Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 21

Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 21 UMRÆÐAN HINN 21. júní sl. ritar Jónas Elí- asson prófessor aðra grein sína á stuttum tíma þar sem hann ræðst að formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands (NSÍ) á persónulegum nót- um. Fyrir utan að virðast ekki skilja samhengið á milli áliðnaðar og ógnar við náttúru Íslands er auðfundið á skrifum Jónasar að hann er inn við beinið einlægur náttúruverndar- og umhverfissinni. Ekki síst þess vegna finnast mér skrif hans óþörf og dapurleg, nú þegar virkileg ástæða er fyr- ir náttúruverndarfólk að gleðjast. Undanfarin misseri hafa stórir áfangar náðst í baráttu fyrir náttúru- og umhverf- isvernd og má t.d. nefna baráttuna um Þjórsárver og stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Fjölmörg önnur dæmi má t.d. finna í ársskýrslu NSÍ fyrir síðasta starfsár (sjá http:// www.natturuverndarsamtok.is/ myndir/NSI_skyrsla_2005-2006.pdf ). Staðreyndin er sú að það á sér stað hugarfarsbreyting á meðal þjóð- arinnar í málefnum umhverfis- og náttúruverndar. Þessi hugarfars- breyting helst í hendur við breytt viðhorf þjóðarinnar til stóriðjustefnu stjórnvalda en nú er að renna upp fyrir almenningi að fórnarkostnaður þeirrar stefnu er ekki verjandi. Þetta hafa NSÍ bent á frá upphafi t.d. með arðsemisútreikningum á Kárahnjúkavirkjun og þótt mörgum finnist að viðhorfin séu fyrst núna að breytast þá er það alls ekki svo, sá árangur sem við sjáum þessi miss- erin er afrakstur rann- sókna, skrifa og marg- háttaðrar vinnu þeirra fjölmörgu sem starfað hafa að þessum málum undanfarin ár. Þar hafa NSÍ verið í fararbroddi, ekki hvað síst fyrir óeig- ingjarnt og faglegt starf Árna Finnssonar. Það er ekki síst fyrir mál- efnalega baráttu hans að NSÍ og það sem frá samtökunum kemur nýtur trausts og virð- ingar, hvort heldur sem er af hálfu almennings, fjölmiðla- fólks og stjórnmálamanna. Að brigsla NSÍ og Árna Finnssyni um ómálefnalegan málflutning ber því helst vitni að viðkomandi skorti þekkingu á málinu. Það er gleðilegt að enn hafi nýtt afl skotið rótum sem vill vinna að verndun náttúru Íslands en ég var einn fjölmargra sem var viðstaddur stofnfund Framtíðarlandsins 17. júní sl. Ég fagna þeim samtökum, ekki síst vegna þess að þau benda á það sama og ég hef bent á und- anfarin misseri; að framtíð Íslend- inga byggist á allt öðru en að sökkva íslenskri náttúru á kaf í jökulvatn. Hin stærsta auðlind Íslands býr í verndun náttúrunnar og í höfðinu á okkur sjálfum, þeirri þekkingu sem við geymum þar, þeim hugmyndum sem við fáum og getum skapað okk- ur tækifæri úr. Við þurfum ekki að eyðileggja og skemma okkar dýr- mætustu fjársjóði, við getum varð- veitt þá og nýtt þau tækifæri sem verndun þeirra felur í sér. Framtíðin felst nefnilega ekki í orkufrekum iðnaði heldur miklu frekar í hug- mynda- og þekkingarfrekum iðnaði. Virkjum hausinn, verndum náttúr- una. Hugarfarsbreyt- ing þjóðarinnar Dofri Hermannsson svarar grein Jónasar Elíassonar ’… nú er að renna uppfyrir almenningi að fórn- arkostnaður þeirrar stefnu er ekki verjandi. ‘ Dofri Hermannsson Höfundur er varaborgarfulltrúi og fyrrverandi stjórnarmaður NSÍ. ÉG Á móður sem er heilabiluð (Alzheimer). Mér þykir afar mikið til hennar koma þótt hún sé með þennan sjúkdóm. Ég er líka stolt af henni þótt hún sé heilabiluð og geti ekki sagt hvernig henni líður, ekki sagt hvort hún vilji sitja eða hvort hún vilji leggja sig, ekki sagt hvort hún sé södd eða svöng. Svona má lengi telja. Hins vegar veit ég nokkurn veginn hvern- ig henni líður því ég þekki hana og um- gengst hana nánast daglega þótt hún sé komin á stofnun. Hún er sem sagt komin á stofn- un en það er ekki nóg, því þar er ekki fullnægj- andi umönnun. Ekki vegna þess að starfs- fólkið liggi í leti eða það sé áhugalaust, heldur er það svo yfirhlaðið af verkefnum við umönn- un sjúklinga að það kemst ekki yfir að sinna öllum nema að tak- mörkuðu leyti. Þurfa ekki allir að fá meiri umönn- un en svefn, vera klæddir, fá mat og vera baðaðir einu sinni í viku? Eru það ekki mannréttindi að fá að eiga einhver samskipti við annað fólk sem einstaklingur, ekki bara hluti af hóp sem situr í stól og horfir á sjón- varp eða hlustar á misgóða tónlist? Er þetta fólk, sem er bæði gamalt og heilabilað, eitthvert annars flokks fólk, að það þurfi ekki umönnun nema að tak- mörkuðu leyti? Starfsfólkið sem vinnur störfin á hjúkr- unarheimilum vinnur margt hvert ákaflega vandasöm og vanmetin störf, enda tíð manna- skipti meðal þeirra, sem henta heilabiluðu fólki afar illa. Hvernig væri að við færum að bera virð- ingu fyrir fólkinu sem annast fólkið sem vann fyrir okkur og kom okkur á legg og átti drjúgan þátt í að gera landið okkar að því sem það er? Bæði þarf að borga betri laun fyrir þessi umönn- unarstörf og ekki síst að manna hverja deild betur. Ég hef það mikla trú á stjórn- endum þessa lands að þeir ekki bara vilji heldur geti lagað þetta ástand sem ríkir á sjúkrastofnunum. Ég enda þessa grein eins og ég byrjaði: Hvar erum við stödd, gæti verið að það styttist í að við þyrftum umönnun sjálf? Hvar erum við stödd? Þórdís Einarsdóttir fjallar um aðhlynningu aldraðra Þórdís Einarsdóttir ’Ég hef þaðmikla trú á stjórnendum þessa lands að þeir ekki bara vilji heldur geti lagað þetta ástand sem ríkir á sjúkrastofn- unum.‘ Höfundur á móður á hjúkrunarheimili. Ýmist er sagt: Láta í ljós eða: Láta í ljósi. Hvort tveggja er rétt. Gætum tungunnar Fáðu úrslitin send í símann þinn Fréttir í tölvupósti flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.