að ýmsir velta fyrir sér hversu langt megi ganga í þessum efnum.“ Rannsókn á mótmæla- spjaldi hætt HÁTT í sjö hundruð netverjar höfðu í gærkvöldi ritað nafn sitt undir opna ályktun ferðaþjónustuaðila og áhugamanna um samgöngur í Vest- mannaeyjum til forsætisráðherra og ríkisstjórnar Íslands. Í ályktuninni kemur fram að neyðarástand ríki í samgöngumálum Vestmannaeyja. Til þess að bregðast við vandanum þurfi stjórnvöld þegar í stað að skipta Herjólfi út fyrir nýtt og stærra skip auk þess sem koma þurfi á fót reglulegu flugi til Eyja með 30– 50 sæta flugvélum. Þeir sem standa að baki ályktuninni óska eftir því að litið verði á Vestmannaeyinga sem meðborgara með sömu réttindi og aðrir landsmenn hvað varðar sam- göngumál og benda á að ef ekki verði komið til móts við eyjaskeggja sé út- lit fyrir hrun ferðamannaþjónustu þar. Nærri 700 hafa skrifað undir TENGLAR .............................................. http://eyjafrelsi.net/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.