Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA aðallista hækk-
aði um 0,04% í gær og er 5.566,49
stig. Mest hækkaði Alfesca eða um
6,5%, Atorka 3,3% og Mosaic Fas-
hions um 3,2%. Össur lækkaði um
1,8%. Mest viðskipti voru með bréf
Dagsbrúnar eða fyrir 2.542 milljónir
króna en Straumur Burðarás jók hlut
sinn verulega í félaginu í dag.
Alfesca hækkar
um 6,5%
● BRÉF skandinavíska flugfélags-
ins SAS hafa lækkað í verði mest
allra evrópskra flugfélaga það sem
af er ári. Önnur stór flugfélög hafa
hækkað í verði á árinu, eins og
Lufthansa um 13% og British Air-
ways um 4%, en gengi bréfa SAS
hefur lækkað um 24% frá áramót-
um.
Það flugfélag sem bestum ár-
angri hefur skilað í þessum efnum
er FlyMe, sem er í eigu íslenska
fjárfestingarfélagsins Fons. Hafa
bréf FlyMe hækkað um ein 58% á
árinu. Bréf Norwegian Airlines
hafa hækkað um 33%.
SAS stendur sig verst
● BRESKI athafnamaðurinn Richard
Branson hefur opnað banka í Suður-
Afríku. Nefnist bankinn Virgin Money
og telur Branson ekki ólíklegt að
hann muni hrista upp í fjármálalífi
Suður-Afríku, en Branson segir að
hingað til hafi engin alvöru sam-
keppni ríkt á þessum markaði í Suð-
ur-Afríku.
Branson opnar
s-afrískan banka
● IRENE Rosenfeld hefur verið
skipuð forstjóri bandaríska mat-
vælarisans Kraft Foods. Tekur hún
við starfinu af Roger Deromedi en
afkoma félagsins hefur verið léleg
í langan tíma. Deromedi hafði set-
ið í forstjórastólnum frá árinu
2003 en starfaði hjá félaginu í 28
ár.
Rosenfeld starfaði um tuttugu
ára skeið hjá Kraft og dótturfélagi
þess, General Foods, áður en hún
færði sig um set til Frito-Lay árið
2004.
Kraft er annað stærsta mat-
vælafyrirtæki heims, næst á eftir
svissneska félaginu Nestle. Meðal
vörumerkja Kraft eru Toblerone,
Ritz, Maxwell House, Jacobs,
Oreo, Maarud og svo mætti lengi
telja.
Fyrirtækið hefur lokað nítján
verksmiðjum undanfarin ár og
fækkað störfum verulega á síð-
ustu tveimur árum.
Nýr forstjóri
Kraft Foods
● STÆRSTI lyfjaframleiðandi
heims, Pfizer, hefur nú selt lausa-
sölulyfjaarm sinn til Johnson &
Johnson fyrir um 16,6 milljarða
Bandaríkjadala, sem samsvarar
tæplega 1,3 billjónum íslenskra
króna. Upphaflega var tilkynnt um
fyrirhugaða sölu starfseminnar í
febrúar og var breska lyfjafyrirtækið
GlaxoSmithKline lengi talið sig-
urstranglegast í kapphlaupinu en
það varð þó Johnson & Johnson
sem varð hlutskarpast. Meðal
þeirra vörumerkja sem nú bætast
við vopnabúr J&J eru Listerine
munnskol, Nicorette níkótínvörur
og verkjalyfið Treo.
Hagnaður Pfizer af sölunni er um
13,5 milljarðar dala eftir skatt,
sem samsvarar ríflega 1 billjón
króna.
Pfizer selur Nicorette
ÍSLENSKA krónan sveiflast ekki í
takt við svokallaðar nýmarkaðs-
myntir og rennir það styrkari stoð-
um undir þá skoðun að krónan sé ein
nýmarkaðsmyntanna, öfugt við það
sem oft hefur verið haldið fram.
Kemur þetta fram í Vegvísi grein-
ingardeildar Landsbankans.
Frá því að gengi krónunnar féll
seinni partinn í febrúar, eftir að láns-
hæfisfyrirtækið Fitch Ratings
breytti lánshæfishorfum fyrir ríkis-
sjóð úr stöðugum í neikvæðar, hefur
krónan lækkað gagnvart evru um
rúmlega 20%.
Segir í Vegvísinum að að vissu
leyti megi segja að breytingar á
gengi íslensku krónunnar hafi
hrundið af stað lækkunum á gengi
ýmissa mynta sérstaklega svokall-
aðra nýmarkaðsmynta (e. emerging
market) á borð við tyrknesku líruna,
ungversku forintuna og suður-afr-
íska randið, en allar þessar myntir
hafa fallið umtalsvert á síðustu mán-
uðum. Raunverulegt gengisfall ný-
markaðsmynta átti sér aftur stað um
10. maí s.l. og tengdist vandræðum
tyrkneskra stjórnvalda við að við-
halda trúverðugleika gagnvart er-
lendum fjárfestum.
Hafði ekki áhrif á krónuna
Fall tyrknesku lírunnar hafði víð-
tæk áhrif í löndum eins og Suður-
Afríku, Ungverjalandi, Póllandi,
Brasilíu og Indónesíu svo nokkur
lönd séu nefnd.
Áhrifin á íslensku krónuna voru
hins vegar því sem næst engin og
sama má segja um nýsjálenska doll-
arann, en þar hefur gengið farið
lækkandi, m.a. vegna mikils við-
skiptahalla. Segir í Vegvísinum að
þetta sýni að krónan sveiflist þrátt
fyrir allt ekki í takt við nýmarkaðs-
myntirnar, öfugt við það sem haldið
hefur verið fram af erlendum aðilum.
Krónan ekki nýmarkaðsmynt
=K
L? "#$
"#
G
G
@C
7M
$ %#
%#
G
G
DD
N*M
%#
#
G
G
N*M1+&$
=
"#$
"#
G
G
<DCM 7"OP"
$
#
"#
G
G