Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 15

Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 15 ERLENT breskir þegnar gætu ekki skotið mál- um til Mannréttindadómstólsins í Haag. „Þokukenndar“ og „hættulegar“ Peter Goldsmith, ríkissaksóknari í Bretlandi, sagði um hugmyndir Camerons, að þær væru „þokukennd- ar“ og „hættulegar“. „Ég tel þær vera hættulegar vegna þess, að þær munu leiða til ruglings og óvissu um mörkin á milli þess að gæta hagsmuna og öryggis þegnanna og frelsis einstaklingsins,“ sagði Goldsmith í viðtali við BBC. Bætti hann við, að settu Bretar sér sína sérbresku réttindaskrá en væru áfram aðilar að mannréttindasátt- mála Evrópu, myndi það þýða, að „við værum með tvenns konar mannréttindalög“. London. AFP, AP. | David Cameron, leiðtogi breska Íhalds- flokksins, segir, að beri flokkur hans sigur úr býtum í næstu kosningum, hyggist hann nema úr gildi bresku mannréttindaskrána og setja aðra, sérstaka réttinda- skrá, í hennar stað. Þetta kom fram hjá Cameron í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, á sunnudag og í gær gerði hann frekari grein fyrir hugmynd sinni í erindi sem hann flutti í Lond- on. Sagði Cameron, að núverandi lög gerðu baráttuna við glæpamenn og hryðjuverkamenn erfiðari en ella og stæðu ekki vörð um borgaraleg réttindi þegnanna. „Við ættum að losa okkur við mannréttindaskrána og í stað þess að taka við erlendum hugmyndum eða sam- þykktum um mannréttindi, ættum við að semja okkar eigin bresku réttindaskrá. Það myndi tryggja skynsam- lega mannréttindalöggjöf,“ sagði Cameron á sunnudag en bætti við, að hann væri ekki að leggja til, að Bretar segðu sig frá mannréttindasáttmála Evrópu eða að Vill breska réttindaskrá David Cameron Róm. AP, AFP. | Ítalir höfnuðu tillögu um breytingar á stjórnarskrá Ítalíu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær og fyrradag samkvæmt útgönguspám ítalskra sjónvarpsstöðva. Gangi spárnar eftir er þetta mikið áfall fyr- ir Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra, sem hafði beitt sér fyrir breytingunum. Stjórn Berlusconis lagði fram til- lögu um breytingarnar áður en hægriflokkarnir biðu ósigur fyrir bandalagi vinstri- og miðjumanna undir forystu Romanos Prodis for- sætisráðherra í þingkosningum í apríl. Stjórn Prodis var andvíg til- lögunni, sagði að breytingarnar myndu auka um of völd forsætisráð- herrans á kostnað þingsins. Stuðningsmenn tillögunnar sögðu hins vegar að hún myndi tryggja pólitískan stöðugleika og bentu á að 61 ríkisstjórn hefur verið mynduð á Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Í tillögunni var meðal annars gert ráð fyrir því að forsætis- ráðherrann fengi vald til að leysa þingið upp, en það vald hefur verið í höndum forseta landsins. Forsætis- ráðherrann átti einnig að fá vald til að skipa og reka ráðherra án sam- þykkis forsetans. Ítalir hafna breytingum á stjórnarskránni MÍKHAÍL Kalashníkov, maðurinn sem bjó til hinn alræmda AK-47 árásarriffill, hefur lýst sig fylgjandi því að settar verði strangari reglur um útbreiðslu og sölu skotvopna. Ráðstefna um varnir gegn út- breiðslu skot- vopna stendur nú yfir í New York en í skýrslu sem birt var við upp- haf hennar og samin var af fulltrúum Amnesty International, Oxfam International og Internatio- nal Action Network kemur fram að nú séu um eitt hundrað milljónir AK-47-riffla og svipaðra byssuteg- unda í dreifingu. Fara skýrsluhöf- undar fram á að gerður verði alþjóð- legur sáttmáli þar sem skilgreindar verði „alþjóðlegar grundvallarregl- ur“ um vopnasölu. Kalashníkov er fyrrverandi hers- höfðingi í sovéska hernum og fann hann AK-47-rifillinn upp árið 1945. Hefur vopnið æ síðan verið kennt við skapara sinn. Kalashníkov segist hins vegar nú styðja viðleitni Sam- einuðu þjóðanna til að stöðva ólög- lega útbreiðslu skotvopna. „Þegar ég horfi á sjónvarpið og sé byssur sem tilheyra AK-fjölskyld- unni í höndum bófa þá spyr ég mig jafnan: Hvernig kom þetta fólk höndum yfir þennan riffil?“ sagði Kalashníkov samkvæmt frétt BBC. Kenndi hann um skorti á alþjóðleg- um reglum um sölu skotvopna. Fram kemur í skýrslunni að AK-47 riffla sé að finna í vopnabúri 82 ríkja og hann sé framleiddur í alls fjórtán löndum. Um 1.000 manns deyi dag hvern af völdum léttra skot- vopna eins og AK-47 riffilsins. Styður strangari reglur um skotvopn Míkhaíl Kalashníkov Stokkhólmi. AFP. | Karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Svíþjóð fyrir að neyða þrettán ára dóttur sína til umskurðar. Er þetta fyrsti fangelsisdómurinn á grund- velli sænskra laga sem sett voru ár- ið 1982 og banna umskurð kvenna. 41 árs Sómali, sem er með sænsk- an ríkisborgararétt, fór með dóttur sína til Sómalíu í janúar 2005 og hélt henni þegar snípurinn var skorinn af, að því er fram kom í nið- urstöðu héraðsdóms í Gautaborg. Maðurinn neitaði sök og sagði að einhver annar hlyti að hafa neytt dóttur hans í aðgerðina. Manninum var einnig gert að greiða dóttur sinni um 346.000 sænskar krónur, sem svarar rúm- um 3,5 milljónum króna, í skaða- bætur. Í fangelsi fyr- ir umskurð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.