Morgunblaðið - 27.06.2006, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Styrkur | Bæjarráð samþykkti á
fundi í gær að veita hjónunum Sig-
mundi Rafni Einarssyni og Guð-
björgu Ingu Jósefsdóttur tveggja
milljóna króna styrk vegna endur-
byggingar Hafnarstrætis 94, Ham-
borgar, og sem viðurkenningarvott
vegna þess frumkvæðis og dugnaðar
sem þau hafa sýnt við endurgerð
gamalla húsa í bæjarfélaginu.
Kostnaði var vísað til endurskoð-
unar fjárhagsáætlunar.
AKUREYRI
Tilboði hafnað | Bæjarráð Akur-
eyrar hafnaði á fundi sínum í gær til-
boði frá framkvæmdastjóra Estia hf.
þar sem gert var formlegt tilboð í
eignarhlut Akureyrarbæjar í Tæki-
færi hf. Alls var um að ræða 20%
hlut í félaginu að nafnverði 108 millj-
ónir króna.
Sveitarstjóri | Guðmundur Sig-
valdason, verkefnisstjóri hjá Sorp-
eyðingu Eyjafjarðar, hefur verið
ráðinn sveitarstjóri Hörgárbyggðar.
Guðmundur tekur við starfinu af
Helgu Arnheiði Erlingsdóttur.
RAÐAÐ var í nefndir og ráð á veg-
um Akureyrarbæjar á fundi bæjar-
stjórnar í vikunni.
Margrét Kristín Helgadóttir er
formaður í áfengis- og vímuvarnar-
nefnd, sem og í jafnréttis- og fjöl-
skyldunefnd. Formaður félags-
málaráðs er Sigrún Stefánsdóttir,
Hermann Jón Tómasson formaður
framkvæmdaráðs og Ólafur Jóns-
son fer fyrir íþrótta- og tómstunda-
ráði. Sigrún Björk Jakobsdóttir er
formaður menningarmálanefndar,
Hjalti Jón Sveinsson er fomaður
náttúrverndarnefndar, Elín Mar-
grét Hallgrímsdóttir formaður
skólanefndar, Kristján Þór Júlíus-
son formaður stjórnsýslunefndar
og Jón Ingi Cæsarsson er formaður
umhverfisráðs.
Kosið í ráð og
nefndir bæjarins
STARFSEMI Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
eykst á flestum sviðum og það gerir rekstrarkostn-
aður einnig, en í uppgjöri fyrir fyrstu fjóra mánuði
ársins kemur fram að tekjuhalli nemur tæpum 16
milljónum króna.
Launakostnaður í lok apríl hefur hækkað um
5,5%, nam um 822 milljónum króna.
Hækkanir samkvæmt miðlægum kjarasamning-
um hafa komið til framkvæmda en nýir stofnana-
samningar tóku almennt gildi 1. maí. Hlutfall
launakostnaðar af heildarútgjöldum spítalans er
um 72% á tímabilinu. Yfirvinna hefur hækkað
nokkru meira en meðaltal launa, eða um tæp 8%.
Launakostnaður vegna veikinda hefur lækkað um
15,5%.
Almenn rekstrargjöld nema samtals 307 millj-
ónum króna á tímabilinu og hafa þau hækkað um
tæp 11% miðað við fyrra ár. Helstu frávik eru í
vörum til lækninga og hjúkrunar sem hafa hækkað
um 10% að meðaltali og aðkeyptri þjónustu sér-
fræðinga, sem hefur hækkað um 26%. Einnig hefur
orðið töluverð hækkun á matvörum og ferðakostn-
aði. Á móti kemur lítilsháttar lækkun á lyfjakostn-
aði og vörum til myndgreininga og rannsókna.
Sértekjur nema 93 milljónum króna í lok tíma-
bilsins og hafa hækkað um 12,5% miðað við fyrra
ár. Fyrst og fremst er um að ræða hækkun á
komugjöldum sjúklinga vegna aukinnar starfsemi.
Endurskoðunar þörf ef
endar eiga að ná saman
Starfsemi spítalans hefur farið vaxandi undan-
farin misseri, sjúklingum hefur fjölgað um 4,5%
miðað við sama tíma á síðasta ári og legudögum um
rúmlega 1%. Skurðaðgerðum hefur fjölgað um
11% og fæðingum um 15%. Þá er einnig aukning í
flestum tegundum rannsókna og ferliverk hafa
aukist um 14%.
Áhrifa gengisbreytinga og vaxandi verðbólgu
gætir í auknum mæli í rekstrarkostnaði spítalans
að því er fram kemur í greinargerð Vignis Sveins-
sonar framkvæmdastjóra fjármála og rekstur.
Hann segir að að óbreyttu munu þau áhrif vaxa
enn frekar þegar líður á árið. Þá má ætla að eitt-
hvert launaskrið verði sem fylgifiskur þenslu og
aukinnar samkeppni um vinnuafl. Þess er því að
vænta að taka verði rekstraráætlun spítalans til
endurskoðunar ef endar eiga að ná saman um ára-
mót.
Áætluð velta sjúkrahússins á árinu er 3,5 millj-
arðar króna.
Starfsemi FSA eykst á flestum
sviðum og 4,5% fjölgun sjúklinga
ENGU er líkara en þessi hjólaskófla sé að hvíla
lúin bein ef svo má að orði komast um þessa
ágætu vinnuvélategund. Hvílir skófluna ofan á
gömlum úrsérgengnum bíl niðri á gamla kaup-
félagsplaninu á Svalbarðseyri. En það leið ekki að
löngu þar til að bar tvo menn, sem fóru að bar-
dúsa. Koma reipi fyrir og festa kirfilega. Svo var
blessuð bifreiðin hífð upp og endaði ofan í rusla-
gámi.
Hjólaskófla að hvíla sig? Það virðist vera …
Morgunblaðið/Margrét Þóra
…en svo var böndum komið á bílinn og hann hífður á brott, ofan í ruslagám.
Endaði ofan í ruslagámi
Jarðvinna og lagnir | Tilboð Yls ehf. í jarð- og
lagnavinnu í væntanlegu íbúðarhverfi á svo-
kölluðu Suðursvæði á Egilsstöðum hefur verið
samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd
Fljótsdalshéraðs. Kostnaðaráætlun nam 168
millljónum króna.
Ylur átti lægra tilboðið af tveimur, eða rúm-
lega 153 milljónir króna, en Bíla- og búvélasal-
an bauð 214 milljónir.
Svefnrannsóknir | Fjórðungssjúkrahúsið í
Neskaupstað hefur fengið að gjöf ný tæki til
svefnrannsókna og eru þau gefin af Hollvina-
samtökum FSN. Sigurður Rúnar Ragnarsson
formaður samtakanna afhenti tækin og tók Siv
Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra við þeim
fyrir hönd FSN. Var það fyrsta embættisverk
hennar á Austurlandi frá því að hún tók við
heilbrigðisráðuneytinu.
Styrkja íslenskukeppni | Íslenskan er okkar
mál, íslenskukeppni tíundubekkinga á Austur-
landi, hefur hlotið styrk að upphæð 500 þús-
und krónur frá Styrktarsjóði Baugs Group.
Fær Menningarmálanefnd Vopnafjarðar féð
til umráða og mun standa að keppninni.
Egilsstaðir | Í júníbyrjun barst Skipulags-
stofnun frummatsskýrsla Fljótsdalshéraðs
vegna mats á umhverfisáhrifum efnistöku við
Eyvindará á Fljótsdalshéraði. Samkvæmt
frummatsskýrslu er fyrirhugað námusvæði
staðsett í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá Egilsstöð-
um. Heildarflatarmál fyrirhugaðrar efnistöku
er 260.000 m2 og er gert ráð fyrir um 400.000 m³
efnistöku á næstu 30 árum.
Efnisnám hefur farið fram á svæðinu í nokk-
urn tíma en stefna Fljótsdalshéraðs er að loka
öllum öðrum námum í sveitarfélaginu sem ekki
hafa framkvæmdarleyfi. Allir geta kynnt sér
tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er
að óska eftir eintökum af frummatsskýrslunni
hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykja-
vík. Einnig er hægt að nálgast frummatsskýrsl-
una á heimasíðu Línuhönnunar verkfræðistofu:
www.lh.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar
og berast eigi síðar en 26. júlí 2006 til Skipu-
lagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Eyvindarárdalur Fyrirhuguð efnistaka er í dalnum þar sem farið er yfir til Mjóafjarðar, um 10 kílómetra frá Egilsstöðum.
Efnistaka við Eyvindará
Egilsstaðir | Bygging annars áfanga kennslu-
húss Menntaskólans á Egilsstöðum gengur
mjög vel og ekkert sem bendir til annars en
að verktakinn skili af sér á tilsettum tíma sem
er 1. ágúst nk. Verktaki er Tréiðjan einir ehf.
í Fellabæ en undirverktakar eru nokkrir.
Helgi Ómar Bragason, skólameistari, segir
nýbygginguna vera um 1.100 fermetra og
bæti hún aðstöðu nemenda, kennara og ann-
ars starfsfólks. „Í nýju byggingunni verður
stjórnunaraðstaða og vinnuaðstaða kennara
en auk þess nokkrar kennslustofur,“ segir
Helgi. „Ýmis starfsemi flyst úr alls konar
kompum í heimavistarbyggingu og þar eykst
pláss fyrir félagsaðstöðu nemenda. Bókasafn
verður áfram í heimavistarbyggingunni.“
Viðbygging ME
á lokaspretti
AUSTURLAND