Morgunblaðið - 27.06.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 19
MINNSTAÐUR
KLUKKUBERG 17 - HAFNARFIRÐI
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18-20
Í einkasölu falleg 2ja herb. íbúð á 1. hæð
(jarðhæð) í þessum vinsælu húsum. Sér-
inngangur. Anddyri með skápum. Eldhús
með fallegri sprautulakkaðri innréttingu.
Stofa með suðvesturverönd og glæsilegu
útsýni. Svefnh. með skápum. Baðh. m.
kari og t.f. þvottav. Parket og flísar á gól-
fum. Sérgeymsla við hlið íb. Verið er að
mála húsið að utan á kostnað seljanda.
LAUS FLJÓTLEGA. Ásett verð 15,9 millj.
VERIÐ VELKOMIN.
LANDIÐ
Skógar | Stjórnarfundur í Símanum var nýverið
haldinn í Skógum undir Eyjafjöllum þar sem
ákveðið var að styðja við uppbyggingu á Sam-
göngusafninu með því að gefa safninu tæki og
muni úr sögu fjarskiptanna, sem ekki voru í eigu
Fjarskiptasafns fyrirtækisins sem Síminn gaf
ríkinu á síðasta ári. Jafnframt var ákveðið að
staðfesta þriggja ára samstarfssamning við
safnið sem felur í sér tveggja milljóna króna
framlag á ári. Að loknum stjórnarfundi fór fram
hátíðleg undirritun samstarfssamningsins með
afhendingu gjafar og peningaframlags.
Rannveig Rist, stjórnarmaður og formaður
afmælisnefndar Símans, fagnaði uppbyggingu
safnanna í Skógum og starfi Þórðar Tómasson-
ar við þá uppbyggingu og kvað vel við hæfi á 100
ára afmælisári Símans að sögu fjarskiptatækni-
nnar yrðu gerð góð skil í samgöngusafninu. Í
lokin vitnaði hún í orð Hannesar Hafstein ráð-
herra við opnun landsímans 29. september 1906:
„Ritsímar og talsímar eru ekki komnir til að
stofna frið á jörðu heldur ófrið, ekki næði, held-
ur ónæði, ekki hóglífi og kyrrð, heldur erfiði og
starfsemi, tíðari æðaslög, næmari taugar, djarf-
ari hug. Þannig hefur reynst annars staðar og
þannig mun vissulega einnig reynast hér.“
Drífa Hjartardóttir, alþingismaður og stjórn-
armaður Byggðasafnsins í Skógum, þakkaði
gjöfina og samstarfssamninginn og rakti upp-
byggingu safnanna í Skógum sem taka á móti
um 37.000 manns á ári, sem skipar safninu í
fremstu röð safna á landinu. Þá flutti Þórður
Tómasson safnvörður þakkarávarp með sinni
þekktu áherslu á áframhaldandi uppbyggingar-
starf um varðveislu sögu og minja. Að lokum tók
framkvæmdastjóri safnsins, Sverrir Magnús-
son, til máls og sagði frá uppbyggingu og starfi
samgöngusafnsins og samstarfi við Þjóðminja-
safn Íslands og greindi frá samstarfssamning-
um við Vegagerðina, Íslandspóst og Rafmagns-
veitur ríkisins. Þessi gjöf Símans hf. og styrkur
væri safninu hvatning og stefnt væri að því að
opna nýja sýningu í safninu á afmælisdegi Sím-
ans í lok september á þessu ári.
Hið eina sinnar tegundar
Byggðasafnið í Skógum á sér rúmlega hálfrar
aldar sögu, en það var formlega stofnað árið
1949. Frumkvöðull að stofnun safnsins er safn-
stjórinn Þórður Tómasson og hefur hann haft
veg og vanda af velferð safnsins allt frá upphafi.
Hinn 20. júlí 2002 var opnað nýtt sýningarhús
í Skógasafni, Samgöngusafnið í Skógum. Safnið
er eina safn sinnar tegundar í landinu og hlut-
verk þess er söfnun, varðveisla og sýning muna
og minja um þróun samgangna á landsvísu. Þar
birtist þróun samgangna og tækni á Íslandi á 19.
og 20. öld.
Síminn styður Samgöngusafnið í Skógum
Þróun samgangna og tækni Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, Rannveig Rist,
Drífa Hjartardóttir, Þórður Tómasson og Sverrir Magnússon við afhendingu gjafarinnar.
Gefur tæki og muni úr sögu fjarskiptanna
Eyvindarstaðaheiði | „Þetta er eins
og að vera í Paradís. Það er einstakt
að vera í svona nánum tengslum við
náttúruna og gefur lífinu gildi,“ seg-
ir Sigþrúður Sigfúsdóttir, skálavörð-
ur á Eyvindarstaðaheiði. Vinnu við
stækkun og lagfæringum á gangna-
mannaskálanum við Galtará er að
ljúka.
Foreldrar Sigþrúðar, Sigfús Guð-
mundsson og Jóhanna Björnsdóttir,
voru skálaverðir á Eyvind-
arstaðaheiði í tvo áratugi. Sigþrúður
var þeim til aðstoðar í sjö ár en tók
við starfinu í vor. Hún sér um rekst-
ur á þremur gangnamannaskálum
fyrir Upprekstrarfélag Eyvind-
arstaðaheiðar, sem Húnvetningar og
Skagfirðingar standa saman að, en
skálarnir eru notaðir við ferða-
þjónustu á sumrin. Þetta eru skál-
arnir við Ströngukvísl, Galtará og
Bugðu. Undanfarin ár hefur Sig-
þrúður mest verið í Ströngukvísl-
arskálanum en er nú flutt í Galt-
arárskálann.
„Mér finnst ég nánast vera komin
ofan í byggð,“ segir hún enda er mun
meiri umferð við Galtará en
Ströngukvísl.
Töluverð umferð er um Eyvind-
arstaðaheiði á sumrin og margir
kjósa að gista í skálunum. Sigþrúður
nefnir sérstaklega hestaferðirnar,
þær séu stór þáttur í starfseminni.
Þá þurfi, auk annars, að sjá til þess
að hestarnir hafi hey og vatn. Svo
gistir fjöldi annarra ferðamanna.
„Þetta eru allra þjóða kvikindi,“ seg-
ir Sigþrúður en lætur jafnframt vel
af samskiptunum við gestina.
Skálinn stækkaður
Miklar framkvæmdir hafa verið
við Galtarárskálann í vor. Lárus
Jónsson hjá trésmiðjunni Kráki á
Blönduósi og starfsmenn hans hafa
byggt við skálann og unnið að lag-
færingum á þeim eldri. Inngang-
urinn verður í nýbyggingunni ásamt
salernum og sturtum. Jóhanna segir
að mesti munurinn verði að fá sturt-
urnar og er viss um að þær verði
vinsælar hjá slæptu og þreyttu
hestafólki.
Mikið var um að vera hjá iðn-
aðarmönnunum undir lok síðustu
viku því von var á fyrsta hestahópn-
um um helgina. Sigþrúður taldi sig
geta tekið vel á móti fólkinu ekki
yrði allt tilbúið í húsinu.
Sigþrúður er með fjórtán ára
dóttur sína í útilegunni í sumar og
frænku á svipuðum aldri. Dóttirin
hefur verið með Sigþrúði öll árin
sem hún hefur verið á fjöllum og
segir að hún telji dagana þangað til
lagt sé af stað.
Sumarið er fljótt að líða í kyrrð
náttúrunnar og í byrjun september
fer Sigþrúður aftur heim til sín á
Blönduós og tekur til við það á nýjan
leik að koma Morgunblaðinu til
áskrifenda enda er hún umboðs-
maður blaðsins á Blönduósi.
Sigþrúður Sigfúsdóttir, skálavörður á Eyvindarstaðaheiði, kann vel við útileguna og finnst sumarið líða fljótt
„Eins og að
vera í Paradís“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Góðir gestir Sigþrúður segir að allra þjóða kvikindi gisti skálana.
Nóg að sýsla Starfsmenn frá Kráki vinna við stækkun Galtarárskálans og endurbætur á gamla skálanum.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is